Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 3. janúar 1990 íþróttir Enska knattspyrnan: Iiverpool kvaddi 1989 á toppnum - sigur hjá Clough í hans 1000. leik - Þorvaldur og Guðni með Gamla kempan Alan Cork hafði sigurinn af Man. Utd. er hann jafnaði fyrir Wimbledon á síðustu mínútu. Síðasta umferð ársins 1989 var leikin í Englandi laugardaginn 30. des. Liverpool kvaddi gamla árið á toppi 1. deildar með 4 stiga forskot, en hafði leikið einum leik meira en næstu lið. í 2. deild sat Leeds Utd. í efsta sætinu, en aðeins einu stigi á undan nágrönnum sínum og keppinautum Sheff- ield Utd. En þá eru það leikir laugardagsins. Aðalleikur umferðarinnai var sýndur í sjónvarpinu þar sem Aston Villa og Arsenal mættust í hörkuleik. Heimamenn höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og léku þá oft vel, en gekk illa að nýta færin sem þeir fengu. Það var ekki fyrr en 6 mín. fyrir leikhlé að liðið náði forystu með marki frá David Platt, hann fékk send- ingu inn { vítateig Arsenal og lék mjög snyrtilega á Tony Adams miðvörð Arsenal áður en hann sendi boltann í markið af stuttu færi. Meistarar Arsenal komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og sóttu stíft, án þess að skapa sér verulega góð marktækifæri. Það var því gegn gangi leiksins er Villa bætti öðru marki sínu við seint í síðari hálfleiknum. Tony Urslit 1. deild Aston Villa-Arsenal 2:1 Crystal Palace-Norwich 1:0 Derby-Coventry 4:1 Liverpool-Charlton 1:0 Luton-Chelsea 0:3 Manchester City-Millwall 2:0 Q.P.R.-Everton 1:0 Southampton-Sheffield Wed 2:2 Tottenham-Nottingham For. 2:3 Wimbledon-Manchester Utd 2:2 2. deild Barnsley-Leeds Utd. 1:0 Bradford-W.B.A. 2:0 Brighton-Oxford 0:1 Ipswich-Middlesbrough 3:0 Leicester-West Ham 1:0 Oldham-Portsmouth 3:3 Sheffield Utd.-Blackburn 1:2 Stoke City-Watford 2:2 Sundcrland-Port Vale 2:2 Swindon-Ncwcastle 3:1 Wolves-Bournemouth 3:1 Plymouth-Hull City 1:2 3. deild llolton-Bury 3:1 Brístol Rovers-Tranmere 2:0 Chcster-Blakpool 2:0 Fulham-Shrewsbury 2:1 Huddersfield-Bristol City 2:1 Leyton Orient-Crewe 2:1 Mansfield-Northampton 1:2 Notts County-Birmingham 3:2 Preston-Wigan 1:1 Reading-Rotherham 3:2 Swansea-Brentford 2:1 Walsall-Cardiff City 0:2 4. deild Aldershot-Rochdale 1:1 Burnley-Halifax 1:0 Doncaster-Colchester 2:0 Gillingham-Wrexham 1:0 Hartlepool-Grímsby 4:2 Lincoln-Carlisle 1:3 Peterborough-Scarborough 1:2 Scunthorpe-Chesterfleld 0:1 Southend-Excter 1:2 Stockport-Cambridge 3:1 Torquay-Maidstone 2:1 York City-Hereford 1:2 Daley hinn eldsnöggi útherji Villa sendi þá frábæra Sendingu inn á Derek Mountfield og þrumuskalli hans hafnaði efst í markhorni Arsenal. Leikmenn Arsenal töldu að Mountfield hefði verið rangstæður og mót- mæltu kröftuglega, en áð sjálf- sögðu án árangurs. Á lokartiín. leiksins skallaði Tony Adams inn eina mark Arsenal af stuttu færi, en liðið féll niður í þriðja sæti við ósigurinn. Það er hins vegar óskiljanlegt að David Rocastle skildi sitja á bekknum nær allan leikinn hjá Arsenal, hann gerði góða hluti þann stutta tíma sem hann fékk að leika með í lokin. Liverpool sigraði botnlið Charlton á Anfield með eina marki leiksins sem John Barnes skoraði á 17. mín. eftir góða sendingu frá Steve Stauton. Charlton varðist vel í leiknum og Bob Bolder í marki liðsins varði vel frá Gary Ablett, Ronnie Whelan og þó sérstaklega er hann varði vítaspyrnu frá Ian Rush sem dæmd var á Joe McLaughlin fyrir brot á Barnes. Liverpool lék án Ray Houghton og þeir Peter Beardsley og Steve McMahon voru á bekknum, en það breytti engu og liðið hlýtur að teljast líklegur sigurvegari í 1. deild í vor. Lið Man. Utd. endaði árið heldur dapurlega, en liðið missti af sigri á útivelli gegn Wimbledon er varamaðurinn Alan Cork jafn- aði fyrir Wimbledon á síðustu mín. leiksins. Utd. sem lék án Bryan Robson og missti Paul Ince meiddan útaf átti undir högg að sækja í leiknum. Eric Young skoraði fyrir Wimbledon í fyrri hálfleik og John Fashanu hefði hæglega getað bætt við tveim mörkum fyrir liðið. Er 15 mín. voru eftir af leiknum skoraði Utd. tvö mörk á tveim mín., Viv Anderson og mark Robins voru þar að verki og sigurinn blasti við liðinu þar til Cork gerði út um þann draum í lokin. Brian Clough framkvæmda- stjóri Nottingham For. stjórnaði liðinu í 1.000 sinn er Forest mætti Tottenham á útivelli. Og það voru engin þreytumerki á kapp- anum í grænu peysunni sem var mjög líflegur á bekknum. Forest lék betur í leiknum og sóknar- menn liðsins fóru oft illa með óstyrka varnarmenn Tottenham. Gary Lineker skoraði bæði mörk Tottenham í leiknum, kom liðinu yfir á 11. mín. og síðan á síðustu mín. leiksins. Á milli marka hans gerðu gestirnir hins vegar þrjú mörk, fyrsti Nigel Clough er jafn- aði eftir mistök Bobby Mimms í marki Tottenham og síðan 2 mín. síðar á 29. mín. skallaði Gary Crosby inn. Um miðjan síðari hálfleik skoraði Garry Parker þriðja mark Forest eftir sendingu Clough. Chelsea náði loks að reka af sér slyðruorðið er liðið gersigraði Luton á útivelli 3:0. Kerry Dixon var maður leiksins hjá Chelsea, hann skoraði þriðja mark liðsins og lagði upp bæði mörkin sem Kevin Wilson skoraði með skalla. Það besta fyrir liðið var þó að halda hreinu í leiknum eftir allt markaflóðið að undanförnu og það getur liðið þakkað mark- verðinum Dave Beasant og lán- lausum sóknarmönnum Luton. Steve Coppell stjóri Crystal Palace sagði fyrir leik liðsins gegn Norwich að nú loksins væru leik- menn hans að aðlagast 1. deild- inni. Og það virtust orð að sönnu því Palace hafði nokkra yfirburði gegn Norwich. Eina mark leiks- ins kom á 55. mín., Ian Wright stökk hæst í vítateig Norwich og skallaði inn fyrirgjöf John Pemb- erton. Norwich reyndi að beita hörku eftir markið, en hafði ekk- ert upp úr því annað en bókanir á þrjá leikmenn og sigur Palace mjög sanngjarn. Sheffield Wed. náði góðu stigi á útivelli gegn Soputhampton og Ron Atkinson stjóri Sheffield virðist á réttri braut með liðið. John Sheridan í liði Wed. var áberandi besti maður vallarins og stjórnaði spili liðsins. Dalian Atkinson náði forystu fyrir Sheff- ield á 33. mín. með skallamarki. Þá jók Southampton hraðann og Matthew Le Tissier jafnaði úr vítaspyrnu sem Rod Wallace fiskaði á síðustu mín. fyrri hálf- leiks. Eftir klukkutíma leik náði Le Tissier forystu fyrir Sout- hampton, en aðeins mín. síðar brá varnarmaðurinn Peter Shirtliff sér í sóknina hjá Sheffield og jafnaði með skalla eftir horn- spyrnu. Bæði liðin fengu færi á að skora sigurmark í lokin, Atkin- son var tvívegis nærri því fyrir Sheffield, Sheridan skaut hárfínt framhjá úr aukaspyrnu og fyrir Southampton munaði litlu að varamaðurinn Neil Ruddock næði að reka hausinn í fyrirgjöf Le Tiossier fyrir opnu marki, en jafnteflið voru sanngjörn úrslit. Þrír leikir, 7 stig og ekkert mark á sig er árangur Man. City frá því Howard Kendall tók við liðinu. Millwall varð að láta í minni pokann fyrir City á laugar- dag, Paul Stephenson fékk dauða- færi fyrir Millwall á 20. mín. og 10 mín. síðar bjargaði Andy Hinchcliffe á línu fyrir City frá Kevin O’Callaghan, en það voru einu vandræðin sem City þurfti að glíma við í leiknum. Mark Ward sem City keypti frá West Ham nýlega lék sinn fyrsta leik með liðinu og stóð sig mjög vel. Á 25. mín. skoraði David White fyrir City með viðstöðulausu skoti eftir undirbúning Clive All- en og hann bætti öðru marki sínu við á 70. mín. eftir sendingu Paul Lake. Liðin mætast aftur á sama stað í FA-bikarnum á laugardag og þá gæti Paul Goddard leikið með Millwall ef liðinu tekst að kaupa hann frá Derby nógu tímanlega. Derby burstaði Coventry heima 4:1. Nick Pickering náði forystu fyrir Derby á 15. mín. og Trevor Hebberd bætti öðru við 15 mín. síðar. Kevin Drinkell hafði skotið í stöng fyrir Coven- try strax á fyrstu mín. og á 10. mín. síðari hálfleiks lagaði David Speedie stöðuna fyrir Coventry með marki. Hebberd á 77. mín. og Craig Ramage á síðustu mín. leiksins gulltryggðu hins vegar stóran sigur Derby í leiknum. Everton tapaði á útivelli gegn Q.P.R. þrátt fyrir að hafa byrjað leikinn með miklum látum og verið óheppið að ná ekki góðri forystu. Andy Sinton skoraði eina mark leiksins fyri Q.P.R. í fyrri hálfleik og Roy Wegerle sem Q.P.R. keypti nýlega frá Luton var óheppinn að skora ekki fyrir sitt nýja lið er hann slapp einn í gegn, en markvörður Everton Neville Southall varði frábærlega vel frá honum. 2. deild Nágrannaliðin Leeds Utd. og Barnsley tóku daginn snemma og höfðu lokið leik sínum er aðrir leikir hófust. Darren Foreman skoraði eina mark leiksins fyrir heimaliðið og er það ekki í fyrsta skipti sem Leeds Utd. tapar á úti- velli gegn Barnsley. Markið kom 6 mín. fyrir lok fyrri hálfleiks. • Sheffield Utd. sem átti heima- leik gegn Blackburn hafði því góða möguleika á að endur- heimta efsta sætið og Brian Deane náði forystu fyrir Sheffi- eld strax í upphafi. Blackburn var þó á öðrú máli og Andy Kennedy jafnaði á 16. mín. eftir undirbúning Scott Sellars sem hóf feril sinn hjá Leeds Utd. Það var síðan Simon Garner sú gamla kepa sem skoraði 1 sigurmark Blackburn í síðari hálfleik og Leeds Utd. heldur því toppsæt- inu að minnsta kosti yfir áramót- in. • Sunderland og Oldham urðu að láta sér jafntefli á heimavelli nægja í leikjum sínum og tókst því ekki að saxa verulega á for- skot toppliðanna. Sunderland gerði 2:2 jafntefli gegn Port Vale og Oldham 3:3 jafntefli gegn Portsmouth þar sem Gay Whitt- ingham gerði öll mörk Portsmo- uth. • Ipswich virðist líklegt til afreka og sigraði Middlesbrough 3:0. • Swindon og Newcastle gerðu 1:1 jafntefli í leik sem bæði liðin þurftu að sigra. • Og West Ham virðist vera að missa af lestinni eftir tap gegn Leicester. Þ.L.A. Enski landsliðsmiðherjinn Steve Bull skoraði öll fjögur mörk Wolves gegn Newcastle.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.