Dagur


Dagur - 03.01.1990, Qupperneq 16

Dagur - 03.01.1990, Qupperneq 16
Kodak Express Gæöaframköllun Akureyri, miðvikudagur 3. janúar 1990 Slökkviliðið á Sauðárkróki: Aðeins kaJlað út fjórum sinnum á síðasta ári - nær 20 sinnum árið 1988 ★ Tryggðu f ilmunni þinni JSesta ^Pedi6myndii~ Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Slökkviliðið á Sauðárkróki var aðeins kallað út fjórum sinnum á síðasta ári. Tvisvar í smá- útköll innanbæjar og tvisvar út í sveitina. Aðeins einn meiriháttar bruni varð en það var hlöðubruni í Hegranesinu. Að sögn Björns Sverrissonar hjá Slökkviliðinu er þetta allt annað en árið á undan, en þá voru útköllin nærri 20. Nýr bíll var tekinn í notkun hjá Slökkviliðinu seinni hluta síðasta árs. Hann er kannski ekki nýr í skilningi þess orðs því hann er árgerð 1966 og er af International gerð. Þetta er dælubíll en sá sem fyrir var verður staðsettur í Varmahlíð í framtíðinni. Björn sagði að bíllinn hefði reynst vel á æfingum og stæði hann fyllilega fyrir sínu þrátt fyrir háan aldur. kj Akureyri: Um 400 manns flugu á brott Flugumferð milli Akureyrar og Reykjavíkur gekk vel í gær. A Akureyri áttu um 400 manns bókað far með Flugleiðum til Reykjavíkur og til að anna eftirspurn var ákveðið að fara tvær þotuferðir milli þessara staða. í gærmorgun kom þota til Akureyrar og flutti farþega suður. Um kaffileytið þjónaði Fokker vél þessu hlutverki og laust fyrir kvöldmat var þotan aftur á ferðinni. Að lokum fór Fokkerinn eina ferð í gærkvöld og var fullbókað í allar vélarnar. Flug- og brautarskilyrði voru góð í gær og því gott hljóð í mönnum á Akureyrarflugvelli, en samgöngur í lofti hafa verið æði skrykkjóttar yfir jólin. SS „Kyndla vora hefjum hátt . . .“ Mynd: KL Tvær brennur á Húsavík Aramótin á Húsavík voru þokkalega róleg að sögn lög- reglu. Flugeldauppskot voru með mesta móti í bænum á i gamlárskvöld. Það rættist úr Eyjafjörður: Friðsæl og óhappa- lítil áramót heimamenn ráku af sér slyðruorðið brennumálum bæjarbúa, því Völsungar kveiktu í brennu norðan við bæinn og einkaaðil- ar voru með brennu sunnan við bæ. Illa horfði um tíma með að nokkur áramóta- brenna yrði á Húsavík. Á föstudag birti Dagur frétt um að Húsvíkingar nenntu ekki að gera sér brennu, og brettu menn þá snarlega upp ermarn- ar og ráku hraustlega af sér slyðruorðið. Aramótin voru óvenju friðsæl á Akureyri og öðrum þéttbýlis- stöðum við Eyjafjörð að þessu sinni. Þrátt fyrir mikinn mann- fjölda í miðbæ Akureyrar fram undir nýársdagsmorgun urðu engin tcljandi óhöpp eða slys, en þó gistu sex fangageymslur lögreglunnar fyrstu nótt ársins. Matthías Einarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir það undrunarvert hversu óhappalaus áramótagleði Akur- eyringa var, þrátt fyrir sjö stiga hita og lygnt veður á nýársnótt. Ölvun var, að sögn Matthíasar, eins og við má búast um nóttina, en mannfjöldinn í miðbænum var gífurlegur. Fólkið var í stórum hópum í bænum fram undir klukkan níu um morguninn. Tug- ir unglinga og fullorðins fólks voru fluttir heim með lögreglu- aðstoð um nóttina, ósjálfbjarga vegna ölvunar, en þó var alit slysalaust eins og áður sagði. Á Siglufirði, Olafsfirði og Dal- vík var sömu sögu að segja, engin óhöpp urðu eða slys á fólki á nýársnótt eða gamlárskvöld, þrátt fyrir mikla umferð fólks sem naut þessarar óvenjulegu veðurblíðu áramóta. Ekki varð heldur tjón á munum á þessum stöðum sem rekja mátti til ára- mótagleðskapar. Á Siglufirði var allmikill mann- fjöldi í miðbænum á nýársnótt, en allt fór vel fram og segja lög- reglumenn að þetta hafi verið með friðsælustu áramótum. EHB Mjög margir sóttu dansleik í Félagsheimilinu á nýjársnótt og nokkrir lentu í smáútistöðum eft- ir dansleikinn. Afleiðingar urðu þær að flytja þurfti þrjá menn á sjúkrahús vegna meiðsla, og í gær höfði lögreglu borist tvær kærur vegna þessara meiðinga. Rólegt var á dansleikjum sem haldnir voru í nágrenni Húsavík- ur um hátíðarnar. Sérlega friðsælt var á Egils- stöðum um áramótin. Fámennt var á dansleik í Valaskjálf á nýjársnótt en fjölmenni á dans- leik á nýjársdagskvöld. Lögreglu var ekki kunnugt um nein óhöpp um áramótin og sagði að sumar- færi væri um allt og talsvert um að fólk skryppi í jólaheimsóknir til Reykjavíkur á bílum sínum. IM Slökkviliðið á Akureyri 1989: Eldur oftast í íbúðarhúsum Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í 73 skipti á árinu 1989 og var um eld að ræða í 42 tilfellum. Fækkaði útköllum um 6 frá árinu áður. í fjögur skipti var slökkviliðið kallað út fyrir bæinn, en það er helmingi sjaldnar en árið áður. Lang stærsti eldsvoði ársins var í Síldarverksmiðjunni í Krossa- nesi aðfaranótt gamlársdags. SjúkraútköII voru 1028 á árinu 1989, þar af 130 utanbæjar en voru 1084, þar af 185 utanbæj- ar árið áður. Af þessum 1028 sjúkraútköllum voru 175 bráðatilfelli. í skýrslu Slökkviliðsins á Akureyri fyrir síðasta ár kemur í ljós að í þeim tilfellum sem ekki var um eld að ræða, var ástæðan 15 sinnum sú að grunur lék á að Loðnuskipin halda til veiða: Blessaður vertu, nú fer loðnan að koma! Eftir Iangvarandi tíð hamborg- arhryggja og villtra fugla fara hjól atvinnulífsins að snúast eitt af öðru. Eitt þessara hjóla er loðnuskipin sem tínast þessa dagana á miðin. Súlan EA sigldi á vit loðnu á mið- nætti og Þórður Jónasson EA fer væntanlega í dag. „Blessaður vertu, það er engin spurning að nú fer að loðnan að koma,“ sagði kampakátur Sverrir Leósson, útgerðarmaður Súlunn- ar, í samtali við Dag í gær. Hreiðar Valtýsson, útgerðarmað- ur Þórðar Jónassonar, var einnig bjartsýnn og sagði að menn tryðu ekki öðru en að loðnan færi að gefa sig. óþh eldur hefði komið upp, 8 sinnum biluðu brunaboðar og í 4 skipti var um gabb að ræða. Flestir notuðu síma til þess að gera slökkviliðinu aðvart. í 42 skipti af 73 var síminn notaður, 25 sinnum gall brunaboði, þrisvar var talstöð notuð og í 2 tilfellum sendiboði. Eldur kom oftast upp í heima- húsum eða í 15 skipti. í 10 skipti var eldur í rusli, sinu eða mosa, 8 sinnum í ökutækjum og 6 sinnum í iðnaðarhúsnæði. Flest útköll slökkviliðsins voru á tíma- bilinu frá kl. 12.00 á hádegi til kl. 21.00 á kvöldin. Um upptök eldsvoða er það að segja, að í samtals 20 skiptum mátti kenna um rafmagni af ein- hverju tagi. íkveikja varð uppvís 9 sinnum, 6 sinnum farið óvar- lega með eld, en ekki er vitað um eldsupptök í 5 tilfellum. Tjón varð af eldsvoðum í 20 tilfellum, þar af var mikið eða talsvert tjón í 10 eldsvoðum. í 7 skipti nam tjónið meiru en 2 milljónum króna og í 3 skipti á milli 1-2 miljónum króna. VG Akureyri: Inubrotafaraldur Rannsóknarlögrcglan á Akureyri hefur átt annríkt undanfarið, svo ekki sé meira sagt. Fyrir utan hina umfangsmiklu rannsókn á brunanum í Krossanesi voru fiinmtán innbrot framin í bænuin aðfaranótt gamlárs- dags. Ungur maður var handtekinn grunaöur um aðild að innbrot- um þessum í gær, og var farið fram á að hann sætti gæsluvarð- haldsvist. Rannsókn mála þess- ara er á byrjunarstigi vegna annríkis rannsóknarlögreglunn- ar. Daníel Snorrason, rannsókn- arlögreglumaður, segir að meðal þeirra staða sem brotist var inn á séu Samkomuhúsið, íþrótta- skeimnan, íþróttavallarhúsið á Akureyrarvelli, Gúmmíbáta- þjónustan, fyrirtæki í Kaupangi og vinnuskúr við Múlasíðu. Á ölium þessum stöðum var unnið tjón og einhverjum verðmætuni stolið. Milli jóla og nýárs var brotist inn í Bókval. Vcgna þess máls var maður handtekinn sem viðurkenndi einnig að hafa brotist inn í Amaró um jólin og í Dynheima síðasta sumar. Ekki er álitiö að nein tengsl séu milli brunans í Krossanesi og innbrotafaraldursins sömu nóttina. EHB Öngulsstaðahreppur: Sumarbústaður brann Slökkvilið Akureyrar var kallað út um níuleytið á gaml- árskvöld vegna elds í gömium sumarbústað í Öngulsstaða- hreppi. Bústaðurinn brann til kaldra kola. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, segir að sumarbústaður þessi, sem stóð í landi Brúarlands, hafi verið oröinn gamall og ekki verið not- aður í fjölmörg ár. Hann hafi því verið kominn í niðurníðslu. Slökkviliðið lagði ekki til atlögu við eldinn þegar á bruna- stað kom, enda var húsið alelda, heldur lagöi áherslu á að verja trjágróður í kring. Bústaðurinn brann fljótt. EHB Ólafsfjörður: Innbrot Brotist var inn í Apótek Ólafsfjarðar rétt fyrir ára- mótin og peningum stolið. Málið er í rannsókn og niður- staða liggur ekki fyrir. Að sögn lögreglunnar í Ólafs- firði vita inenn ckki gjörla hvort innbrotið var framið að kvöldi 30. desember eða aðfaranótt gamlársdags. Gluggi á bakhlið lyfjaverslunarinnar var brotinn upp og þrjátíu til fjörutíu þús- und krónur tekna úr peninga- kassa. Ekki er vitað hvort ein- hverjum lyfjum hefur verið stol- ið um leið. Þetta er í fyrsta sinn sem brotist hefur verið inn í Apótek Ólafsfjarðar. EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.