Dagur - 10.01.1990, Síða 3
Miðvikudagur 10. janúar 1990 - DAGUR - 3
fréftir
Prír sparisjóðir við utanverðan Eyjaprð:
Nágrannar í eina sæng á þessu ári?
„æskilegt að sameina sjóðina,“ segir sparisjóðsstjórinn í Hrísey
Ekki er ólíklegt aö á þessu ári
veröi stigið það skref að sam-
eina þrjá sparisjóði við utan-
verðan Eyjafjörð, Sparisjóð
Svarfdæla á Dalvík, Sparisjóð
Hríseyjar og Sparisjóð Ar-
skógsstrandar. Sá fyrsttaldi er
þeirra stærstur og ef til samein-
ingar kemur er næsta víst að
nýr sameinaður sparisjóður
bæri nafn Sparisjóðs Svarfdæla
og rekin yrðu útibú í hans
nafni í Hrísey og á Árskógs-
strönd.
Það er samdóma álit spari-
sjóðsstjóra þessara þriggja spari-
sjóða að sameinaður sparisjóður
við utanverðan Eyjafjörð væri
mjög æskilegur kostur. Bent er á
að með sameiningu yrði til ein
öflug bankastofnun sem hefði
alla burði til að þjóna atvinnulífi
og einstaklingum á þessu svæði
betur en nú er. Sparisjóðirnir í
Hrísey og á Árskógsströnd eru
litlar einingar og að mörgu leyti
ekki í stakk búnar að þjóna
atvinnulífi á þessum stöðum eins
og æskilegt væri. Má þar sem
dæmi nefna afurðalánaviðskipti
Viðhorfskönnun Sambands íslenskra viðskiptabanka:
Stjónunálamenn hafa of
mikil áhrif í bönkmmm
- jákvæð afstaða almennings til bankanna áberandi
í gær kynnti Samband íslenskra
viðskiptabanka niðurstöðu úr
viðhorfskönnun sem gerð var
til þess að kanna viðhorf
almennings til bankakerfisins.
Meginniðurstöðurnar eru þær
að afstaða almennings er
jákvæð. Meirihluti fólks segist
ánægður með þá þjónustu sem
bankarnir veita og ber traust til
þeirra. Fáir segjast vilja skipta
við banka sem reknir væru
með tapi.
í viðhorfi til banka sögðust
52,4% jákvæðir, 32% hlutlausir
en 15,6% neikvæðir. Þá töldu
88,1% bankana gegna hlutverki
sínu vel eða sæmilega en aðeins
11,9% töldu þá gegna því illa.
Nær fjórir af hverjunt fiinm töldu
Lögreglan:
Enn klippt af
óskoðuðum bflurn
Lögreglan á Akureyri klippti
númer af 10 bifreiðum í bæn-
um síðastliðinn föstudag og var
um að ræða bifreiðar sem ekki
höfðu verið færðar til aðal-
skoðunar á síðasta ári.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar er enn langur listi yfir
bíla sem ekki voru færðir til
skoðunar á fyrrgrbindum tíma.
Lögreglan mun á næstunni klippa
af þessum bílum hvar sem til
þeirra næst og mega því eigendur
þeirra búast við talsverðum
óþægindum mæti þeir ekki með
bílana til skoðunar.
„Nei, það er engin miskunn
núna. Ekki er um annað að ræða
en klippa af þessum bílum enda
áttu þeir að vera komnir til
skoðunar," sagði varðstjóri hjá
lögreglunni í samtali við blaðið.
JÓH
þjónustu bankanna góða eða
frekar góða og 91,4% sögðu að
sá banki sem þeir skiptu við veitti
mjög góða þjónustu. Langflestir
töldu líka að þjónustan hefði
batnað á síðustu fimm árum og
rúmlega þrír af hverjum fjórum
sögðu að opnunartími bankanna
hentaði sér vel eða sæmilega.
81,5% sögðu starfsfólk bankanna
nægilega lipurt.
Skiptar skoðanir voru um sam-
keppni rnilli banka. 21,4% töldu
hana of mikla, 41,8% töldu hana
hæfilega en 36,8% of litla. Sam-
eining banka er æskileg að mati
76,3% þátttakenda.
84,1% þeirra sem tóku afstöðu
töldu áhrif stjórnmálamanna í
bönkum of mikil, 14,5% töldu
þau hæfileg en aðeins 1,4% töldu
þau of lítil. 39,6% töldu fjöl-
miðla gefa sanngjarna mynd af
bönkunum en 60,4% sögðu hana
villandi.
Loks má geta þess að stór hluti
aðspurðra hafði ekki hugtök á
borð við nafnvexti, raunvexti og
verðtryggingu á hreinu. 66,6%
vissu ekki hvað þessi hugtök
þýddu. SS
Bæjarstjórn Dalvíkur samþykkir að ganga ekki inn í
16,5 milljóna boð Landsbankans í Ytra-Holt:
Hestamenn vilja festa kaup
á heimsins stærsta hesthúsi
- hyggist bankinn selja jörðina hefur Dalvíkurbær áfram forkaupsrétt
Bæjarstjórn Dalvíkur sam-
þykkti í gær aö ganga ekki inn
í 16,5 milljón króna boö
Landsbankans á jörðinni Ytra-
Holti í Svarfaðardal, sem
bankinn eignaðist á uppboði í
desember fyrir 16,5 milljónir
króna. Þrátt fyrir að nýta ekki
forkaupsrétt Dalvíkurbæjar að
jörðinni hefur hann þó ekki
fallið niður. Forkaupsrétti
gagnvart skiptaráðanda þrota-
bús Pólarpels hefur verið hafn-
að en forkaupsréttur bæjarins
gagnvart hugsanlegri sölu
Landsbankans er enn í fullu
gildi. Það er því Ijóst að bank-
inn verður að snúa sér fyrst til
Dalvíkurbæjar ef hann hyggst
selja jörðina.
Á fundi bæjarráðs Dalvíkur
milli jóla og nýárs bar þetta mál á
góma. Á fundinn mættu fulltrúar
Hestamannafélagsins Hrings,
sem sýnt hafa því mikinn áhuga
að fjármagna kaup á refaskála í
landi Ytra-Holts með það fyrir
augum að flytja þangað aðstöðu
hestamanna á Dalvík. Umrædd-
ur skáli er 27 metrar á breidd og
170 metrar á lengd og hafa gár-
ungarnir það á orði að hann
kunni í framtíðinni að breytast í
heimsins stærsta hesthús. Sam-
kvæmt heimildum Dags er nokk-
uð almenn samstaða meðal
hestamanna um kaupin á refa-
skálanum, enda rúmi hann alla
hesta á Dalvík og gott betur en
það. Sú hugmynd nýtur fylgis að
Hestamannfélagið Hringur fjár-
magni kaupin á refaskálanum að
einum fjórða hluta en hestamenn
á Dalvík leggi sjálfir fram hina
þrjá fjórðu hlutana. „Okkar hug-
mynd er að nýta allan skálann
fyrir starfsemi hestamanna. Það
sem ekki yrði nýtt fyrir hesthús
mætti nýta m.a. fyrir tamningar,
reiðgerði og kaffistofu. Þarna er
volgt vatn og mætti auðveldlega
setja upp sturtu fyrir hross. Að
koma allri þessari starfsemi undir
eitt þak myndi lyfta félagslífi
hestamanna mikið upp,“ voru
orð félagsmanns í Hestamanna-
félaginu Hring í gær.
Ekki er ljóst á þessari stundu
hvort Dalvíkurbær eigi viðræður
við Landsbankann um sameigin-
leg kaup bæjarins og hestamanna
á Ytra-Holti og refaskálanum.
Á sínum tíma fékk Pólarpels
niðurfelldan söluskatt af refa-
skálanum. Hins vegar liggur ekk-
ert annað fyrir á þessari stundu
en að hugsanlegum kaupanda
yrði gert að greiða af honum full-
an skatt ofan á kaupverð.
Trausti Þorsteinsson, forseti
bæjarstjórnar Dalvíkur, vildi á
þessu stigi ekki spá um fram-
vindu málsins. „Það sem við
erum að hugsa um er fyrst og
fremst að eignast jörðina upp á
framtíðarbyggingarsvæði. Kaup
á jörðinni væri einnig góð lausn
fyrir hestamenn og annan smá-
búskap.“ óþh
til sjávarútvegsfyrirtækja. Þessi
viðskipti fara að stærstum hluta í
gegnum Landsbankann, en á
Dalvík hefur Sparisjóður Svarf-
dæla, vegna styrks síns, hins veg-
ar komið að afurðalánunum. Er í
því sambandi skemmst að minn-
ast verkun á Ítalíuskreið sl. vor.
Á fundi forsvarsmanna Sam-
bands sparisjóða með sparisjóða-
mönnum á Norðurlandi á Akur-
eyri á haustdögum var rætt um
hugsanlega aukna samvinnu eða
sameiningu sparisjóða við Eyja-
fjörð. Samkvæmt upplýsingum
Dags hafa engar formlegar við-
ræður átt sér stað um þessi mál
síðan, en fullur vilji er hjá öllum
hlutaðeigandi aðilum að skoða
málin betur og líkur eru til að
það verði gert fyrr en síðar.
„Ég tel að hljóti að enda með
sameiningu sparisjóðanna og að
mínu mati er það mjög æskilegt.
Við yrðum að minnsta kosti
ánægð ef af sameiningu yrði.
Gcrðar eru auknar kröfur til
þjónustufyrirtækja eins og
bankastofnana og það er erfitt að
koma til móts við þær nema með
því að stækka einingarnar. Við
getum aðstoðað fyrirtæki hér á
staðnum, en alls ekki eins mikið
og þyrfti," segir Vera Sigurðar-
dóttir, sparisjóðsstjóri í Hrísey.
óþh
Loðnubátar héldu
kyrru fyrir í gær:
Þrírbátarlönd-
uöu á Þórshöfn
Þrír loðnubátar lönduðu á
Þórshöfn í fyrrinótt, Björg
Jónsdóttir frá Húsavík, Þórs-
hamar GK og Keflvíkingur.
Um klukkan hálf limm um
nóttina fór rafmagniö af
loðnuverksmiðjunni og átti þá
eftir að Ijúka við að landa úr
Ketlvíkingi. Bátarnir voru allir
með slatta, eða í kringum 200
tonn hver. í gær lágu þeir
bundnir við bryggju á Þórs-
höfn og átti ekki að hreyfa þá
fyrr en veðrið gengi yfir og
raunar voru flestir loðnubátar
í höfn eða vari í veöurofsanum
í gær.
Að sögn Gísia Óskarssonar,
skrifstofustjóra hjá Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar, höfðu í gær
borist 10.500 tonn af loðnu til
bræðslu hjá loðnuverksmiðjunni
frá upphafi vertíðar í haust. Þar
af höfðu um 5000 tonn borist fyr-
ir áramót, sem er mjög lítið, en
þó benti Gísli á að um áramót
hefði Þórshöfn verið í öðru sæti á
eftir Siglufirði yfir þær löndunar-
stöövar sem mest höfðu fengið af
loðnu á haustvertíöinni.
„Það var allt steindautt fyrst í
haust en eftir áramót hefur kom-
ið góður kippur. Síðan má gera
ráð fyrir aö loðnan dreifist meira
á stöðvarnar hérna cftir að
Krossanesverksmiðjan datt út,"
sagði Gísli. SS
Vantar leiguhúsnæði
á Akureyri,
eitt til tvö hundruð fermetra, undir heildverslun
og verslun.
Dpplýsingar gefur Áslaug í síma 24048.
AKUREYRARBÆR
Tilkynning
frá Rafveitu Akureyrar
Vegna gildistöku laga um virðisaukaskatt, fá
nú allir kaupendur raforku á svæði Rafveit-
unnar sendan raforkureikning miðaðan við
nýafstaðin áramót.
Rafveitustjóri.
TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI
Frá Tónlistarskólanum á Akureyri
Tekið verður á móti umsóknum nýrra nemenda fyr-
ir vorönn 1990 á skrifstofu skólans milli kl. 13.00-
17.00 alla virka daga fram til 18. janúar.
Kennsla á vorönn hefst 25. janúar.
Hægt er að bæta viö nemendum í forskóla á selló og
málmblásturshljóðfæri.
Einnig verður boðið upp á tíma í tónlistarsögu og hlust-
un fyrir almenning.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans að Hafnarstræti
81.