Dagur - 12.01.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 12. janúar 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGAHSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMD/'.STJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Afiiám verdtryggingar
á peningamarkaði
Aðilar vinnumarkaðarins hafa að undanförnu rætt
mikið um svokallaða núll-lausn við gerð næstu kjara-
samninga. Um er að ræða einhvers konar niðurfærslu-
leið, sem byggist á því að vextir verði lækkaðir og
verðlagi haldið stöðugu út samningstímabilið. Mark-
miðið er að vinna á verðbólgunni þannig að hófsamir
kjarasamningar verði raunhæfir. Þessar fyrirætlanir
leiða hugann að því hvort ekki sé tímabært að láta
sverfa til stáls gagnvart verðtryggingu fjármagns hér
á landi. Margir telja það í hæsta máta óeðlilegt að laun
séu á engan hátt vísitölubundin en fjármagnið hins
vegar tryggt í bak og fyrir.
Mörgum gengur illa að átta sig á því að við seljum
meginhluta þjóðarframleiðslunnar á erlendum mörk-
uðum, þar sem við ráðum ekki verðlaginu. Við eigum
þar í samkeppni við margra þjóða fyrirtæki, sem
greiða 8-10% vexti. íslensk fyrirtæki greiða u.þ.b. þre-
falt hærri vexti, þótt hluti vaxtanna sé kallaður verð-
bótaþáttur og hinn hlutinn raunvextir. Mismunandi
nafngiftir bæta stöðu lántakenda ekki. Vextir eru ein-
faldlega það heildarverð sem greitt er fyrir notkun
lánsfjár. íslensk útflutningsframleiðsla er mjög fjár-
magnsfrek og hin háa vaxtaprósenta hér á landi gerir
hana með öllu ósamkeppnishæfa. Þess vegna er geng-
ið fellt nokkuð reglulega, sem aftur hækkar verð inn-
fluttra vara, sem aftur knýr á kaupkröfur og svo koll af
kolli. Þetta er vaxta- og verðlagsskrúfan sem knýr
verðbólguhjólið áfram. TU að bæta gráu ofan á svart er
lánskjaravísitalan vensluð stærðum sem hún á að
mæla. Hún lifir þannig eigin lífi og magnar hringrás-
ina.
Nauðsynlegt er að afnema verðtryggingu fjármagns
til að koma í veg fyrir frekara misgengi í íslensku efna-
hagslífi. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa
m.a. bent á þetta, því þeir telja stjórn peningamála
mun erfiðari með slíka vísitölubindingu. Tvær veiga-
miklar ástæður má ennfremur nefna. Afnám lánskjara-
vísitölu er stórt byggðamál, því full verðtrygging fjár-
magns gerir það m.a. að verkum að óðs manns æði er
að byggja eða kaupa húsnæði úti á landi. Markaðsverð
fasteigna þar hækkar engan veginn til jafns við áhvíl-
andi lán, sem eru verðtryggð í bak og fyrir. í annan
stað er verðtrygging fjármagns tvíeggjað vopn gagn-
vart fjármagnseigendum. Með henni verða hinir raun-
verulegu vextir, sem lántakendum er gert að greiða,
svo háir að fæstir standa undir greiðslubyrðinni. Gífar-
legur fjármagnskostnaður er þannig á „góðri" leið
með að drepa bestu mjólkurkýr peningastofnananna,
þ.e. fyrirtækin í landinu. Tíð gjaldþrot fyrirtækja og
einstakhnga hafa valdið peningastofnunum þungum
búsifjum og það er stór spurning hvort verðtrygging
fjármagnsins hafi í raun tryggt hag þeirra sem fjár-
magnið eiga og lána.
Með þetta í huga er sú spurning áleitin hvort afnám
lánskjaravísitölu og verðtryggingar fjármagns yfir-
leitt, ætti ekki að vera efst á blaði aðila vinnumarkað-
arins í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa
yfir. BB
hvað er að gerast
Leikfélag Akureyrar:
Eymalangir og
annað fólk
Skákfélag Akureyrar:
Uppskeru-
hátíð og
skákmót
Skákfélag Akureyrar heldur 10
mínútna mót í kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 20.00 í félagsheimili
sínu. Á laugardaginn verða ungl-
ingaæfingar kl. 13.30 og verða
þær á laugardögum í janúar, en
Akureyrarmótið hefst síðan
fyrsta laugardag í febrúar.
Á sunnudaginn kl. 14 verður
uppskeruhátíð hjá Skákfélagi
Akureyrar. Afhent verða verð-
laun fyrir síðustu sex mánuði.
Leikfélag Akureyrar sýnir barna-
og fjölskylduleikritið Eyrnalangir
og annað fólk á laugardag og
sunnudag kl. 15.00. Leikritið er
eftir þær Iðunni og Kristínu
Steinsdætur en Ragnhildur Gísla-
dóttir samdi tónlist við verkið.
Leikstjóri er Andrés Sigurvins-
son og leikararnir eru alls sextán,
átta fullorðnir og átta börn. Leik-
mynd Hallmundar Kristinssonar,
lýsing Ingvars Björnssonar og
búningar og gervi eftir Rósberg
Snædal hafa fengið góðan hljóm-
grunn og þykir leikritið hin ágæt-
asta skemmtun í skammdeginu.
bridds
Akureyrarmótið í tvímenningi:
og Anton efstir
Antun Haraldsson og Pétur Guðjónsson.
Pétur
Akureyrarmótið í tvímenningi
í bridds er hafíð. Alls taka 28
pör þátt í mótinu og er spilað
eftir Barometer fyrirkomulagi,
5 spil milli para.
Spilaðar verða 27 umferðir en
eftir 5 umferðir er röð efstu para
þessi: 1. Pétur Guðjónsson/ stig:
Anton Haraldsson 2. Hermann Tómasson/ 80
Asgeir Stefánsson 3. Örn Einarsson/ 51
Hörður Steinbergsson 4. Zarioh Hamadi/ 50
Guðjón Pálsson 5. Jón Sverrisson/ 49
Máni Laxdal 6. Páll Pálsson/ 48
Þórarinn B. Jónsson 43
skák
7. Sveinbjörn Sigurðsson/
Stefán Stefánsson 42
8. Soffía Guðmundsdóttir/
Vilhjálmur Pálsson 39
Næstu 5 umferðir verða spilaðar
næsta þriðjudagskvöld. -KK
Skákfélag Akureyrar:
Jón Garðar stigahæstur
Nýlega voru íslensku skákstig-
in reiknuð út, en þau fá skák-
menn fyrir árangur í mótum
innanlands og má ekki rugla
þeim saman við alþjóðleg
Hverfakeppnin er ávallt fyrsta
skákmót ársins hjá Skákfélagi
Akureyrar. Þrjár sveitir tóku
þátt í keppninni að þessu sinni
og leiddu liðin saman hesta
sína í kappskák og hraðskák.
Sveit Suður-Brekkunnar hafði
töluverða yfírburði.
í hraðskákinni sigraði Suður-
Brekkan, sveitin fékk 25'/2
vinning. Sveit Norður-Brekku
fékk IV/2 vinning og sveit Eyr-
innar og Innbæjarins 11 vinninga.
í kappskákinni urðu úrslit
þessi: Suður-Brekka 10 vinning-
ar, Norður-Brekka 7V2 v. og Eyr-
in/Innbærinn ó'/2 v. Vaskleg
skákstig. Skáksamband íslands
gefur þessa stigatöflu út og
fram kemur að Jóhann Hjart-
arson er efstur á listanum með
2605 stig.
framganga Gylfa Þórhallssonar í
sveit Eyrinnar/Innbæjarins dugði
ekki til enda meiri breidd í sveit-
um Brekkusniglanna. En hvar
voru Þorparar? SS
Rúnar Sigurpálsson sigraði
glæsilega í jólahraðskákmóti
Skákfélags Akureyrar. Hann
hlaut 19V2 vinning. í 2.-4. sæti
með I6V2 v. urðu þeir Jón
Garðar Viðarsson, Gylfí Þór-
hallsson og Jón Árni Jónsson.
Félagar Jóhanns í fjórmenn-
ingaklíkunni, Margeir, Jón L. og
Helgi, koma næstir. Við skulum
hins vegar líta á stigahæstu menn
innan Skákfélags Akureyrar:
1. Jón Garðar Viðarsson
(2245), 2. Áskell Örn Kárason
(2220), 3. Ólafur Kristjánsson
(2165), 4. Pálmi Pétursson
(2130), 5. Arnar Þorsteinsson
(2110), 6.-7. Gylfi Þórhallsson og
Kári Elíson (2100), 8. Rúnar Sig-
urpálsson (2090), 9. Bogi Pálsson
(2075), 10. Tómas Hermannsson
(2070), en alls eru 16 félagar í
Skákfélagi Akureyrar með meira
en 2000 stig. SS
Næstur kom Arnar Þorsteins
son með 16 vinninga.
Skákfélag Akureyrar hélt 10
og 15 mínútna mót í kringum jól-
in og sigraði Jón Garðar Viðars-
son á báðum þessum mótum. SS
Hverfakeppnin:
Yfirburðir Suður-Brekku
Jólahraðskákmót:
Rúnar sigraði glæsilega