Dagur - 12.01.1990, Page 9
Föstudagur 12. janúar 1990 - DAGUR - 9
Minning:
Ý Jósep Ólafsson
Fæddur 30. júní 1974 - Dáinn 6. janúar 1990
Þegar mæla skal kveðjuorð í
minningu góðs vinar verður flest-
um tregt tungu að hræra. Þannig
er okkur einnig farið sem viljum
minnast okkar góða félaga og
vinar Jóseps Ólafssonar, Rima-
síðu 11, Akureyri, sem varð
bráðkvaddur á heimili sínu þrett-
ánda dag jóla.
Hve oft stöndum við ekki ráð-
þrota gagnvart gangi lífsins og þó
sérstaklega þegar okkar bestu
vinir falla frá í blóma lífsins.
Hver er eiginlega tilgangur lífsins
þegar það skeður? Var honum
ætlað annað og meira en hið jarð-
neska líf getur veitt okkur
liinum, eða hvað er það sem vak-
ir fyrir æðri máttarvöldum á
stundum sem þessum? Þessar
spurningar og fleiri kvikna í huga
okkar eftirlifandi, á stundum sem
þessum, þegar við kveðjum okk-
ar góða vin og félaga Jósep Ólafs-
son.
Jósep eða Jobbi eins og við
kölluðum hann var lífsglaður
unglingur á sextánda ári, hrókur
alls fagnaðar í vinahópi og efni-
legur drengur í hvívetna. Honum
gekk vél í skóla og var talinn einn
af framtíðarmönnum íþróttafé-
lagsins Þórs í knattspyrnu og
handbolta. Félagsmaður var
hann og góður ekki eingöngu
þiggjandi heldur og gefandi í
starfi fyrir sitt félag og skildi þörf
þess að afla fjár fyrir félagið sitt
til þess að viðhalda þróttmiklu
starfi. Innan síns skóla var hann
einnig drjúgur félagsmaður og
duldist engum sem til þekkti að
þarna fór piltur víðsýnni en
margur samferðamaður hans.
Nú við leiðarlok þökkum við
vinir hans allir heilshugar sam-
fylgdina þó stutt hafi verið.
Minningin um góðan dreng er
geymd en ekki gleymd því eins
og segir í Hávamálum:
Deyr fé, deyja frændr
deyr sjalfr it sama
en orðstírr
deyr aldregi hvem sérgóðan getr.
Foreldrum Jóseps og systrum
hans sendum við samúðarkveðj-
ur.
Vinir og félagar úr 3. fl. karla
í knattspyrnu og handbolta
hjá Iþróttaféiaginu Þór.
í örfáum orðum vil ég fyrir hönd
íþróttafélagsins Þórs senda
hinstu kveðjur félagsins til góðs
drengs sem fallinn er nú frá. Jós-
ep ðlafsson var ötull félagi í
starfi og leik og eftirsjá okkar er
mikil en minning um góðan
dreng lifir í brjóstum okkar vit-
andi það að við munum hittast
aftur þó síðar verði.
Honum hefur verið ætlað eitt-
hvað æðra hlutskipti sem okkur
dauðlegum er ekki gefið að skilja
en við vitum að honum mun farn-
ast vel hvar sem hann er.
Nú er hinsta kveðjustundin
upp runnin og vissulega gætir nú
bæði saknaðar og trega og þó
mest hjá þeim er stóðu honum
næst og þekktu hann best.
Með Jósep er góður, grandvar
og heilsteyptur unglingur geng-
inn. Einn jjeirra ungu manna sem
lagði meira upp úr því að vinna
vel en að gera kröfur.
Við kveðjum Jósep með þökk í
huga og biðjum honum Guðs
blessunar á nýjum vegum.
Aðstandendum flytjum við
samúðarkveðjur.
F.h. íþróttafélagsins Þórs,
Benedikt Guðmundsson.
Nú þegar einn félagi okkar er
horfinn, er dálitið erfitt að horfa
fram á veginn. Hann Jobbi, eins
og hann var kallaður í hópi vina
sinna var efnilegur og yfirvegað-
ur drengur. Alltaf bar drengskap-
ur hans og yfirvegun af, þegar við
stelpurnar í handboltanum
kepptum æfingaleiki við flokk
hans síðasta vetur og nú í vetur.
Ósjaldan tók maður eftir honum
í þessum föngulega hóp. Það
verður erfitt að skilja að við sjáum
hann ekki framar, og fáum ekki
tækifæri til að fylgjast með hon-
um dafna sem góðan dreng og
afburða íþróttamann.
En með þá trú í hjarta að hon-
um líði vel, og að honum hafi
verið ætlað annað, kveðjum við
góðan félaga og biðjum guð að
veita fjölskyldu hans styrk í
hennar miklu sorg.
Meistaraflokkur kvenna, Þór,
Handknattleiksdeild.
Vinur þinn er þér allt.
Hann er akur sálarínnar, þar sem samúð
þinni er sáð og gleði þín uppskorín.
Hann er brauð þitt og aríneldur.
Pú kemur til hans svangur og í leit að
friði.
Kahlil Gibran
Spámaðurinn
Enn einu sinni erum við minnt á
hversu stutt er á milli lífs og
dauða.
Jobbi eins og hann var kallaður
af vinum og félögum er dáinn.
Það bar svo skyndilega að, að við
höfum ekki enn gert okkur grein
fyrir því.
Við vorum öll harmi slegin
þegar við heyrðum þessar sorgar-
fréttir. Hans verður sárt saknað
af öllum í skólanum. Hann var
mjög góður drengur og við
elskuðum hann öll. Það er sárt að
missa góðan vin og við vonum að
Guð veiti ástvinum hans styrk í
sorg þeirra. Við munum ávallt
geyma minningu um góðan dreng
í hjörtum okkar.
Leikklúbburinn
Saga
Fúsi
Síðustu sýningar
Laugard. 13. jan. kl. 17.00
Sunnud. 14. jan. kl. 20.00
Sýnt í Dynheimum
Miöapantanir í síma
22710 milli kl. 13 og 18.
... dóttir mín vildi sjá
leikritið aftur og það án
tafar.
Umsögn úr blaðinu. (S.S.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrír allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
V. Briem.
9. bekkur Síöuskóla.
Jósep var rösklega fimmtán ára
þegar engill dauðans knúði dyra.
Fimmtán ár eru ekki hár aldur en
á þeim tíma var Jósep búinn að
ryðja sér braut sem dugmikill
íþrótta- og námsmaður. Hann
hafði líka með lífsgleði sinni
komið sér vel í hópi ættingja og
vina frá frá Kljáströnd.
Sorg systra og foreldra er
mikil. Raunar eru ekki til nein
orð sem geta lýst henni, en smám
saman mun birta á ný og sárasta
sorgin réna. Jósep er nú kominn í
hóp góðra vina. Það er huggun
harmi gegn.
Við minnumst stuttra kynna
með hlýju um leið og við þökkum
fyrir samfylgdina. Það ræður eng-
inn þeirri stund er kallið kemur
og víst þykir okkur, sem Jósep
hafi verið hrifinn á brott alltof
fljótt. Minning um góðan dreng
mun lifa um ókomin ár.
Elsku Inga, Óli, Anna María
og Katrín. Við viljum votta ykk-
ur og öðrum aðstandendum,
okkar dýpstu samúð. Megi algóð-
ur Guð vernda ykkur og styrkja.
Nokkrir ættingjar
og vinir frá Kljáströnd.
Borgarbíó
Föstud. 12. jan.
Kl. 9.00
Leyfið afturkallað
Já nýja James Bond myndin er komin tii
íslands aðeins nokkrum dögum eftir
frumsýningu í London. Myndin hefur
slegið öll aðsóknarmet í London, enda er
hór á ferðinni ein langbesta Bond mynd
sem gerð heíur verið.
Child’s play
Spennumynd I góðu lagi
Kl. 9.10
Karate kid III
Kl. 11.10
Refsiréttur
Spennafrá upphafi til enda... Bacon minnir
óneitanlega á Jack Nicholson.
„New Woman"
Er réttlæti orðin spurning um rétt eða rangt,
sekt eða sakleysi? í sakamála- og spennu-
myndinni „Chriminal law“ segir frá
efnilegum ungum verjanda sem tekst
að fá ungan mann sýknaðan.
Skömmu síðar kemst hann að því að
skjólstæðingur hans er bæði sekur
um nauðgun og morð.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
AKUREYRI
Skoðanakönnun vegna framboðs
til bæjarstjórnarkosninga
fer fram á skrifstofu flokksins
í Kaupangi við Mýrarveg
föstudaginn 12. janúar frá kl. 17.00-19.00 og
laugardaginn 13. janúar frá kl. 10.00-17.00.
Stjórn fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.
Hluthafafundur
verður haldinn í Dagsprenti hf. laugardaginn 13.
janúar 1990 kl. 10.30 að Strandgötu 31, Akureyri.
Dagskrá:
1. Aukning hlutafjár og breyting á 4. grein sam-
þykktanna.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
DAGUR
óskar eftir að ráða
íþróttafréttamann
í fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
20. febrúar nk.
Góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð
almenn menntun áskilin.
Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1.
febrúar nk.
Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT JAKOBSDÓTTIR,
Skarðshlíð 15 f, Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þriðjudaginn
9. janúar.
Jarðsett verðurfrá Svalbarðskirkju í Þistilfirði, föstudaginn 19.
janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna:
Birgir Antonsson,
Kristjana Baldursdottir, Kári Eðvaldsson,
Ari Jón Baldursson, Jóna Jónatansdóttir,
Margrét Baldursdóttir,
Viðar Baldursson, Sigríður Ósk Einarsdóttir,
Bjarni Baldursson, Sóley Höskuldsdóttir,
Iðunn Baldursdóttir, Karl Karlsson,
Nanna Baldursdóttir, Arnþór Jónsson.
Sonur okkar og bróðir,
JÓSEP ÓLAFSSON,
Rimasíðu 11,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 12. janúar kl.
10.30 árdegis.
Inga Lára Bachmann,
Olafur Haraldsson,
Anna María Ólafsdóttir,
Katrín Ólafsdóttir.