Dagur - 19.01.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 19. janúar 1990
ir ..................
Akureyríngar
Nærsveítamenn
Verðum á snjósleðasýningunni
í íþróttahöllinni
um helgina 20.-21. jan.
Þar verðum við með nýja gerð
af snjósleðagöllum.
Einnig ýmiss konar kuldafatnað
fyrir útivistarfólk.
10% sýningarafsláttur
l|i EYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275
Wö geríd betri
matarkaup
íKEAHmÚ
Áfram með lága
verðið á nýju érií
ATH! Þorramaturinn kominn
Opið virka daga frá kl. 13.00-18.30.
Laugardaga frá kl. 10.00-14.00.
Kynni&t NETTÓ-vGrBi
KEANETTÓ
Skúli Pálsson sjónvarpsfröinuður í Ólafslirði mundar vélina.
Sprenging í móttöku erlends sjónvarpsefnis hér á landi:
Skúli fann loks geislann og
dreifir 3 stöðvum í Ólafsfirði
- forráðamenn bæjarfélaga hér á landi
gagnrýndir fyrir áhugaleysi
Nærri lætur að 120 aðilar í Ólafsfirði hafi keypt áskrift
af útsendingum fyrirtækis Skúla Pálssonar, Vídeo-
skann í Ólafsfirði, á efni frá þrem erlendum sjónvarps-
stöðvum. Pað hefur lengi verið á dagskrá hjá Skúla að
taka á móti erlendu sjónvarpsefni til dreifingar í kap-
alkerfi fyrirtækisins í Ölafsfirði. Pað sem lengi vel stóð
í vegi fyrir þeirri fyrirætlan er sú staðreynd að fjörður-
inn er girtur háum fjöllum og því örðugt að hitta á
geisla frá gervihnöttum.
Þrjár stöðvar í Ólafsfirði
Skúli er ekki þekktur fyrir að
deyja ráðalaus og í desember sl.
tókst honum loks að ná sending-
unum. Lausnin fólst í því að setja
upp móttökudisk vestan við
ósinn, þar sem geislinn næst, og
síðan var lagður um 1500 metra
langur kapall frá diskinum í höf-
uðstöðvar Video-skann. Mynd-
gæðin eru eins og best verður á
kosið.
Þeim Ólafsfirðingum, sem hafa
aðgang að kapalkerfi Skúla í
bænum, gefst nú kostur á að ná
sendingum frá þremur erlendum
sjónvarpsstöðvum. Þær eru Sky
one, Sky movies og Euorosport.
Sendingar Sky movies verða
truflaðar frá og með 5. febrúar
nk. og mun ætlun Skúla að taka í
hennar stað bresku sjónvarps-
stöðina Sky news, sem sendir út
fréttir svo til allan sólarhringinn.
Deyr aldrei ráðalaus
Skúli er ókrýndur frumkvöðull í
sjónvarpsmálum í Ólafsfirði og
raunar má segja að til hans hafi
verið horft sem brautryðjanda í
þessum málum hér á landi. Skúli
er umboðsmaður Stöðvar 2 í
Ólafsfirði og dreifir henni eftir
köplum um bæinn. Þess er
skemmst að minnast þegar Skúli
réðst í það sérstæða verkefni að
setja upp dreifiútbúnað fyrir Stöð
2 upp á Múlakollu. Með því móti
einu gátu Ólafsfirðingar náð
sendingum hennar.
Áskrifendur að Stöð 2 í Ólafs-
firði eru ekki skuldbundnir til að
taka inn áðurnefndar þrjár sjón-
varpsstöðvar og það geta þeir
einungis gert gegn greiðslu 680
króna á mánuði. Kapalkerfið er
tekið í 220 hús en Skúli segir að.
af þeim hafi 120 aðilar gerst
áskrifendur að erlendu stöðvun-
Skúli hefur hug á að taka inn
fleiri erlendar stöðvar með tíð og
tíma. Hann nefnir m.a. tónlistar-
rás, MTV. Stofnkostnaður fyrir
hverja nýja stöð er um 100 þús-
und krónur.
Diskabylgja
gengur yfir landið
Nýir straumar í sjónvarpsmálum
Ólafsfirðinga leiða hugann að því
hvernig þessum málum er háttað
út um allt land. Svo mikið er víst
að áhugi landsmanna á erlendu
sjónvarpsefni hefur aukist mjög á
undanförnum árum. Það stað-
festa tölur. Á liðnu ári lögðu 95
inn umsóknir til Samgönguráðu-
neytis um uppsetningu móttöku-
disks fyrir erlendar sjónvarps-
stöðvar. Árið 1988 voru þær hins
vegar 32. Bæði er um að ræða
umsóknir frá einstaklingum og
húsfélögum. Óheimilt er að
dreifa efni til fleiri en 36 íbúða.
Þær upplýsingar fengust hjá
Örlygi Jónatanssyni hjá Kapal-
tækni hf. í Reykjavík að kostnað-
ur við kaup á móttökudiski og
öðrum nauðsynlegum útbúnaði
væri á bilinu 100-250 þúsund
krónur. Kostnaðurinn fer fyrst og
fremst eftir styrkleika disksins.
Með því er mælt að hér á landi
kaupi menn vandaða og góða
diska. Til þess er vísað að hér sé
allra veðra von og líkur á því að
óvandaðir diskar verði Kára að
bráð. Þess munu enda nokkur
dæmi og er skemmst að minnast
óveðursins nú í janúar.
20-25 óruglaðar evrópskar
stöðvar á boðstólum
Framboð á sjónvarpsefni í himin-
hvolfunum eykst ár frá ári. Sam-
kvæmt upplýsingum sem Dagur
hefur aflað sér eru nú 20-25
ótruflaðar evrópskar sjónvarps-
stöðvar á boðstólum frá fjórum
gervihnöttum, Astra og Eurosat
Fl, F4 og F5. Hverjum móttöku-
diski er beint að einum ákveðn-
um hnetti. Á Astra-hnettinum,
sem er mest notaður hér á landi,
eru t.d. 12 óruglaðar sjónvarps-
stöðvar. Af þeim eru fjórar
þýskar, ein hollensk en hinar eru
breskar. Gervihnettirnir eru allir
yfir miðbaug og fylgja snúningi
jarðar. Frá okkur séð eru hnett-
irnir í suðvestur.
Næsta skref í þessum málum í
Evrópu er tilkoma bresks gervi-
hnattar í vor. Gert er ráð fyrir að
hann hafi fimm rásir.
Rekstur þeirra sjónvarps-
stöðva sem nást frá gervihnöttum
er þrennskonar. I fyrsta lagi
stöðvar sem eru fjármagnaðar
með tekjum af auglýsingum. í
öðru lagi ríkisreknar stöðvar, t.d.
ítalska sjónvarpið, og í þriðja
lagi ruglaðar stöðvar sem hafa
tekjur af áskriftum.
Kapalkerfi í ný hverfi?
Eins og áður segir er kapalkerfi
í Ólafsfirði og þau eru í fleiri
bæjarfélögum í landinu. Með
slíkum kerfum er unnt að dreifa
erlendu sjónvarpsefni og sama
gildir um sendingar Stöðvar 2 og
Ríkissjónvarpsins. Áhugamenn
um kapalkerfi vilja álíta að hjá
forráðamönnum margra bæjar-
félaga ríki mikil skammsýni í
þessum málum. Þeir telja það
einboðið að þegar sveitarfélög
ráðist í kostnaðarsamar lagnir í
nýjum íbúðarhverfum sé rökrétt
að leggja þar einnig kapal til mót-
töku á sjónvarpsefni. Bent er á
að með þessu móti geti menn
losnað við móttökugreiður af
þökum húsa til að ná sendingum
RUV og Stöðvar 2 auk þess sem
kapall auðveldi dreifingu erlends
efnis ef því er að skipta.
Lagabókstafur í lausu lofti
Almennt er búist við að við
endurskoðun útvarpslaga í vetur
verði settar skýrar reglur um
dreifingu á erlendu sjónvarps-
efni. Samkvæmt samtölum við þá
sem til þekkja eru lög og reglu-
gerðir um þetta mjög í lausu lofti
og nauðsynlegt að fá fram vilja
stjórnvalda um móttöku og dreif-
ingu á erlendu sjónvarpsefni.
óþh
um.