Dagur - 25.01.1990, Side 1
Samningaviðræður
á viðkvæmu stigi
Forsvarsmenn vinnuveitenda
og verkalýðshreyfíngarinnar
funduðu fram á nótt í fyrrinótt
í salarkynnum Sáttasemjara
ríkisins, en í gær voru kjara-
samningaviðræðurnar á mjög
viðkvæmu stigi samkvæmt
heimildum Dags. Hópar unnu
áfram að einstökum þáttum
samninganna en hvergi hafði
samkomulag náðst.
Ágæt sala
Hegraiiessins
- heildarverðmæti
rúmlega 13 milljónir
Hegranes SK2 seldi mjög vel í
Þýskalandi í gærmorgun, nán-
ar tiltekið í Bremerhaven. Seld
voru rúmlega 115 tonn.
Heildarverðmæti aflans var 13
milljónir og 250 þúsund krónur,
sem þýðir um 115 króna meðal-
verð fyrir kílóið,
Samkvæmt upplýsingum hjá
Skagfirðingi hf. eru menn þar
nokkuð ánægðir með söluna, sér-
staklega ef tillit er tekið til
magnsins sem selt var. A næst-
unni munu Skapti og Skagfirð-
ingur selja afla erlendis, Skapti í
næstu viku og Skagfirðingur í
vikunni á eftir. kj
Eftir því sem Dagur kemst
næst var helst rætt um landbún-
aðarmálin í gær en ljóst er að til
að halda óbreyttu verðlagi þurfi
niðurgreiðslur frá ríkinu að auk-
ast um 7-800 milljónir króna. Þá
ræða menn hversu háar launa-
hækkanir þarf að fara fram á til
að halda kaupmætti og tryggingar
eru enn forsendur fyrir sam-
komulagi.
Þrátt fyrir þetta er ljóst að
áfram verður unnið að því að ná
fram samningum á þcim nótum
sem rætt hefur verið um. Sú
bjartsýni sem ríkti í upphafi við-
ræðna um að samningar gætu
náðst á skömmum tíma var þó
óþörf því málin hafa snúist meira
en búist var við; þau eru enn á
umræðustigi. VG
Umsóknir
Mikil eftirspurn hefur verið
eftir atvinnu á Akureyri upp á
síökastið og virðist ástandið í
þeim málum ekkert fara batn-
andi. Umsóknir um auglýst
störf geta skipt tugum, en lítið
er um að auglýst er eftir at-
vinnu þar sem það þýðir ekki
Bæjarstjórnakosningarnar á Akureyri:
Kostnaður bæjarins
hálf önnur milljón
Kostnaður Akureyrarbæjar
vegna bæjarstjórnarkosning-
anna 26. maí í vor er 1,5 millj-
ónir króna. Þetta kemur fram í
sundurliðaðri rekstraráætlun
bæjarins sem til umfjöllunar
var á bæjarstjórnarfundi í
fyrradag.
Að sögn Valgarðs Baldvins-
sonar, bæjarritara, eru á vegum
bæjarins fjölmargir starfsmenn
vegna kosninganna. Þrír menn
skipa yfirkjörstjórn og bænum er
skipt í kjördeildir og í hverri
þeirra eru þrír menn sem skipa
undirkjörstjórn. Kjördeildir hafa
verið 8-9 í bænum þannig að tala
starfsmanna er komin nálægt
30. Þessu til viðbótar hafa verið
dyraverðir við kjördeildirnar
þannig að um 40 starfsmenn
koma að framkvæmd kosning-
anna á kjördag.
„Til viðbótar þessu eru fengnir
sérstakir menn í talninguna en
talning byrjar áður en kjörfundi
er lokið á kjördag. í þessu gætu
verið 10-12 manns,“ segir Val-
garður.
Aðspurður segir hann að laun
starfsmanna vegna kosninganna
hafi verið felld inn í nefndartaxta
bæjarins. Bæjarstjórn skipar yfir-
kjörstjórn og undirkjörstjórnir
en aðrir starfsmenn eru ráðnir af
bæjarritara. JÓH
Dræm loðnuveiði
Engin loðnuveiði var í gær,
a.m.k. hafði Loðnunefnd ekki
fengið neinar tilkynningar.
Bátarnir lönduðu flestir á
þriðjudag eftir fremur dræma
veiði og voru allir með slatta.
Austfjarðahafnir tóku á móti
loðnunni.
Norðlensku bátarnir voru með
20Ö-400 tonn, en þessir tilkynntu
Loðnunefnd um afla á þriðjudag-
inn: Björg Jónsdóttir 370 tonn,
Súlan 200, Hákon 350, Guð-
mundur Ólafur 250, Þórður Jón-
asson 250 og Dagfari 270 tonn.
SS
Mvnd: K1
Algeng sjón á Akureyri í gær.
Atvinnuástandið á Akureyri:
um laus störf geta skipt tugum
- minnkandi atvinna í þjónustugreinum
neitt. Einn Ijós punktur virðist
þó vera á þessu ástandi en
hann er sá, að mun minna er
um að skólafólk hætti námi til
að fara út á vinnumarkaðinn
eins og algengt var t.d. á síð-
asta ári, þar sem enga atvinnu
er nú að fá.
Að sögn Gunnars Jónssonar
hjá Ráðningarþjónustu Endur-
skoðunar Akureyri hf., eru þess
dæmi að um 25-30 manns sæki
um eitt og sama starfið sem aug-
lýst er á þeirra vegum. Flestir
sækja um afgreiðslustörf og er
þar helst á ferðinni ungt fólk sem
nýkomið er úr framhaldsskóla.
Eftirspurn eftir atvinnu segir
Gunnar nú heldur meiri en á
sama tíma í fyrra og auk þess sé
nú h'tið sem ekkert framboð á
atvinnu.
StarfsfóI k Vi n n u m ið 1 unars k rif-
stofu Akurcyrar hefur haft í nógu
að snúast að undanförnu en
skráð atvinnuleysi hefur ekki ver-
ið jafn mikið og nú í mörg ár. í
síðustu viku voru 349 manns á
skrá hjá þeim, mcst verkafólk og
iðnaðarmcnn. Lítið er leitað til
Vinnumiðlunarskrifstofunnar
cftir fólki, cinn og einn fær
atvinnu á þann hált að undan-
skildum nokkrum hóp kvenna
sem nýlega fengu atvinnu hjá
Útgerðarfclagi Akureyringa hf.
Hins vegar hefur orðið vart við
minnkandi vinnu hjá fólki í þjón-
ustugreinum og nokkuð er um aö
verslunarfólk sé aö missa hluta
vinnu sinnar. Nú mun vera lítiö
um að ungt skólafólk skrái sig
atvinnulaust. scm gæti bent til
þess að í stað þess að hætta námi
og liefja þátttöku í lífsgæöa-
kapphlaupinu, sjáú nemendur
þaö sem betri kost að halda sig í
skólanum.
Undanfarnar tvær vikur hafa
atvinnuauglýsingar ekki verið
plássfrekar á síðum Dags. A
þessum tt'ma var óskað eftir fóíki
í 10 störf og f flest þeirra var kraf-
ist cinhverrar sérþekkingar. en
aö sögn starfsmanna auglýsinga-
dcildar koma mjög margar um-
sóknir um almenn störf. t.d.
afgrciðslustörf. Aðeins 3 aðilar
óskuðu eftir atvinnu í Degi síð-
ustu tvær vikurnar. en ástæðan
mun líklega vera sú að fólk gefst
upp á aö auglýsa eftir starfi því
það her engan árangur V ( i
Framtíð Atvinnutrygginga- og HlutaQársjóðs:
Atviimutryggingadeild um aramót
en spuming með Hlutaflársjóð
- Qöldi umsókna enn á borði sjóðanna
Samkvæmt lögum er gert ráö
fyrir að Atvinnutryggingasjóö-
ur útflutningsgreina verði frá
og með næstu áramótum
atvinnutryggingadeild innan
Byggðastofnunar. Hins vegar
er óvíst með framtíð Hlutafjár-
sjóðs Byggðastofnunar. Sjóð-
urinn hefur þegar lagt fram fé
til fjölmargra fyrirtækja í land-
inu og þess vegna leggst hann
sem slíkur ekki niður. Lögum
samkvæmt á sjóðurinn að
starfa áfram sjálfstætt, en engu
að síður er ýmislegt í lausu lofti
með framtíðarskipulag hans.
Að sögn Bjarka Bragasonar,
starfsmanns Hlutafjársjóðs, eru
nú á borði sjóðsins erindi frá 4-5
fyrirtækjum. Þar á meðal er
Tangi hf. á Vopnafirði. Tangi var
fyrsta fyrirtækið sem fékk já-
kvæða afgreiðslu hjá Alvinnu-
tryggingasjóði og hefur nú einn-
ing óskað eftir fyrirgreiöslu hjá
Hlutafjársjóði.
Ekki tókst í gær að ná tali af
Pétri Olgeirssyni, framkvæmda-
stjóra Tanga hf., en hcimilda-
menn Dags segja að staða fyrir-
tækisins sé afar erfið og Ijóst að
hlaupa vcröi enn frekar undir
bagga. Fjárfestingar hafa reynst
fyrirtækinu dýrar og rekstur
loðnubræðslunnar hefur gengið
illa. Heimildir Dags herma að á
liönu ári hafi orðið verulegt tap
hjá Tanga hf. en þaö fékkst ekki
staðfest í gær.
Að sögn Bjarka licfur ekki ver-
ið tekin afstaða til umsóknar
Tanga en hann segir að þrátt fyrir
aö fyrirtækiö hafi áður fengið
fyrirgrciöslu í Atvinnutrygginga-
sjóði sé ekki loku fyrir það skolið
að Hlutafjársjóöur komi þar
einnig lil skjalanna.
Gunnar Hilmarsson. stjórnar-
formaöur Atvinnutrvgginga-
sjóðs, segir að sér vitanlega hafi
ekki veriö tekin afstaða til þess
hvernig sjóðurinn starfi eftir að
hann verði deild innan Byggða-
stofnunar um næstu áramót.
Gunnar segir að um síöustu ára-
mót lutfi Atvinnutryggingasjóöur
lokað á frekari umsóknir og allt
kapp verði lagt á að afgreiöa
fyrirliggjandi umsóknir. Á borði
sjóðsins eru umsóknir frá 70-80
aðilum og telur Gunnar að um 20
þeirra fái strax neikvæða af-
greiðslu. óþh