Dagur - 25.01.1990, Page 11

Dagur - 25.01.1990, Page 11
Fimmtudagur 25. janúar 1990 - DAGUR - 11 íþróttir Karfa: Sanngjam sigur UMFG Grindvíkingar unnu sann- gjarnan sigur á Tindstælingum í Urvaisdeildinni á þriðjudag- inn. Lokatölurnar urðu 55:62 gestunum í vil eftir aö staöan í hálfleik var 19:31 Grindvíkingar byrjuðu betur í fyrri hálfleik og náðu strax um tíu stiga forystu. Engu líkara var en heimamenn bæru mikla virðingu fyrir gestunum því undir körfuna stigu þeir varla niður fæti og náðu þeir ekki miklu af fráköstum. Vörnin var hinsvegar mjög góð á köflunr en þó skoruðu gestirnir auðveldar körfur inn á milli þar Hvernig á að Qármagna Knattspyrnusamband Islands stendur fyrir ráðstefnu á Holi- day Inn hótelinu á sunnudag- inn um fjármögnum íþróttafé- laga. Aðalfyrirlesarar á ráð- stefnunni verða Tony Stephens og knattspyrnumaðurinn góðkunni, Cyrij Regis. Aðal- þema ráðstefnunnar er fjár- mögnun knattspyrnufélaga utan aðgangseyris. Tony Stephens er talinn einn færasti fjáraflamaðurinn er starf- að het'ur í ensku knattspyrnunni. Hann hefur unnið hjá BBC. Aston Villa. Wembley-leikvang- inum en rekur nú eigið ráðgjafa- ■fyrirtæki. Cyril Regis er þekktur leik- maður og lék á sínum tíma með WBA. Hann leikur nú með Coventry og mun hann kynna hvernig leikmenn koma inn í þessi fjáröflunardænti hjá félögunum. Ráðstefnan er sem sagt á Holi- day Inn á sunnudaginn stendur yfir frá kl. 11.00-15.00 og er þátt- tökugjald 1500 krónur og er hverju félagi heimilt að senda tvo fulltrúa. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til skrifstofu KSÍ fyrir hádegi á föstudag. sem hjálparvörn vantaði. En staðan sem sagt 19:31 í hálfleik, sem þykir nú ekki liátt skor. í seinni háltleik vantaði oft ekki nema herslumuninn á að Stólunum tækist að rétta sinn hlut. Næst komust þeir í 49:52 en þá náðu Suðurnesjamennirnir að laga stöðuna frckar og gáfu ekk- ert eftir á lokamínútunum. Mikil breidd er í Grindavíkur- liðinu og kom það vel fram í þessum leik. Bestir heimamanna voru Valur og Sverrir setn barðist eins og Ijón. Þá áttu Björn og Sturla ágæta kafla. Hjálmar Hallgrímsson og Ron Davis voru bestir gestanna og Guðmundur Braga átti ágætan leik. Stig UMFT: Valur 15, Sturla 14. Björn 10, Sverrir 6. Stefán 5. Ólafur 4 og Pétur 1. Stig UMFG: Ron Davis 17, Guðmund- ur 16, Hjálmar 10, Rúnar 9, Marel 6, Bergur 3 og Guðlaugur 1. kj Valur Inginiundarson lék að nýju með Tindastólsinönnuni en það dugði ckki til. Myml: Kl. Knattspyrna: Ömólfur þjálfar Einherja Þór-Heynir í kvöld Þór og Reynir mætast í Úrvals- deildinni í körfuknattleik á Akureyri í kvöld, fimmtudag, kl. 19.30. Reynismenn eru neðstir í deildinni og hafa ein- ungis sigrað í einum leik til þessa. Þórsarar ættu þó ekki að vanmeta Sandgerðingana því það gerðu Valsmenn og lilutu slæman skell fyrir vikið. Annars beinist hugur Þórsura mest að leik Tindastóls og Þórs í Bikarkeppni KKÍ sem fram fer á Akureyri á sunnudaginn kl. 16.00. Bæði lið eiga ekki mögu- leika á því að komast t úrslit og má því búast við allt verði lagt í sölurnar í Bikarnum. Síðari leik- ur liðanna fer síðttn fram á Sauð- árkróki fimmtudaginn 1. febrúar. Örnólfur Oddsson frá Isafirði hefur verið ráðinn þjálfari Ein- herjamanna frá Vopnafirði í 3. deildinni í knattspyrnu. Hann þjálfaði og lék með Isfirðing- um í fyrra en hefur þar að auki leikið 48 1. deildarleiki með ÍBÍ, Víkingi og KR og skoraði 3 mörk. Örnólfur er 31 árs gamall. Nokkurra breytinga er að vænta hjá Einherjaliðinu og eru þeir Þrándur Sigurðsson, Jón Gíslason og Njáll Eiðsson farnir frá félaginu. Þrándur mun lcika með sínu gamla félagi, Sindra frá Hornafirði, Jón er farinn aftur í Ármann og Njáll Eiðsson þjálfar nú ÍR í 2. deildinni. Að sögn Aðalbjörns Björnsson- ar formanns félagsins er hugur í þeim Vopnfirðingum að standa Viðar áfram með HSÞ-b Viðar Sigurjónsson hefur verið endurráðinn þjálfari hjá HSÞ-b í knattspyrnunni. Hann þjálfaði liðið í 4. deildinni í fyrra og varð þá markahæsti leikmaður ís- landsmótsins með 28 mörk. Nú er það einnig endanlega ákveðið að bræðurnir Jónas og Skúli Hallgrímssynir munu leika með félaginu næsta sumar. Eins og kunnugt er stóð til að Hörður Benonýsson myndi þjálfa lið HSÞ-b en liann ákvað að ganga til liðs við Ólafsfirðinga í 2. deildinni. Ekki er frágengið hvort Stefán Guðmundsson leikur áfram með HSÞ-b en viðræður standa yfir við hann um að taka að sér þjálfun einhverra yngri flokka félagsins. Af öðrum fréttum í 4. deild- inni má nefna að Hríseyingar hafa tilkynnt lið í 4. deildina næsta sumar enda komnir með þennan fína grasvöll til að spila á. Þá verða a.m.k. tvö ný lið á Norðurlandi, Þrymur á Sauðárkróki og Narfi í Hrísey. Viðar Sigurjónsson hefur verið endurráðinn þjálfari HSÞ-b. Aðalbjörn Björnsson forinaður Ein- herja. sig þrátt fyrir að frekar fámennt sé í herbúðum þeirra um þessar mundir. „Viö crum á höttunum eftir nýjum leikmönnum enda hópurinn frekar lítill um þessar mundir," sagði formaðurinn. Staðan í körfunni A-riðill: ■ ÍBK 19 14- 5 18911:1587 28 Grindavík 20 12- 8 1657:1482 24 IK 20 7-13 1547:1687 14 Valur 21 7-13 1677:1761 14 Reynir 20 1-19 1358:1878 2 B-riðill: KR 21 19- 2 11662:1427 36 UMFN 19 16- 3 1735:1541 32 Haukar 20 10-10 1776:1633 20 uwn 20 9-11 1642:1563 18 Þór 19 4-15 1574:1772 8 Handknattleikur: Stefán og Rögnvaldur til rékkóslóvakíu Stefán Arnaldsson handknatt- leiksdóinari fcr út uni helgina til Tékkóslóvakíu, ásanit fé- laga sínum Rögnvaldi Erlings- syni, til að dæma í 6-landa- keppni í kvennahandknattleik. Þar taka þátt flest sterkustu kvcnnaliö liciins og er mótið hugsað sem undirbúningur undir A-heimsmeistarakeppni kvenna sem fram fer í Kóreu í desember á þessu ári. Á mótinu í Tékkóslóvakíu taka þátt lið frá Vestur og Aust- ur-Þýskalandi, Rúmeníu, .lúgó- slóvakíu, Sovétríkjunum og svo auðvitað frá Tékkóslóvakíu. Krafthopp 1990: Flosi stökk lengst - bein útsending á laugardaginn Á móti í langstökki án atrennu sl. laugardag setti hinn kunni kraftlyftinga- og frjálsíþrótta- maður, Flosi Jónsson, nýtt íslandsmct í langstökki án atrennu í flokki öldunga, 35-40 ára. Hann stökk 3,21 og bætti þar með met Eyfírðingsins Aðalsteins Bernharðssonar. Þessi árangur náðist á móti í íþróttahöllinni sem bar yfirskrift- ina Krafthopp 1990. Það var Kristinn Kristinsson úr UMSE sem var aðalskipuleggjandi móts- ins og voru keppendur átta talsins. Allir keppendurnir voru kraft- lyftinga-, júdó og lyftingamenn. Að Flosa undanskildum, sem sigrað hefur á síðustu þremur síðustu íslandsmótum í þessari grein, voru allir að keppa í fyrsta sinn á svona móti. Þeir þóttu þó standa sig vel og voru það einkum Kári Elíson, með sinn sérstæða stökkstíl, Tryggvi Heimisson, Snorri Ótt- arsson og Helgi Jónsson sem þóttu bera af. Þess má geta að n.k. laugardag verður íslandsmótið í atrennu- lausum stökkum haldið í beinni útsendingu í sjónvarpssal. Þar verður Flosi meðal keppenda og hefur hann titil að verja fyrir hönd Norðlendinga. Þegar Flosi setti íslandsmetið, sem hér var áður getið, varð ein- um félaga hans að orði: Að krafti Flosa kveður rammt, karlinn stökk og tætti, aldraður en ungur samt öldungametið bætti. En lítum á árangur einstakra Flosi Jónsson. manna á þessu móti: m Flosi Jónsson 3,21 Kári Elíson 2,80 Tryggvi Heimisson 2,69 Snorri Óttarsson 2,67 Jón G. Sigurjónsson 2,66 Guðlaugur Halldórsson 2,63 Helgi Jónsson 2,61 Þorsteinn Leifsson 2,61

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.