Dagur - 27.01.1990, Side 7

Dagur - 27.01.1990, Side 7
Laugardagur 27. janúar 1990 - DAGUR - 7 af erlendum vetfvangi Hínn fullkomni tómatur og önnur framtíðarundur - Vantar þig vélmenni sem getur eldað fyrir þig eða þá sjónvarp sem svarar fyrir sig? Bíddu þá aðeins. .. Hvernig kanntu við hávaðann í einkaþyrlunum sem flytja menn til vinnu snemma á morgnana? Hverjar eru síðustu fréttir af nýlendunni á Mars? Á radd- stýrða ritvélin þín í vandræðum með að stafsetja orðið „framtíð- arsýn“? Öllu þessu var búið að spá sem því sem við væri að búast á áttunda áratugnum og sú aug- Ijósa staðreynd að við höfum það ekki ætti að verða mönnum sem eru að selja framtíðartálsýnir, einnig þeim sem kaupa, þörf áminning. Hver sá sem segir þér að ný og stórfengleg tækniundur séu í þann veginn að sjá dagsins ljós - (riðfrí ull, rafeindasápa og þess háttar) - hann er einfaldlega að reyna að leika töframann. Eigi að síður, við vitum hvaða tækni er nú þegar til staðar og getum á margan hátt séð í hvaða átt þróunin stefnir, og við megum vita að það á eftir að valda breyt- ingum í daglegu lífi okkar. Erfðastjórnun Á næsta áratug mun hinn almenni neytandi fyrst fara að verða var við árangur þeirra erfða- rannsókna sem hófust með nýrri tækni fyrir fimmtán árum. Vís- indamenn eru farnir að rækta gulrætur og seljurót sem hafa margfalt meira geymsluþol en það sem við þekkjum núna, svo mikið að það kemur til mála að selja það innpakkað sem snakk- fæði. Peir gæla einnig við hug- myndina um tómata sem hætta að þroskast þegar þeir eru uppskornir. Geti bændur tekið uppskeruna þegar hún er á besta stigi, munu óþroskaðir og linir tómatar heyra sögunni til. Á síðari hluta áratugarins ætti okkur að standa til boða húsdýr sem fengið hafa erfðafræðilega aðlögun. Svín með litla fitu eða þá mjólkurkýr sem gefa af sér mjólk sem vinna má úr t.d. insúlín eða þá vaxtarhormón. Einkaleyf- isskrifstofur í Bandaríkjunum hafa nú þegar fengið talsverðan fjölda umsókna um slík einka- leyfi. Vísindamenn bæði í Bandaríkjunum og Japan eru að vinna við að þróa silung og stein- bít sem vex hraðar en nú og þarf samt minna fóður en verið hefur til þessa. Neytendur á hinn bóginn gætu afneitað matvælum sem framleidd eru með þessum nýju aðferðum, á þeim forsendum að þau væru framleidd á ónátt- úrulegan hátt og gætu jafnvel verið hættuleg. Þess vegna eru vísindamenn nú að þróa aðferðir til að prófa þessar nýju afurðir. Að breyta kúm og svínum eru smámunir samanborið við það að eiga við erfðavísa mannsins. Fyrr á þessu ári var í fyrsta sinn komið fyrir framandi erfðavísi í krabba- meinssjúklingum, en aðeins sem hjálpartæki vegna rannsókna. Einhvern tíma á fyrri hluta næsta áratugar mun fyrsta tilraun með flutninga á erfðavísum í menn trúlega eiga sér stað, að líkindum verður þar um að ræða síðasta möguleika til bjargar ungabarni sem fætt er með banvænan erfða- galla. Á áratugnum munu vís- indamenn finna og geta staðsett fleiri og fleiri erfðavísa og vita hverju þeir stjórna. Sumir valda sjúkdómum en aðrir hafa áhrif á hvert útlit okkar verður og hver verða helstu persónueinkennin. Þegar vísindamenn hafa náð valdi á því að breyta þessum erfðavísum munu vakna flóknar spurningar. Hvernig getum við ákvarðað hvað sé afbrigðilegt og þar með óæskilegt og hvað sé hluti af breytileika þeim sem ger- ir okkur að þeim litskrúðuga hóp sem við erum? Væri til dæmis rétt að „gera við“ erfðavísa sem valda hættu á nærsýni eða þá sem valda því að mönnum hættir til að fitna óhóflega og hvað með skalla? Ef við leiðréttum þetta, því þá að hætta þar? Viltu að næsta barn þitt verði ljóshært eða dökkhært, með blá eða brún augu? Þetta verður að vísu ekki mögulegt á næsta áratug en við verðum ef til vill að taka ákvörðun um það hvort við viljum stefna að því að gera það mögulegt eða ekki. Vélmenni Vélmenni hafa svo lengi verið efni í skopsögur að á þau er að mörgu leyti litið sem brandara. Á næsta áratug munu þau að lokum verða hagkvæm annars staðar en við færibönd í verksmiðjum. Vissulega munu þau ekki geta gert alla þá stórkostlegu hluti sem við sjáum þau gera í vísinda- myndum. Fyrsta kynslóð „alvöru“ vélmenna verður dálítið stirð- busaleg. En þegar fer að nálgast aldamót þá förum við trúlega að sjá vélmenni sem steikja hamborg- ara á skyndibitastöðum, þrífa gólf í verslunum og jafnvel önnur sem flytja matarbakka á sjúkra- húsum og fleira slíkt. Það er einkum tvennt sem rek- ur á eftir þróun vélmenna en það er, aukin tækniþekking og krafan um aukin afköst með minni til- kostnaði. Gervigreind er nauð- synlegur þáttur í smíði vélmenn- is, og þó eru hlutir sem eru svo sára einfaldir fyrir mannshugann, ótrúlega flóknir fyrir þá gervi- greind sem vélmenni hafa yfir að ráða. Eitt lítið dæmi; að skynja það, að þar sem tveir veggir mæt- ast úti í horni á herbergi, hvort hornið er inn í herbergið eða út? Sára einfalt fyrir mannshugann en býsna snúið fyrir þennan með- al R2D2. Nýjasta tækni í hönnun tölva, hönnun sem tekur meira mið af vinnubrögðum mannsheil- ans en verið hefur, lofar góðu í þeirri viðleitni að reyna að láta vélmenni bera kennsl á umhverfi sitt. Þessi hönnun gæti á endan- um komið það mikilli skynsemi í vélmenni að hægt sé að segja þeim að ryksuga skrifstofuna og þeir velta blómapottinum ekki um, að minnsta kosti ekki oftar en einu sinni. Efnahagslegar ástæður gætu flýtt þessari þróun. Þegarfæðing- um fer fækkandi þá er stutt í að það fari að vanta fólk í verst launuðu stöifin og það er einmitt verið að vinna að vélmennum sem geta snúið við hamborgurum og annast flutninga á stofnunum. Þau munu samt ekki geta búið um rúm á næstunni. Vélmenni á skyndibitastöðum munu að öllum líkindum annast það að pakka inn matnum en það verður afgreiðslufólk sem verður við afgreiðslu svo að það verður enn um sinn mögulegt að fá vitlaust til baka. Seint á næsta áratug veróa vél menni orðin það fullkomin að þau má nýta sem hjálpartæki fyr- ir fatlaða og munu jafnvel gera fjölfötluðum fært að annast um sig sjálfir og stunda vinnu. Ekki munu þó öll vélmenni verða svo vinaleg. Verið er að hanna vél- menni sem ætlað er að ráfa um vörugeymslur þegar ekki er verið að vinna þar og senda aðvörun til hinna mannlegu varða þegar þau rekast á óboðna gesti. 1 það minnsta eitt bandarískt fyrirtæki er að þróa vélmenni sem verður hægt að hafa vopnað. Hvað með þetta langþráða heimilisvélmenni? Þennan litla og hljóðláta þjón sem færir þér kaldan bjór úr ísskápnum, tínir upp leikföngin eftir krakkana, þvær sokkana og þurrkar svo af rykið þess á milli? Slík vélmenni koma vart á markað á næsta ára- tug - nema við aðlögum heimilin til þess að geta notað þau. Það þarf að vera sérstakt rafeindatæki í hverju herbergi svo þau geti staðsett sig og það þarf að lag- færa stigana til þess að vélmenni geti gengið um þá. Draumórar? Ef til vill. Á hinn bóginn hefði það ekki þótt trúleg saga 1890 að við ættum eftir að gera stórfelldar breytingar á yfirborði jarðar, og allar vegna bílsins. Gæðasjónvarp Á næsta áratug munum við verða vitni að því sem kalla mætti enduruppfinningu sjónvarps, ekki vegna bættrar dagskrár eins og margir munu óska sér, heldur með samruna sjónvarps, síma og tölvu svo að úr verður eitthvað sem enginn hefur áður ímyndað sér. Börn 21 aldarinnar eiga trú- lega eftir að eiga bágt með að skilja það að tölvur skuli ekki alltaf hafa verið tengdar símalín- um, að símar hafi eitt sinn verið án myndskjás og að ekki hafi verið auðveldara að hafa áhrif á hvað maður sá í sjónvarpinu. Sjónvarpið verður fyrst fyrir áhrifum þessarar nýju tækni. Fyrsta skrefið er hágæðasjón- varp, gríðarleg framför miðað við það sem nú tíðkast og mynd- gæðin verða jöfn og sýning á breiðtjaldi. Japanir eru nú þegar farnir að bjóða þessa tækni, á afmörkuðum svæðum, og sum ríki Evrópu munu taka hana í notkun innan tveggja ára. Bandaríkin verða eitthvað seinni vegna þess að ekki er enn búið að ákveða opinberlega hvaða kerfi verður valið. En um miðjan næsta áratug eða fljótlega upp úr því verður þessi nýja tækni orðin alþjóðleg. Upplýsinga- og skemmtana- byltingin ætti að ná sér á strik upp úr miðjum áratugnum. Sam- tenging tölvu og sjónvarpstækni mun leiða af sér kerfi sem munu geta sýnt ljósmyndir, kvikmyndir og prentaðan texta og ýmsar blöndur af því öllu, og munu all- ar þessar upplýsingar verða geymdar á diskum svipuðum hljómdiskum. Undir enda ára- „Viltu að næsta barn þitt verði ljóshært eða dökkhært, með blá eða brún augu?“ tugarins ætti verðið á þessum tækjum að verða komið niður í u.þ.b. 200 dollara (ca. 12000 kr.). Fyrirtæki eins og IBM, Philips, Sony og Apple eru nú þegar farin að undirbúa markaðs- setningu á slíkum tækjum. Hvernig munum við svo nota þessa nýju spilara? Hugsaðu þér disk með upplýsingum fyrir ferðamenn. Ferðin mín til London; þar hefurðu fullkomna kynningu með textum, hljóðum og myndum, rétt eins og í sjón- varpinu. En með lítilli fjarstýr- ingu geturðu valið hvort þú vilt bara sjá söfnin nú eða þá garð- ana. Viljirðu vita hvenær er opið og hvað kostar inn að maður tali nú ekki um hvernig þú kemst þangað, þá biðurðu um skjá með öllum þeim upplýsingum sem er að finna í venjulegum ferða- bæklingum. Hægt yrði að velja um t.d. íþróttakennslu eða ráð- leggingar um heimilishald að maður tali nú ekki um allt það úrval afþreyingarefnis sem verð- ur á markaðinum. Nú þegar er hægt að kaupa síma með litlum myndskjá sem sýnir kyrrmynd af þeim sem rætt er við að því tilskildu vitanlega að hann sé með samskonar tæki á sínum enda. Seinna á áratugnum munu símafyrirtækin fara að leggja ljósleiðara sem geta flutt óhemju magn upplýsinga í stað þessara hefðbundnu víra og eyða þar með síðustu hindrunum á milli síma, sjónvarps og tölvu. í Bandaríkjunum er til að mynda ekki ósennilegt að ljósleiðarar muni flytja fyrstu hágæða sjón- varpsútsendingarnar ásamt því að þeir verða notaðir fyrir mynd- síma sem sýnir myndina ekki bara á hreyfingu heldur líka í eðlileg- um litum. Þegar þessari tækni er náð er bilið á milli sjónvarps og síma farið að minnka verulega. Langi þig að sjá einhverja ákveðna mynd verður trúlega hægt að panta hana á skjáinn hvenær sem er, á nóttu sem degi. Þú munt geta skoðað myndræna upplýsingabæklinga um til dæmis ryksugur og jafnvel flett leiðbein- ingabæklingnum. Viljirðu kaupa, gerir þú það með fjarstýringunni. Eitt er það sem virðist vera óhætt að spá um næsta áratug. Hann verður áratugur enn meiri breytinga en síðasti áratugur. Öll þau tæki og tól sem hér hefur ver- ið fjallað um eru til, sum eru að vísu enn á tilraunastigi en ný tækni hefur sífellt styttri viðdvöl á rannsóknastofum. Stærsta spurning næsta áratugar verður ef til vill ekki hvaða ný tækni muni líta dagsins ljós heldur, að hve miklu leyti mannkynið getur lagað sig að þeim öru breytingum sem framtíðin bíður upp á og ekki síst að hve miklu leyti við viljum laga okkur að þeim? Byggt á Newsweek 1. tbl. 1990.) H.G. þýddi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.