Dagur - 30.01.1990, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 30. janúar 1990
Háskólinn á Akureyri:
Siðfræðifyrirlestur
Páls fékk metaðsókn
Páll Skúlason, prófessor í
heinispeki við Háskóla ís-
lands, hélt fyrirlestur í Há-
skólanum á Akureyri sl. laug-
ardag og var hann ákaflega vel
sóttur. Þrátt fyrir leiðindaveð-
ur, slæma færð, og íþróttavið-
burði sem voru í gangi á sama
tíma þá sóttu um 150 manns
fyrirlesturinn og var fullt út úr
dyrum.
Fyrirlesturinn var haldinn í
kennslustofu í Háskólanum og
virtust aðstandendur ekki hafa
búist við svo mikilli aðsókn. Á
síðustu stundu voru menn á
hlaupum um skólann til að ná í
stóla handa gestum og tókst að
koma öllum fyrir að lokum.
Það voru Félag áhugafólks um
heimspeki á Akureyri og Háskól-
inn á Akureyri sem stóðu fyrir
fyrirlestrinum. Yfirskrift hans
var: Verkefni siðfræðinnar - rétt-
lætið, ástin og frelsið. Páll fjallaði
um siðferðið í Ijósi þriggja spurn-
inga: Hvað er okkur skylt að
gera? Hvers konar líf er þess
virði að því sé lifað? Hvernig eig-
um við að standa á eigin fótum og
takast á við spillingu ntannanna?
Eflaust hefur umræða um sið-
ferði og spillingu í þjóðfélaginu
ýtt undir áhuga manna á fyrir-
Iestrinum og einnig má benda á
þátttöku Páls í sjónvarpsumræð-
um um lífsgæðakapphlaupið ný-
verið. Dagur mun greina ítarlega
frá fyrirlestri Páls Skúlasonar í
næsta helgarblaði. SS
fréttir
Mikill fjöldi fólks sótti fyrirlcstur Páls Skúlasunar, heimspekings, sl. laugardag. Áætlað er að um 150 manns hafí
hlýtt á boðskap Páls. Mynd: KL
Húsavík:
Tólf íbúðir afhentar
Búseti fær fyrstu íbúðirnar
Tólf íbúðir í fjölbýlishúsi að
Grundargarði 4 á Húsavík,
voru afhentar sl. föstudag. Sjö
íbúðanna eru verkamanna-
bústaðir en fimm voru byggðar
sem leiguíbúðir á vegum Húsa-
víkurbæjar, húsnæðissam-
vinnufyrirtækið Búseti fékk
heimild til yfirtaka þær og eru
þetta fyrstu íbúðirnar sem Bú-
seti ráðstafar á Húsavík.
Framkvæmdir við bygginguna
hófust um haustið 1988 og stenst
afhending hússins nokkurn veg-
inn áætlun. Aðalverktaki við
bygginguna var Fjalar hf. Að
sögn Bjarna Þórs Einarssonar,
bæjarstjóra, gengu bygginga-
framkvæmdirnar snurðulaust og
engin vandamál komu upp. enda
er að skapast nokkur reynsla af
slíkum framkvæmdum hjá verk-
tökunum. IM
Alþýðubandalagið á Akureyri:
Efnt til skoðanakönnunar
Alþýðubandalagið á Akureyri
hefur ákveðið að efna til skoð-
anakönnunar meðal flokks-
manna vegna bæjarstjórnar-
kosninganna í vor.
Heimir Ingimarsson, bæjarfull-
trúi, segir að Alþýðubandalags-
fólk á Akureyri hafi kosið undir-
búningsnefnd vegna kosning-
anna. Nefndin hefur það hlut-
verk að láta fara fram skoðana-
könnun innan félagsins um fram-
bjóðendur.
„Listinn á að vera tilbúinn fyrir
fyrstu helgi marsmánaðar," segir
Heintir, en ákvörðun um þetta
var tekin á fundi á fimmtudags-
kvöld í síðustu viku. EHB
'/.......
Félagsmenn ath!
Munið
árshátíðina
Upplýsingar í símum 21940 og 25534.
FÉLAG MÁLMIÐNAÐARMANNA
AKUREYRI
Fundarboð
Félag Málmiðnaðarmanna Akureyri heidur
félagsfund miðvikudaginn 31. þessa mánað-
ar kl. 17.00 í Alþýðuhúsinu.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Kjaramál.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Akureyri:
Steingrímur og Svavar á
fundi í Alþýðuhúsinu
„Kaupmáttur þorra launa-
manna er orðinn óviðunandi
lágur,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon, landbúnaðar- og
samgönguráðherra, á opnum
fundi á Akureyri sl. sunnu-
dag.
Ráöherra vék í máli sínu að
kjaramálunum og sagði það
auðvitað alveg Ijóst að kaup-
máttur launafólks hefði lækkað
umtalsvert á síðasta ári og á
næstu vikum og mánuðum yröi
það eitt af meginverkefnurn
stjórnvalda að snúa bessari
þróun viö. Steingrímur sagði
kjarasamningaviöræöu" aðila
vinnumarkaðarins allrar athygli
verðar og menn geröu sér vonir
um að ef gengi eftir með hækk-
anir á útflutningsvörum lands-
manna myndu þær koma t'ram
sem kaupmáttaraukning til
launafólks.
Merkir kjarasamningar
Menntamálaráðherra ræddi
einnig um kjaramálin og sagði
að ef yfirstandandi kjarasamn-
ingaviðræður leiddu til samn-
ings yröi það að teljast með
merkustu kjarasamningum sem
hafi verið gerðir.
Svavar sagði ríkiskassann
ekki þola að punga út 1000
milljónum til að greiða fyrir
samningum en hann sagði þó að
ýmislegu væri til fórnandi til að
samningar tækjust á þeim nót-
um sem nú væru ræddar. Svavar
sagði að ef ríkissjóður legði
fram einhverja fjármuni til að
greiða fyrir samningum teldi
hann að þeir kæmu láglauna-
fólki að mestum notum í forrni
húsnæðis- og húsaleigubóta.
Á að bjóda SÞ
Keflavíkurstöðina
Steinrímur J. sagði að atburðir
síðustu vikna og mánaða í
Austur-Evrópu undirstrikuðu
þær miklu breytingar sem nú
ættu sér stað með heimsmynd-
ina.
í ljósi þessara breytinga varp-
aði hann þeirri hugmynd fram
að bjóða Sameinuðu þjóðunum
afnot af Keflavíkurstöðinni fyr-
ir eftirlitsstöð í norðurhöfum.
Vinstri stjórn
eftir kosningar
Svavar Gestsson ræddi um
ríkisstjórnarsamstarfið og sagði
það mjög gott, ekki síst ef tillit
væri tekið til þess að í stjórninni
væru að minnsta kosti fjórir og
hálfur flokkur.
Menntamálaráðherra bar lof
á forsætisráðherra fyrir samn-
ingalipurð og sagði mikilsvert
að með stjórnarsamstarfinu
tækist að halda íhaldinu frá
stjórn landsins. Samstarfinu
yrði að halda áfram eftir næstu
kosningar og þá væri lull ástæða
til að biðla til kvenna. Með
áframhaldandi vinstri stjórn
yrði brotið blað í sögu íslenska
lýðveldisins, íhaldinu yrði hald-
ið frá tveimur ríkisstjórnum í
röð.
Ógnvekjandi
byggðaþróun
Menntamálaráðherra sagði spár
um fólksflutninga af lands-
byggðinni til höfuðborgar-
svæðisins ógnvekjandi og við
þeirri þróun yrði að sporna með
markvissuni hætti.
Hann sagöi að menn skyldu
hafa í huga að auðn lands-
byggðarinnar þýddi að þar yrðu
eftir milljarða ónýttar fjárfest-
ingar. Sem dæmi nefndi hann
skólabyggingar vítt og breitt um
land. Fram kom í máli ráðherra
að nú þegar væri skólinn að
Torfastöðum í Vopnafirði auð-
ur og menn gætu þurft að horfa
upp á svipaða niðurstöðu víðar,
t.d. í Bárðardal.
Vestmannaeyjaferja
í skoðun
Samgönguráðherra sagði að
ekkert lægi fyrir með smíði
nýrrar Vestmannaeyjaferju,
þau mál væru öll í skoðun.
Hann sagðist ítreka þá skoð-
un sína að tilboð íslenskra aðila
mættu vera talsvert hærri en
erlendra aðila til að borgaði sig
að smíða ferjuna innanlands.
Menn hefðu slegið fram tölunni
7-8% en ugglausl mætti færa
rök fyrir að kostnaðarmunur
mætti nema 10-15%.
Langt í land í álmálinu
Svavar Gestsson sagði fjarri lagi
að niðurstaða í álmálinu svo-
kallaða væri handan við hornið
eins og menn vildu láta í veðri
vaka.
Þvert á móti sagði Svavar að
samningar við hina erlendu
aðila væru mjög skammt á veg
komnir og Ijóst væri að ekki
næðist lending í þessu niáli fyrr
en ríkið gerðist aðili að nýrri
álbræðslú hér á landi.
Svavar sagðist telja að þó að
uppi væru mismunandi sjón-
armið ríkisstjórnarflokkanna
varðandi ýmsa þætti álmálsins,
t.d. staðsetningu, eignaraðild
og mengunarbúnað,myndiekki
hrikta í stoðum stjórnarinnar út
af því vegna þess að málið kæmi
vart til afgreiðslu fyrr en að
afloknu þessu kjörtímabili. óþh