Dagur - 30.01.1990, Side 3

Dagur - 30.01.1990, Side 3
Þriðjudagur 30. janúar 1990 - DAGUR - 3 -4 fréttir Nægur skíðasnjór um allt Norðurland: Veðrið setti þó strik í reikningimi hjá skíðafólki Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað formlega sl. laugardag. Að sögn ívars Sigmundssonar var aðsóknin alveg þolanleg um helgina og þá sérstaklega á sunnudaginn en veðrið var ekki með besta móti og setti það strik í reikninginn. „Ég er nú á því að hér hefði ekki verið nokkur maður á laug- ardaginn, ef ekki hefði verið um fyrsta opnunardag vetrarins að ræða. Veðrið var þá mjög leiðin- legt og endirinn varð sá að aðeins nýja lyftan var í gangi. Á laugar- daginn voru hér nær einungis skíðakrakkar úr SRA en á sunnudaginn rættist heidur úr þessu og þá voru hér um 400 manns.“ ívar sagði að nægur snjór væri í Hlíðarfjalli og yrði svæðið opið eins og aðstæður leyfðu. I dag og næstu tvo daga verður opið frá kl. 13-20.45, á föstudaginn frá kl. 13-19 og um helgina frá kl. 10-17. Húsavík Til stóð að opna toglyftuna í Melnum í gær og er meiningin að hafa aðeins þá lyftu í gangi í vetur. Húsvískir skíðaáhuga- menn eru frekar óhressir þessa dagana, þar sem þeim finnst bæjaryfirvöld ekki sýna þessari íþróttagrein mikinn áhuga. Að sögn Vigfúsar Guðmundssonar formanns æskulýðs- og íþrótta- nefndar, er ástandið frekar aumt í bænum. Skíðaráðið sagði af sér í haust, enginn skíðaþjálfari hef- ur verið ráðinn, snjótroðarinn er svo til ónýtur, lyftan í Stöllunum biluð og á síðustu 5 árum hafa skíðamannvirkin á staðnum hreinlega verið að grotna niður. Ólafsfjörður „Það er víst nægur snjór hér í Ólafsfirði en það hefur ekki verið Sláturhúsið á Dalvík: Beðið er stjómarfundar KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga mun á fundi sem áætlaður er um næstu mánaðamót meðal annars ræða fyrirkomulag slátrunar á Dalvík. Þar hefur verið lögð niður sauðfjárslátr- un en bændur í Svarfaðardal, Dalvík og Arskógsströnd leggja á það mikla áherslu að þar verði áfram stórgripaslátr- un. Landbúnaðarráðuneytið hefur gert KEA tilboð um úreldingu hússins á Dalvík gegn 18 milljón jcróna greiðslu úr úreldingar- isjóði. Verði tilboðinu tekið leggst af öll slátrun á Dalvík. Bændur á svæðinu telja það óvið- unandi og hafa safnað 108 undir- skriftum til stjórnar KEA þar sent þess er óskað að allra leiða verði leitað til að halda áfram nautgripaslátrun á Dalvík. Á fundi Rögnvaldar Skíða Friðbjörnssonar, útibússtjóra á Dalvík, Magnúsar Gauta Gauta- sonar, kaupfélagsstjóra, og Óla Valdemarssonar, sláturhússtjóra á Akureyri, með sveitarstjórn- armönnum, deildarstjórnum KEA og formönnum búnaðarfé- laga á Dalvík, Árskógsströnd og Svarfaðardal í liðinni viku kom fram sú hugmynd að úrelda slát- urhúsið á Dalvík að hluta til og lagfæra þaö í húsinu sent þarl' til að það fái löggildingu fyrir stór- gripaslátrun. Áætlað er að sá kostnaður nemi unt þremum millj- ónunt króna. Dýrasti hluti lag- færingarinnar lýtur að kælingu á kjötinu. Rögnvaldur Skíði Friðbjörns- son sagðist í samtali við Dag í gær gera ráð fyrir að í dag yrði lokið við gerð tillagna um þetta mál til stjórnar KEA. Hann sagð- ist búast við að línur tækju að skýrast í því að afloknum stjórn- arfundinum. óþh Páfl Þór Armann ráðiirn stjómandi Vöruhúss KEA Páll Þór Ármann nýráðinn stjórnandi Vöruhúss KEA, hóf störf á sínum nýja vinnu- stað í gær. Páll Pór er stúdent frá Menntaskólanum í Kópa- vogi, hann varð viðskiptafræð- ingur frá Háskóla íslands 1986 og lauk fyrir skömmu prófi í rekstrarhagfræði við Verslun- arháskólann í Kaupmanna- höfn. Páll Þór er fæddur 1962. Eiginkona hans er Hulda Björnsdóttir kennari. Páll Þór Ármann á sínum nýja vinnustað í gær. Mynd: KL hægt að opna skíðalyftuna ennþá vegna veðurs," sagði Björn Þór Ólafsson formaður OÍÓ í samtali við Dag. Til stóð að opna skíða- svæðið í Tindaöxl í gær og sagði Björn Þór að svæðið yrði að öll- um líkindum opið frá kl. 14-19 alla daga vikunnar og svo kannski eitthvað á kvöldin. Nýji skíðaþjálfari þeirra Ólafs- firðinga, Viktoria Westberg frá Svíþjóð, kom til bæjarins á sunnudaginn og hefur þegar tek- ið til starfa. Siglufjörður Til stóð að opna skíöasvæði Sigl- firðinga í Skarðsdal á sunnudag- inn en vegna veðurs var horfið frá því. Birgir Sigmundsson framkvæmdastjóri ÍBS, sagði í samtali við Dag, að rcynt yröi að opna svæðið í dag þriðjudag, svo framarlega sem aðstæður leyfðu. Til að byrja með verður skíða- svæðið opið þriðjudaga-föstu- daga frá kl. 16-18 og um helgar frá kl. 10.30-16. Dalvík Skíðasvæði Dalvíkinga í Böggv- isstaðafjalli var opnað í fyrsta skipti í vetur, mánudaginn 22. janúar. Skíðasvæðið var lokað sl. laugardag vegna veðurs og aðeins var hægt að hafa opið í tvo tíma á sunnudaginn. Að sögn Óskars Óskarssonar starfsmanns skt'ða- svæðisins, stóð til að opna svæðið í gær og hafa opið frá kl. 16-20. „Það verður opið hjá okkur virka daga, allt frá kl. 14-20 en það fer þó eftir því hvernig æfingum verður háttað. Unt helgar verður fyrst um sinn opiö frá kl. 13-17 en þegar líður á veturinn. verður opnunartíminn lengdur," sagöi Óskar. Eins og annars staðar á Norðurlandi er kominn nægur snjór á Dalvík og því er bara að vona að veðurguðirnir verði skíða- mönnum hliðhollir og gefi þeirn kost á að stunda þessa skemmti- iegu íþrótt af krafti í vetur. -KK BÆNDUR! Ef ykkur vantar vinnukraft í sumar hafið þá samband við NORDJOBB í Reykjavík s: 91-19670 eða Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri s: 96-27599. Breyttur opnunartími Frá 1. febrúar verður opið sem hér segir: Mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9.15-16. Föstudaga frá kl. 9.15-17. n Sparisjóður Glæsibæjarhrepps Brekkugötu 9 • Sími 21590. eiífuftu*11 gangj Gráv0rSmU35"

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.