Dagur - 30.01.1990, Síða 4

Dagur - 30.01.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 30. janúar 1990 tannverndarvika ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Iþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Gífuryrði í stjórranálaumræðu Borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, og fleiri sjálf- stæðismenn brugðust ókvæða við er Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, leyfði sér að líkja starfsaðferðum og valdastjórnun borgarstjórans við valdakerfi hins fallna Ceausescu í Rúmeníu. Þetta gerði fjármálaráðherra á stjórnmálafundi í Reykjavík í liðinni viku. í viðtali við Morgunblaðið vegna þessara ummæla sagði Davíð Oddsson m.a. að þau sýndu að „tungan í Ólafi Ragnari Grímssyni hlypi marga kílómetra á undan heilabúinu," og fleira í þeim dúr. Morgunblaðið fjallaði síðan um málið í forystugrein og sagði m.a. að fyrrgreind ummæli hefðu vakið reiði meðal fólks. Þá taldi blaðið að Ólafur Ragnar ætti að temja sér meiri hófsemi í málflutn- ingi. „Það er lágkúrulegt orðagjálfur af þessu tagi, sem veldur því hvað sumir stjórnmálamenn njóta lítillar virð- ingar meðal almennings," sagði ennfremur í forystugrein Morgunblaðsins vegna þessa. Nú er það síst ætlun Dags að blanda sér í umræður um valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hins vegar er full ástæða til að vekja athygli á hvílík gífuryrði sumir stjórnmálamenn leyfa sér að nota í pólitískri umræðu. Það er einkennandi að þeir sem nota sterkustu orðin og stærstu samlíkingarnar eru undantekningalaust tals- menn þeirra flokka sem standa lengst til hægri og vinstri í stjórnmálunum. Það eru öfgamennirnir í stjórnmálun- um, sjálfstæðismenn og alþýðubandalagsmenn, sem lengst ganga í þessum efnum. Það var í sjálfu sér vel til fundið hjá Morgunblaðinu að skamma Ólaf Ragnar Grímsson fyrir ummæli hans um valdakerfi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hins vegar hefði blaðið fyrr mátt skamma nokkra valinkunna sjálfstæðismenn fyrir ósæmi- legt orðfæri í stjórnmálaumræðunni. í því sambandi má nefna að Einar K. Guðfinnsson, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum, sagði fyrir skemmstu í for- síðufrétt í blaði sínu, Vesturlandi að „litlir Ceausescuar vaði uppi í Alþýðubandalaginu." Þá eru fræg nýleg ummæli Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, þess efnis að eftir fall rúmenska harðstjórans Ceaus- escu sitji einir við völd í Evrópu af þessu sauðahúsi ráð- herrar Alþýðubandalagsins. Einnig má minna á að margir sjálfstæðismenn, þar á meðal ritstjórar Morgunblaðsins, hafa tamið sér þann sið að kalla alþýðubandalagsmenn sjaldan annað en kommúnista, þótt það sé rangt, þar sem Alþýðubandalagið er sósíalistaflokkur. Öll þessi ummæli flokkast undir gífuryrði og eru neðan almennra velsæmis- marka. Sama gildir auðvitað um ofangreind ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar og svar Davíðs Oddssonar. Það má því vel taka undir með Morgunblaðinu er það segir að það sé „lágkúrulegt orðagjálfur af þessu tagi, sem valdi því hvað sumir stjórnmálamenn njóta lítillar virðingar meðal almennings." Það er sama hver beitir slíkum gífuryrðum í stjórnmála- umræðunni, hann er minni maður fyrir vikið. Skiptir þá engu hvort um er að ræða Ólaf Ragnar Grímsson, Þor- stein Pálsson, Davíð Oddsson eða aðra. Gífuryrtir stjórn- málamenn ættu að sjá sóma sinn í því að vanda orðavalið eftirleiðis. Að öðrum kosti rýra þeir enn frekar þverrandi virðingu almennings fyrir íslenskum stjórnmálamönnum. BB. í- Ragnheiður Hansdóttir: Bitsjúkdómar Bitsjúkdómar eru sjúkdómar í kjálkaliðum og tyggingarfærum. Þessir sjúkdómar geta valdið þrálátum höfuðverk og eyrna- verk og verkjum í andliti og oft verður hreyfanleiki neðri kjálka takmarkaður. Talið er að 10-25% af fólki fái slíka sjúkdóma. Tyggingarvöðvar hafa það hlutverk að bera neðri kjálka uppi gegn þyngdarkraftinum og hreyfa kjálkann við alla hans starfsemi t.d. þegar við tyggjum, kyngjum, hlæjum og tölum. Kjálkaliðir eru liðapar, sem hefur þá sérstöðu, að þeir eru tengdir saman með neðri kjálka. Þess vegna hafa sjúkdómar í öðr- um lið mikil áhrif á hinn liðinn. Neðri kjálki styður sig við efri kjálka. Það eru eðlileg viðbrögð Það þarf að vera náið samstarf á niilli tyggingarvöðva, kjálkaliða og tanna. Ef svo er ekki, þá er hætta á bitsjúkdómum. (basal refleks). Það eru tennur okkar eða samanbit þeirra, sem stýra neðri kjálka í ákveðna stöðu miðað við efri kjálka. Ef þessi staða er heppileg, eðlileg fyrir kjálkaliði og tyggingarfæri, þá segjum við, að fólk sé í eðlis- biti. Ef tennur okkar stýra kjálk- anum í samanbit, sem er óheppi- legt og óeðlilegt fyrir kjálkaliði og tyggingarfæri, þá segjum við, að fólk sé f misbiti. Misbit er ekki það sama og bitskekkja. Sérfræð- ingar í tannréttingum meðhöndla bitskekkjur. Þá standa tennur t.d. þröngt eða gleitt og tannbogi í öðrum góm er ekki rétt staðsett- ur miðað við tannboga í hinum gómnum. Fólk getur verið í eðlis- biti þótt það sé með skakkar tennur. Þegar fólk er í misbiti, þá er neðri kjálki þvingaður til að vinna í óeðlilegri stöðu t.d. þegar við tyggjum, kyngjum og tölum. Afleiðingin verður sjúkdómar í kjálkaliðum og tyggingarfærum. Lítum nánar á þessa sjúk- dóma. Ragnheiður Hansdóttir. Tyggingarvöðvar Þeir fá næringu og losna við úr- gangsefni með blóðinu. Þegar við drögum saman vöðvana þá press- ast æðarnar saman og það tekur fyrir allt blóðstreymi. Við eðli- legar aðstæður þá kreppa vöðv- arnir og slaka síðan á milli. Við þessa slökun (hlé) streymir blóð um vöðvana og þeir fá næringu og losna við úrgangsefni. Það eru tennur okkar og samanbit þeirra, sem skapa tyggingarvöðvum og kjálkaliðum vinnuaðstæður. Ef við höfurn allar okkar tenn- ur og þær snertast í eðlisbiti álíka þétt á mörgum stöðum bæði í samanbiti, hliðarbiti og frambiti, þá eru vinnuaðstæður góðar fyrir tyggingarvöðva. Aðstæðum má líkja við hlaupara, sem hleypur á sléttri hlaupabraut, hann getur einbeitt sér að því að kreppa og slaka. Ef við höfum fáar og/eða léleg- ar tennur, hvort sem það eru eig- in tennur eða gervitennur; tennur sem snertast á fáum stöðum t.d. opið bit; ef okkur vantar marga eða jafnvel alla jaxla; ef saman- bitið er of lágt þannig að við þurf- um að spenna vöðvana til þess að neðri kjálki geti stutt sig við þann efri, þá hefur neðri kjálki lítinn stuðning og tyggingarvöðvar slæmar vinnuaðstæður. Aðstæð- ur geta líka verið slæmar, þótt við höfum allar okkar tennur ef þær þvinga neðri kjálka í ranga stöðu, misbit. Þá teygist misjafn- lega á vöðvunum eins og gerist t.d. í líkamanum ef við erum með mislanga fætur. Tyggingar- vöðvarnir erfiða við að stýra kjálkanum inn í þetta óstöðuga og óeðlilega bit. Aðstæðum þeirra má líkja við mann, sem hleypur í sandi eða grjóti. Hann má hafa sig allan við að halda jafnvægi og gá hvar hann stígur niður. Hann getur ekki einbeitt sér að því að kreppa og slaka. Tyggingarvöðvarnir geta ekki slakað á til að fá næringu og úr- gangsefni hlaðast upp. Vöðva- 'frumur deyja og við fáum auma og bólgna vöðva. Vöðvabólgur í tyggingarvöðvum valda höfuð- verk og verkjum í andliti en tenn- urnar, sem eru orsök þessa eru harðar og óeftirgefanlegar og við finnum sjaldan til í þeim. Kjálkalidir Það er líka mikið álag á kjálkaliði þegar neðri kjálki er þvingaður til að vinna í óeðlilegri stöðu og tennur eru fáar og/eða lélegar. Liðhausinn hvílir á liðbrjóski í liðholu. Liðbrjóskið er kringlótt plata þynnst í miðju með þykkari köntum. Liðhausinn hvílir á miðju liðbrjóski (þynnsta hlutan- um) við eðíilegar aðstæður. Þeg- ar kjálkinn vinnur í óeðlilegri stöðu og hefur lítinn stuðning af tönnunum, þá losnar gjarnan lið- brjóskið. Mjög oft þvingast lið- haus aftur og liðbrjóskið fram. Þá heyrunt við gjarnan smelli í liðnum, þegar við opnum munn- inn og liðhausinn rennur yfir brún liðbrjósksins, sem er þykk- ari en miðjan. Oft kemur gat á liðbrjóskið og það aflagast og eyðist jafnvel að mestu. Þetta hnjask veldur oft beineyðingu í liðhaus og liðholu. Beinið eyðist og kalkar síðan aftur og hefur þá lagað sig að breyttum aðstæðum. Hér sést opið bit. Tennur snertast aðeins á öftustu jöxlum og tygging er tor- veld og aðstæður erfiðar fyrir tyggingarvöðva og kjálkaliði. Þessi maður gnístir tönnum og pressar þeim saman í sífellu. Þess vegna er hann með mjög slitnar tennur, of lágt samanbit og auma og spennta tyggingarvöðva.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.