Dagur


Dagur - 30.01.1990, Qupperneq 9

Dagur - 30.01.1990, Qupperneq 9
Þriðjudagur 30. janúar 1990 - DAGUR - í ieildarmeistaratitlinum: er ÍS lagði KA að knýja fram sigur baráttu og var jafnt á flestum tölurn. Svo fór að KA náði að vinna hrinuna 17:15. ÍS snéri dæminu við í fjórðu hrinu og sigraði með sömu stigatölu 17:15. Þegar hér var komið sögu var stað- an 2:2 og þurfti því oddahrinu. Spennan í hénni var ólýsanleg og höfðu KA-menn lengst af frumkvæð- ið. Staðan var 16:16 og þurfti aðeins eitt stig til að skera úr um hver færi með sigur af hólmi. Stigið lenti ÍS- megin og sigurinn þcirra. „Þetta var alls ekki nógu gott. Okkur gekk mjög illa í blokkinni, vorum alltof seinir. Einbeitingin var ekki nógu góð og þá voru taugarnar ekki í lagi. Ég vil leyfa mér að nota tækifærið og þakka fjölmörgum áhorfendum fyrir stuðninginn. Það var verst að úrslitin skyldu vera þessi. En þetta er ekki búið. Nú setjum við stefnuna á keppni fjögurra liða um íslandsmeistaratitilinn og bikarinn," sagði Haukur Valtýsson, fyrirliði KA. óþh James Lee. Tindastóll: James Lee er mættur til leiks - verður löglegur fyrir leikinn gegn Þór Körfuknattleiksdeild Tinda- stóls hefur gengiö frá samningi við bandarískan lcikmann Jamcs Lee, um aö leika með félaginu til loka þessa tímabils. James Lee er 26 ára mið/fram- herji. Hann er um 2 metrar á hæð. vegur 106 kíló og er frá Miami í Flórída og hefur leikiö nteð liðum í Kólumbíu, Portúgal, Mexikó, Svíþjóö og Argentínu. Hann er dökkur á hörund, giftur og á eitt barn. Hann kom þó ein- samall til landsins og mun dvelja til loka þessa tímabils. Svo gæti farið að Lee leiki nteð Stólunum næsta tímabil líka ef hann og forráðamenn körfuknattleiks- deildarinnar hafa áhuga á. Stefnt er að því að Lee verði löglegur með Tindastóli er þeir mæta Þórsurum í seinni leik lið- anna í Bikarkeppni KKÍ. Ekki mun veita af liðveislu hans því Stólarnir þurfa að vinna upp 30 stiga forskot Þórsara úr fyrri leiknum. kj ynd: KL Bikarkeppni KKÍ: Þór rúlladi yflr Tindastól - ótrúlegir yfirburðir heimamanna „Ég átti alls ekki von á þessum stóra sigri. Góð vörn og mikil barátta skóp þcnnan sigur en við eigum seinni leikinn eftir á Sauðárkróki þannig að það er langt því frá að við séum komnir áfram í keppninni,“ sagði Konráð Oskarsson körfuknattleikskappi í Þór eft- ir að lið hans hafði valtað yfir Tindastólsmenn, 85:55, í Bik- arkeppninni í körfuknattleik. Þórsarar gáfu tóninn í leiknum strax í byrjun. Þeir hófu stórsókn og áður en gestirnir höfðu áttað sig voru heimamenn komnir með 16 stiga forskot, 25:9. En þá hristu Tindastólsmenn af sér slenið og söxuðu smám saman á forskot Þórsara. Hittni heimapilta var slök á þessu tíma- bili og áður en varði var forskotið komið niður í 5 stig, 29:24. Þá tóku þeir rauðklæddu sig örlítið santan í andlitinu og juku forskotið á nýjan leik í 9 stig, 38:29. Þannig var staðan er geng- ið var til búningsherbergja í leik- hléi. í síðari hálfleik sögðu varnar- menn Þórs „lok, lok og læs og allt töfraformúlu. Á sama tíma fóru þeir Jón Örn Guðmundsson og Konráð Óskarsson á kosturn í sókninni og var frábært að sjá hve Jón Örn mataði félaga sína á frábærum sendingum. Það sló þögn á fjölmarga aö- dáaendur Tindastóís sent fylgt höfðu liðinu frá Sauðárkróki enda léku þeirra rnenn afspyrnu illa í síðari hálflcik. Engu Ííkara var en enginn þeirra þyrði að taka af skarið og skjóta nema e.t.v. Valur Ingimundarson, en hittni hans var þó frekar slök. Afleiðingin varö sú að Þórsarar skoruðu 30 stig á meðan Stólarnir settu ekki nema 8 stig niður. Sá munur jókst jafnt og þctt þar til hann var orðinn 31 stig, 75:44. Þá tóku Stólarnir smá sprett og tókst að halda í við Þórsarana. En lokatölur urðu sem sagt, 85:55, eins og áður sagði. Þórsliðið átti mjög góðan leik að þessu sinni. Fremstir meðal jafningja voru bakverðirnir Konráð Óskarsson og Jón Örn Guðmundsson. Jóhann Sigurðs- son stóð sig vel í vörninni og hafði góðar gætur á Val Ingi- mundarsyni. Guðmundur Björns- son barðist vel bæði í vörn og sókn og dreif félaga sína áfram á kraftinum. Dan Kennard var seigur að vanda en hittnin var ekkert sérstök hjá honum að þessu sinni. Tindastólsliðið vill sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. Það var helst Valur Ingimundar- son sem sýndi einhverja takta en hefur þó oft leikiö betur. Það verður erfitt verk fyrir Sauð- krækingana að vinna upp 30 stiga mun en Bandaríkjamaðurinn nýi og hinn sterki heimavöllur Tinda- stóls gæti gert gæfumuninn. Dómarar voru þeir Leifur Garðsson og Kristinn Albertsson og höfðu þeir góö tök á leiknum. Stig l’órs: Konráö Óskarsson 28, Jón Örn Guðmundsson 22, Dan Kcnnard 17. Eiríkur Sigurösson 6. Guðmundur Björnsson 6, Jóhann Sigurðsson 4, Björn Svcinsson 2. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 18, Svcrrir Sverrrisson 11, Sturla Örlygs- son 10, Ólafur Adolfsson 6, Stefán Pct- ursson 4, Pctur V. Sigurðsson 3 og Björn Sigtryggsson 3. Jóhann Sigurðsson Pórsari skorar hér glæsilega körfu með sveilluskoti án þess að Valur Inginiiindarson komi nokkrum vörnum við. Mynd: kl í stáli," líkt og Ómar Ragnars- son forðum, og áttu Sauðkræk- ingarnir ekkert svar við þeirri Baráttuandann skorti hjá KA IS-stúIkur fóru að dæmi ÍS- piltanna og sigruðu stöllur sín- ar í KA í Iþróttahöllinni á Akureyri sl. laugardag 3:2. KA byrjaði leikinn á laugardag mjög vel og sigraði í 1. hrinu 15:10. KA-stúlkurnar voru mun ákveðnari og betri aðilinn. ÍS náði að snúa við blaðinu í annarri og þriðju hrinu með 16:14 og 15:12. í fjórðu hrinu komu KA-stúlk- ur mun ákveðnari til leiks. ÍS hafði raunar frumkvæðið og komst í 7:6 en KA breytti stöð- unni í 10:7 og sigraði síðan 15:11. í oddahrinu var jafnt á flestum tölum en úthaldið skorti hjá KA- stúlkum þegar staðan var 11:11 og ÍS gekk á lagið og sigraði 15:12. Herslumuninn vantaði hjá KA til að sigra í þessum leik. Svo virtist sem baráttuandann vant- aði og því fór sem fór. í KA- liðnu eru góðir blakarar og ljóst að mikið býr í liðinu. óþh íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu: Kári fór illa með Norðanflðin - Tindastóll og TBA upp um deild en Leiftur féll - Fram og Valur meistarar íslandsmótiö í innanhúss- knattspyrnu, 1., 4. og 1. deild kvenna, fór fram í Laugar- dalshöll um helgina. Framar- ar urðu íslandsmeistarar í 1. deild karla en Valsstúlkur í 1. deild kvenna. Veðriö setti strik í reikninginn hjá mörg- um utanbæjarliðum, líkt og í fyrra, og komust m.a. ekki öll Norðanliðin til leiks. Þar má t.d. nefna kvennalið KA og lið UMSE og Æskunnar. Leiftur féll niður í 2. deild en Tindstóll og TBA unnu sig upp í 3. deild. Mótið hófst á föstudagskvöld með kcppni í 1. deild kvenna. Þar sem gjörsamlega var ófært á flesta staði á landinu komst liö KA ekki til leiks. Liö Breiða- bliks, KR, Vals og ÍA komust í undanúrslit. Þar sigraði Breiöa- blik liö KR 3:2 og Valur vann ÍA 4:1. í úrslitaleiknum vann Valur síðan Blikastúlkurnar 1:0. í 4. deild komust UMSE og Æskan ekki suður en Magna- menn fóru beint úr flugvélinni og léku tvo leiki í röð. Grenvík- ingarnir unnu Erni frá Selfossi örugglega 5:1 en töpuðu síðan st'ðari leiknum fyrir Baldri fiá Hvolsvélli 3:1. Tindstóll vann öruggan sigur í C-riðli. Tindastóll vann Dal- vík 5:2, Auslra 4:2 og geröi síð- an jafntefli við Létti 6:6. Dalvík vann Austra 5:2 og Létti 3:2 og lenti í öðt u sæti í riðlinum. I D-riöli sigraöi lið TBA frá Akureyri nokkuð örugglega. Meða! leikmanna liösins voru Stefán Jóhannsson fyrrverandi markvöröur KR. Skapti Hall- grímsson og Jóhann „Donni" Jakobsson. Liðið vann Ægi frá Þorlákshöfn 4:0 og Hrafnkel Freysgoða frá Breiðdalsvík 6:1 en hikstaði örlítiö gcgn Hugin frá Seyðisfirði og gerði jafnterli 4:4. Það voru sem sagt lið Tinda- stóls, TBA, Baldurs og Stokks- eyrar sem fóru upp cn ekki ligg- ur Ijóst fvrir hv.iðii lið lalla nið- Jóhann „Donni“ Jakobsson spil- aði með TBA og stóð sig vel. ur í 5. deild vegna þcss að Æsk- an og UMSE komust ekki til leiks. Þó má gera ráð fyrir því aö Hrafnkell og Léttir fari niður. I I. deildinni fengu Leífturs- menn frekar slæma útreið gegn Fram og töpuðu 11:1. Síðan töpuðu þeir nauint gegn ÍA 4:3 og gerðu jafntefli viö IK 3:3 cn það dugði ekki til og Ólafsfirð- ingar leika því í 2. deild að ári. Það voru lið Fram. KR, Stjörnunnar, ÍA, ÍR, Fylkis, Selfoss og ÍBV sem komust áfram. í 4-liða úrslitum léku Fylkir og KR og Fram og Stjarnan. Framarar unnu örugg- an sigur 5:1 á Stjörnunni og Fylkir vann óvæntan sigur á Reykjavíkurmeisturum KR 2:1. í úrslitaleiknum virtust Fylk- ismenn hafa farið rneð allt púst- iö í leikinn gegn KR og hinir snöggu Framarar gengu á lagið og sigruðu örugglega 8:4.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.