Dagur - 30.01.1990, Side 11

Dagur - 30.01.1990, Side 11
Þriðjudagur 30. janúar 1990 - DAGUR - 1^, hér & þar Skyggnst fram í tímann: Ted Kennedy sturl- ast og Japanar geta lœknað kvef Hvað ber næsti áratugur í skauti sér? Það vilja margir vita en fæst- ir geta séð fram í tímann. Hið „virta“ bandaríska tímarit Nat- ional Enquirer vill líka fá svar við þessari spurningu og leitaði því til tíu aðila sem eru þekktir fyrir skyggnigáfu, að sögn tímaritsins. Sjáendurnir spá aðallega fyrir fræga fólkinu og við skulum nú líta á hvernig stjörnunum reiðir af næsta áratuginn. Don Johnson og Albert prins ljósmyndabók sem m.a. inniheld- ur nektarmyndir af Elvis. Gillen segir einnig að Líbýumenn muni sprengja japanska farþegaþotu í loft upp. Af öðrum tíðindum má nefna að leikarinn harðgeri, Chuck Norris, fer með víkingasveit á slóðir eiturlyfjasala í Kólumbíu og snýr aftur eftir að hafa eyði- lagt megnið af uppskerunni. Barbara Bush fer í rusl þegar gárungarnir fara að gaspra um holdafar hennar. Hún leitar ráða hjá horgrindinni Nancy Reagan með stórkostlegum árangri og saman gefa þær út bókina: Megr- unarkúr forsetafrúnna. Ted Kennedy verður geðveik- ur og heldur því fram að hann sé hinn látni John Kennedy. „Loftsteinn mun falla til jarðar á lóð Hvíta hússins“(!) farast báðir á hafi úti. Michael Jackson reynir að fanga snjó- manninn ógurlega. Linda Evans gengur í það heilaga í egypskum pýramída. Roseanne fer í árang- ursríka megrun en umtalaðasti viðburðurinn verður þegar Jackie Onassis fer að slá sér upp með Jon Bon Jovi, rokkstjörnunni ungu. Þau stórtíðindi munu gerast að loks tekst að finna lyf við kvefi. Japanskir vísindamenn munu uppgötva þetta lyf. Þá mun loft- steinn falla til jarðar á lóð Hvíta hússins og forsetahjónin verða sett í einangrun. Jack Gillen, sem spáði víst fyr- ir einhverju flugslysi sem síðan gekk eftir, fullyrðir að Priscilla Presley muni gefa út umdeilda Don Johnson. Jackie Onassis og Jon Bon Jovi? Reynir Michael Jackson að fanga snjómanninn ógurlega? Zsa Zsa Gabor löðrungar Johnny Carson í beinni útsend- ingu þegar Carson segir eitthvað vanhugsað um aldur leikkonunn- ar. Páfinn fær matareitrun og Jam- ie Lee Curtis bjargar gamalli konu frá bráðum bana. Dular- fullt ofnæmi leggur Liz Taylor í rúmið en eftir ítarlega rannsókn á sjúkrahúsi munu læknarnir uppgötva að hún hefur ofnæmi fyrir rakspíra fylgisveins síns. Svona væri hægt að halda lengi áfram en við látum hér staðar numið. Svo er bara að sjá hvort eitthvað af þessu gengur eftir. Aðstoð við framtöl Skrifstofa Iðju mun aðstoða félagsfólk við fram- töl 1989 frá 1.-10. febrúar. Nauðsynlegt er að hafa sem ítarlegastar upplýsing- ar um launatekjur og annað sem þarf. Venjuleg launaframtöl eru ókeypis, en fyrir flóknari framtöl verður tekið vægt gjald. Pantið tíma í síma 23621. Stjórn Iðju. <r FERÐAMALARAÐSTEFNA Á EGILSSTÖÐUM 16. og 17. febrúar 1990 Dagskrá Föstudagur 16. febrúar: Kl. 11.00 Ráðstefnan sett: Kristín Halldórsdóttir, formaður. Avarp Steingríms J. Sigfússonar, sam- gönguráðherra. Kl. 11.30 Framsöguerindi: a) Fræðslumál og menntun. b) Uppbygging ferðaþjónustu í dreifbýli. Kl. 13.00 Kynning ferðamálanefndar samgöngu- ráðuneytisins á störfum nefndarinnar. a) Framsaga formanns nefndarinnar Hjör- leifs Guttormssonar. b) Nefndarmenn kynna hugmyndir og sitja fyrir svörum. c) Skoðanaskipti og fyrirspurnir. Kl. 15.00 Ráðstefnugestir hefja umræður í 6 starfs- hópum. Laugardagur 17. febrúar: Kl. 09.30 Starfshópar ljúka umræðum og ganga frá niðurstööum og álitsgerðum. Kl. 13.00 Niöurstöður hópa kynmar og neddar. Gengiö frá tillögum og álitsgerðum, Nýtt síma- númer 30300

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.