Dagur


Dagur - 15.02.1990, Qupperneq 6

Dagur - 15.02.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 15. febrúar 1990 Stórviðburður í Sjallanum á Akureyri annað kvöld: Hver verður Fegurðardrottning Norðurlands í ár? - sjö stúlkur keppa um titilinn að þessu sinni Annað kvöld fæst svar við því í Sjallanum á Akureyri hvaða stúlka hlýtur titilinn Feg- urðardrottning Norðurlands 1990. Að þessu sinni eru það sjö stúlkur sem taka þátt í keppninni og hafa þær verið í stöðugum æfingum síðustu vikurnar. Keppnin í Sjall- anum er að vanda glæsileg og nær hámarki þegar úrslit verða tilkynnt en Fegurðar- drottningu Norðurlands 1990 krýnir Stein- unn Geirsdóttir, sigurvegari í keppninni í fyrra en hún verður jafnframt heiðursgest- ur kvöldsins. Stúlkurnar sjö sem taka þátt í keppninni annað kvöld eru: Hrafnhildur Björg Erlendsdóttir, Lena Rós Matthíasdóttir, Bald- vina Guðrún Jónsdóttir, Hulda Björk Grímsdóttir, Ásdís Birgis- dóttir, Guðrún Tinna Thorlacíus og Sólrún Smáradóttir. Ein þess- ara stúlkna verður krýnd Fegurð- ardrottning Norðurlands annað kvöld og það kemur í hennar hlut að vera fulltrúi Norðlendinga í keppninni um titilinn Fegurðar- drottning íslands sem fram fer í Reykjavík í vor. Valið úr stórum hópi Sem fyrr segir hefur undirbúning- ur fyrir keppnina annað kvöld verið í fullum gangi síðustu vik- urnar, eða allt frá því stúlkurnar voru valdar. En hvernig var stað- ið að vali stúlknanna? Pví svarar Sigurður Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Sjallans. „Við fengum ábendingar um stúlkur og síðan auglýstum við í Degi eftir keppendum. Með þessu fengum við hóp um 30 stúlkna til að velja úr og þessar sjö stúlkur voru þær sem valdar voru úr en auk mín stóð Alice Jóhanns, danskennari, að þessu vali,“ segir Sigurður. Stúlkurnar hafa verið í æfing- um í dansstúdíói Alice frá ára- mótum og nú síðustu dagana fyr- ir keppnina hafa verið æfingar í Sjallanum. Þessu til viðbótar hafa stúlkurnar sótt ljósatíma í Nudd- og gufubaðsstofunni við Tungusíðu á Akureyri þannig að mikill tími hefur farið í undirbún- inginn. Kvartett, tískusýning og söngdagská Dagskráin í Sjallanum hefst kl. 19 annað kvöld. Þá verður for- drykkur en síðan borðhald en undir borðhaldinu leikur kvart- ettinn „Undir rós“. Þá koma keppendur fram á baðfötum en að því loknu verður tískusýn- ing frá versluninni Perfect á Akureyri. Meðal þess sem þar verður sýnt er glæsilegur kvöld- kjóll sem sigurvegarinn í keppn- inni hlýtur í verðlaun. Að lokinni þessari sýningu. koma stúlkurnar fram á kvöldkjólum og á meðan dómnefnd lýkur störfum sínum ætla söngvararnir Pálmi Gunn- arsson og Erna Gunnarsdóttir að flytja lög úr nýrri söngskemmtun sem frumflutt verður í Sjallanum á laugardagskvöldið. Að þessari skemmtun lokinni verða úrslitin kynnt og þá tilkynnt hver var kosin ljósmyndafyrirsæta kvölds- ins og hverja stúlkurnar sjálfar völdu sem vinsælustu stúlkuna. Þá verður loks komið að stóru stundinni, krýningu Fegurðar- drottningar Norðurlands. Fimm manna dómnefnd Dómnefnd kvöldsins er skipuð valinkunnu fólki. Formaður nefndarinnar er Ólafur Laufdal, veitingamaður, en með honum í nefndinni eru Erla Haraldsdóttir danskennari, Sigtryggur Sig- tryggsson blaðamaður á Morgun- blaðinu, Margrét Blöndal dag- skrárgerðarmaður hjá Ríkisút- varpinu á Akureyri og Kristján Jóhannesson framkvæmdastjóri DNG á Akureyri. Kynnir kvöldsins verður út- varpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason. Og fyrir þá sem áhuga hafa á að vita hver matseðill kvöldsins verður í Sjallanum þá er á honum Kavíarterrin á spínatbotni í forrétt, eldsteiktar nautalundir „Richelicu" með koníakspipar- sósu í aðalrétt og fylllt möndlu- skál með glóaldinsósu í eftirrétt. Að þessu loknu verður kaffi og konfekt. Glæsileg verðlaun Verðlaunin sem sigurvegari kvöldsins fær eru glæsileg. Þau eru: Sólarlandaferð frá Orval- Útsýn, kvöldkjóll frá versluninni Perfect, módelgullhringur frá gullsmíðastofunni Skart, úr af gerðinni Raymond Weil frá Úr- smíðaverkstæði Halldórs Ólafs- sonar, skór frá Skótískunni, hárblásari frá versluninni Radíó- naust, gjafakort frá Bautanum og Smiðjunni, snyrtivörur frá Vöru- sölunni og gallerímynd frá AB- búðinni. Þá eru ótaldar þær viðurkenn- ingar sem veittar verða öllum stúlkunum en þær eru: Undirfatn- aður frá Amaro, skór frá Skó- verksmiðjunni Strikinu, snyrti- vörur frá KEA, konfekt frá Lindu, sundbolir frá Dansstúdíói Alice og ljósatímar frá Nudd- og gufubaðsstofunni Tungusíðu 6. Hvert fer titillinn? Og þá er ekki annað eftir en bíða og sjá hver hlýtur titilinn góða. Verða það Eyfirðingar sem endurheimta titilinn eða fá Ólafs- firðingar Fegurðardrottningu Norðurlands þetta árið eða verð- ur arftaki Steinunnar Geirsdóttur frá Akureyri. Þetta kemur allt í ljós í Sjallanum á Akureyri þegar nálgast fer miðnætti annað kvöld. JÓH Hrafnhildur Björg Erlcndsdóttir. Hrafnhildur er fædd árið 1972 og er uppalin í Kópavogi en er flutt til Akureyrar. Hún er afgreiðslu- stúlka og hennar helstu áhugamál eru dýr og það sem viðkemur matseld. Hrafnhildur hefur hug á námi tengdu matseld í framtíð- inni en hún hefur ennfremur áhuga á íþróttum, ferðalögum og förðun. Stcinunn Geirsdóttir var krýnd fegurðardrottning Norðurlands fyrir tæpu ári. Hver verður arftaki hennar ■ Sjallanum á morgun? Stofnfundur Félags norðlenskra steinasafnara í kvöld: „Fagrir steinar víða 1 Exjafirði“ - segir Halldór G. Pétursson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Norðurlands Fimmtudaginn 15. febrúar verður haldinn stofnfundur Félags norðlenskra steinasafn- ara. Stofnun félags af þessum toga hefur verið í bígerð um margra ára skeið og nú á að stíga skrefið til fulls. Fundur- inn verður haldinn að Möðru- völlum, húsi Menntaskólans á Akureyri, og hefst hann kl. 20. Til að forvitnast um þennan væntanlega félagsskap hitti Dagur aðalhvatamennina að máli. Halldór G. Pétursson, jarð- fræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un Norðuríands, og Þorsteinn Arnórsson, áhugamaður um steinasöfnun, hafa ásamt fieiri áhugamönnum unnið að stofnun Félags norðlenskra steinasafn- ara. Hugmyndina má reyndar rekja aftur til ársins 1970 en í marsmánuði það ár var haldin steinasýning á vegum Náttúru- gripasafnsins á Akureyri. Á sýn- ingunni lá frammi undirskrifta- listi fyrir áhugasama safnara en sá listi er löngu týndur og tröllum gefinn. Að sögn Halldórs var hug- myndin endurvakin vorið 1989 á nokkurs konar könnunarfundi og þá skrifuðu 15 manns nöfn sín á lista. Halldór dvaldi um tíma í Reykjavík og kynnti sér steina- söfnun og greiningu í Náttúru- fræðistofnun Islands. Steinasafn á stefnuskrá Markmið félagsins eru m.a. þau að stuðla að kynnum áhugamanna um steinasöfnun (mineralogíu) og efla samstarf og samvinnu milli þeirra. Að safna og skrá sem fyllstar upplýsingar um steinafræði, sem að gagni geta komið fyrir félagsmenn og við rannsóknir á jarðfræði íslands, að stuðla að fræðslu á sviði steinafræðinnar, svo sem myndun, söfnun, greiningu og skráningu steina og koma upp steinasafni í samvinnu við Nátt- úrugripasafnið á Akureyri. Safn- ið skal vera í ábyrgð og vörslu Náttúrugripasafnsins, en félögum skal tryggður aðgangur að því. „Eftir fundinn síðastliðið vor fór ég ásamt fleirum að kanna þessi mál og huga að húsnæðis- málum. Það sem við höfum fyrst og fremst hugsað okkur er að koma upp safni með vel greind- um steintegundum, þanrrig að meðlimir Félags norðlenskra steinasafnara geti gengið í það og borið saman við sín eigin eintök. Við myndum þá að einhverju leyti reyna að greina steina í sam- einingu því það eru náttúrlega til margar tegundir af steinum og það getur verið flókið að greina þá. Þetta yrði vísindalegt safn,“ sagði Halldór. Hann sagði það ennfremur í athugun hvort ekki væri hægt að koma til móts við þá sem vinna úr steinum, í sambandi við tæki til vinnslunnar. Blanda af vísindamcnnsku og áhugamennsku „Það er steinasafn hérna á Nátt- úrugripasafninu og má þar finna nokkra skrautsteina, en það er þó aðallega til sýninga. Þetta félag myndi frekar starfa sem klúbbur og fyrirhugað húsnæði yrði geymsla og safn, en ekki sýn- ingarsalur," sagði Halidór. Steintegundir eru flokkaðar niður eftir mismunandi efnasam- setningu, formi og myndun. Hall- dór sagði að markmiðið væri að byggja safnið á vísindalegri flokkun og raða steinunum eftir henni. Eitthvað yrði greint í sam- vinnu við Náttúrufræðistofnun í Reykjavík því þar væru menn komnir lengra á veg í greiningu og hefðu greiðan aðgang að tækjum. - Er einhverja fallega steina að finna á Norðurlandi? Eru þeir ekki aðallega á Austfjörðum? „Fallegustu eintökin eru þar en

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.