Dagur - 12.04.1990, Side 9
Uug«'d*8'
iga mögu'
„nningu^
rib
FLUGLEIDIR
Innanlandsflug
tómstundir
/
Jeppadellukallar:
Fimmtudagur 12. apríl 1990 - DAGUR - 9
„Upp á brún, með vatnskassaim um viftuspaðann“
Karl Óskar Geirsson á Húsavík lýsir sportinu
Jeppadellukallar hafa notið sín vel í öllum
snjónum í vetur og reikna má með að þeir
verði talsvert á ferðinni um páskahátíðina,
en þá aðallega utan alfaraleiða. Til að
spyrjast fyrir um þetta áhugamál höfðum
við samband við Karl Óskar Geirsson,
stýrimann á Húsavík, sem var sagður vera
mesti bílaáhugamaðurinn í bænum. Kalli
átti bílinn sem hlaut verðlaun sem verkleg-
asti jeppinn á sýningu Bílaklúbbs Akureyr-
ar, 17. júní í fyrra, og hafði hann sjálfur
smíðað og/eða gert bílinn upp frá grunni.
„Ég er búinn að þjást af þessari
bíladellu síðan ég man eftir mér.
Fyrst voru það skellinöðrur og
svo bílarnir." Kalli hefur nú
eignast þriðja Broncojeppann
sem hann ætlar að breyta, en tvo
jeppa hefur hann rifið og gert
síðan upp alveg frá grunni sem
mikið breytta bíla. Einnig hefur
hann átt fjölda bíla sem hann
hefur legið í, þó ekki hafi verið
um meiri háttar breytingar að
ræða. En um jeppana segir Kalli:
„Eins og Ragnar Reykás segir;
þá er þetta minn fjallabíll. Þetta
er toppurinn að eiga svona bíl,
þegar hann er orðinn nógu öflug-
ur.“
- Og hvað er svona gaman?
„Ætli það sé ekki eins og með
hestana og snjósleðana, menn
eiga erfitt með að svara því. En
þetta er að vera einhversstaðar
og berjast við snjóinn, helst
reyna að fara það sem maður
kennst alls ekki. Þetta getur verið
erfitt og þá er meira gaman, þetta
á ekki að þurfa að vera hættulegt
sport, en það er óhemju dýrt og
kostar bæði tíma og peninga.
Hinir strákarnir segja að þeir
séu nteð vírus en ég sé með dell-
una. Ég held samt að þeir séu
ekkert með neitt minni dellu en
ég, þó þeir séu eitthvað að reyna
að fela það. Við erum með klúbb
og í honum eru eitthvað um 30
rnanns á Húsavík. Þeir sem ekki
eiga jeppa reyna svo að komast
með í ferðir. Það er oft skroppið
upp á Reykjaheiði og um pásk-
ana ætlum við á Flateyjardal.
Fara upp á fjallið úr Kinninni og
ytir Gönguskarðið."
- Fyrstu óveðurshclgina í vet-
ur var fólk að vandræðast með að
komast milli húsa í bænum, en þá
brugðu jeppakallar sér í
skemmtiferð í Fjörðu. Varst þú
með í því ferðalagi?
„Nei, en þeir lentu í mjög
slæmu veðri og þurftu að ganga á
undan bílunum í marga klukku-
tíma, úr Fjörðum og niður á
Grenivík, því þeir sáu ekki neitt.
Svo gistu þeir á bóndabæ, því
það var snjóflóðahætta á leiðinni
til Húsavíkur. Það var mikill
vandræðagangur á fólki hér í
bænum þessa helgi, og eins og að
sumir hefðu aldrei séð snjó á æfi
sinni. Ég var í svolitlu brasi við
að draga bíla, skrapp í sjoppu til
að kaupa rnjólk og kom heim
eftir fjóra tíma. Þá hafði ég losað
10-15 bíla sem voru fastir, flestir
á miðri Garðarsbrautinni, en þar
sem var einhver snjór að ráði var
enginn fastur.“
- Segðu svolítið frá eftirminni-
legum ferðum sem þú hefur farið
Á ferð á Flateyjardal með félögum við sæluhús. Fjórir bílar frá Húsavík og
einn frá Akureyri. Mynd: Karl Óskar.
Karl Óskar Geirsson.
Mynd: IM
Verðlaunabíll Karls. Ford Bronco ’74 verklegasti jeppinn á bílasýningu Bíla-
klúbbs Akureyrar. Mynd: Kurl Óskar.
„Þær eru allar eftirminnilegar,
og allar ferðir eru góðar þegar
komið er fram á þennan árstíma.
Hins vegar hefur aldrei mátt lyfta
nestistöskunni og minnast á Flat-
eyjardal, þá er æfinlega komið
vitlaust veður.
Annars fór ég á Flateyjardal-
inn í fyrra og reyndi þá við
brekku sem reyndist svolítið
erfið. Ég stóð allt í rauðabotni
þangað til ég komst upp en á
miöri leið tók ég smástökk og
skaut vélinni fram í gegn um
vatnskassann og át hann. Til
marks um það hvaö maður reyn-
ir, þá sló ég ekki af fyrr en ég
komSt á brúnina og náttúrlega
með vatnskassann í tætlum. At
hann frekar en að stoppa á miðri
leið og maður reynir að fara það
sem maður kemst þó vatnskass-
inn sé búinn að vefja sig utan um
viftuspaðann. Ef ég hefði slegið
af, hefði verið dæmt að ég hefði
ekki komist upp. og það gengur
auðvitað ekki.
Svo var hringt í bílasíma í
mann sem var að leika sér á
jeppa í Vaðlaheiði. Hann fór og
reif vatnskassa úr bíl fyrir mig og
færði mér hann, ég gerði við bíl-
inn um nóttina og hélt áfram.
Ekkert mál. Manninum fannst
ekkert sjálfsagðara en að skreppa
inn á miðjan Fiateyjardal með
vatnskassann."
- Hvernig persónuleikar eru
þcssir jeppakallar eiginlega?
„Það ætti að vera búið að
stofna hæli fyrir þessa menn sem
eru í þessu hér á Húsavík. En
það eru engin lyf til við þessu, ég
er búinn að biöja Gfsla lækni um
eitthvert rneðal sem dugi."
- Viltu læknast?
„Já, stundum. Þcgar ég er
búinn að vera 2-3 mánuði liggj-
andi í sama bílnum, að ég tali
ekki um 4-5 rnánuði og 6, eins og
ég eyddi í bláa Broncoinn. Ég var
ár nteð hann og að vinna í honum
alveg 6-7 mánuði. það var stund-
um langur sólarhringurinn þá.
Það var líka öllu hent úr honum
og nýtt sett í staðinn.
Nei, konan segir ekki neitt nú
orðið. Hún er búin að sjá það
eins vel og ég aö það er ekki hægt
að lækna þetta. Þessi bíll sem ég
á núna verður sá þriöji sem ég
tek í gegn og ég hugsa að ég haldi
þessu áfram og held að það sé
ekki hægt að hætta þessu. Menn
hafa hætt og selt bílana, og verið
eins og vængbrotnir á eftir."
- Valdið þið ekki skemmdum
á gróðri og landi þegar þið eruð á
ferð utan vega?
„Nei, við forðumst það eins og
heitann eldinn að ná niður í jörð,
og hreyfunt ekki bílana fyrr en
snjór er kominn. Ef þarf aö fara
yfir á auðu er farið á mel og við
fáum leyfi hjá landeigcndum."
- Þarf ekki kunnáttu til aö
keyra þessa bíla með stóru
dekkjunum í snjónum?
„Jú, það er jafnvel hægt að
komast meira á minna græjuðum
bíl án þess að festa sig, ef menn
eru klárir að keyra. Þessi vetur er
búinn að vera veisla fyrir okkur
sem höfum gaman af að keyra í
snjó." IM
Bjarni Eyjólfsson, fyrsti stýrimaður á Kolbeinsey, fastur á sínum fjallabíl í
læk á Flateyjardal. Mynd: Karl Óskar.