Dagur - 12.04.1990, Page 12

Dagur - 12.04.1990, Page 12
12 - DAGUR - Fimmtudagur 12. apríl 1990 Hann á tuttugu ára starfsafmæli í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík á þessu ári. Síðustu fimm árin hefur Friðrik Friðriksson stýrt stofn- uninni úr sparisjóðsstjórastólnum og óhætt er að segja að hann hafi ætíð lagt kapp á að sjóðurinn standi í fremstu röð nýtísku bankastofnana. Honum finnst alltaf jafn gaman að bregða sér fram til gjaldkeranna og spjalla við viðskiptavinina utan skrifstofunnar. Eldra fólkið man þá tíð þegar Friðrik var eini starfsmaðurinn hjá Sveini sparisjóðsstjóra á skrifstofunni í Kaupfélaginu og margt af því vill helst enn þann dag í dag að hann afgreiði það í sjóðnum. Friðrik hefur lúmskt gaman af þessu, eins og hann orðar það sjálfur, og segir að á sama hátt og hann finni að þessu fólki þyki vænt um sig þá geti hann sannarlega sagt að honum þyki líka vænt um fólkið. „Mér finnst að þessir tveir áratugir hafi verið fljótir að líða. Breytingarnar hafa ver- ið ótrúlegar. Fyrst þegar ég byrjaði var allt skrifað á blað og eina tæknin sem við höfð- um var ein reiknivél. Á þessum tíma leigð- um við í Kaupfélaginu en segja má að þró- unin hafi farið af stað af krafti þegar við fluttum hingað í ráðhúsið árið 1979,“ segir Friðrik þegar hann er beðinn að líta um öxl á starf sitt í sparisjóðnum. Starf hans hófst hjá Sparisjóði Svarfdæla árið 1970 og þá starfaði hann við hlið Sveins Jóhannssonar, sparisjóðsstjóra. Við starfi Sveins tók Gunnar Hjartarson árið 1979 og þá flutti sjóðurinn í nýtt og glæsilegt hús- næði. Friðrik var þá skrifstofustjóri í sjóðn- um og þegar Gunnar lét af störfum árið 1985 sótti Friðrik um starfið og var ráðinn. „Ég er Dalvíkingur í húð og hár,“ segir hann hlæjandi þegar hann er spurður um æskuna. „Hér er ég borinn og barnfæddur. Eftir að skóla hér heima lauk fór ég austur að Laugum og þaðan í lýðháskóla til Dan- merkur. Eftir veruna hjá Dönum sat ég einn vetur í Verslunarskólanum en síðar fór ég í bankamannaskólann. Um svipað leyti kynntist ég konunni minni, Marín Jónsdótt- ur frá Fljótshólum í Árnessýslu og leiðir okkur lágu líka saman í starfi hjá Austur- bæjarútibúi Landsbankans. Pegar þeirri dvöl var lokið þá dreif ég mig aftur norður til hans Sveins míns í sparisjóðnum en fljót- lega fórum við Marín að búa hér og eigum nú þrjú börn.“ Aldrei leiðst í vinnunni Friðrik er einn af þeim mönnum sem unir sér vel í vinnunni. Ekki svo að skilja að hon- um þyki ekki gott að taka sér frí frá vinn- unni, þvert á móti. Veiðiskapur og Friðrik eru óaðskiljanlegir vinir og þá gerir hann vart upp á milli skotveiða og stangveiða. Hjá honum er árið eitt allsherjar veiðitíma- bií, með litlum hléum. „Jú, það er sennileg- ast alveg óhætt að kalla mig dellukall á þessu sviði,“ bætir hann við og glottir. Tal- inu víkur hann aftur að starfinu. „Ég hef stundum velt því fyrir mér,“ segir hann hugsi, „að þrátt fyrir 20 ára starf hér í sparisjóðnum þá hefur mér aldrei leiðst í vinnunni. Ég heyri alltof marga tala um að þeim finnist leiðinlegt í vinnunni en ég skil þá ekki. Sjálfsagt kann þetta fólk skýringar á sínum viðhorfum en ég get ekki skýrt mitt viðhorf gangvart vinnunni á annan hátt en þann að öll þessi samskipti við fólk hafi gert að verkum að ég hef ekki haft tíma til að láta mér leiðast." Að stýra einu peningastofnuninni á staðn- um leggur þær skyldur á herðar sparisjóðs- stjóranum að vera heima í sem flestum þátt- um atvinnulífsins. Peir eru örugglega ekki margir bankastjórarnir sem í hverri viku leggja leið sína niður að höfn til að hitta sjómennina og útgerðarmennina og spyrja frétta af aflanum. „Mér finnst ég hafa bæði gaman og gott af því að fara niður að höfn og ræða við þessa menn. Alveg á sama hátt er ég vís með að skjótast fram í afgreiðslu þégar bændur framan úr sveit eru hér og spyrja þá frétta." Velti mér fyrst upp úr vandamálum fólks Vandamál fólks birtast sennilega hvergi í jafn mörgum myndum eins og á borði bankastjórans. Friðrik segist taka undir þau orð Guðjóns Steindórssonar, bankastjóra útibús íslandsbanka á Akureyri, að menn sjóist í þessu starfi. Fyrsta árið í starfi spari- sjóðsstjóra tók hann vinnuna með sér heim á hverjum degi. „Ég var að velta mér í hug- anum upp úr vandamálum fólks á ólík- legustu tímum sólarhrings. En með tíð og tíma lærði maður að taka öðruvísi á þessum vandamálunt þó þau væru margvísleg. Vandamálin hafa ágerst í seinni tíð, meðal annars vegna þess að gjaldþrot hafa aldrei verið fleiri á landinu en síðastliðin tvö ár. Unga kynslóðin verður að skipta um gír því mikið af ungu fólki í dag fær alltof mikið upp í hendurnar. Ég hef sjálfur ekki búið nema í 12 ár en fyrstu árin bjó maður við að hafa óinnréttaða stofu, hraðsuðuhellu í stað eldavélar og húsið í raun ekki nema hálfgert þó búið væri í því. Maður ólst upp við að sætta sig við þetta en núna skulu allar íbúðir vera fullbúnar þegar flutt er inn. Að mínu mati gerir þetta að verkum að ungt fólk lær- ir ekki að meta hlutina. Ég get ekki neitað því að oft blöskrar mér þetta enda tel ég mig sjálfan vera það varkáran í þessum málum. Maður lendir líka oft í að leiðbeina fólki enda er þetta starf ráðgjöf að miklum hluta. Flestir taka þessum leiðbeiningum mjög vel en undantekningar eru í þessu eins og öllu öðru. Sjúkt húsnæðiskerfl Húsnæðisvandræði. Þetta orð hefur verið rauður þráður í þjóðfélagsumræðunni á síð- ustu árum enda peningavandræði fólks oft sprottin af húsnæðiskaupum. Húsnæðiskerf- ið er sparisjóðsstjóranum hugleikið og Friðrik segir að því verði ekki lýst betur en með orðinu; sjúkt. Þess verði ekki langt að bíða að Húsnæðisstofnun ríkisins leggist af og húsnæðislánin flytjist út til peningastofn- ana. „í þessu kerfi eru um 12.000 umsóknir og stór hluti þeirra eru falsaðar. Petta kerfi hefur verið opnað fyrir hvern sem er og ekki er tekið tillit til þarfa hvers og eins. Eg hef margoft sagt að í þessu kerfi er ekkert til sem heitir forgangshópur. Þess eru dæmi að fólk hafi tekið sig saman í þessu kerfi og log- ið út lán fyrir íbúðum þó svo þörfin hafi engin verið og þessir peningar hafi síðan verið látnir ávaxta sig á einhvern annan hátt. Á meðan fólk er að notfæra sér þetta bíða aðrir sem sannarlega hafa þörf fyrir þessi lán. Kerfi sem býður upp á þetta hlýt- ranga hugsunarhátt að sjálfsagt sé að sækja verulegan hluta þjónustunnar til Akureyrar." ur að teljast sjúkt. Hins vegar er ég mun bjartsýnni á nýja húsbréfakerfið og held að kostir þess eigi eftir að koma betur í ljós þegar það verður komið í fullan gang.“ Lífeyrismálum ræður fámenn og stöðnuð klíka Pegar talað er um húsnæðismál er komið að öðru og skyldu máli sem eru lífeyrissjóðirn- ir. Friðrik og kollegi hans Þorsteinn Þor- valdsson í Sparisjóði Ólafsfjarðar komu á síðasta ári miklu róti á lífeyrissjóðakerfið þegar þeir stóðu fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á lífeyrissjóðina að ávaxata fé í heimabyggðum launþeganna. Þessi þúfa ýtti við þungu hlassi sem ef til vill er ekki oltið enn. „í framhaldi af þessu þá var skipuð nefnd hér á Dalvík og Svarfaðardal sem fengið hefur gagnrýni frá ýmsum í verkalýðshreyfing- unni. Þeim hefur fundist við vera að teygja okkur inn á þeirra valdsvið, sem að mínu mati er alrangt. Okkar skoðun er einfald- lega sú að ekki hafi verið staðið nægilega vel að lífeyrismálunum á undanförnum árum og manni þykir það hart ef fólk má ekki tjá sig um þessi mál. Staðreyndin er sú að þessum málum ræður fámenn og stöðnuð klíka. Eft- ir því sem við skoðuðum þessi mál meira, þeim mun meiri ástæða fannst okkur til að kafa dýpra og nálgast botninn í allri vitleys- unni. Ástæðan fyrir því að við sparisjóðs- stjórarnir á Dalvík og Ólafsfirði fórum af stað í þessu máli var í fyrsta lagi sú að okkur vantar oft fjármagn á þessa staði og f öðru lagi vildum vil kanna hvort ekki væri með einhverju móti hægt að hækka þær greiðslur sem fólk fær mánaðarlega í formi lífeyris. Skammarlega lágar lífeyrisgreiðslur Friðrik segir að hækkun lífeyrisgreiðslna geti fengist með því að sameina lífeyrissjóði vegna þess að reksturinn á all flestum þess- ara sjóða sé hrikalega slæmur. „Við höfum bent á að ekki væri nema sjálfsagt að koma með þessa sjóði inn í peningastofnanirnar þar sem rekstur þeirra kostaði nánast ekkert. Breytingin yrði því mikil frá því sem nú er því staðreyndin er sú að dæmi eru um að 30-35% af iðgjöldum fari í rekstur sjóða,“ segir hann og röddin er heldur far- ina að hækka. „Okkar skoðun er sú að stefna skuli að stofnun lífeyrissjóðs fyrir þessa bæi en við gagnrýni okkar á rekstur og uppbyggingu lífeyrissjóðanna vaknaði af þyrnirósarsvefni það fólk hjá Alþýðusambandi Norðurlands sem kosið hafði verið fyrir nokkrum árum til að vinna að stofnun sameiginlegs lífeyris- sjóðs fyrir allt Norðurland. Nú er þeirra vinna komin í gang og á meðan bíðum við átekta. Við höfum lagt á það áherslu að lokaniðurstaðan verði sú að stofnaður verði einn sameiginlegur lífeyrissjóður fyrir allt Norðurland en okkur hefði þótt tilvalið að Fimmtudagur 12. apríl 1990 - DAGUR - 13 Friðrik Friðriksson í stól sínum á skrifstofunni í Sparisjóði Svarfdæla. Honum hefur aldrei leiðst í vinnunni þrátt fyrir 20 ára starf hjá sjóðnum og segist ekki skilja það fólk sem láti sér ieiðast í vinnunni. Myndir: j „Vakning fólks um lífeyrismál hefur sannað fyrir okkur á Dalvík og Ólafsfirði að gagnrýni okkar á lífeyriskerfið var réttmæt. Sú staðreynd að 30-35% iðgjalda sumra sjóða fara í rekstur er hrikaleg.“ byrja hér á Dalvík og í Ólafsfirði. En hreyf- ing er komin á þessi mál sem best sést á því að umræðan um lífeyrismálin er stöðugt að aukast og fólk er að vakna upp við þann vonda draum að það hafi lítil sem engin réttindi í sjóðunum. Einmitt þessi vakning sannar fyrr okkur að nauðsynlegt var að fara af stað með þessa gagnrýni. Ég trúi ekki öðru en okkur skili að því lokatak- marki að stofna sameiginlegan sjóð fyrir Norðurland og þá verður það fé sem kemur af stöðunum og ekki fer í húsnæðiskerfið að vera í umsjón peningastofnana á hverjum stað. Sú verður að vera niðurstaðan,“ segir Friðrik ákveðinn á svip. Sparisjóðir sameinast eins og annað Sameining lífeyrissjóða eru ekki einu sam- einingarmálin sem að Friðriki snúa. Spari- sjóðir eru nú að byrja að sameinast og nýjasta dæmið um það eru þrír sjóðir í S- Þingeyjarsýslu sem nýverið sameinuðust í einn. Umræða hefur verið í gangi um sam- einingu sparisjóðanna á Dalvík, Árskógs- strönd og í Hrísey en Friðrik segir þetta mál enn á umræðustiginu. „Mér finnst ekki ólíklegt að sú staða komi upp að þessir þrír sjóðir sameinist að ein- hverju leyti og þá gætum við alveg hugsað okkur að Grímsey komi líka inn í þetta enda er Sparisjóður Svarfdæla aðal peninga- stofnun Grímseyinga. Við höfum hér við- skipti útgerðaraðila og einstaklinga í Gríms- ey og óhætt er að segja að þau samskipti hafi verið mjög góð.“ Samvinna eða síðar samruni sparisjóða á þessu svæði ér aðeins hluti af þeirri þróun sem virðist framundan við utanverðan Eyja- fjörð. Ýmis þjónusta er þegar sameiginleg milli sveitarfélaga á þessu svæði og Friðrik bætir við að með tilkomu ganganna í geng- um Ólafsfjarðarmúla opnist margir mögu- leikar sem ekki séu komnir enn upp á yfir- borðið. Hann segist jafnframt telja það grundvallaratriði að í heimahéraðinu verði byggð upp sem fjölbreyttust þjónusta þann- ig að fólk á þessu svæði geti verið sjálfu sér nægt. Engin ástæða til að sækja matvöru til Akureyrar „Við eigum að halda utan um það sem okk- ur ber að hafa og það sem við mögulega get- um á þessum stöðum. Ég er mikill kaupfé- lagsmaður í mér og er mjög fylgjandi því að við verslum hér i okkar ágætu Svarfdæla- búð. Þar er boðið upp á mikið vöruúrval og gott verð og þessi verslun stenst fyllilega samkeppni við stórmarkaðina á Akureyri. Meðan svo er sé ég enga ástæðu til að keyra 100 kílómetra til að versla í matinn. Á sama hátt held ég að við getum byggt upp fjöl- breyttari þjónustu hér í kringum okkur. Fólk verður að leggjast á eitt til að það takist. Ég held að margt fólk hér á svæðinu hafi þann ranga hugsunarhátt að sjálfsagt sé að sækja verulegan hluta þjónustunnar til Akureyrar." Skoðanir Friðriks á þeim möguleikum sem göngin í Ólafsfjarðarmúla bjóða upp á gefa eflaust mynd af þeirri untræðu sent verða mun uppi þegar þau verða opnuð. Hann horfir á Dalvík og Ólafsfjörð nánast sem heild með tilkomu þeirra og segir að bæjarfélögin geti bæði notið mjög góðs af þessari samgöngubót. „í fyrsta lagi getum við samnýtt hafnarað- stöðuna hér. Sömuleiðis upphitaðan knatt- spyrnuvöll þeirra Ólafsfirðinga, þeir geta komið til okkar og notað num betra skíða- svæði en þeir hafa möguleika á að byggja hjá sér og við getum farið út eftir og spilað golf á ágætum velli sem þeir hafa byggt upp. Mín skoðun er semsagt í stuttu máli sú að við skiptum þessurn hlutum jafnt á milli okkar. Til að þetta geti gengið eftir þarf jú að leggja til hliðar ákveðinn hrepparíg en „Húsnæðiskerfið er sjúkt og verulegur hluti umsóknanna þar eru falsaðar. Þetta kerfi er opið hverj-1 um sem er og þarna er að mínu mati ekkert til sem heitir forgangshópur. Þess eru jafnvel dæmi að fólk hafi logið út lán úr þessu kerfi.“ miðað við þau samskipti sem ég hef haft við Ólafsfirðinga og þá sérstaklega Þorstein vin minn í sparisjóðnum þá trúi ég ekki öðru en þetta eigi að geta gengið upp.“ Uggvænlega? fréttir úr atvinnulífinu Samdráttur í atvinnulífinu gerir strax vart við sig hjá peningastofnunum. Friðrik segist ekki neita því að hann hafi áhyggjur af atvinnuástandinu á Eyjafjarðarsvæðinu. Sífelldar fréttir af erfiðleikum fyrlrtækja og uppsögnum starfsfólks auki eðlilega á þess- ar áhyggjur. „Ég sé ekkert annað en við verðum að leggjast öll á eitt og beita okkur fyrir að áliðjuver komi hér við Eyjafjörðinn. Við megum ekki við því að héðan flosni upp fólk því við þurfum ekkert að velta því fyrir okkur hvcrt það fólk fer. Mín ósk er því sú að álver verði staðsett hér," segir hann alvarlegur á svip urn leið og hann lítur út yfir hafnarmannvirki Dalvíkinga. „Auðvitaö verðum við áfram að horfa eft- ir öllum færurn leiðum til eflingar atvinnu- lífs á svæðinu en ég held að af því að svona stendur á þá megum við ekkert gefa eftir í baráttunni um að fá þessa verksmiðju hingað. Til allrar blessunar höfum við verið laus á undanförnum árum við atvinnuleys- isvofuna en hennar er farið að gæta hér og hana forðumst við ekki öðruvísi en með samstilltu átaki allra. Nú eru í gangi ákveðnar aðgerðir sent við vonum að verði til að bæta stöðu okkar." Segi eins og Bjartur í Sumarhúsum... Kliðurinn fyrir framan skrifstofu sparisjóðs- stjórans er hljóðnaður, enda vinnudagurinn liðinn. Gjaldkerarnir hafa gert upp og geng- ið tryggilega frá peningaskúffunum. Tutt- ugu ára starf innan um peninga og aldrei leiðinlegt í vinnunni. Hvernig lítur sá maður á peninga sem hefur haft umönnun þeirra að aðalstarfi allt sitt líf? Enn færist bros yfir andlit sparisjóðsstjórans og ekki stendur á svarinu. „Ég hef á þessum langa tíma orðið þess áþreifanlega var að lítið sé hægt að gera án peninga en annað hef ég líka lært í starfinu og það er að peningar eru ekki allt. Þeir ráða ekki öllu. Mannlegi þátturinn verður að vera til staðar og því miður finnst mér að ekki hafi verið lögð eins ntikil áhersla á hann í seinni tíð eins og vera ætti. Oft finnst mér að fólk mætti hugsa meira út í að pen- ingar eru ekki allt og þá verður mér gjarnan hugsað til orða Bjarts í sögunni Sjálfstætt fólk: „Því hvað er auður, afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús“. Peningarnir eru vissu- lega mikið afl en ntannlegi þátturinn má aldrei gleymast. Á þessum þætti mætti bera mun meira í samskiptum manna á meðal." JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.