Dagur - 12.04.1990, Side 20
20 - DAGUR - Fimmtudagur 5. apríl 1990
Fljótlagaður
Mexíkanskur
rækjuréttur
- Helga Magnúsdóttir fóstra leggur
til spennandi uppskrift í Matarkrók
Hræðilegar fréttir
Síðasti „Matarkrókur“ Einar
Sveinn Ólafsson verksmiðju-
stjóri hjá ístess hf., skoraði á
Helgu Magnúsdóttur fóstru á
dagvistinni Árholti á Akureyri í
næsta þátt. Helga tók áskorun
Einars Sveins og ætlar hún að
gefa uppskrift af forláta rækju-
rétti. „Þessi réttur er mjög fljót-
lagaður og vinsæll á mínu
heimili. Ég smakkaði hann fyrst
í Svíþjóð 1977 en eftir það hef
ég notað hann mjög oft.“
Rétturinn heitir Mexíkanskur
rækjuréttur og aðferðin við að
laga hann er eftirfarandi:
/ stór laukur
1 grœri paprika
1 bakki sveppir
Grænmetið er skorið og látið
krauma í smjöri smá stund.
2 msk tómatkraftur
'/2 dl óblandað appelsínuþykkni
svartur pipar
cayenne pipar
Látið út í pottinn og látið
krauma um stund til að styrkja
bragðið, en Helga segir að því
lengur sem blandan kraumar,
þvf bragðmeiri verður hún.
2 dl rjómi
500 g rœkjur
Rjómanum helt saman við
blönduna og ef vill, má jafna
þetta með hveiti finnist fólki
blandan of þunn. Að lokum eru
rækjurnar settar útí en eftir þaö
verður að gæta þess að þær
sjóði ekki heldur hitni bara að
suðu.
Með þessum rétti ber Helga
hrísgrjón sem soðin eru með
grænmetiskrafti, þ.e. salt og
grænmetiskraftur er sett út í
suðuvatnið. Þá er borið með
nýtt snittubrauð. „Þessi réttur
er oft á boðstólum síðdegis á
fóstudögum og þá drekkum við
gjarnan öl með,“ sagði Helga.
Hún segir að ef börn borði
rækjur á annað borð, borði þau
þennan rétt, a.m.k. hafi hennar
börn góða lyst á honum.
Þá var komið að því að fá upp
hjá Helgu hver næsti „Matar-
krókur“ verður. Helga skoraði
á „kollega" sinn, Ingigerði
Traustadóttur, en hún er líka
fóstra á Árholti. Lesendur
verða hins vegar að bíða í hálf-
an mánuð með að sjá hvað Ingi-
gerður ber á borð fyrir þá, en á
meðan ætti að vera nægur tími
til að prófa rækjuréttinn hennar
Helgu. VG
Góðan daginn, ágætu lesend-
ur. Ég er rétt að jafna mig eftir
þær hræðilegu fréttir sem dun-
ið hafa á hlustum mínum und-
anfaruar vikur. Það er engu
líkara en að fjölmiðlarnir hafi
tekið sig saman um að gera
mér gramt í geði og mér er
skapi næst að kæra þá fyrir
persónulegar árásir. Þetta á
ekki síst við um ljósvakamiðl-
ana en blöðin hafa þó einnig
skorið í augu með svívirðileg-
um greinum og aðdróttunum
um líferni mitt. Ég veit ekki til
þess að ég hafi skapraunað
nokkrum einasta fjölmiðla-
manni og get alls ekki skilið
þessa áráttu að draga hegðun
mína og neysluvenjur fram í
dagsljósið á svo lúalegan hátt
sem raun ber vitni.
Nýlegt dæmi úr útvarpi:
Fullvíst má telja að kaffi-
drykkja auki líkur á krabba-
meini og hjartasjúkdómum. Sá
sem drekkur meira en tíu bolla
á dag er í mikilli hættu og ef
viðkomandi reykir líka meira
en einn sígarettupakka á dag
þá er hann bráðfeigur.
Tíðindi úr sjónvarpi: Streita
er stigvaxandi sjúkdómur. í
fyrstu eru einkennin væg,
hraði og almennt stress, verkir
í öxlum. Síðan fer þetta vax-
andi, ekki síst ef kaffi og tóbak
er með í spilinu. Heiftarleg
vöðvagigt, hjartsláttartruflan-
ir, meltingartruflanir, svefn-
leysi, martraðir og skapsveifl-
ur. Loks krónískt þunglyndi og
margháttaðir skaðar á líffær-
um, viðkomandi sér enga lausn
og hann er í bráðri lífshættu.
Greinar í blöðum: Hreyfing-
arleysi, neysla feitmetis,
sólböð, kaffi- og tóbaksneysla,
streita, vörtur og fæðingar-
blettir margfalda líkurnar á
krabbameini og öðrum sjúk-
dómum sem geta verið ban-
vænir.
Þarna sjáið þið, allt eru
þetta persónulegar árásir á mig
og neysluvenjur mínar. Ég
botna samt ekkert í þessu með
vörturnar því mér vitanlega
hef ég enga vörtu á holdmikl-
um líkama mínum, nema þá
að hún leynist einhvers staðar
á milli fellinga. Hins vegar játa
ég á mig nokkra litla fæðing-
arbletti og öll hin atriðin sem
fjasað hefur verið um passa
mjög vel við lífsmynstur mitt,
svo vel að þetta getur ekki ver-
ið tilviljun. Að vísu er ég ekki
mikið gefinn fyrir sólböð en
kemst þó ekki hjá því að hún
skíni á mig stöku sinnum.
Já, ég nota tóbak og kaffi í
ríkum mæli, enda eru nikótín
og koffín þau lyf sem halda
mér gangandi. Stressaður er ég
líka og vinn vel undir álagi.
Hjartað og meltingin hafa ver-
ið með ýmsar kúnstir og
vöðvabólgu get ég ekki svarið
af mér. Eg á oft bágt með að
sofna en líka erfitt með að
vakna. Þá eru matarvenjur
mínar með þeim hætti að ham-
borgarar, pylsur og feitt súpu-
kjöt eru uppáhaldsréttir mínir
en korn og gras tel ég vera
skepnufóður. Ég hreyfi mig
heldur aldrei meira en ég
nauðsynlega þarf og sjást þess
greinileg merki á áður spengi-
legum líkama mínum.
Þannig eru staðreyndirnar
um lífsvenjur mínar og þessi
atriði eru fjölmiðlamenn nú að
gera tortryggileg með ótrúlega
hatrömmum ofsóknum. Ég vil
bara upplýsa þessa fáfróðu
menn um það að mér líður
hreint ágætlega, eða leið
a.m.k. mjög vel áður en þessar
ofsóknir hófust. Ég geri það
sem mér finnst gott og þá líður
mér vel. Það lýsir ósvífni og
hroka að berjast gegn lífsvenj-
um annarra og margir bíða
varanlegt tjón af þessum kross-
ferðum. Ég ætla ekki að láta
teyma mig eins og asna inn á
líkamsræktarstöð, í heilsu-
vörubúð, reykingabindindi eða
til sálfræðings. Fyrir utan það
að fara á hausinn þá myndi
þetta ríða mér að fullu, and-
lega sem líkamlega.
Þegar ég andast rúmlega sjö-
tugur að aldri má vera að ein-
hverjir kenni tóbakinu um,
aðrir kaffinu og enn aðrir
súpukjötinu. En lífshlaup mitt
er fyrirfram ákveðið og fæ ég
engu um það breytt. Þess
vegna ætla ég að njóta lífsins
og láta mér líða vel og ég
þarfnast engrar hjálpar frá
sjálfskipuðum heilsupostulum.
Takk fyrir.
UTBOÐ
Dalvíkurbær óskar eftir tilboði í að byggja annan
áfanga Grunnskóla Dalvíkur.
Útboðsgögnin verða afhent á tæknideild Dalvíkur-
bæjar og Teiknistofu Hauks Haraldssonar, Kaup-
angi, Akureyri frá og með mánudeginum 9. apríl ’90
gegn 20.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á Tæknideild Dalvíkurbæjar,
miðvikudaginn 21. apríl, 1990, kl. 14.00.
Tæknideild Dalvíkurbæjar.
Hallfreður
Örgumleiðason:
Hvað hef ég gert? Hví eru allir að ráðast á mig? Ég burða góðan mat, reyki, drekk kaffi og reyni að hreyfa mig sem
minnst. Ég sé ekkert athugavert við það þótt maður láti sér líða vel.