Dagur - 10.05.1990, Page 1

Dagur - 10.05.1990, Page 1
73. árgangur Akureyri, fímmtudagur 10. maí 1990 87. töiublað það hressir Uratja kaffld Braga Stcinssyni vörubifreiðastjóra brá í brún í gærmorgun er í Ijós kom að þá um nóttina hafði skógarþröstur gert hreiður í vél bifreiðarinnar, eins og sjá má á innfelldu myndinni. Bragi sagðist skiljanlega vera tilneyddur að fjar- lægja hreiðrið. Mynd: KL SigluQörður: Fjárfestingarfélag stofiiað? Til greina keintir aö stofna fjárfestingarfélag á Sigluflröi. A bæjarstjórnarfundi nýverið var þessi hugmynd rædd og segir Björn Valdimarsson, starfsmaður átaksverkefnis í atvinnuinálum á Siglufírði, að þetta sé enn á umræðustigi, en komi þó fyllilega til greina. Að sögn Björns hcfur verið lcitað eftir tillögum frá hinum og þessum um tilliögun slíks fjár- festingarfélags. Hann nefndi í því sambandi að borist hafi hug- myndir Kaupþings og einnig væru væntanlegar hugmyndir úti- bús íslandsbanka á Siglufirði og Sparisjóðs Siglufjarðar. lJá mun framkvæmdastjóri Fjárfestingar- íélagsins koma norður í byrjun júni' og kynna tillögur þess. „Hugmyndin á bak við slofnun fjárfestingarféiags hér er veik eiginfjárstaða siglfirskra einka- fyrirtækja. Með fjárfestingarfé- lagi er átt við lclag sem hefur það að markmiði að stifna hlutalé og fjárfesta síðan í fyrirtækja- rekstri," segir Björn. óþh Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar: Fleiri fara út en inn Með hækkandi sól vonast menn eftir að atvinnuástandið fari að batna á Akureyri. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar voru 285 manns á Héraðsnefnd Eyjafjarðar fundar um álverið: Verður tekinn upp sérstakur veltuskattur á álver? Héraðsnefnd Eyjafjarðar átti í gær fund með fulltrúum sveit- arfélaganna sextán við Eyja- fjörð og starfsmönnum Iðn- þróunarfélagsins. Efni fundar- ins var að kynna bréf sem bor- ist hefur frá Atlantal-hópnum, en bréfíð var sent til allra sveit- arfélaga á þeim svæðum sem til greina koma fyrir nýtt álver. Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, segir að bréf- ið hafi verið sent til sveitarfélag- anna fyrir milligöngu iðnaðar- ráðuneytisins. í bréfinu er m.a. spurt um hvaða kröfur sveitar- félögin geri með tilliti til opin- berrar gjaldtöku eða afslætti af gjöldum. í gær var fjallað um hvernig hvernig svara ætti þessum fyrir- spurnum. Að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar er ekki mögulegt að móta nákvæm svör við öllum spurningunum, enda munu þau sveitarfélög sem þegar hafa svar- að í öðrum landshlutum hafa orðað svörin mjög almennt. Pó er ljóst að sveitarfélögin við Eyjafjörð bjóðast til að byggja höfn og leiða vatn að verksmiðju- vegjg. Á fundi Bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær gerði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, þessi mál að umræðu- efni. Hann benti á að um málefni álversins ætti að fjalla á héraðs- grundvelli. Ýmsar spurningar hefðu vaknað um höfnina við Dysnes, t.d. hvort Atlantal ætl- aði að hafa einkaafnot af henni, eða hvort hún yrði einnig til almennra vöruflutinga. Slíkt hefði áhrif á hafnargjöld. Fast- EyjaQörður: Aukning á notkun tilbúins áburðar Þegar snjóinn hefur tekið af túnum bænda, og vorverkin eru í hámarki, fer í hönd tími áburðardreifingar, því allir bændur ætla sér mikinn og góðan heyfeng. „Hér er lítið um að vera sem stendur, bændur eru frekar seinir fyrir á þessu vori,“ sagði María Hjaltalín hjá Aburðarsölu KEA. Að sögn Gylfa Pálssonar, hjá Fóðurvörudeild KEA, þá ætla bændur að bera meira magn áburðar á tún sín nú í vor heldur en í fyrra. „I fyrra varð aukning á sölu til- búins áburðar og verður enn í vor. Við afgreiðum hér frá okkur, nálægt 5000 tonnum, út til bænda á Eyjafjarðarsvæðinu þ.e. fram í Hrafnagils-.Öngulsstaða- og Saurbæjarhrepp, út í Glæsi- bæjar-, Arnarnes-, Skriðu- og Öxnadalshrepp og að austan í Svalbarðsstrandarhrepp og til bænda í Fnjóskadal. Útkeyrslan á áburðinum hefur gengið illa vegna snjóa, illviðris og nú þungatakmarkana vegna aurbleytu á vegum, en þetta hefst allt í tíma,“ sagði Gylfi Pálsson. ój eignagjöld, önnur en fasteigna- skattur, væru fyrirspurnarefni í bréfinu frá Atlantal, t.d. lóðar- leiga, vatnsskattur, en um hol- ræsagjald eða gatnagerðargöld yrði ekki að ræða, því fyrirtækið sæi væntanlega sjálft um þá þætti. Einnig væru vangaveltur um veltuskatt af álveri. Aðstöðu- gjald væri veltuskattur, en fleiri gjöld væri hægt að flokka undir slíkan skatt, t.d. iðnlánasjóðs- gjald, iðnaðarmálagjald og kirkjugarðsgjald. Rætt hefði ver- ið um að leggja aðeinseinn veltu- skatt á álver, sem skiptist í ákveðnum hlutföllum milli ríkis og sveitarfélaga. Hjá ríkisstjórninni hefur kom- ið fram að höfn við álver nyti ekki styrks samkvæmt hafnalög- um, en yrði að fjármagnast sjálf með hafnargjöldum. Því skipti það máli varðandi hafnargjöld hvort álverið hefði einkaafnot af henni eða ekki. EHB atvinnuleysiskrá 30. apríl sl. á móti 308 í lok mars. í febrúar- lok voru 347 á atvinnuleysis- bótum þannig að ástandið hef- ur skánað. „Það hafa fleiri farið af skrá og út á vinnumarkaðinn heldur en inn á skrá það sem af er maímán- uði. Ég hef ekki tölur yfir þessar breytingar en munurinn er vel sjáanlegur,“ sagði Sigrún Björns- dóttir, forstöðumaður Vinnu- miðlunarskrifstofunnar. Heyrst hefur að atvinnurek- endur muni margir hverjir halda að sér höndum í sambandi við ráðningu sumarafleysingafólks þetta sumarið, en ekki sagðist Sigrún hafa fengið skýr svör um það hvort þetta væri staðreynd. Á hinn bóginn taldi hún fullvíst, miðaö við hljóðiö í atvinnurek- endum, að ekki yrði um fjölgun að ræða í sumarafleysingum. Svo viröist sem vinnuveitendur hafi flestir þegar gengið frá ráön- ingu starfsfólks fyrir sumarið og því hætt við að skólafólk komi víða að lokuðum dyrum, auk þess sem enn eru margir á atvinnuleysisskrá. SS Silungsveiðibændur: Senda 15 tonn til Svíþjóðar - samningaviðræður við Alvkarleby Lax AB Samtök silungsveiðibænda hafa stofnað hlutafélag til að vinna að markaðssetningu á vatna- silungi erlendis. Hlutafélagið ber nafnið Vatnafang hf. og eru stofnendur silungsveiðibænd- ur, Veiðimálastofnun og aðrir áhugamenn um silungsútflutn- ing. Hlutafjársöfnun fer nú fram og er meiningin að hluta- fé nemi allt að þremur milljón- um króna. Vatnafang hf. stendur í samn- ingum við sænska fisksölufyrir- tækið Alvkarleby Lax AB sem er staðsett skammt frá Stokkhólmi. Á næstunni verða send 15 tonn af silungi til Svíþjóðar. Skiptist sú sending í 10 tonn af heilfrystum fiski og 5 tonn af loftpökkuðum flökum. Ef fiskurinn líkar vel, treystir sænski umboðsaðilinn sér til að selja 50 til 60 tonn í sumar. Flök- in eru seld í veitingahús en heil- frysti fiskurinn er seldur í versl- Veiða þarf um hundrað tonn af silungi til að anna eftir- spurn, því væntanlega verða flök- in stærstur hluti af útflutningn- um. Markaðsverð á silungi í Sví- þjóð er um 31 sænsk króna fyrir kíló af heiifiski og 55 fyrir flök. Skilaverð til silungsveiöibænda er ekki frágengið, en það verður ekki lægra en á innanlandsmark- aði. Að sögn Bjarna Egilssonar bónda á Hvalnesi eru horfur nokk- uð góðar fyrir silungsveiðibænd- ur. „Silungurinn er til staðar. Menn þurfa að vera samtaka í veiðum og framkvæmd verkun- ar á fiskinum. Markaðurinn virð- ist vera nógur og þá er bara að nýta sér hann,“ sagði Bjarni Egilsson. kg amr. Hveravellir: Vorið er fyrr á ferðinni Meðal snjóþykkt á Hvera- völlum mældist í gær 50 cm og hafði lækkað um aðra 50 cm á einni viku. Að sögn Steinunnar Hannes- dóttur, veðurathugunarmanns á Hveravöllum, vorar snemma á fjöllum. Vorið er fyrr á ferðinni cn f meðalári. „Hér er nánast sumarveður og snjóinn tekur skarpt upp. Snjósleðamenn, sem voru hér á ferð um síðustu helgi, kvörtuðu undan snjóleysi og jeppamcnn voru í mesta basli vegna bleytu og aurs,“ sagði Steinunn á Hveravöllum. ój

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.