Dagur - 10.05.1990, Síða 3
Fimmtudagur 10. maí 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Fólkið í landinu
nk. laugardagskvöld:
Öra Ingi ræðir
viðElfu
dýralækni
I þættinuni Fólkið í landinu
sem er á dagskrá Sjónvarps-
ins nk. laugardagskvöld
ræðir Örn Ingi við Elfu
Ágústsdóttur, dýralækni,
sem nýverið missti hús sitt
og allt innbú í aurskriðu.
Atburðurinn þegar Aðal-
stræti 18 gjöreyðilagðist eftir
að aurskriða féll á húsið verð-
ur skiljanlega ofarlega á baugi
í þættinum. Sýndar verða
fréttamyndir af vettvangi og
sést þar glöggt hvað aðkoman
hefur verið hörmuleg fyrir
Elfu.
Örn Ingi fylgist með Elfu
einn sólríkan dag á Akureyri.
Hann fer með henni í vitjanir
á fjóra bæi og verkefni dýra-
læknisins eru m.a. að draga
tönn úr hrúti og aðstoða við
erfiða kálfsfæðingu.
„Ég held að þetta sé ansi
magnaður þáttur. Myndatak-
an er mjög skemmtileg og það
er ekki oft sem svona ferskt
efni er grípið inn í þessa þátta-
röð,“ sagði umsjónarmaður-
inn, Örn Ingi, í samtali við
Dag. SS
Vegleg göf til
Samvinnuháskólans:
„Stórkostleg
hvatning“
Nýlega færði Viihjálmur
Jónsson forstjóri, fyrir hönd
Olíustöðvarinnar í Hval-
ílrði, Samvinnuháskólanum
á Bifröst stórkostlega gjöf
þ.e.þriðjung allra fasteigna
á skólasetrinu.
Olíustöðin í Hvalfirði átti
þriðjung allra fasteigna á
skólasetrinu á Bifröst á móti
eignarhlutum Sambandsins og
Samvinnutrygginga. Nú er
þessi þriðjungur í eigu Sam-
vinnuháskólans sem fyrr segir.
„Þetta er stórkostleg hvatn-
ing og ómetanlcgur stuðning-
ur. Hér er um að ræða eign
sem nemur hátt á annan tug
milljóna króna. og nteð þessu
er grundvöllur Samvinnuhá-
skólans tryggður varanlega á
skólasetrinu hér á Bifröst. Við
færum stjórn Olíustöðvar-
innar og forstjóra innilegar
þakkir Samvinnuháskólans,"
sagði Jón Sigurðsson rektor.
ój
Dalvík:
Malbik á fjórar
götur í sumar
Töluvert verður um fram-
kvæmdir í gatnagerð á Dal-
vík í sumar. Að sögn Svein-
björns Steingrímssonar,
bæjartæknifræðings, verða
að venju nokkrar götur mal-
bikaðar og gengið frá gang-
stéttum.
Nokkrar götur verða lagðar
bundnu slitlagi. Þetta eru
Bárugata, Ægisgata, Brim-
nesbraut og hluti Karlsrauða-
torgs.
Sveinbjörn segir að í surnar
verði maibikað á bilinu 5-6000
fermetrar og flötur frágeng-
inna gangstétta í ár veröi um
4000 fermetrar. óþh
HBí Viðræður um nýjan búvörusamning hafnar:
Áhersla lögð á mörg ný atriði
Viðræður fulltrúa Stéttar-
sambands bænda og ríkisvalds-
ins um nýjan búvörusamning
eru hafnar og hafa báðir aðilar
lagt fram fyrstu hugmyndir,
sem lagðar verða til grundvall-
ar frekari viðræðna um miðjan
þennan mánuð.
Að sögn Hákons Sigurgríms-
sonar, framkvæmdastjóra Stétt-
arsambandsins, er við það miðað
að leggja fram drög að nýjum
búvörusamningi fyrir aðalfund
Stéttarsambandsins í haust.
Hákon segir að Stéttarsam-
bandið leggi áherslu á að koma
með nokkur ný atriði inn í
búvörusamninginn að viðbættum
ákvæðum um verðábyrgð fyrir
ákveðið magn af mjólk og kjöti.
Hann nefndi í því sambandi
heimild til að flýta töku ellilauna,
leiðir til að afskrifa eða frysta lán
af byggingum sem tekin verða úr
notkun, fasteignaskattur verði
felldur niður eða endurgreiddur
af útihúsum sem falla úr notkun,
Jarðasjóður fái aukið fé,
samið verði um fast fjármagn til
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins
til eflingar nýrra búgreina, að
ríkið leggi fram fé til að jafna
námsaðstöðu nemenda í dreifbýli
til framhaldsnáms, að tryggt
verði fjármagn til að skapa
atvinnu fyrir konur í dreifbýli,
fjármagn verði útvegað til koma
á fót afleysingaþjónustu vegna
töku orlofs og frídaga, gerðar
verði menntunarkröfur til þeirra
sem hefja búskap og gerð verði
úttekt á núverandi kerfi niður-
greiðslu og útflutningsbóta með
tilliti til þess hvort hagkvæmt sé
að greiða niður vöruverð á
frumstigi eða greiða beint til
bænda.
Hákon segir að gert sé ráð fyrir
að mjólkurframleiðslan verði að
rnagni til svipuð og nú, enda hafi
náðst nokkuð gott jafnvægi milli
framboðs og eftirspurnar. „Það
má segja að hugmyndir manna
um framleiðslumagn miði í ríkari
mæli að markaðstengingu en ver-
ið hefur,“ sagði Hákon.
Óljósara er með framleiðsluna
á kindakjötinu. Skoðanir eru
nokkuð skiptar um neyslu þess á
næstu árum, en sumir telja líklegt
að samið verði um verðábyrgð
um 9000 tonna. óþh
Vinsælasta
kjötid á
Islandi...
Um áratugaskeið hefur lambakjöt verið langmest
keypta kjöttegundin á íslandi enda afbragðskjöt.
Nú kostar
það 417 ■%.
ef þú kaupir poka af lambakjöti á lágmarksverði.