Dagur - 10.05.1990, Side 5

Dagur - 10.05.1990, Side 5
„Blómlegt atvinnulíf er grundvöllur velmegunar og fólksfjölgunar hér á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri.“ er ekki miklu meira virði en I^appírinn sem hún er skrifuð á. Ég tel sjón og raun Kanadafar- anna drjúgum merkari en tilgátur Norðmannanna. En setjuni ttú svo að forsagnir þeirra um hættu- svæðið kringum álverið væru réttar, þá er hið afmarkaða hættusvæði ekkert ógnaskarð í landbúnað Eyjafjarðar. En hver vill sýna skarðið, sem höggvið verður í hinar blómlegu landbún- aðarsveitir, ef hallar undan fæti í þéttbýlinu á Akureyri. Samdrátt- ur í athöfnum og fólksfjölda á Akureyri hlýtur ófrávíkjanlega að leiða til samdráttar í landbún- aðinunt vegna minni markaðar. Bær og sveit er órjúfanlega tengt í því efni. Athafnalíf og velmegn- un á Akureyri skapar grundvöll að blómlegum búskap héraðsins. Hvorugur má án ' ms vera. Pess- ari staðreyrd ve iur ekki neitað. Hugsjónir og skýjaborgir Ýmsa menn hér dreymir drauma stóra um fleiri og meiri menning- arstarfsemi og stofnanir hér á Akureyri, þar er t.d. rætt um háskólakennslu, fullkomna nátt- úrufræðistofnun, listamiðstöð og sitthvað fleira. Slíkum stórhug ber að fagna. En dettur nokkrum manni í hug í fullri alvöru, að slíkar menningarmiðstöðvar yrðu reistar í hrörnandi og minnkandi bæ? Það er fullvíst, að skilyrði þess, að slíkar menningarstöðvar og fleiri af því tagi yrðu settar hér, er að hér sé sterkur atvinnu- grundvöllur með jafnri og öruggri fólksfjölgun fyrir hendi. Ef það er ekki, eru hinar ágætu hugsjón- ir skýjaborgir. Fjármagnið er afl þess sem gera skal, og til þess að skapa það þarf framleiðslu og atvinnu. Margar stoðir renna undir blómlegan landbúnað í Eyjafirði, en ekkert hefir þó verið styrkari stoð en hinn stóri og sívaxandi bær, með þeim markaði, sem fjölmennið skapar. Vonleysi breytist í von En það tekur sinn tíma að reisa álver, og það dregur ekki beint úr vandræðum þeim, er nú blasa við. En hitt er jafn víst, að um leið og ákvörðun e.r tekin um slíka framkvæmd og undirbún- ingur hafinn í fullri alvöru, breyt- ast öll viðhorf. Pá er urn leið víst, að meira öryggi er framundan, og þá munu menn vissulega hugsa sig tvisvar um áður en þeir hverfa brott frá stað, sem sýnilega á sér vaxtarskeið og framför á næsta leiti, og hætta sér út í óvissuna. Vonleysið breytist í von, og von- inni fylgir nýr framkvæmdahug- ur. Stóriðja sem grundvöllur En þó að ákvörðunin verði tekin um nýtt álver við fjörðinn og það rísi upp, er ekki allur vandi leyst- ur, síður en svo. Hvergi má sofna á verðinum í leit að nýjum mögu- leikum, nýjum framkvæmdum í smáiðnaði eða öðru sem skapar störf og eykur framleiðslu. Allt slíkt er bráðnauðsynlegt, og sjálf- sagt má hrinda einhverju slíku af stað áður en álverið er fullbúið. En þarna eru tvær stoðir sem skapa grundvöll velmegunar og fólksfjölgunar hér á Eyjafjaðrar- svæðinu og Akureyri. Stóriðjan sem grundvöllur og öll smáfyrir- tækin, sem uppfylling og hagnýt- ing grunnsins. Framfarir eða hrörun Markmiðið er að hcr við Eyja- fjörð skapist kjarni þéttbýlis og framfara, sem vegið getur þungt gagnvart valdi höfuðborgar- svæðisins í velmegun og menn- ingu. Þetta markmið á að vera sam- eiginlegt áhugamál vor allra, hvar í héraðinu sem vér búum og hvert sem er starf vort eða stétt. Hér mega hvorki fordómar né hrasðsla ráða ferðinni. An blóntlegs atvinnulífs og framleiðslu verður engin framför. Án framfara verður stöðnun og henni fylgir ófrávíkj- anlega hrörnun. Ef vér spyrnum nú ekki fast við fótum, heilsar hérað vort nýrri öld með svip haltrandi elli í stað þróttmikillar æsku með fangið fullt af vonum og framkvæmdum. Á páskum 1985. Steindór Steindórsson frá Hlöðum.“ Hugsað í heflum og handsögum Fleiri lögðu orð í belg í þessum blöðum frá 1984-85. Halldór Blöndal hafði þetta um málið að segja: „Eigunt við að leggja togurun- unt af því að ódýrara sé að gera út árabáta? Sú yrði niðurstaðan ef sá ntælikvarði væri einhlítur að dýrt fyrirtæki í stofnkostnaði væri vont fyrirtæki. Eða hefði Slipp- stöðin nokkru sinni risið ef Skapti Áskelsson hefði hugsað í heflum og handsögum? Horfði Laxárvirkjun til framfara? Hefur Kísiliðjan orðið lyftistöng fyrir Húsavík eður ei . . .?“ „Peir sem andmæla álveri við Eyjafjörð, hafa margir við orð, að fé liggi á lausu til annars konar uppbyggingar. Ég man ekki hvort nefnd hafa verið 10% af stofnkostnaði álvers eða hvort eitthvert annað hlutfall hcfur ver- ið valið af handahófi. Hvort held- ur sem er, þá er það mikill mis- skilningur. Pað hefur ekkert fé verið lagt til hliðar í þessu skyni og það er ekki stefna stjórnvalda að Islendingar leggi fram áhættu- fé í álrekstur enda erum við reynslunni ríkari frá Grundar- tanga. Og í nýja stórvikjun verð- ur heldur ekki ráðist nema fyrir liggi orkusölusamningur, sem tryggi endurgreiðslur af lánum til virkjunarinnar og vel það. Svo einfalterþað . . .“ (5. júlí 1984.) „Alvarleg mengun hlaupin í málið“ Jónas Halldórsson, bóndi í Sveinbjarnargerði, sagði m.a.: „Það er hlaupin alvarleg meng- un í þetta mál. Nokkrir aðilar sem helst telja sig náttúruvernd- armenn eða jafnvel bændavini fara um héruð eldspúandi og eimyrjuausandi með hálfgildings sannleika ef ekki verri hluti og villa um og menga hugi og dóm- greind almennings, einkanlega bændafólks. Mér þykir staðan mjög alvar- leg ef ekki er hægt að ræða iðn- þróun við Eyjafjörð af viti og skynsemi, en þess er nú þörf og hefur þörfin aldrei verið meiri." Níðstöng á Grundartanga Vilhelm Ágústsson, einn eígenda Höldurs og Bílaleigu Akureyrar, minntist á Járnblendiverksmiðj- una við Grundartanga í sinni grein og sagði m.a.: „í gegnum tíðina hafa ævinlega verið til vissir hópar fólks sem af einhverjum annarlegum hvötum mótmæla nýjungum, því sem það þekkir ekki, kann ekki skil á og heldur að geti haft einhver áhrif á lífsform sitt. Slíkir hópar hafa alltaf verið til. Hverjir muna ekki mótmælin á sínum tíma gegn símanum. Hverjir vilja nú helst gleyma því sem fyrst er þeir mót- mæltu járnblendiverksmiðjunni við Grundartanga, sögðu að ryk- ið frá skorsteinum hennar myndi eitra umhverfið, svo ekki væri búandi í firðinum, félagsleg rösk- un yrði svo mikil í héraöinu. Eitt kvenfélagið ályktaði að frekar ætti að koma með smáiðnað, byggja ætti bílaverkstæði í hverj- um hreppi. Þá ortu skáld héraðs- ins heilu kvæðin um að brenni- steinsgufan legði allt í eyði. Reist var níðstöng á verksmiðjulóð- inni. Og hvað hefur reynslan leitt í ljós? Hvað getum við íbúar Éyjafjaðrar lært af öllum þessum látum. Komið hefur á daginn að engin mengun finnst þar, þar er enn búið góðu búi á sjálfri jörð- inni, sem verksmiðjan stendur á. Rykið, þetta hættulega eiturefni sem allt átti að drepa er nú með nýjustu tækni sett í poka og selt fyrir milljónir. Góð laun eru greidd ásamt myndarlegri launa- uppbót. Starfsmennirnir eru ánægðir þarna og flestir hafa unnið þar frá upphafi. Og verið er að gera tilraunir með fiskeldi við heita vatnið frá verksmiðj- unni. Nú heyrist ekkert í fólkinu sem mótmælti og orti níðvísur, nú þykist það hvergi nætri liafa komið. Hver mann ekki mótmæli hópa Akureyringa þegar hraðbrautin var lögð hjá Torfunefsbryggju, allir sjá nú að sú framkvæmd var rétt, og er stórglæsilegt átak í skipulagsmálum bæjarins. Nú heyrist ekkert í þeint er mót- mæltu þá. Akureyringar og allir. er búa við Eyjafjörð, sameinumst öll við uppbygginguna, hættum sleggju- dómum og úrtölum. Stóriðja með nýtísku mengunarvörnum, staðsett hér við byggðakjarnann mun verða glæsileg lyftistöng fyr- ir atvinnulífið, og þá munu líka smærri fyrirtæki koma til sögunn- ar sem veita einnig atvinnu. Þá loksins stækkar markaðurinn svo um munar og hjólin stór og smá fara að snúast á fullu vítt og breitt í firðinum.“ Einblínt á orkuþáttinn Gunnar G. Schram, alþingismað- ur, gerði orkusöluna að umtals- efni. Hann sagði m.a.: „Hér hefur verið fjallað um þann hag, sem hinn nýi orkusölu- samningur hefur fyrir þjóðina. En ástæða er til þess að minna á að greiðslur fyrir orkuna eru ekki nema lítill hluti þeirra tekna sem við fáum frá stóriðjunni í Straumsvík. Ef litið er á það hverjar eru hreinar gjaldeyristekjur, sem skapast hafa vegna álbræðslunn- Fimmtudagur 10. maí 1990 - DAGUR - 5 ar frá upphafi 1967 til ársins 1983, kemur í ljós að orkan er aðeins um 20% af þeirri upphæð. Gjaldeyristekjur vegna okrusöl- unnar á þessu tímabili voru alls um 2,5 milljarðar kr. en heild- argjaldeyristekjurnar voru tæpir 12 milljarðar kr. Skattar, vinnu- laun, þjónusta og annað er hér miklu stærri þáttur í þeim gjald- eyristekjum sem þjóðin hefur fengið frá álverinu. Pað er rétt að minna á þessa staðreynd vegna þess hve mönnum hættir til oft á tíðum að einblína á orkuþáttinn sem mikilvægasta atriðið í þessu efni . . . (20. nóvember 1984.)“ Framfarir og þröngsýni Framleiðsla landbúnaðarafurða í Eyjafirði er mjög mikil á lands- vísu, en hún er háð fullvirðisrétti og vex því miður ekki í hlutfalli við dugnað bænda. Fiskimiðin virðast fullnýtt og því ekki líkur á að sjávarútvegur verði til að stækka sinn geira hér um slóðir, þrátt fyrir dugmikið fiskvinnslu- fólk og farsæla útgerð. Pessar tvær atvinnugreinar munu þó halda áfram að vera burðarásar héraðsins í heild. Eðlilegri fólks- fjölgun vérður ekki mætt nema með vexti í iðnaði og þjónustu. í upphafi þessarar greinar voru nefnd nokkur dæmi um þver- móðsku og þröngsýni andstæð- inga eðlilegrar þróunar í iðnaði á svæðinu. Aðrir hafa rekið önnur dæmi um sörnu áráttu, þegar framfaramál hafa verið til umræðu. Til allrar blessunar kom síminn, togararnir, álverið í Straumsvík, Járnblendið og Kísiliðjan og jafnvel hraðbrautin hjá Torfunefsbryggju, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Að lokum Það hefur komið fram að eitt kíló af áli er jafngildi kílós af þorski í útflutningsverðmætum þjóðinni til handa. Pá staðreynd ættu menn að hafa í huga. Og það má heldur ekki gleymast í allri ræðu álversandstæðinga að þaö eru gamalgróin og traust fyrirtæki á Akureyri og víðar við Eyjafjörð, sem ásamt blómlegum landbún- aði og fiskvinnslu hafa myndað þann grundvöll atvinnustarfsemi sem við byggjum á í dag. Það er vegna þeirrar starfsemi að við getum boðið stóriðju og öðrum nýjum atvinnuhugmyndum til samstarfs við okkur um framtíð- aruppbyggingu við þennan fagra fjörð. Jón Arnþórsson. Höfundur er markaðsstjóri Skipadeildar Sambandsins á Akureyri. Nýttá söluskrá LANGAHLÍÐ: 3ja herb. raðhúsaíbúð á einni hæð. Góð eign. HJALLALUND0R: 3ja herb. ibúð fjölbýlishúsi. Laus eftir samkomu lagi. LANGAMÝRI: Góð efri hæð í tvibýl ishúsi. Laus eftir samkomulagi. SKARÐSHLÍÐ: 4ra herb. endaíbúð 3. hæð í svalablokk. Laus eftir sam komulagi. GRUNDARGERÐI: 5 herb. raðhúsa íbúð á tveimur hæðum. Góð eign. HOLTAGATA: Gott einbýlishús tveimur hæðum. Allt endurnýjað Mjög falleg eign. ODDEYRARGATA: Eldra einbýlis hús, kjallari, hæð og rls. Rúmgott. AÐALSTRÆTI: 3ja herb. ibúð á mið- hæð í þríbýlishúsi ásamt bílskúr. TIL LEIGU: Hverfisverslun á góðum stað. Nánari uppl. á skrifstofunni. Vantara söluskrá: 4ra herb. ibúð i einlyftu raðhúsi í Lundahverfi. Skipti á fallegri 4ra herb. rúmgóðri íbúð, á góðum stað í Reykjavík, koma til greina. Nánari uppl. á skrifstofu. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 F.F. Félag Fasteignasala Sölumaður: Björn Kristjánsson. Heimasími 21776. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl. OKUM EINS OG MENN' Aktu eins og þú vilt að aorir aki! uæ IFERDAR ÉL Nám í uppeldisgreinum kenNW* fyrir list- og b^nds' vsí'kmenntakennara á framhaldsskólastigi Umsóknarfrestur um nám í uppeldis- og kennslu- fræöum til kennsluréttinda fyrir list- og verkmennta- kennara á framhaldsskólastigi er til 15. júní 1990. Námiö hefst viö Kennaraháskóla íslands haustið 1990. Kennt veröur í Reykjavík. Námiö fullnægir ákvæöum laga nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn- skólakennara, framhaldsskólakennara og skóla- stjóra. Umsækjendur skulu hafa lokiö tilskildu námi í sérgrein sinni. Námiö samsvarar 30 einingum eöa eins árs námi. Því er skipt á tvö ár til aö auðvelda starfandi kennur- um að stunda þaö. Námið hefst meö námskeiði 27,- 31. ágúst 1990 aö báöum dögum meðtöldum og lýk- ur í júní 1992. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kennaraháskól- ans viö Stakkahlíö, 105 Reykjavík, sími: 91-688700. Fjöldi þátttakenda miöast viö 25 nemendur. Gert er ráð fyrir að hliöstætt nám hefjist á Akureyri í janúar 1991. Umsóknarfrestur um þaö veröur aug- lýstur síðar. Rektor.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.