Dagur - 10.05.1990, Page 9

Dagur - 10.05.1990, Page 9
Fimmtudagur 10. maí 1990 - DAGUR - 9 Ráðstefnustjórar: Hafliði Jósteinsson og ,Guðrún Kristinsdóttir. marssonar skólastjóra. Hún var stórgóð, og hann kom inn á hlut- ina frá örlítið öðru sjónarhorni en aðrir, frásögnin var lifandi og hann tengdi saman gamla og nýja tímann. Mér fannst þetta erindi athyglisverðast þó hin væru góð líka. Hörður Harðarson, nem- andi í framhaldsskólanum flutti ágætistölu frá sjónarhóli neyt- andans. Greinilegt var að þeir sem fluttu erindin höfðu lagt mikla vinnu í undirbúninginn, vitnað var í heimildir og fólkið lagði sig fram um að skila þessu með $óma.“ - Hver finnst þér staðan vera í dag varðandi íþróttaiðkun í bænum, nú finnst jafnvel sumum nóg um tímann sem það tekur og fjölda greina sem sumir ungling- anna iðka, síðan nýja íþróttahús- ið var tekið í notkun? „Pað hangir margt á þessari spýtu og nýja íþróttahúsið gefur okkur Húsvíkingum mikla mögu- lejka til að eyða frístundum okkar. Sumum finnst að þetta sé komið á vissan hátt úr böndum, æfingarnar séu orðnar svo miklar og keppnin svo mikil að skoða þurfi þessi mál vandlega. Að mörgu leyti get ég fallist á þetta en húsið dregur fólk til sín eins og býtlugur dragast að hunangi. Húsið er mikið notað af öllum aldurshópum. Einhverjar bestu stundir sem ég á í mínum frí- stundum, ásamt þessu almenna félagsmálavafstri, eru að koma með kunningjum mínum og vin- um og leika mér þarna í fótbolta. Það er orðið mikið álag á sum- um heimilum þar sem eru tvö til þrjú börn í íþróttum. Börnin stunda æfingarnar mikið og svo bætast keppnisferðir í ofanálag. Fjárhagslega getur þetta orðið töluvert þungt dæmi. En hvað vilja ekki foreldrarnir gera til að barnið þeirra eða unglingurinn geti stundað heilbrigða og skemmtilega íþróttagrein? Pau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Foreldrarnir vita líka að börnin eru á góðum stað þegar þau eru við íþróttaiðkun." - Hverju á þessi ráðstefna eft- ir að skila? „Ég vona að hún eigi eftir að skila okkur því að sú yfirgrips- mikla þekking sem fram kom hjá fyrirlesurunum, að það verði auðveldara fyrir okkur að skipu- leggja íþróttastarfsemina og félagsstarfið. Benda okkur á hvar við eigum að staðnæmast og skoða okkar gang. Ég held að sá fróðleikur sem þarna kom fram eigi að geta nýst okkur mikið, ekki síst af því að allt efnið var tekið upp. Strax á laugardags- kvöld var fólk farið að hafa sam- band og spyrja hvort það gæti fengið aðgang að þessum gögnum. Umræður á ráðstefnunni urðu litlar, kannski hefur fólki fundist að fyrirlesarar væru með svo mikla fagþekkingu að það hefur hreinlega ekki lagt í að taka til máls. Þó bárust nokkrar fyrir- spurnir og nokkrir komu upp í pontu. Ég er þó afar ánægður með þennan dag, ekki eingöngu vegna vel heppnaðrar ráðstefnu, heldur vegna þess að aðalfundur kaupfélagsins var haldinn og þar kom í ljós að mönnum hefur tek- ist að snúa vörn í sókn. Einnig er ég mikill áhugamaður um knatt- spyrnu og á mitt uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni, og þennan dag náði Leeds United fyrstu deildar sæti eftir margra ára bar- áttu til að komast í fyrstu deild. Því var þetta góður dagur á mörgum vígstöðvum og ég er glaður og hress.“ IM Félagar úr Alþjóða landfræðisambandinu: Verða með fyrirlestra á Akureyri um sjávarútvegsmál - í Borgarbíói nk. laugardag kl. 10-17 Um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 12. maí ki. 10-17, verða fyrirlestrar í Borgarbíói á Akureyri um ýmislegt er lýt- ur að fiskveiðum. Fyrirlesarar eru félagar í Alþjóða Land- fræðisambandinu og starfa saman í rannsóknarhópi um fiskveiðar. Fyrirlestrarnir verða á ensku og verður Sigfús Jónsson, landfræðingur og bæjarstjóri á Akureyri, fund- arstjóri. Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri boðar til ráðstefnunnar. Fyrirlesarar eru sex. Fyrstan má telja Peter Friis frá Roskilde University Centre. Erindi hans heitir „Greenlandic experiences on the 200 seamiles economic zones.“ í annan stað James Coull frá University og Aberdeen með erindið „Fisheries management in sea areas administered by Norway.“ Þriðji fyrirlesarinn er Francois Carre frá University of Lille. Erindi hans nefnist „The 200 mile limit in the North Atl- antic.“ Fjórði fyrirlesarinn er David Symes frá University of Hull. Erindi sitt kallar Symes „Management issues in North Sea fisheries.“ Douglas Day frá Saint Mary University Halifax Nova Scotia er fimmti fyrirlesar- inn og nefnist erindi hans „Exploration and management of trans bondary stocks in East- ern Canada: problems and prospects. Sjötti og síðasti fyrir- lesarinn er Rolf Guttesen, University of Copenhagen. Erindi hans nefnist „Interactions between fishing industry and settlement system in the 80’ies and 3 scenarios for the coming 10 yers. (Faroe Islands). Aðgangur er ókeypis en boðið er upp á hádegisverð á Hótel Norðurlandi frá kl. 12-13. Hádegisverðurinn kostar kr. 1000. óþh Stærri-Árskógskirkj a: Kirkjukvöld nk. sunnudag Kirkjukvöld verður haldið í Stærri-Árskógskirkju á Árskógsströnd sunnudaginn 13. maí kl. 21. Að loknu ávarpi og kynningu Huldu Hrannar Helgadóttur. sóknarprests, flytja ræður þeir Bjarni E. Guðleifsson og séra Þórhallur Höskuldsson. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Þorsteinsson- ar. Ennfremur verður einsöngur og samleikur á flautur. Utvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðuriands heldur fund mánudaginn 14. maí n.k. að Hótel KEA kl. 14.00. Fundarefni: 1. Ný samþykkt lög um stjómun fiskveiða. 2. Afkomuskýrsla bátaflotans. 3. Önnur mál. Kristján Ragnarsson formaður L.f.Ú. og Sveinn Hjörtur Hjartarson koma á fundinn. .Stjórnin. Auglysing um utankjör- fundaratkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórn- arkosninga 26. maí 1990 hófst 31. mars sl. Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma frá kl. 9.30 til kl. 12.00 og kl. 13.00 til kl. 15.30 svo og kl. 17.00 til 19.00 og kl. 20.00 til kl. 22.00. Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 til kl. 16.00 svo og 24. maí (uppstigningardag). Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu Dalvík er kosið kl. 16.00-18.00 alla virka daga svo og kl. 11.00- 12.00 á laugardögum svo og á öðrum tímum eftir samkomulagi við Gíslínu Gísladóttur, fulltrúa á Dalvík. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi við þá. Kjósendur eru sérstaklega hvattir til að nota tím- ann utan hins venjulega skrifstofutíma, því þá má vænta skjótari þjónustu. Akureyri 5. maí 1990. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Ný símanúmer Hagstofu og Þjóðskrár Afgreiðsla/skiptiborð upplýsingar um vísitölur, húsaleigu o.fl 60 98 00 Þjóðskrá upplýsingar um kennitölur, heimilisföng o.fl. fyrir einstaklinga og fyrirtæki 60 98 50 Afgreiðsla hagskýrslna, Hagtíðinda o.þ.h 60 98 60 eða 66 Bókasafn 60 98 79 Gistináttaskýrslur 60 9815 Inn- og útflutningur 60 98 20 eða 23-25 Mannfjöldaskýrslur 60 98 95 eða 96 Nemendaskrá 60 98 11 Neyslukönnun 60 98 35 Skráning fyrirtækja 60 98 61 eða 75 Sveitarsjóðareikningar 60 9812 Vísitölur 60 98 34 eða 35 Hagstofustjóri 60 9844 Staðgengill hagstofustjóra 60 98 45 Skrifstofustjóri hagskýrslusviðs 60 98 33 Skrifstofustjóri þjóðskrár 60 98 73 Faxnúmer: Hagstofustjóri - hagskýrslusvið 62 88 65 Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá 62 3312 Vinsamlegast geymið auglýsinguna. Hagstofa íslands Skuggasundi 3 -150 Reykjavík.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.