Dagur - 10.05.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 10. maí 1990
_ Minning
XElísabet Ragnarsdóttir
Ási
Fædd 22. júní 1931 - Dáin 4. apríl 1990
AUÐSTILLT
MORATEMP blöndunar-
tækin eru með auðveldri
einnar handar stillingu á
hitastigi og vatnsmagni.
MORA sænsk gæða-
vara fyrir íslenskar
aðstæður.
meiri anægja
Vsrslii við
fagmann.
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SfMI (96)22360
Ég krýp og faðma fótskör þína
frelsari minn á bænastund.
Ég legg sem barnið bresti mína
bróðir í þína líknar mund.
Ég hafna auðs og hefðar völdum
hyl mig í þínum kærleiksöldum.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hennar Eddu í Ási eða
Eddu hans Valla eins og við
kölluðum hana oftast í daglegu
tali.
Já hún Edda er dáin hún hefur
kvatt okkur hér á jarðríki, hún er
horfin sjónum okkar um hríð og
dvelur í landi ljóss og friðar þar
sem hvorki eru til þjáningar né
tár.
Hún hefur verið kvödd tii æðri
starfa sem hennar hafa beðið í
hinu óþekkta landi.
Á kveðjustund sem slíkri hrúg-
ast upp minningar um einlægan
vin sem aldrei gleymist.
Ég man fyrst eftir Eddu þegar
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
er að
Hafnarstræti 90,
Akureyri.
Opin alla virka daga
frá ki. 9-12 og 13-19.
Kosningastjóri er
Sigfríður
Þorsteinsdóttir
Síminn er
21180
Tilboð
Reykt folaldakjöt
L- kg.
Fanta 2 lítrar
kr.
★
Cgg 18 stk. í bakka
kr. 352.- kg.
Kjörbúð KEA
Brekkuaötu 1
ég fór með foreldrum mínum og
systkinum í heimsókn í Skaga-
fjörð þá barn að aldri. Heimsókn
í Ás. Heimsókn til afa í Ási.
En ég kynntist því fljótt að í
Ási bjuggu fleiri en afi heitinn
elskulegur, blessuð sé minning
hans.
Þar kynntist ég og man fallega
glaðlega konu dugmikla og
ákveðna, konu sem hiti og þungi
dagsins hvíldi á. Mér skildist
fljótt að þarna fór kona sem vert
var að virða í orði og verki og
bera traust til. Þessar heimsóknir
eru mér ljóslifandi því það var
yndislegt að koma í Ás. Á því
heimili ríkti ást og virðing, gang-
kvæmt traust milli þeirra sem þar
réðu ríkjum.
í Ási bjó kjarkmikil fjölskylda
og engum sem kom þar duldist að
slagæð fjölskyldunnar var Edda.
Með dugnaði sínum og samhug
þeirra hjóna töluðu verkin sínu
máli. Það ríkti sjaldan nein logn-
molla yfir verkum og fram-
kvæmdum þar á bæ, heldur ein-
kenndist heimilið af myndarskap
í einu og öllu sem þau hjón tóku
sér fyrir hendur, og er það ekki
síst að þakka dugnaði og vilja
kjarkmikillar konu sem þar var
gjarnan leiðandi í athöfnum.
í huga mínum var Edda ljós í
lífi frænda míns.
Hún kom ung sem ráðskona í
Ás til þeirra feðga afa heitins og
Valla. Hún kom ekki ein, með
henni var hennar fyrsti ljósgeisli
hún Ragga litla. Með komu sinni
var framtíð þeirra mæðgna ráðin.
Ás varð þeirra framtíðar heimili
og geislunum fjölgaði, sjö
mannvænleg börn eignuðust þau
hjón.
Fjölskyldan varð stór því þurfti
mikinn dugnað og þrek til að allt
gengi upp. Þetta átti hún allt til í
óþrjótandi magni allt fram á síð-
asta dag. Við fráfall hennar er
stórt skarð hoggið í stóra fjöl-
skyldu, sorg og söknuður ríkir í
hugum ástvina.
Þó stór væri fjölskyldan í Ási
var alltaf pláss fyrir gesti og gang-
andi, þar voru allir velkomnir,
enda gestagangur alla tíð mikill
og þau hjón höfðingjar heim að
sækja. Sífelldar veislur og
myndaskapur í öllu sem þar var
fram borið bar þess merki að þar
fór saman dugnaður og hagsýni.
Á sumrin dvaldi oft fjöldi
barna í sveit hjá þeim hjónum
sem nutu atlota og uppfræðslu,
því víst er að frá þeim fór enginn
tómhentur heim. Því kynntist ég
sjálf af eigin raun er ég dvaldi
einn vetur í skóla á Sauðárkróki.
Þann vetur stóð heimili þeirra
hjóna mér opið sem annað hei-
mili og á ég þaðan ljúfar og góðar
minningar.
Allir sem þekktu Eddu virtu
hana og dáðu, hún bjó yfir mikl-
um mannkostum. Hún var í eðli
sínu dagfarsprúð af henni gustaði
endalaust vilji og barátta. Hún
átti mikið skap sem var vel agað
og kunni hún að beita því sem og
öðrum hæfileikum sínum. Hún
gat verið ráðrík og skapbráð en
kærleikur hennar og um-
hyggjusemi stóð ávallt djúpum
rótum. Hún hafði ríka réttlætis-
kennd ásamt heiðarleika og
áreiðanleika sem einkenndi far
hennar. Það óð enginn villigötur
hvar hann hafði hana og stóð hún
fast á sínu enda sterk og ákveðin
og bugaðist aldrei.
Þó kynntist hún hinum ýmsu
hliðum mannlegs lífs og víst er að
hún lifði bæði mótvind og með-
byr í dvöl sinni hér á meðal
okkar.
Hún var vel látin og virk í þeim
félagsmálum sem hún starfaði í
enda dugleg og fjölhæf þar sem
og annars staðar.
í september 1988 áttum við því
láni að fagna að fá þau hjón út í
Hrísey og fagna sextugsafmæli
móður minnar. Það var eftir-
minnileg og yndisleg stund. Þar
léku allir á als oddi og ekki vant-
aði skagfirska gleði og hlýju sem
fylgdi þeim hjónum ávallt sem og
virðing og væntumþykja.
Engan grunaði þá að elsku
Edda gengi ekki heil til skógar og
að þetta væri í síðasta skiptið sem
við hittum hana heila heilsu,
enda var hún að venju ekki að
kvarta eða ræða það sem hún
kallaði lítiðræði. Hún bar frekar
hag og heilsu annarra fyrir brjósti
heldur en að bera birðir sínar á
torg.
En raunin varð önnur. Fljót-
lega kom í ljós sá sjúkómur sem
lagði hina sterku og miklu konu
að velli. í langri baráttu sinni við
erfiðan sjúkdóm sýndi hún slíkan
dugnað og sjálfsaga að engin orð
fá lýst.
í þeirri baráttu átti ekki síður
eftir að koma í ljós þvílíkum
kostum og dugnaði hún var
gædd.
Erfiði þunga og áhyggjur sam-
fara veikindum sínum kaus hún
að mestu ein að bera fremur en
að valda öðrum kvíða og áhyggj-
um. Aldrei brást von hennar og
kjarkur í langri og strangri sjúk-
dómslegu. Aldrei lét hún sína
tryggu og umhyggjusömu ástvini
finna á sér bilbug né uppgjöf.
Að vera samtíða og fá að
kynnast konu sem henni var lær-
dómsríkt hverjum og einum, þar
fór kona sem mikið gaf og mikið
mátti af læra enda er margt sem
sýnir það og sannar eftir dvöl
hennar hér með okkur á jarðríki.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka henni allar góðar
stundir. Ég er sannfærð um að
hún fær góða heimkomu og henni
líður vel núna. Ég bið guð að
blessa minningu um góða konu
og varðveita sálu hennar.
Elsku Valli, börn, tengdabörn,
barnabörn og aðrir ástvinir, ykk-
ar missir er mikill.
Megi algóður guð styrkja ykk-
ur og varðveita.
Farþú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Svava Víglundsdóttir
Vopnafirði
, Umhverfisráðherra skipar nefnd:
A að kanna hugsanlega mengun
frá ratsjárstöðvum vamarliðsins
Töluverð umræða hefur orðið á var starfrækt á Straumnesfjalli í gera tillögur til ráðuneytisins um
Alþingi og í fjölmiðlum nýverið
um mengun á grunnvatni við
Heiðarfjall á Langanesi, sem má
rekja til ratsjárstöðvar banda-
ríska varnarliðsins, sem var þar á
árunum 1954-1969. Ýmis hættu-
leg úrgangsefni ásamt öllu sorpi
vegna þessarar starfsemi munu
hafa verið urðuð í gryfjum
skammt frá ratsjárstöðinni. Er
ljóst, að hætta á umhverfismeng-
un er veruleg. M.a. hafa fulltrúar
fiskeldisstöðvarinnar Naustin hf.,
Eiði á Langanesi, leitað til ráðu-
neytisins og óskað eftir aðstoð
vegna yfirvofandi mengunar frá
sorphaugunum, sem að þeirra
dómi getur valdið umfangsmiklu
tjóni á eldisstöðinni.
Umhverfisráðherra hefur
ákveðið að skipa nefnd þriggja
manna til að kanna þetta mál.
Ennfremur er nefndinni ætlað að
kanna hliðstæða mengunarhættu
vegna ratsjárstöðvarinnar, sem
N-Is'afjarðarsýslu. Nefndina
skipa: Jónas Elíasson, prófessor,
Lic. tech., formaður. Davíð
Egilsson, deildarverkfræðingur,
Náttúruverndarráði. Ólafur Pét-
ursson, forstöðumaður, Mengun-
arvarnadeild Hollustuverndar.
Hlutverk nefndarinnar er að
það hvort með tilteknum aðgerð-
um sé hægt að fylgjast með
mengun á þessum stöðum og
hugsanlega koma í veg fyrir frek-
ari mengun. Eins hvort einhverj-
ar hreinsunaraðgerðir séu mögu-
legar, og hvernig ráðuneytið gæti
stuðlað að eðlilegri lausn þessa
máls.
Póst og símamálastofnun:
Breytt svæðisnúmer
fyrir London
Póst- og símamálastofnun hefur
sent frá sér fréttatilkynningu þar
sem símnotendum er vinsamleg-
ast bent á að 6. maí sl. var
svæðisnúmeri 1 fyrir London
breytt í annaðhvort 71 eða 81
sem hér segir:
London, miðborg 71. London,
utan miðborgar81. Dæmi: Síma-
númer 44 1 434 0000 verður 44 71
434 0000.
Verði hringt í gamla svæðis-
númerið eftir 6. maí mun sím-
svari fyrst um sinn tilkynna um
breytinguna og gefa til kynna
hvert rétta svæðisnúmerið sé.