Dagur


Dagur - 10.05.1990, Qupperneq 15

Dagur - 10.05.1990, Qupperneq 15
I Fimmtudagur 10. maí 1990 - DAGUR - 15 íþróffir íslandsmótið í handknattleik: Grunnskólamótið í borðtennis: Verður 1. og 2. deildar- félögum fjölgað úr 10 í 12? - „líst ekki vel á slíkar hugmyndir,“ segir formaður handknattleiksdeildar KA Ákveðnar hugmyndir eru nú uppi um að fjölga liðum í 1. deild Islandsmótsins í hand- knattleik úr 10 í 12 og má gera ráð fyrir að mótanefnd HSÍ leggi fram tillögu þar að lút- andi á næsta ársþingi sam- bandsins sem fram fer í júní. Guðjón Guðmundsson hjá HSI scgir að þessar hugmyndir hafi verið til athugunar í nokk- urn tíma en markmiðið með þeim sé fyrst og fremst að fjölga leikjum í deildinni. Segir hann nokkuð Ijóst að slík til- laga verði lögð fram á ársþing- inu. Ekki eru allir jafn hrifnir af þessum áformum og m.a. hefur formaður handknatt- leiksdeildar KA lýst yfir and- stöðu sinni við þau. „Það er bráðnauðsynlegt að auka leikjafjöldann enda hefur þróunin víðast hvar verið sú síð- ustu ár. Leikmenn í 1. deild verða að leika lágmark 30 deild- arleiki á tímabili til að geta verið samkeppnisfærir við leikmenn í öðrum löndum. Væntanlega yrði þá leikið tvisvar í viku að jafnaði, tvöföld umferð og síðan myndu 6 efstu liðin leika til úrslita um titil- inn en 6 neðstu um fallið," sagði Guðjón Guðmundsson. „Mér líst ekki vel á þessar hug- myndir," sagði Einar Jóhanns- son, formaður handknattleiks- deildar KA. „Við teljum að þetta muni m.a. koma mjög harkalega niður á 2. deildinni þar sem við eigum ekki 24 lið sem eru nægi- lega sterk til að leika í þessum tveimur deildum. Það hefur kom- ið fram hugmynd um að hafa áfram 10 lið í deildinni en auka leikjafjöldann á sama hátt og gert er ráð fyrir í fjölgunartillögunni. Ég á frekar von á að við myndum styðja slíka tillögusagði Einar Jóhannsson. Fleira hefur verið rætt varð- andi breytingar á Islandsmótinu. M.a. mun einnig standa til að fjölga 2. deildarliðunum í 12 auk þess sem rætt er um að láta b-lið félaganna leika í sérstakri deild. Ekkert af þessu verður þó ákveð- ið fVrr en á ársþingi HSÍ. Margrét Stefánsdóttir var ein hinna sigursælu Grenvíkinga seni gerðu garð- inn frægan á Grunnskólamótinu i borðtennis. Mynd: KL Tvöfalt hjá Grenvfldngum í stúlknaflokknum - Grenivíkurskóli „besti borðtennisskóli landsins“ Stúlkur úr Grenivíkurskóla voru í sviösljósinu á Grunn- skólamótinu í borötennis sem haldið var í Laugardalshöll sl. sunnudag. Keppt var í tveimur stúlknaflokkum og sigruðu Grenvíkingar í þeim báðum og tryggöu þannig Grenivíkur- skóla titilinn „besti borðtenn- isskóli Iandsins.“ Þetta er annað árið í röð sem Borðtennissamband íslands gengst fyrir móti af þessu tagi. Undankeppnir hafa staðið yfir í vetur og var landinu skipt niður í átta kjördæmi. Keppt var í tveimur flokkum drengja og stúlkna, í öðrum voru keppendur úr 4.-6. bekk og í hinum úr 7.-9. bekk. Bestu skólar landsins leiddu síðan saman hesta sína í úrslitakeppni um síðustu helgi. Stúlkurnar sem skipuðu sveit- irnar frá Grenivík eru Hólmfríð- ur Björnsdóttir, Elín Þorsteins- dóttir, Elva Helgadóttir og Erla Valdís Jónsdóttir í eldri flokkn- um og Margrét Ósk Hermanns- Knattspyrna: Enn bætist Leifturs- mönnum liðsstyrkur Knattspyrnuliði Leifturs frá Ólafsfirði bættist nýlega liðs- styrkur þegar Jón Sigurður Helgason gekk til liðs við félagið. Jón er 21 árs miðvall- arleikmaður og kemur úr her- búðum Vals. Rúnar Guðlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs, sagðist vera nokkuð bjartsýnn fyrir sumarið. Leiftursmenn tóku á dögunum þátt í Tactic-mótinu á Akureyri og stóðu sig vel. Liðið tapaði ekki leik á mótinu, gerði jafntefli við 1. deildarlið KA og Þórs og endaði í öðru sæti á eftir íslandsmeisturunum. Rúnar sagðist vera ánægður með þenn- an árangur. „Þetta kom kannski ekki á óvart en okkur fannst þetta ekkert leiðinlegt. Liðið lék alveg þokkalega, eiginlega hvorki verr né betur en maður bjóst við á þessum tíma,“ sagði Rúnar. „Sumarið leggst svona sæmilega í okkur. Við vitum að við þurfum að berjast fyrir tilveru okkar í deildinni því hún verður ntjög jöfn. En það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn," sagði Rúnar Guðlaugsson. | dóttir, Berglind Bergvinsdóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Hjördís Sunna Skírnisdóttir, Anna Birna Björnsdóttir og Sveinlaug Friðriksdóttir í þeim yngri. Þess má geta að Grenivík- urskóli hlaut að launum borð- tennisborð frá BTÍ og á það eflaust eftir að koma sér vel þar sem aðeins tvö slík voru fyrir í skólanum. Níu Grenvíkingar voru fyrir nokkru valdir í unglingalandslið- ið í borðtennis og þar af voru fjórar af stúlkunum sem þátt tóku í Grunnskólamótinu, þær Hólmfríður Björnsdóttir, Élín Þorsteinsdóttir, Elva Helgadóttir og Margrét Ósk Hermannsdóttir. Þær fara með liðinu til Skotlands í lok júní og æfa þar með skoska landsliðinu áður en þær taka þátt í bresku skólamóti á eynni Mön. Úrslit á Grunnskólamótinu í borðtennis urðu þessi: Stúlkur 7.-9. bekkur 1. Grenivíkurskóli (Norðurl. eystra). 2. Seljaskóli (Reykjavík). 3. Hlíðaskóli (Reykjavík). Drengir 7.-9. bekkur 1. Seljaskóli (Reykjavík). 2. Breiðholtsskóli (Reykjavík). 3. Heiðarskóli (Vesturland). Stúlkur 4.-6. bekkur 1. Grenivíkurskóli (Norðurl. eystra). 2. Ölduselsskóli (Reykjavík). 3. Njálsbúðarskóli (Suðurland). Drengir 4.-6. bekkur 1. Ölduselsskóli (Reykjavík). 2. Breiðagerðisskóli (Reykjavík). 3. Brautarholtsskóli (Suðurland). Firmakeppni Þórs í körfuknattleik fór fram fyrir nokkru. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að hver leikmaður Þórs spilar fyrir eitt fyrirtæki, fyrst þrír í liði og síðan einn gegn einum. Guðmundur Björnsson bar sigur úr liýt- um en hann lék fyrir Akureyrarhöfn. Myndin var tekin þegar Guðmundur Björnsson, t.v., afhenti Guðmundi Sigurbjörnssyni, hafnarstjóra, sigurlaun- in til varðveislu. Mynd: kl Enski tennisleikarinn Dare Miley kom til Akureyrar á þriðjudag. Hann hélt námskeið fyrir áhugafólk og sýningu fyrir skólafólk í íþróttahöllinni. Mynd- in var tekin þegar hann var að sýna réttu tökin á námskeiðinu. Mynd: kl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.