Dagur


Dagur - 10.05.1990, Qupperneq 16

Dagur - 10.05.1990, Qupperneq 16
Vegaskemmdir a Fjöllum: Tuttugu metra kalli hvarf Undanfarna daga hafa orðid umtalsvcrðar vegaskemmdir á leiðinni austur á land, sérstak- Iega í nágrenni Grímsstaða á Fjöllum. Þessi leið var rudd síðastliðinn mánudag en hefur ekki verið fær af þessum sökum. Að sögn Svavars Jónssonar hjá Vegagerð ríkisins á Húsavík er vatnsaginn mikiil við veginn á Fjöllum. Vatnsflaumurinn hefur höggvið nokkur skörð í veginn en mestar skemmdir urðu við Skógarholt þar sem 20 m kafli hvarf í strauminn. Svavar sagði að viðgerð verði hafin strax og ekki sé loku fyrir það skotið að umferð jeppa verði hleypt á þessa leið fyrir helgi. Aðrar skemmdir af vatnavöxt- um hafa ekki orðið á vegum á þessu svæði síðustu daga en aur- bleyta spillir mjög fyrir víða. JÓH Rækjuveiði: Hákon ÞH með yfír 30 millj- óna verðmæti í einum túr Nóta- og togveiðiskipið Hákon ÞH-250 kom á dögunum að landi með einn verðmætasta rækjuafla sem íslenskt skip hefur fengið í einni veiðiferð. Rækjan var fryst um borð og Steinullarverksmiðjan: Vöktum fjölgað Nokkrar breytingar verða á vaktaskipulagi Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki þann 28. þessa mánaðar. Þrjár vaktir verða í stað tveggja áður. Vinnslutími lengist úr 84 stundum á viku í 120 stundir. Starfsmönnum verður fjölgað um átta til tíu stöðugildi. Ástæður fyrir aukinni fram- leiðslu er sókn steinullarinnar á erlendum mörkuðum. Salan á innlendum markaði hefur verið í nokkrum vexti og virðist vera orðin nokkuð stöðug. Fjöldi umsókna hefur borist um þau störf sem verða til við nýja vaktaskipulagið. Fljótlega verður gengið frá ráðningu í þessar stöður. Að sögn Stefáns Loga Haralds- sonar skrifstofustjóra Steinullar- verksmiðjunnar er aukinn markað fyrir steinullina að finna í Evrópu. Undanfarið hefur nokk- urt magn verið selt til Englands. Nokkuð mikið magn verður framleitt í sumar sem fer til ein- angrunar hitalagna Nesjavalla- virkjunar. kg. var verðmæti aflans röskar 30 milljónir króna. Skipið var á veiðum um mán- aðartíma. Aflinn var um 155 tonn af frystri rækju sem fer á Japans- og Frakklandsmarkað, auk heimamarkaðar. Að sögn Guðmundar Porbjörnssonar, útgerðarmanns skipsins, skiptist þessi afli nokkuð jafnt milli þess- ara markaða. „Verðið á mörkuðunum hefur verið þokkalegt þó Japansmark- aðurinn hafi stundum verið betri. Sá markaður tekur alfarið stærstu rækjuna, Frakklandsmarkaður miðstærðina og minnsta rækjan fer í verksmiðjurnar innan- lands,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við að Hákon verði á rækjuveiðum fram eftir sumri, þ.e. á meðan rækiu- kvótinn endist. JÓH Þorbjörn Guðmundsson messar yfir starfsmönnum SS Byggis í gær. Á myndinni má einnig sjá aðra leiðbeinendur í fræðsluátakinu „Þú átt valið“ sem kynnt verður víða á næstu dögum. Mynd: kl Fræðslufundir með byggmgamönnum á Norðurlandi: Álagssjúkdómar kosta þjóð- félagið 10 milljarða á ári Samband byggingamanna og Meistarasamband bygginga- manna hafa skipulagt mikla fræðsluherferð í byggingarfyr- irtækjum á landinu. Fulltrúar frá Sambandi byggingamanna og Vinnueftirliti ríkisins sjá um framkvæmd átaksins sem ber yflrskriftina „Þú átt valið“ og er hópurinn nú staddur á Norðurlandi eftir að hafa hald- ið um 30 fundi í Reykjavík. Dagur fylgdist með þegar hóp- urinn hélt fund með starfs- mönnum SS Byggis á Akur- eyri. Fulltrúar Vinnueftirlitsins og Sambands byggingamanna munu halda alls 15 fundi á næstu dögum, á Akureyri, Dalvík, Sigluflörður: Nýr veitingastaður við Aðaigötu? Guðrún Reynisdóttir og dóttir hennar, Guðlaug Jóhannes- dóttir, hafa í sameiningu fest kaup á gömlu húsi á Sigluflrði. Hyggjast þær kanna mögu- leika á að liefja veitingasölu þar. Húsið, sem hér um ræðir, er við Aðalgötu 25. Það er gamalt verslunarhús, seinna íbúðarhús. Nokkur ár eru frá því að búið hefur verið í íbúðinni. Mæðgurn- ar keyptu húsið í þeim tilgangi að gera á því endurbætur, breyta innréttingum og kanna hvort leyfi viðkomandi bæjaryfirvalda fengist til að hefja veitingasölu og vínveitingar. Engar teikningar eru til af hús- inu, en eigendurnir ætla að bæta úr því. Ætlunin er að hefja rekst- ur þegar í sumar, ef allt gengur í haginn. Hugmyndir þessar eru þó á frumstigi, og ekki verið leitað neinna leyfa enn hjá Siglufjarðar- bæ. Guðrún Reynisdóttir er kunnug veitingarekstri, því hún rak, á sínum tíma ásamt eigin- manni sínum Jóhannesi Lárus- syni, Hótel Borg í Reykjavík. EHB „Ráðskona óskast í sveit“ enn í fullu gildi: Yngri konur vilja í ráðskonustarfið - sveitarómantík yfir þessu hjá mörgum, segir Eiríkur Helgason Er stétt ráðskvenna til sveita að líða undir lok? Því fer víðs Ijarri segir Eiríkur Helgason, hjá ráðningarþjónustu bænda- samtakanna í Reykjavík. Hann segir að margar konur, sérstaklega af yngri kynslóð- inni, leiti eftir ráðskonustarfí til sveita. í suinum tilfellum hafa þær með sér barn eða börn. „Það er ákveðin sveitaróm- antík yfir þessu hjá mörgum,“ sagði Eiríkur. Hann sagði vita þess nokkur dæmi að ráðskon- urnar ílengdust á viðkomandi bæjum og hefðu þar búskap. Inn í kjarasamningum Stétt- arsambands bænda og Verka- mannasambands íslands frá því í mars sl. er bókun þar sem skjalfest er almenn lýsing á störfum ráðskvenna á sveita- heimilum. Bókunin er í fimm eftirfarandi liðum: 1. Ráðskona skal annast matseld. Gert er ráð fyrir fjórum máltíðum á dag: morgunmat. hádegismat, síð- degiskaffi og kvöldmat. Hún skal auk þess annast veitingar fyrir gesti þegar þörf krefur. 2. Ráðskona annast innkaup til heimilis nema urn annað sé samið. Hún skal eftir því sem aðstæður leyfa útbúa matföng til heintilisins nema öðruvísi sé um samið. 3. Ráðskona annast almenna tiltekt í íbúðarhúsnæði svo og þvotta og frágang hans. Hún skal einnig halda umhverfi íbúðarhúss þrifalegu og annast skrúðgarð, sé hann til staðar, nema öðruvísi sé um samið. 4. Ráðskona skal, nema öðruvísi sé um samið, vera reiðubúin til að aðstoða við útistörf, s.s. gegningar og á sérstökum álags- tímum svo sem um sauðburð, heyannir og við fjárrag eftir því sem aðstæður leyfa. Að sögn Eiríks ber ráðskonu samkvæmt samningum rúmlega 77 þúsund króna brúttólaun. Þegar búið er að draga frá hús- næði og fæði standa eftir ca. 45 þúsund krónur. Kona meö tvö börn heldur eftir um 21 þúsundi af launum, en þá hefur hún greitt fæði og húsnæði fyrir sig og börnin. „Það er miklu frekar að yngri konur sækist í þetta. Algengasti aldurinn er á bilinu 24 ára til 35 ára,“ sagði Eiríkur. óþh Húsavík og í Ólafsfirði. Á fund- inum með starfsmönnum SS Byggis voru þau Kári Kristjáns- son, Hulda Ólafsdóttir og Helgi Haraldsson frá Vinnueftirliti ríkisins, Þorbjörn Guðmundsson frá Sambandi byggingamanna og Guðmundur Ómar Guðmunds- son, formaður Trésmiðafélags Akureyrar. Dagskrá fundanna er hliðstæð á hverjum stað. Brugðið er upp myndum sem sýna aðbúnað á vinnustað, líka myndum sem teknar eru á þeim vinnustað sem fundurinn er haldinn á hverju sinni. Fjallað er um öryggi á vinnustað og aðbúnað starfs- mánna, vinnuslys, rétta líkams- beitingu og fleira sem tengist störfum í byggingariðnaði. Á áðurnefndum fundi fjallaði Þorbjörn Guðmundsson almennt um aðbúnað á vinnustað og umgengni, mál sem atvinnurek- endur eiga að bera ábyrgð á og verkstjórar starfsmanna að fylgja eftir. Hann sagði að mörg vinnu- slys mætti rekja til slæmrar umgengni og að snyrtilegt umhverfi myndi auka afköst og bæta starfsanda. Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálf- ari, ræddi um rétta líkamsbeit- ingu, nokkuð sem flestir ættu að vera farnir að þekkja en fæstir fara eftir. Afleiðingin er sú að gífurlegur fjöldi fólks þjáist af álagssjúkdómum og vitnaði Hulda í könnun þar sem fram kom að um 80% byggingamanna þjást af bakverk. Álagssjúkdómar eru líka dýrir fyrir þjóðfélagið. „Ef við yfirfær- um töíur frá Noregi og Svíþjóð yfir á íslenskar aðstæður þá fáum við út töluna 10 milljarðar króna, sem þetta kostar þjóðfélagið á einu ári. Það er því til mikils að vinna,“ sagði Hulda og benti starfsmönnum SS Byggis á hvern- ig þeir ættu að beita líkamanum í mismunandi verkum til að minnka hættuna á sliti og vöðva- bólgu. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.