Dagur - 15.05.1990, Qupperneq 1
73. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 15. maí 1990
90. tölublað
LACOSTE
Peysur • Bolir
8\
Jffl
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Húsavík:
Kaup á tog-
skipi undirbúin
Eindreginn vilji til að kaupa
skip og auka þar með fiskkvóta
Húsvíkinga kom fram á fundi
er Atvinnumálanefnd stóð fyr-
ir sl. sunnudag. Tilgangur fund-
arins var að kynna hugmynd
um stofnun almenningshluta-
félags til kaupa á togskipi.
Um 120 manns mættu á fund-
inn og þar urðu töluverðar
umræður. Alls tóku 16 manns til
máls og sumir oftar en einu sinni.
Eindreginn vilji virtist fyrir stofn-
un hlutafélagsins og kaupum á
skipi, en skoðanir voru eitthvað
skiptar um hvernig skip mundi
best henta að festa kaup á.
Ákveðið var að koma á fót
fimm manna nefnd til að undir-
búa stofnun almenningshlutafé-
lags um skipakaup og er reiknað
með að fyrirtæki, bæjarfélagiðog
breiður hópur bæjarbúa verði
hluthafar. Á fundinum voru fjór-
ir menn tilnefndir í nefndina en
Atvinnumálanefnd á eftir að til-
nefna einn fulltrúa. Peir sem til-
nefndir hafa verið eru: Aðalgeir
Olgeirsson, útgerðarmaður, Ei-
ríkur Sigurðsson, skipstjóri, Kári
Arnór Kárason, skrifstofumað-
ur og Jakob S. Bjarnason fram-
kvæmdastjóri. IM
Þetta er sko ís í lagi!
Mynd: KL
Bæjarstjórnarkosningar á Akureyri:
Flöktandi fylgi
Samkvæmt niðurstöðum könn
unar sem bókhalds- og við-
skiptaþjónustan Kjarni á.
Akureyri framkvæmdi 10. og
11. maí sl. verða töluverðar
breytingar á fylgi llokkanna í
bæjarstjórnarkosningunum á
Akureyri 26. maí nk. miðað
við skipan núverandi bæjar-
stjórnar. Þetta kom fram á
blaðamannafundi sem fyrir-
tækið efndi til í gær.
Eftirfarandi spurningu svöruðu
314, þar af tóku 35% aðspurðra
ekki afstöðu og 21% af 35% sem
ekki tóku afstöðu voru óákveðn-
ir: Hvaða lista kýst þú til bæjar-
stjórnar, ef kosið er á rnorgun?
Til vara var spurt: Hvaða listi er
líklegastur til að hljóta atkvæði
þitt, ef kosið er á morgun?
Niðurstaðan, þegar búið var að
leiðrétta vegna kynferðis og
aldurs, var sú að Sjálfstæðis-
flokkur fengi fjóra fulltrúa,
Framsóknarflokkur þrjá, Al-
þýðuflokkur einn, Alþýðu-
bandalag einn, Kvennalisti einn
og Þjóðarflokkur einn.
Baráttan um 11. sætið í bæjár-
stjórn, samkvæmt könnuninni,
stendur milli fjórða manns Fram-
sóknarflokks og fyrsta manns
Þjóðarflokks.
Auk þéssarar spurningar um
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, á fundi á Hótel KEA í gær:
Fiimn ára stopp á smíðar fiskiskipa
Halldór Asgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, telur nauðsyn-
legt að með setningu laga um
fiskveiðistjórnun og Hagræð-
ingarsjóð verði ekki smíðuð ný
skip í íslenska fiskveiðiflótann
a.m.k. næstu fimm ár.
Þetta kom fram í máli ráðherra
á fjölsóttum fundi Útvegsmanna-
félags Norðurlands í gær á Hótel
KEA, þar sem nýlega samþykkt
lög um fiskveiðistjórnun voru
meðal annars til umræðu.
Halldór sagði að nú þegar væri
afkastageta flotans langt umfram
það sem hann mætti veiða og því
fráleitt að heimila áframhaldandi
smíðar fiskiskipa hérlendis eða
erlendis.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja hf.,
kvaðst ekki sammála þessum
orðum ráðherra og sagði að
hyggilegra væri að smíða ný skip
í stað þess að gera endalaust við
görnul úr sér gengin skip.
Sjávarútvegsráðherra skýrði út
meginatriði nýsettra laga um fisk-
veiðistjórnun og Hagræðingar-
sjóð. Hann sagði Hagræðingar-
sjóð hafa verið gagnrýndan, en
taldi að sú gagnrýni ætti ekki öll
við rök að styðjast. Hann sagði
mikilsvert að tekist hefði sam-
komulag á þingi um að koma
þessu máli í höfn í vor og það
hefði tekist án þess að mikilvæg-
ustu efnisatriðum frumvarpsins
hefði verið fórnað.
Kristján Ragnarsson sagðist
vera á móti Hagræðingarsjóðn-
um og vonandi yrði hann lagður
niður sem fyrst. Kristján sagði
engan ágreining um að fækka
yrði fiskiskipum, en hins vegar
væri ágreiningur um leið til þess.
Hann sagðist telja frjálst framsal
skipa vænlegri leið og ólíklegt
væri að menn yrðu fúsir til að selja
Hagræðingarsjóði skip sín. óþh
Kammerhljómsveit Akureyrar og kórar:
My Fair Lady í salt
- rétthafar leyfðu ekki hljómsveitaruppfærslu
Hætt hefur verið við fyrirhug-
aða uppfærslu Kammerhljóm-
sveitar Akureyrar með kórum
og einsöngvurum á Akureyri á
söngleiknum My Fair Lady, en
ráðgert var að flytja verkið 27.
maí. Þegar haft var samband
við rétthafa söngleiksins í
Bandaríkjunum kom babb í
bátinn og varð að falla frá upp-
færslunni af óviðráðanlegum
orsökum.
Roar Kvam, stjórnandi
Kammerhljómsveitarinnar, sagði
Flugfélag Norðurlands:
í vélar vestan hafs
Spáð
Sigurður Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags
Norðurlands, var á ferð í Kan-
ada fyrir skömmu í þeim til-
gangi að fræðast um flugvéla-
tegundir. Hann sagði í samtali
við Dag að engar ákvarðanir
hefðu verið teknar um kaup á
flugvél, enda hefði tilgangur
ferðarinnar ekki verið sá, en
FN væri að líta til framtíðar-
innar í þessum málum.
áhugi fyrir hraðfleygari vél en Twin Otter
Kaup á flugvél munu ekki vera
á döfinni hjá Flugfélagi Norður-
lands alveg á næstunni. Sigurður
sagði að vélar félagsins hefðu
reynst vel en hins vegar væri
áhugi fyrir því að skoða hrað-
fleygari vélar en Twin Otter með
flug á lengri leiðum í huga.
„Það er engin pressa á okkur
en það er ekki hægt að neita því
að okkur langar í vél sem gæti
flogið hraðar á lengstu leiðunum
innanlands. Við érum þá t.d. að
hugsa um Keflavíkurrútuna og
leiguflug til Reykjavíkur," sagði
Sigurður.
Aðspurður kvað hann það
koma til greina að vél með jafn-
þrýstibúnaði yrði valin þegar
ákvörðun verður tekin um kaup á
flugvél, en það væri þó ekki skil-
yrði. SS
að rétthafar My Fair Lady í
Bandaríkjunum hefðu lagt blátt
bann við uppfærslu kóra og
hljómsveitar. Verkið mátti að-
eins flytja í leikhúsuppfærslu og
kom ekki til greina að láta hljóm-
sveitina fá nótur.
„Þessi niðurstaða veldur nnkl-
um vonbrigðunt því æfingar voru
komnar vel á veg. Eg var búinn
að hringja þrisvar út til Banda-
ríkjanna en fékk alltaf þvert nei,
þannig að við neyddumst til að
hætta við uppfærsluna. En síðan
kom bréf þar sem fram kom að
við gætum fengið leyfi til að flytja
My Fair Lady ef við borguðum
nógu mikið fyrir nóturnar,“ sagði
Roar Kvam.
Þegar umrætt bréf kom var
búið að fella niður æfingar og
aðstandendur uppfærslunnar
voru hættir við allt saman. Auk
þess hefði það orðið mjög dýrt að
fá leyfi fyrir uppfærslunni. Roar
er þó ekki búinn að gefa My Fair
Lady alveg upp á bátinn en upp-
færslunni verður a.m.k. frestað
um ótiltekinn tíma. SS
fylgi stjórnmálaflokkanna var
spurt um afstöðu fólks til álvers,
hvaða flokk það kysi í dag ef kos-
ið yrði til Alþingis og hvaða
íslenskan stjórnmálamann það
mæti mest.
Fram kom á blaðamanna-
fundinum aö ekki lægi fyrir hvar
heildarniðurstöður könnunarinn-
ar yrðu birtar, leitað yrði tilboða
fjölmiðla eða annarra sem áhuga
hefðu á þeim. ój
Skógræktarfélag
Eyfirðinga:
Ákvörðun um
a
húsi í Kjama
Á aðalfundi Skógræktarfélags
Eyflrðinga síðastliðinn laugar-
dag var samþykkt að byggja
nýtt gróðurhús í uppeldisstöð-
inni í Kjarna sem gefur mögu-
leika á að auka verulega fram-
leiðslu á skógarplöntum í stöð-
inni. Þá voru, á sérstökuni há-
tíðarfundi félagsins í tilefni af
60 ára afmælinu, útnefndir þrír
heiðursfélagar Skógræktarfé-
lagsins.
Að sögn Hallgríms Indriðason-
ar, framkvæmdastjóra Skógrækt-
arfélagsins, verður nýja húsið 4-
500 fm að stærð eða stærra en
byggt hefur verið yfir framleiðsl-
una í Kjarna fram að þessu. Með
tilkomu þessa húss verður liægt
að auka framleiðsluna úr 500
þúsund plöntum á ári í 800-1000
plöntur á ári. Hallgrímur segir að
framkvæmdir hefjist í sumar og
húsið verði tekið í notkun næst-
komandi vor.
Hallgrímur segir að afkoma fé-
lagsins hafi verið góð á árinu'og
hagnaður af rekstri uppeldis-
stöðvarinnar í Kjarna geri félag-
inu kleift að ráðast í fram-
kvæmdir.
Þeir heiðursfélagar sem út-
nefndir voru á hátíðarfundinum á
laugardaginn eru Jón Dalmann
Ármannsson, Þorsteinn Davíðs-
son og Ingibjörg Sveinsdóttir.
JÓH
Akureyri:
Óvæntur
dráttur
Sveinn Ævar Stefánsson á
Akureyri datt heldur betur í
lukkupottinn um helgina
þegar hann kastaði fyrir fisk
á Eimskipafélagsbryggjunni
á Akureyri. í stað þess að fá
þorsktitt í soðið fyrir
köttinn, eins og hann hafði
búist við, beit 5 punda lax á.
„Nei, kötturinn fékk ekki
laxinn. Við náðurn tvcimur
þorskunt fyrir hann,“ sagði
Sveinn í samtali við Dag.
Hann sagði að veiðisér-
fræðingar teldu mjög óvenju-
legt að fá lax á þessum stað.
Ekki Sagðist hann vita hvort
um væri að ræða eldislax. óþh