Dagur


Dagur - 22.05.1990, Qupperneq 6

Dagur - 22.05.1990, Qupperneq 6
'6 — ÐA'GUR - 'Þ'rfðj udag ur 22. nrfaí’ t990 Stefán Valgeirsson: Opið bréf til Eyfirðinga - vegna áhuga sumra þeirra fyrir álverksmiðju við Exjaijörð Þrátt fyrir allan fyrirganginn, fjölmiðlaáróðurinn, sendinefnd- irnar til ríkisstjórnar og þing- manna að ógleymdum hinum sjálfskipuðu agentum fyrr og síð- 1. hluti ar fyrir byggingu álverksmiðju við Eyjafjörð, hef ég ekki tilfinn- ingu fyrir því, að slík óhaipingja geti átt eftir að henda það gjöfula og fagra hérað, að þar verði byggð verksmiðja, sem dreifir eimyrju yfir byggðirnar. Ég stend í þessari trú þrátt fyr- ir fullyrðingarnar um að það sé komin þjóðarsátt um að stefna að því, að álver veri byggt þar sem erlendir álfurstar óska og þrátt fyrir neyðaróp einstaklinga úr eyfirskum byggðum, að ef þar verði ekki byggt hið umtalaða álver sjái þeir fram á eyðingu byggðarinnar. Já, ég stend ennþá í þeirri trú þó nú nýverið væri haft eftir varaformanni Einingar á Akureyri, að hann sjái fram á dauða og djöful ef Eyfirðingar fái ekki álver. Mér finnst slíkar upp- hrópanir flokkast undir hrein öfugmæli sé málið athugað niður í kjölinn. Merkisberar álversins eru ekki vandir að meðulum í þessari bar- áttu sinni. Þeir hafa t.d. fullyrt í mín eyru, að það sé algjör ein- hugur um málið norðan fjalla, en mér heyrist að annað sé að koma fram og að vísu vissi ég það fyrir. Ástæðan fyrir því að lítið hefur heyrst í þeim, sem ekki telja álver bjargráð fyrir Eyfirðinga er að allar áætlanir fram að þessu hafa verið við það miðaðar að slík bygging verði reist í námunda við Straumsvík. Þeir hafa litið svo á, að yfirlýsingar sumra stjórnmálamanna um hið gagnstæða væri helber sýndar- mennska, enda málflutningurinn þannig fram settur að auðvelt væri að kenna hinum erlendu ál- furstum um staðsetninguna, þar sem þeir hafa alltaf haldið því hátt á lofti að þeir réðu staðarval- inu. Það sýnir að risið á ráða- mönnum þjóðarinnar er ekki hátt þessa stundina e.t.v. sem betur fer sé litið til umræðunnar um byggingu álvers. Ég vil taka það skýrt fram, að ég er ekki að væna neinn um það að fólk vitandi vits sé að berjast fyrir uppbyggingu atvinnurekstr- ar í Eyjafirði sem yfirgnæfandi líkur eru á að muni valda umtals- verðri mengun og alvarlegu tjóni nái það fram að ganga. Æði margir hafa haft samband við mig og ýmsa samherja mína í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á okkur í þá átt, að við förum ekki að leggja stein í götu álmanna í eyfirskum byggðum. Þegar farið er að ræða um þetta við þetta fólk og benda á ýmsar staðreynd- ir um þennan atvinnurekstur, þá hefur það vakið athygli mína að fyrstu viðbrögð flestra eru að þeir fara að telja upp fólk sem hefur lýst yfir fylgi sínu við að byggt verði álver við Eyjafjörð, þar á meðal ráðherrar, þingmenn, verkalýðsforingjar og meira að segja eyfirskir bændahöfðingjar að ógleymdum bankastjórum. Að upptalingunni lokinni ersagt: Heldur þú að þetta fólk viti ekki hvað okkur er fyrir bestu? Þegar spurt er, hvað veist þú um meng- un frá álverum er yfirleitt ekkert svar, en í stað þess bent á mála- tilbúning fjölmiðlanna, endur- tekin upptalning á þessu átrúnað- arfólki og bætt við: Hér er atvinnuleysi, okkur stendur ekki annað til boða, annars flytja allir suður. Eftir því sem málið er meira rætt minnkar trúin á átrún- aðarfólkið og þar með á álið. Þessi reynsla mín hefur orðið til þess að ég hef kynnt mér ýmsar hliðar þessa máls. Ég mun m.a. rökstyðja að álver er ekki hag- kvæmur kostur fyrir okkur Is- lendinga, veldur alvarlegri meng- un og eykur misrétti, bæði milli kynja og byggðarlaga, og það er ekki til markaður fyrir hana á þvíl Stefán Valgeirsson. verði, sem þarf til að standa und- ir virkjunarkostnaði. Er staðsetning og bygging álbræðslu byggðamál eða er það líka öfugmæli? Reynsla okkar íslendinga af verðbólgu og háum vöxtum ætti ekki að leiða til þess að við gerð- um neitt vitandi vits til þess að verðbólguskriða fari af stað á nýjan leik. Bygging 200 þús. tonna álbræðslu ásamt nauðsyn- legum virkjunarframkvæmdum næstu árin sem kallar á 3-4 þús. starfsmenn yfir sumarmánuðina sum árin, hlýtur að hafa veruleg verðbólguáhrif. Ráðamönnum mun vera þetta ljóst. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri hefur þegar bent ríkisstjórninni á hvernig best sé að koma í veg fyr- ir þensluáhrif frá slíkum fram- kvæmdum. Hans ráð eru að það opinbera stöðvi að mestu leyti framkvæmdir og reyni að hafa áhrif á sveitarfélögin í landinu að gera slíkt hið sama á meðan á framkvæmdum stendur. Ef eftir þessari stefnu yrði farið, væri þá ekki réttnefni á þessari nýju stefnu, að kalla hana byggðaeyð- ingastefnu. í þessu sambandi verða allir að hafa það í huga, að Atlantalhóp- urinn svokallaði hefur sett þá ósk fram, að ef þeir fari í byggingu álbræðslu hér á landi, þá vilji þeir tryggja sér rétt til að tvöfalda framleiðsluna þegar henta þykir og meira að segja fyrir aldamót. Ef farið yrði í þá stækkun í beinu framhaldi af verklokum hinnar fyrri, sem er efalaust hagkvæmt, þá sé ég ekki betur en að heild- arframkvæmdatíminn gæti orðið allt að 8-10 árum. Ef atvinnuupp- bygging og mestu leyti aðrar framkvæmdir verða látnar bíða í öðrum héruðum landsins þar til þessum framkvæmdum verður lokið, hverjar yrðu þá afleiðing- arnar? Hver og einn ætti að hug- leiða það jafnvel þó kyrrstaðan yrði aðeins 4 ár. Ef slík bygging risi við Reyðarfjörð eða við Eyjafjörð hvað þá á suðvestur- horninu yrði þenslan gífurleg í kringum byggingarsvæðið, en kyrrstaða annars staðar. Er þetta byggðastefnan, sem ríkisstjórn, sem kennir sig við jafnrétti og fé- lagshyggju ætlar að hrinda í framkvæmd? Hér er um að ræða nýja og mjög athyglisverða atvinnumála- stefnu, sem líklega enginn stjórn- málaflokkur vill eða þorir að gangast við þótt allt bendi til að ríkisstjórnin sé að leggja grunn að henni með gerð samninga um byggingu álbræðsluverksmiðju á íslandi. Þessi stefna myndi einnig leiða af sér, að hlutur kvenna yrði algjörlega fyrir borð borinn ef ekki kæmi önnur umtalsverð atvinnuuppbygging til. í ísal er atvinnuþátttaka kvenna 9,6% eða ein kona á móti 10 körlum. í byggingarstarfsemi er hlutur kvenna enn minni, eða aðeins 6%. Þessi stefna er því ekki til að jafna lífsaðstöðu milli kynjanna heldur til þess að auka misréttið og launamuninn. Er það stefna ráðamanna á íslandi árið 1990? Slík atvinnumálastefna hentar engan veginn okkar fámennu þjóð. Við þurfum að stefna að jafnari uppbyggingu á sem flest- um stöðum á landinu, því eigum við að færa atvinnufyrirtækin til fólksins en ekki fólkið að fyrir- tækjunum, eins og verðu.r raunin ef álstefnan verður látin ráða. Iðnaðarráðherra taldi álbræðslu aðlaðandi fyrir konur. Ríkisstjórnir en þó sérstaklega iðnaðarráðherrar, hver af öðrum hafa lagt þunga áherslu á bygg- ingu álvera á liðnum árum og lagt fram mikla fjármuni til þess að leita eftir auðhringum til að reisa hér slíka verksmiðju. Ekki hefur heyrst að leitað hafi verið eftir öðrum möguleikum sem betur henta við okkar aðstæður. Hafi það verið gert, þá hefur því verið haldið leyndu. Eru álbræðslur hagkvæmur kostur? Talið er að rafvirkjunarkostnað- ur til að fullnægja 200 þús. tonna álbræðslu muni verða a.m.k. 40 milljarðar króna á verðlagi 1989 þrátt fyrir að til þeirra fram- kvæmda yrðu valdir ódýrustu virkjunarstaðirnir. Þegar samið er um orkuverð til álframleiðslu er eðlilegast að miða það við meðaltalskostnað þeirra virkjun- arkosta sem gert er ráð fyrir að nýta á næstu áratugum. Gerum ráð fyrir að virkjunarkostnaður- inn verði 40 milljarðar króna. Erlendar langtímaskuldir þjóðar- innar voru um síðustu áramót um 160 milljarðar. Vaxtagreiðsla um 15 milljarðar, að meðaltali 9,37%. Segjum að það takist að fá þessa 40 milljarða að láni er- lendis til 50 ára með jöfnum greiðslum og 9% vöxtum, þá yrði ársgreiðslan 4 milljarðar 140 milljónir króna. í ársbyrjun 1988 greiddi ísal 15.78 US mill. pr. kwst. eða Ikr. 0.96 en í árslok 18.5 US mill. eða Ikr. 1.13 sem mun vera hæsta orkuverð sem ísal hefur nokkurn tíma greitt. Síðari hluta árs 1988 var álverðið 2.550 Bandaríkjadala tonnið en 1990 1.500 dollarar. Orkuverð fer að verulegu leyti eftir álverðinu á hverjum tíma. Þó við gefum okkur það að orku- greiðslan yrði 18.5 US mill. þá yrði orkugreiðslan 3 milljarðar 150 milljónir og að aukinn rekstr- arkostnaður Landsvirkjunar vegna þessarar virkjunar yrði um 560 milljónir á ári sem væri þó um hálfur kostnaður miðað við það sem nú er á gigawattsstund. Nettótekjur yrðu þá aðeins 2 milljarðar 590 milljónir fyrir greiðslu vaxta og afborgana eða tekjuvöntun um 1 milljarður 550 milljónir til þess að ná saman endum. Orkugreiðslan þyrfti því að hækka um 37% eða verða 25.3 US mill. eða kr. 1.54. Éggeri ráð fyrir að við þennan útreikning verði gerðar þær athugasemdir að raunvextir erlendis séu 6- 6,5% en þeir vextir sem fram yfir þá tölu eru sé verðbólga og að það beri að fella þá tölu út úr dæminu. Ég get fallist á þau rök ef á móti kemur að fullt tillit sé tekið til meðaltalskostnaðar þeirra virkjunarkosta sem líklegt er að verði nýttir á næstu áratug- um, því í lögum um Landsvirkj- un er kveðið svo á um að orku- sala til stóriðju megi aldrei leiða til verðhækkana hjá almennum notendum. Það er viðurkennt að þær virkjanir sem nú á að byggja séu verulega ódýrari en aðrir virkjunarmöguleikar, sem ónýttir eru og vitað er um. Er því skylt lögum samkvæmt að taka tillit til þessara staðreynda þegar samið er um orkuverð til stóriðju nú. Framhald síðar. Höfundur er alþingismaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju. Grein þessi hefur áður birst í Morgunblaðinu en var send Degi tii birtingar miðviku- daginn 16. maí sl. ásamt 2. og 3. hluta. Arnarneshreppur Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Arnar- neshreppi laugardaginn 26. maí 1990 hefst í Freyju- lundi kl. 11.00. Kjörstjórnin. Bridgefélag Akureyrar Aðalfundur Aðalfundur Bridgeféiags Akureyrar verður hald- inn þriðjudaginn 22. maí nk. kl. 20.00 i' Félags- borg. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verðlaunaafhending fyrir mót vetrarins. Önnur mál. Kaffiveitingar á staðnum. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10 brl. Athugið! í samræmi við nýsett lög nr. 38, 15. maí 1990 um stjórn fisk- veiða, er koma til framkvæmda um næstu áramót, vinnur sjávarútvegsráðuneytið nú að undirbúningi að úthlutun veiði- heimilda til báta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneyt- ið vekja athygli á eftirfarandi. 1. Skráning báta. Samkvæmt nýju lögunum þurfa nú eigendur allra báta 10 brl. og minni sem sækja um leyfi til veiða í atvinnu- skyni að verða skráðir á skipaskrá eða sérstaka skrá Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir báta styttri 6 m. Þá þurfa eigendur þeirra báta sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fisk- veiða (nr. 3 1988) eða eru ekki á skrá Siglingamálastofn- unar að óska eftir skráningu báta sinna hjá Siglinga- málastofnun fyrir 18. júní 1990. Beiðni um skráningu þarf að fylgja eignarheimild, smíðalýsing og teikningar af viðkomandi bát. 2. Nýir bátar í smíðum. Eigendur ófullgerðra báta sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur upp byggður) fyrir gildistöku laganna 18. maí 1990 þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Siglinga- málastofnun fyrir 18. júní 1990. Þessir bátar þurfa að vera fullbúnir og öðlast fullgilt haffærisskírteini fyrir 18. ágúst 1990 til að koma til greina við úthlutun veiðiheim- ilda. Sérstakir skoðunarmenn sjávarútvegsráðuneytisins og Siglingamálastofnunar munu á næstu dögum meta hvaða bátar teljast í smíðum samkvæmt framansögðu. Eigendur báta sem eru í smíðum erlendis þurfa að fram- vísa vottorði frá þartilbærum yfirvöldum um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skiþsbolur uþp byggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Upplýsingar og forsaga báta. Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað sjávarútvegsráðuneytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna þurfa að verða sér úti um slík eyðublöð hjá ráðuneytinu eða Landssambandi smábátaeigenda, fylla þau út og senda sjávarútvegs- ráðuneytinu, Skúlagötu 4,150 Reykjavík, við fyrsta tæki- færi. Nánari upplýsingar um ofansagt fást hjá sjávarútvegsráðu- neytinu og veiðieftirlitsmönnum þess. Sjávarútvegsráðuneytið, 18. maí 1990.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.