Dagur - 22.05.1990, Síða 7
Þriðjudagur 22. maí 1990 - DAGUR - 7
Hörpudeildin:
Titilvörn KA-manna
hófst með ósigri
- FH sigraði meistarana 1:0 í Hafnarfirði á sunnudag
íslandsmeistarar KA byrjuðu
titilvörn sína í Hörpudeildinni
með tapi gegn FH í Hafnarfirði
á sunnudag. FH-ingar sigruðu
1:0 í frekar döprum leik og
mega KA-menn þakka fyrir að
sá sigur varð ekki stærri.
Vissulega fengu norðanmenn
sín færi í leiknum en þau voru
fá í samanburði við fjölmörg
dauðafæri Hafnfirðinganna.
Hefði Hörður Magnússon,
markarskorarinn mikli í liði
FH, verið á skotskónum í
leiknum hefðu KA-menn að
öllu líkindum fengið stóran
skell því Hörður fékk hvert
tækifærið á fætur öðru en öll
fóru þau forgörðum. Það var
hins vegar Ólafur Kristjánsson
sem skoraði sigurmark FH
þegar rúmur hálftími var liðinn
af leiknum.
Fyrstu 15 mínútur leiksins voru
daufar og liðin þreifuðu varfærn-
islega fyrir sér. Fyrstu færin
komu í hlut FH-inga en þau voru
hættulítil og fyrsta raunverulega
hættan skapaðist við FH-markið
á 20. mínútu. Jón Grétar Jónsson
komst þá í gott færi eftir vel
útfærða sókn en náði ekki að
nýta það.
FH-ingar skoruðu eina mark
leiksins á 32. mínútu. Andri Mar-
teinsson slapp þá upp kantinn og
átti fast skot að KA-markinu.
Haukur Bragason varði en
knötturinn barst út í teig þar sem
Ólafur Kristjánsson kom á fleygi-
ferð og þrumaði boltanum í
netið.
Eftir þetta mark færðist aukinn
þungi í sókn FH-inga og þeir
fengu nokkur upplögð færi.
Haukur varði tvívegis mjög vel
frá Herði Magnússyni sem var á
auðum sjó. KA-menn voru
gersamlega heillum horfnir á
þessu tímabili og máttu þakka
fyrir að staðan var ekki verri en
raun bar vitni í leikhléi.
í upphafi síðari hálfleiks átti
Jón Grétar gott skot að FH-
markinu en Þorsteinn Bjarnason
varði vel. Skömmu síðar skapað-
ist aftur hætta við FH-markið eft-
ir skalla Hafsteins Jakobssonar
en Jón Grétar náði ekki að nýta
sér þröngt færi.
Þá var aftur komið að Herði
Magnússyni og FH-ingum. Hann
fékk nokkur ákjósanleg færi, það
hættulegasta þegar liann komst
einn inn fyrir KA-vörnina og lék
á Hauk en skot hans á autt mark-
ið var of laust og Steingrímur
Birgisson bjargaði á línu. Má
segja að þetta hafi verið besta
færi leiksins.
Undir lok leiksins lifnuðu KA-
menn aðeins við og sóttu nokkuð
en árangurs. FH-ingar vörðust vel
og uppskáru sigur.
Leikurinn var í heild sinni
frekar daufur. Nokkuð var um
færi en liðunum gekk illa að nýta
þau og bæði lið hafa leikið betri
knattspyrnu. KA-menn söknuðu
greinilega Kjartans Einarssonar í
framlínunni sem var fremur bit-
laus og vörnin, sem var aðall liðs-
ins í leiknum gegn Fram á dögun-
um, virkaði óörugg. Bjarni Jóns-
son lék ágætlega á miðjunni,
Haukur bjargaði oft vel í mark-
inu en aðrir voru langt frá sínu
besta.
Ólafur Kristjánsson var spræk-
ur hjá FH-ingum en annars var
liðið fremur jafnt. -bjb/JHB
Lið FH: Þorsteinn Bjarnason, Björn
Jónsson, Birgir Skúlason, Guðmundur
Jón Grétar Jónsson fékk tækifæri til að skora í Hafnarfirði en tókst ekki að
nýta það. Mynd: KL
Hilmarsson, Ólafur H. Kristjánsson,
Þórhallur Víkingsson, Guðmundur Val-
ur Sigurðsson, Andri Marteinsson,
Kristján Hilmarsson (Kristján Gíslason á
77. mín.), Hörður Magnússon (Hall-
steinn Arnarson á 83. mín.) og Pálmi
Jónsson.
Lið KA: Haukur Bragason, Erlingur
Kristjánsson, Steingrímur Birgisson,
Halldór Halldórsson, Gauti Laxdal
(Þórður Guðjónsson á 58. mín.), Orntarr
Örlygsson, Bjarni Jónsson, Hafsteinn
Jakobsson, Heimir Guðjónsson, Jón
Grétar Jónsson og Örn Viðar Arnarson
(Arnar Bjarnason á 80. mín.).
Dómari: Eyjólfur Ólafsson og da mdi
hann vel.
Línuverðir: Gísli Guðmundsson og
Sæmundur Víglundsson.
Bjami Sveinbjörnsson fékk ekki mikið svigrúm í leikanum gegn Stjörnunni.
Mynd: KL
Hörpudeildin:
Dapurt hjá Þórsurum
- sem töpuðu 0:2 fyrir Stjörnunni í 1. umferð
„Ég held að það hafi ráðið úr-
slitum að ég vissi meira um
andstæðingana en þeir um
okkur. Við spiluðum inn á
vissa veikleika og það gekk
upp. Við komum ekki hingað
til að spila neinn „samba-
bolta,“ ég vissi að við yrðum
að vera ofaná baráttulega séð
til að eiga möguleika og ég
held að okkur hafi a.m.k. tek-
ist að standa jafnfætis í þeim
málum. Þetta var ekki áferð-
arfalleg knattspyrna en að
mínu viti áttum við skilið að
sigra,“ sagði Jóhannes Atla-
son, þjálfari Stjörnunnar úr
Garðabæ, eftir að lið hans sigr-
aði Þór 2:0 í fyrstu umferð
Hörpudeildarinnar á laugar-
dag. Það var Árni Sveinsson,
gamli jaxlinn í liði Stjörnunn-
ar, sem skoraði bæði mörkin í
síðari hálfleik og tryggði liðinu
sigur í fyrsta leik þess í 1.
deild.
Þórsarar virtust öllu sprækari
framan af leiknum og náðu fljót-
lega yfirhöndinni á miðjunni. Á
16. mínútu átti Valdimar Pálsson
skalla inn fyrir vörn Stjörnunnar
og þar kom Bjarni Sveinbjörns-
son á ferðinni en skot hans fór
framhjá markinu. Lengra komust
Þórsarar ekki gegn sterkri vörn
Stjörnumanna og smátt og smátt
komust gestirnir meira inn í leik-
inn.
Á 32. mínútu átti Ingólfur
Ingólfsson gott skot naumlega
framhjá Þórsmarkinu og 5 rnínút-
um fyrir leikhlé skapaðist hætta
við mark Stjörnunnar eftir
þrumuskot Þorsteins Jónssonar
en Jón Otti Jónsson, markvörður
Stjörnunnar, náði að hirða knött-
inn af Bjarna Sveinbjörnssyni.
Fleiri urðu færin ekki fyrir hlé.
Stjörnumenn virkuðu öllu
sprækari í síðari hálfleiknum og
eftir að þeir höfðu átt eitt skot að
Þórsmarkinu og hættulega
skyndisókn náðu þeir forystunni
á 67. mínútu. Lárus Guðmunds-
son var þá felldur við hægra víta-
teigshorn Þórsara og Árni
Sveinsson skoraði beint úr auka-
spyrnunni með föstu skoti efst í
markhornið. Óneitanlega glæsi-
legt mark en manni virtist sem
Friðrik ætti möguleika á að verja
skotið.
11 mínútum síðar bættu
Stjörnumenn öðru marki við.
Luca Kostic braut þá á Valdimari
Kristóferssyni innan teigs og
dómarinn dæmdi Stjörnumönn-
um víti sem Árni Sveinsson skor-
aði úr.
Aðeins mínútu síðar munaði
litlu að Stjarnan bætti þriðja
markinu við. Árni var þá enn á
ferðinni og sendi háan bolta fyrir
markið. Golan bar boltann upp
að markinu og Friðrik sló hann í
þverslána og þaðan barst hann til
Lárusar Guðmundssonar sem var
í dauðafæri en Friðrik varði vel
slakt skot hans.
Þórsarar sóttu aðeins í sig
veðrið í lokin en sóknarmenn
liðsins máttu sín lítils og færin
létu á sér standa og niðurstaðan
því sanngjarn sigur Stjörnunnar.
Leikur þessi fór fram á möl og
bar þess nokkur merki. Baráttan
var í fyrirrúmi og lítið var um spil
þrátt fyrir ágætar tilraunir beggja
liða. Stjörnuliðið skapaði sér
fleiri færi og nýtti þau og sigur
liðsins hlýtur því að teljast
sanngjarn. Valdimar Kristófers-
son var frískur og ógnandi í fram-
línunni, Ragnar Gíslason góður á
miðjunni og Árni Sveinsson vann
mjög vel fyrir liðið þrátt fyrir að
hann væri ekkert sérlega áber-
andi lengi vel.
Þórsliðið átti slakan dag þrátt
fyrir að liðið leggði sig bersýni-
lega fram um að spila fótbolta.
Sóknarleikurinn er greinilega
höfuðverkur liðsins og gæti hann
valdið vandræðum í sumar. Þor-
steinn Jónsson var frískur á
vængnum og Nói Björnsson var
traustur í vörninni en aðrir voru í
slakara lagi.
Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Nói
Björnsson, Luca Kostic, Sigurður Lárus-
son, Ólafur Þorbergsson (Þórir Áskels-
son á 75. mín.), Þorsteinn Jónsson,
Valdimar Pálsson, Hlynur Birgisson, Sig-
uróli Kristjánsson, Árni Þór Arnason og
Bjarni Sveinbjörnsson (Sævar Árnason á
67. mín.).
Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson,
Magnús Bergs, Sigurður Bjarnason,
Birgir Sigfússon, Bjarni Benediktsson,
Eyþór Sigurðsson, Lárus Guðmundsson,
Ingólfur lngólfsson, Árni Sveinsson,
Ragnar Gíslason og Valdimar Kristófers-
son.
Gult spjald: Sigurður Bjarnason,
Stjörnunni.
Dómari: Egill Már Markússon og stóð
hann fyllilega fyrir sínu þrátt fyrir að
hann hefði e.t.v. mátt byrja að veifa
spjöldunum fyrr.
Línuverðir: Bragi V. Bergmann og
Marinó Þorsteinsson.
Hörpudeild
Staðan
Úrslit í 1. umferð urðu þessi:
IBV-Fram 0:4
Þór-Stjarnan 0:2
KR-Víkingur 2:1
FH-KA 1:0
Valur-ÍA 1:0
Staðan
Fram 1 1-0-0 4:0 3
Stjarnan 1 1-0-0 2:0 3
KR 1 1-0-0 2:1 3
FH 1 1-0-0 1:0 3
Valur 1 1-0-0 1:0 3
Víkingur 1 0-0-1 1:2 0
ÍA 1 0-0-1 0:1 0
KA 1 0-0-1 0:1 0
Þór 1 0-0-1 0:2 0
ÍBV 1 0-0-1 0:4 0