Dagur - 22.05.1990, Síða 10

Dagur - 22.05.1990, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 22. maí>1990 íslensk böm búa við vanrækslu - eftir Valgerði Magnúsdóttur Á síðustu vikum hefur þráfald- lega heyrst að börn á íslandi búi við vanrækslu. Vísast verður mörgum fyrst til að halda að þetta geti ekki verið. Fyrstu við- brögð hjá öðrum gætu verið að halda því fram að víst væru sjálf- sagt til einhverjir einhvers staðar sem vanræktu börnin sín, en slíkt fólk væri nú bara pakk sem ekki væri orðum á eyðandi. Þeir sem vakið hafa máls á vanrækslu barna eru ekki að tala um neinar undantekningar. Þeir eru að tala um viðvarandi ástand hjá miklum þorra íslenskra barna, sem ekki býr við viðun- andi öryggi. Þau eru miklu meira á eigin vegum en gengur og gerist með börn meðal annarra þjóða, og slysatíðni hjá íslenskum börn- um er óhugnanlega há. Hvað skyldi vera hér á seyði? Við skulum líta til breyttra sam- félagshátta eftir skýringum, og svo skulum við athuga hvernig samfélagið hefur brugðist við breytingunum. Breyttir samfélagshættir Frá fyrstu tíð hefur hlutverk kvenna verið að vernda líf og við- halda því. Konur ganga með börnin, fæða þau og ala upp. í gegnum aldirnar var vinnustaður kvenna á heimilinu eða í námunda við það, og þar hafa þær þróað sínar sérstöku aðferðir við matargerð, fatasaum, ljós- móðurstörf, uppeldi barna og kennslu, þvotta og önnur þrif, hjúkrun og ummönnun sjúkra og aldraðra. Þetta er sameiginlegur reynsluheimur kvenna og það sem hefur mótað heimsmynd þeirra og menningu. Konur gegna enn þessum verk- efnum, en vinnustaðurinn er ekki lengur heimilið. Nú er svo komið að 90,4% íslenskra kvenna vinna utan heimilis. Tölur sýna að með- alvinnutími íslenskra kvenna utan heimilis eru 35,3 stundir á viku, en 54 stundir hjá körlum.. Hvað konur varðar hefur hann aukist jafnt og þétt síðustu árin, og þessi aukni vinnutími hefur verið undirstaða hagvaxtar á ís- landi, því framleiðni hefur ekki aukist. Börn og dagvistir Konur geta ekki haft börnin við pilsfald sinn og sett þau til verka með sér á sama hátt og áður var, því vinnumarkaður hentar ekki fyrir börn. Það hafa orðið til sér- stakir vinnustaðir fyrir börnin, skólarnir þeirra, og dagvistir fyrir yngstu börnin. Á þessum stöðum eru börnin við nám og leik á meðan foreldrarnir eru við vinnu. Yfirleitt eru þetta góðir staðir fyrir börn, þótt margs konar endurbætur viljum við gera. Gallinn er aðeins sá að þeir hrökkva svo skammt á svo marg- an hátt. Fæðingarorlof tekur nú enda við sex mánaða aldur, en hér í bænum taka dagvistir ekki við börnum fyrr en við 2ja ára aldur, reyndar 3ja ára eftir hádegi. Svo er ekki einu sinni víst að börnin fái inni á þeim strax og þessum aldri er náð jafnvel þótt foreldrarnir hafi sýnt fulla fyrir- hyggju við umsóknir. Hvar eru börnin á meðan beð- ið er eftir plássi á dagvist? Dag- mömmur eru oftast til fyrirmynd- ar, en margir foreldrar kvarta yfir tíðum vistaskiptum barna sinna með tilheyrandi óöryggi. Að öðru leyti skal hver bjarga sér eins og best hann getur. Sum börn eiga ömmu sem getur pass- að þau, en ömmur eru líka konur sem flestar vinna úti, svo sem að ofan greinir. Þetta breytist ekki fyrr en nægilega mörg rými á dag- vistum standa börnum til boða frá því að fæðingarorlofið sleppir. Skólabörn þurfa einnig gæslu Þegar börn verða sex ára vaxa þau frá leikskólum og dagheimilum. Skólinn tekur við. Frá komandi hausti verða öll sex ára börn á Akureyri í skólanum í lágmark 4 stundir á dag, en svo hefur ekki verið hingað til. Skólagæsla hefur aðeins verið í boði við suma skól- ana, svo enn hafa foreldrar þurft að bjarga málum eftir bestu getu. Hvað gera foreldrar skóla- barna sem vinna lengur en sem nemur skólatíma barnanna? Ein- ungis eitt skóladagheimili er í bænum. Það liggur ekki of vel við neinum þeirra sex skóla sem börnin ganga í sem þar dvelja. Um langan veg er að fara fyrir börnin og öryggi þeirra er því ekki einboðið. Auk þess komast ekki öll börn þar að sem óskað er eftir rými fyrir. Það þarf að vera forgangsverk- efni hjá bæjaryfirvöldum að full- nægja þörf bæjarbúa fyrir dag- vistarrými af öllum tegundum fyrir börn sín og búa þeim þannig viðunandi öryggi. Það er löngu orðið tímabært. En fleira þarf að koma til svo að við getum rekið af okkur vanræksluorðið. Samfelldur skóladagur Börn sem hafa sundurslitin skóla- dag þurfa margar ferðir milli heimilis og skóla. Samfelldur skóladagur minnkar hættuna sem börnum er búin í umferðinni. Það er fyrst og fremst skipulags- atriði að koma á samfelldum skóladegi. Aukinn kostnaður felst aðeins í gæslu barnanna í hádegi, og ríkið greiðir hann. Börnum og foreldrum er það ekki of gott að sest verði niður hið bráðasta og þessari skipu- lagsbreytingu komið á. Fróðlegt væri að vita af hverju það er ekki löngu búið. A framboðsfundi í ríkisútvarp- inu mánudaginn 14. maí bar Kvennalistinn fram þá fyrirspurn til fulltrúa hinna listanna hvort þeir myndu samþykkja á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar að koma á samfelldum skóladegi í bænum eins fljótt og skipulag þeirrar framkvæmdar leyfði. Það kom fram að samfelldur skóla- dagur er á stefnuskrá allra list- anna, en samt drógu margir full- trúar þeirra seiminn og treystu sér ekki til að lýsa yfir stuðningi sínum. Kvennalistakonur munu láta reyna á þetta strax eftir kosn- ingar. Geðheilbrigðisþjónusta barna og unglinga Það er á margan hátt miklu flóknara að ala upp börn í hraða streitusamfélags nútímans heldur en var í bændasamfélaginu á ís- landi. Auk þess gerum við sífellt meiri kröfur um vellíðan og heil- brigði. Það eru víða gloppur í heilbrigðisþjónustuna sem stend- ur okkur AÍcureyringum til boða. Eina þá alvarlegustu tel ég í dag vera skort á .geðheilbrigðis- þjónustu fyrir börn og unglinga. Hér í bænum er enginn sér-' menntaður geðlæknir fyrir þenn- an hóp, og hér eru ekki mögu- leikar á innlögn, sem oft er nauð- synleg. Það er ábyrgðarhluti að geta ekki lagt veikt barn inn á geðdeild nema senda það til Reykjavíkur, þar sem það þarf líklegast að vera fjarri ættingjum og vinum. Þess vegna er slíkt gert sjaldnar en þörf er fyrir, og allt of oft fær vandamálið að vaxa og versna. Við þurfum að láta okkur meira varða geðheilbrigði barna okkar en veri J hefur, og við þurf- um að leggjast á eitt til þess að fá svona þjónustu til bæjarins. Auðlegðin í börnunum Forfeðrum okkar var vel ljóst að mesta auðlegð þeirra bjó í börn- unum. í dag vill þetta stundum gleymast. Það er tímabært að við rifjum þetta upp og leggjum metnað okkar í að búa sem best að börnunum okkar. Að við lát- um öryggi þeirra og vellíðan hafa skilyrðislausan forgang. Til að svo megi verða þurfum við að sinna betur þeim þáttum sem hér eru taldir upp. Við þurfum einnig að búa sem best að fjölskyldun- um, sem eru hornsteinar þjóðfé- lagsins, svo að fjölskyldurnar megi hlúa sem best að börnun- um. Höfundur cr sálfræðingur og skipar fyrsta sæti á lista Samtaka um Kvennalista til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri. Akureyringar! Frambjóðendur B-listans bjóða Akureyringum 18 óra og eldri til skemmlikvölds að Hótel KEA miðvikudaginn 23. maí - Skemmtunin hefst kl. 21.00 Hljómsveit Ingimars Eydal lelkur fyrir dansi til kl. 02.00. Frambjóðendur B-listans flytja óvörp Hinn landskunni Jóhannes Kristjónsson hermir eflir kunnum stjórnmálamönnum Sigrún Eva Ármannsdóttir söngkona skemmtir Góða skemmtun

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.