Dagur


Dagur - 26.05.1990, Qupperneq 2

Dagur - 26.05.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 26. maí 1990 fréttir Mikill viðbúnaðar í útvarpi og sjónvarpi vegna sveitarstjórnarkosninganna: Talnaflóð og léttmeti fram undir morgun Mikil viðbúnaður er hjá Ríkisútvarpinu, Ríkissjón- yarpinu og Stöð 2 vegna kosn- inganna í dag. Fréttasending- ar verða tíðar í dag og á öllum þessum miðlum verða kosn- ingavökur í kvöld og langt fram eftir nóttu. Ríkisútvarpið tekur púlsinn á kosningunum í allan dag og í hádegisfréttum verða ítarlegar fréttir af kjörsókn í öllum stærri sveitarfélögum um allt land. Eiginlegt kosningaútvarp hefst kl. 22 í kvöld á Rás 1 Ríkis- útvarpsins. Fréttastofan verður vel mönnuð í kvöld og sendir út beint frá talningarstöðum í kaupstöðum landsins. Þá verða einnig lesin upp úrslit í öllum kauptúnum og sveitahreppum jafnóðum og úrslit berast. Rás 2 sendir út svokallað Kosninga- popp frá kl. 23 í kvöld og sam- tengist Rás 1 þegar úrslit taka að berast. Auk talnaupplýsinga verða send út viðtöl við fram- bjóðendur víða um land þegar línur skýrast. Fastlega er búist við að kosn- ingaútvarpið standi fram undir morgun og strax að afloknum hádegisfréttum á morgun hefst ítarleg dagskrá um niðurstöður kosninganna. Þátt í henni taka meðal annars stjórnmála- leiðtogar og frambjóðendur. Þessi dagskrá mun væntanlega standa fram til kl. 16. Ríkissjónvarpið verður með stutt fréttainnskot í dag kl. 15.45, þar sem farið verður yfir gang mála í þeim sex stöðum á landinu, sem sent verður beint frá Akureyri, Akranesi, Hafn- arfirði, Reykjavík, Kópavogi og Selfossi. Kosningasjónvarp hefst kl. 22.30 í kvöld og er fyrstu talna úr stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík, að vænta rúmlega hálfri klukkustund síðar. Auk kosningaúrslita og hefðbund- inna upplýsinga um kosningarn- ar verða borin á borð ýmis skemmtiatriði fyrir áhorfendur. Þar má fyrsta og fræga telja Spaugstofuna og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Stöð 2 verður með stuttar fréttir í hádeginu í dag og aftur kl. 14. Órugluð kosningadag- skrá Stöðvar 2 hefst kl. 22. Sent verður út beint frá talningarstað í Reykjavík, Austurbæjar- skólanum, og frá Akureyri. Þá veröur fréttastofa Stöðvarinnar í sambandi við fréttaritara út um allt land. Af skemmtiatrið- um í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 má nefna Ríó tríóið. óþh Hér er unnið við að skipta um jarðveg og undirbúa malbikun. Samningur um Héraðsnefnd Eyjafjarðar Fimm maima Héraðs- ráð stofnsett Bæjarstjórn Akureyrar sain- þykkti á síðasta fundi samning milli 15 sveitarfélaga við Eyjafjörð um Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, segir að merkum áfanga hafí verið náð í sam- starfí sveitarfélaga við fjörðinn. Sigfús sagði að úr hópi fulltrúa í Héraðsnefnd Eyjafjarðar verði kosið sérstakt Héraðsráð. í því munu eiga sæti fimm fulltrúar, einn frá hverju þéttbýlissveitar- félagi við Eyjafjörð og tveir full- trúar dreifbýlissveitarfélaga. Oddviti Hérðaðsráðs skal ætíð vera fulltrúi dreifbýlissveitar- félags, en formaður ráðsins skal vera fulltrúi Akureyrar. Samningurinn um Héraðs- nefnd Eyjafjarðar er nú til umfjöllunar hjá viðkomandi sveitarstjórnum. Stefnt er að því að nefndin taki til starfa sam- kvæmt þessum samningi 1. júlí n.k. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir fulltrúar verða í sjálfri Héraðsnefndinni, því m.a. er ekki ljóst hvort Svalbarðs- strandarhreppur tekur þátt í þessu samstarfi, Tillögurnar gera ráð fyrir 5 fulltrúum frá Ákur- eyri, 2 frá Dalvík og jafnmörgum frá Ólafsfirði. Önnur sveitarfélög fái einn fulltrúa hvert. EHB Q an Á a t’Vt'H Vn f • Sumarstörf hafín af fulliim krafti - malbikun veigamesta framkvæmdin Sumarstörf eru sem óðast að hefjast hjá bæjarfélögum víða um land. I blíðviðrinu á Sauð- árkróki eru framkvæmdir á vegum bæjarins hafnar af full- um krafti. Til að forvitnast um hvaða framkvæmdir væru efst á baugi sló Dagur á þráðinn til Snorra Björns Sigurðssonar bæjarstjóra. „Við erum að skipta um jarð- veg við sundlaugina. Seinna verður lögð hitalögn í planið og það malbikað. Veigamestu fram- kvæmdirnar eru malbikun í Túnahverfi. Allar íbúðargötur í hverfinu verða malbikaðar í , sumar. Á Skagfirðingabraut verða gerð útskot við Gagnfræðaskól- ann. Sú framkvæmd auðveldar umferð þegar foreldrar eru að hleypa börnum sínum út við skólann." Að sögn bæjarstjóra verður töluvert unnið við opin svæði í sumar. Haldið verður áfram með framkvæmdir í Sauð- árgili og einnig í Hlíðahverfi. Við Gagnfræðaskólann verður plant- að trjám og þökur lagðar. Athafnasvæði hafnarinnar verður malbikað. Við það mun öll vinnuaðstaða við höfnina breyt- ast til hins betra. kg Akureyri: Aukin aðsókn að sýningar- sal Náttúrafræðistofhunar Aðsókn að sýningarsal Náttúru- fræðistofnunar Norðurlands hefur stóraukist sl. tvö ár. Fjöldi sýningargesta árið 1989 var 4480 og hefur aldrei verið meiri. Aukningin er meira en 20% frá árinu 1988, en það ár var fjölgun gesta 30% frá árinu áður. Aukningin stafar mest af auk- inni aðsókn erlendra ferða- manna. Sjötíu og fimm prósent sýningargesta árið 1989 komu í júlí og ágúst og er öll fjölgun gesta á því tímabili. Aðsókn Islendinga breytist lítið frá ári til árs, þó hefur aðsókn skólahópa heldur farið vaxandi vor og haust. Einkum eru það skólar af Norðurlandi sem sækja safnið, allt frá Blönduósi austur á Þórshöfn. Þjónustan við skólana er þeim að kostnaðarlausu. Þrengsli í sýningarsal yfir ;sumarmánuðina verður vaxandi vandamál, með auknum straumi ferðamanna. Það vantar ekki aðeins rúm fyrir betri og stærri sýningar, heldur ekki síður aukið rými fyrir gestina, svo að þeir geti notið í friðið þeirrar stundar, sem þeir dvelja á safninu. í bygg- ingarsjóði eru nú rúmar 2 millj- ónir króna. Frá 1. júní nk. verður sýning- arsalurinn opinn daglega kl. 13- 16 nema laugardaga. (Fréttatilkynning frá Náttúrufræðistofnun Norðurlands) Kaupfélag N.-Pingeyinga: Gjaldþrotabeiðiii er enn óafgreidd Beiðni um gjaldþrotaskipti Kaupfélags Norður-Þingey- inga hefur ekki verið afgreidd hjá bæjarfógetanum á Húsa- vík. Beiðnin verður væntan- lega afgreidd eftir helgi. Ósk um gjalþrotaskipti barst bæjarfógetaembættinu fyrr í vi unni. Að sögn Halldórs Kristir sonar, sýslumanns, skorti gögn að afgreiða málið og hefur vei óskað eftir þeim. Halldór sagð gera ráð fyrir að beiðnin yr afgreidd strax að fengnum þe; um gögnum. JÓ Bókasöfn um allt land Vikuna 28. maí til 2. júní verður svokölluð sektalaus vika hjá bókasöfnum í öllu landinu. Þá verður hægt að skila vanskilabókum og öðr- um gögnum í bókasöfnin án þess að þurfa að greiða sektir. Hægt er að skila gögn- um í næsta safn þótt þau til- heyri safni annarsstaðar á landinu. Söfnin sjá svo um að koma þeim til réttra eigenda. í fréttatilkynningu frá bóka- söfnunum segir að fólk sé hvatt til að nota þetta tækifæri og losa sig við gamlar syndir. „Þessa viku verður einskis spurt en aðeins tekið við öllum vanskila- gögnum með þökkum. Leitið því í skápum, löskum kössum og kirnum að bókum cða öðr- um gögnum merktum bóka- söfnum og komið þeim til skila í næsta safn,“ segir orðrétt í fréttatilkynningunni. Akureyri: Iistaverkið „Farið“ afhjúpað 3. júní n.k. Þann 3. júní n.k. verður lista- verkið „Farið“ afhjúpað við Strandgötu á Akureyri. Höfundur listaverksins er Pétur Bjarnason, en hann vann samkeppni Flugleiða hf. um gerð listaverksins. Að undanförnu hefur verið unnið að gerð stöpuls undir listaverkið „Farið“, en lista- verkið er mjög stórt um sig, rúmir fjórir metrar á hæð og fimm metrar á breidd. Flugleið- ir hf. gáfu listaverkið vegna fimmtíu ára flugsögu íslands og stofnunar fyrsta flugfélagsins, Flugfélags Akureyrar hf. Listaverkinu er fundinn staður þar sem gamla flugplanið var, hvar sjóflugvélarnar voru teknar upp í bernsku flugs á Akureyri. ój Ólafur í Ólafur Jón Arnbjörnsson, að- stoðarskólameistari við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki, mun í haust fara til Boston í Bandaríkjunum til að Ijúka við ritgerð sina til magisterprófs í uppeldisfræði. Ólafur mun einnig kynna sér fullorðins- fræðslu þroskaheftra, þar sem ársleyfi hann hefur verið tiinefndur af starfshópi á vegum mennta- málaráðuneytisins sem verkefn- isstjóri yfir tveggja ára verkefni við Fjölbrautaskólann er varðar framhaldsnám þroskaheftra. Ólafur kemur aftur til starfa sem aðstoðarskólameistari vor- ið 1991. SBG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.