Dagur


Dagur - 01.06.1990, Qupperneq 1

Dagur - 01.06.1990, Qupperneq 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 1. júní 1990 103. tölublað Stúdentastjörnur 14 kt. gull Einnig stúdentarammar fjölbreytt úrval annarra studentagjafa GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI / plötuhugleiðingum í göngugötu. Mynd: KL Veðurathuganir fyrir hugsanlegt álver í Eyjafirði: 36 metra mastur reist á Dysnesi í næstu viku í næstu viku verður reist 36 metra hátt mastur á Dysnesi fyrir veðurathuganir. Mastrið verður reist til að mæla ýmsa veðurfarsþætti með tilliti til byggingar álvers á Dysnesi. Það er markaðsskrifstofa iðn- aðarráðuneytisins sem stendur fyrir veðurathugununum. Ætlunin er að mastrið verði uppi í um ár og þannig fáist skýr- ar mælingar á t.d. vindstefnu, hitastigi og fleiru. Það sem menn beina fyrst og fremst sjónum að eru áhrif byggingar álvers á Dysnesi inn í Hörgárdal. Ekki þykja liggja fyrir nógu nákvæmar mælingar á vindstrengjum frá Segir Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri: enga hættu á að héraðsnefndin verði pólitískur vígvöllur Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að engin hætta sé á að Héraðsnefnd Eyja- fjarðar muni verða vanhæf til að gegna hlutverki sínu í fram- tíðinni. Eiríkur Sigfússon á Sílastöðum, oddviti Glæsibæj- arhrepps, hefur lýst því yfir að núverandi fyrirkomulag hér- aðsnefndarinnar sé síst til þess fallið að hún geti gegnt hlut- verki sínu, ekki síst hvað snert- ir hagsmuni smærri sveitarfé- „Það kom skýrt fram hjá Eiríki um daginn að hann væri mótfall- inn þessu fyrirkomulagi, en nú er verið að leggja samninginn fyrir sveitarstjórnir. Á fundinum, þar sem voru fulltrúar allra sveitar- félaganna sem aðild eiga að nefndinni, samþykktu allir þetta nema hvað Eiríkur á Sílastöðum gerði fyrirvara ásamt oddvitanum í Öxnadal," segir Sigfús Sigfús var spurður að því hvort honum fyndist líklegt að hér- aðsnefndin yrði vettvangur póli- tískra átaka og flokkadrátta, vegna fjölda fulltrúa þéttbýlis- sveitarfélaga. Hann sagðist alls ekki óttast slíkt, slík hugmynd væri úr takt við raunveruleikann. Akureyringar hefðu um fjórðung fulltrúa í nefndinni, og myndu því ekki verða stefnumótandi pólitískt afl, ef menn væru að ræða um slíkt. „Menn geta spurt á móti hvort eðlilegra væri að Akureyri hefði einn fulltrúa en Öxnadalur, sem er með 60 íbúa, hefði líka einn. Slíkt fyrirkomulag þekkist hvergi á landinu. Einnig mætti spyrja hvort dreifbýlissveitarfélögin ætli að borga jafnan hlut á móti fjöl- mennari sveitarfélögum. Akur- eyri borgar 70 af hundraði við kostnaðinn af héraðsnefndinni þegar hún verður komin af stað, en hefur fimm fulltrúa af rúmlega tuttugu. Kaupstaðirnir þrír ná ekki einu sinni meirihluta saman í héraðsnefnd þótt þeir leggi saman,“ segir Sigfús Jónsson. EHB hugsanlegri lóð álvers á Dysnesi inn Hörgárdalinn. Að hálfum mánuði liðnum verða einnig sett upp nákvæm veðurathugunartæki nærri lóð þeirri á Árskógsströnd sem nefnd hefur verið til sögunnar fyrir hugsanlcgt álvcr. Veðurmælingar þar verða trúlega einnig í um eitt ár. í fyrradag var staddur í Eyja- firði Meemo Trepp sænskur verk- fræðingur frá sænska fyrirtækinu 'Graanges, sem er eitt þriggja fyrirtækja í Atlantál-hópnum. Trepp kannaði aðstæður á þeim tveim stöðum í Eyjafirði, á Dys- nesi og úti á Árskógsströnd, sem nefndir hafa verið fyrir byggingu álvers. Trep lcit á aðstæður á Reyðarfirði í gær og áður hafði hann skoðað Keilisnes á Reykja- nesi. Samkvæmt upplýsingum Dags er Dysnes áfram kostur númer eitt á Eyjafjarðarsvæðinu verði álver á annað borð byggt þar. Árskógsströnd kemur þar næst og er horft til lóðar norðan við veginn niður á Árskógssand. Um er að ræða lóð sem er í eigu Árskógshrepps og landeigenda á Hellu og í Árskógi. Höfn yrði hins vegar að reisa fyrir sunnan Þorvaldsdalsá. óþh Skógræktarátak 1990 á Melgerðismelum: Fyrsti áfangi um helgina Fyrsti áfangi skógræktarátaks- ins 1990 í Eyjafirði verður um helgina á Melgerðismelum í Eyjafírði. Reyndar átti það að hefjast af krafti sl. miðviku- dagskvöld, en þá komu mun færri sjálfboðaliðar fram á Melgerðismela en vænst hafði verið til að pota plöntunum niður. Ætlunin að planta 80 þúsund plöntum á Melgerðismelum í sumar. Þar af verður 60 þúsund plöntum komið í jörðina um helgina og síðar í júní. Um hvíta- sunnuhelgina er ætlunin að planta 20 þúsund lerkiplöntum á Melgerðismelum, dagana 12. til 16. júní verður 10 þúsund lerki- plöntum og 10 þúsund birkiplönt- um plantað þar fremra og 19. til 24. júní nk. verður 20 þúsund birkiplöntum komið niður. Að sögn forsvarsmanna skóg- ræktarátaksins eru allir sjálf- boðaliðar hvattir til að mæta fram á Melgerðismela um hvíta- sunnuhelgina og Ieggja sitt af mörkum við trjáræktina. Heppi- legast er þó að fólk taki sig saman, 5-10 manns í hóp, og láti skrá sig til leiks í síma Skógrækt- arfélags Eyfirðinga, 24047. óþh Meirihlutaviðræður D- og G-lista á Akureyri: I íklegt er að til tíðinda dragi í dag Bæjarfulltrúar sjálfstæðis- manna og Alþýðubandalags héldu áfram viðræðum um myndun meirihluta í Bæjar- stjórn Akureyrar í gær. Tveir fundir voru haldnir. Á almennum félagsfundi í Alþýðubandalaginu á miðviku- dagskvöld var samþykkt að veita bæjarfulltrúum flokksins fullt umboð til meirihlutavið- ræðna. „Þessum viðræðum verður haldið áfram, þær hafa að minnsta kosti ekki siglt í strand ennþá. Við erum enn í bróðerni, ekki er hægt að segja annað. Ég held að meira sé ekki hægt að segja á þessu stigi málsins,“ sagði Heimir Ingi- marsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í gær. Að sögn Heimis er líklegt að í dag verði ljóst hvort þessar viðræður hafi það í för með sér sem að er stefnt, meirihluta- samstarf Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks í Bæjarstjórn Akureyrar á kjörtímabilinu. EHB Frjósemin í góðu lagi á Norðurlandi: Mun fleiri böm fæðst á FSA en á sama tíma í fyrra Miðað við fjölda fæðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri það sem af er þessu ári má ætla að á þessu ári fæð- ist þar mun fleiri börn en í fyrra. Síðastliðinn miðvikudag höfðu fæðst þar 193 börn, þar af tvennir tvíburar, samanbor- ið við 158 börn 30. maí árið 1989. Að sögn yfirljósmóður var von á þriðju tvíburunum í þessari viku og trúlega þeim fjórðu í næstu viku. Allt árið í fyrra voru 398 fæð- ingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og fæddust 407 börn. Að sögn Júlíu Lindu Ómarsdótt- ur, yfirljósmóður á fæðingardeild FSA, eru 40 konur skrifaðar inn bæði í júní og júlí. Þarna er ein- ungis um að ræða konur sem eru á skrá hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri og Dalvík. Því má ætla að þessi tala eigi eftir að hækka og samkvæmt því stefnir í að um mánaðamótin júlí-ágúst verði fæðingar orðnar um 300 á FSA. óþh Blönduvirkjun: Stálsmíðaverk veitt Landsvirkjun hefur tekið til- boði Eiríks Óskarssonar frá Akranesi í stálsntíði við undir- stöður fyrir Blöndulínu. Tilboð Eiríks hljóðaði upp á 2.305.055 krónur. Blöndulína er tengilína frá Blönduvirkjun að byggðalínunni skammt frá Löngumýri. Verkinu á að skila í júlí í sumar. Sjálf möstrin og lína verða ekki byggð fyrr en á næsta sumri en undirstöðurnar á að klára í sumar. kg

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.