Dagur - 01.06.1990, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 1. júní 1990
spurning vikunnar
Hvaða flokkar vilt þú
að myndi meirihluta
i Bæjarstjórn
Sturla Örlygsson:
Ég er nú nýfluttur í bæinn,
þannig aö ég er ekki alveg inni
í þessu. Voru Alþýðuflokkur og
Sjálfstæðisflokkur síðast? Já,
mér myndi lítast best á Við-
reisn.
Halldóra Ingimarsdóttir:
Framsóknarflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur.
Akureyrar?
Þórður Helgason:
Ég veit það nú ekki. Þetta er
alltaf eins, mér hefur ekki sýnst
að það hafi skipt máli hingað til
hverjir stjórnuðu.
UggiJónsson:
Ætli þetta verði ekki sama rugl-
ið einn ganginn enn.
Friðmar Pétursson:
Alþýðubandalagið og Fram-
sókn.
Landsmót 1990 á
Vindheimamelum
Landsmót íslenskra hesta-
manna verður haldið á Vind-
heimamelum í Skagafirði dag-
ana 3. til 7. júlí í sumar. Mikil
eftirvænting er ríkjandi meðal
hestamanna nú þegar úrtöku-
mót fyrir landsmót standa yfir.
Gert er ráð fyrir að mótið
verði fjölmennasta hesta-
mannamót á landinu hingað til
og búist er við útlendingum
svo þúsundum skiptir. Fjöl-
miðlar, jafnt innlendir sem
erlendir munu fylgjast með
mótinu. Til að kynna sér
hvernig undirbúningur mótsins
gengi fóru blaðamenn Dags á
Vindheimamela og ræddu við
Svein Guðmundsson frá Sauð-
árkróki og Sigurð Ingimarsson
frá Flugumýri en undirbúning-
ur mótsins hefur öðrum fremur
hvflt á herðum þeirra.
Undirbúningur fyrir mótið hef-
ur staðið yfir lengi, segja má að
uppbygging hafi staðið allar göt-
ur síðan 1982, en þá var síðast
landsmót á Vindheimamelum.
Þrettán hestamannafélög eru
rekstraraðilar mótsins. Hesta-
mannafélögin Stígandi og Létt-
feti hafa mótssvæðið á leigu og
hafa umsjón með þeim fram-
kvæmdum sem í gangi eru. Þriðji
aðilinn, Hestamannafélagið
Svaði, er nú að ganga tii liðs við
þessi tvö um rekstur svæðisins og
mun ganga inn í leigusamning að
Vindheimamelum. Undirbúning-
urinn hvílir því mest á herðum
þessara þriggja féiaga og hafa
meðlimir þeirra unnið ómælt
starf í sjálfboðavinnu.
Átján manna framkvæmda-
nefnd er starfandi fyrir mótið og
formaður hennar er Sveinn
Guðmundsson sem jafnframt er
stjórnarformaður Léttfeta. Þeir
Sigurður Ingimarsson, stjórnar-
maður í Stíganda, og Sveinn hafa
borið hita og þunga af undirbún-
ingi og skipulagningu mótsins.
Uppbygging mótssvæðisins
á Vindheimamelum
Mikil uppbygging hefur undan-
farið verið á mótssvæðinu á
Vindheimamelum. Annar hring-
völlurinn var lengdur um hundr-
að metra og byggður hefur verið
völlur sem eingöngu er ætlaður til |
sýninga á kynbótahrossum. í vor
var reist nýtt stóðhestahús og eru
nú til hús fyrir um fimmtíu stóð-
hesta. Áhorfendasvæði hefur
verið stækkað sem nemur um tvö
til þrjú þúsund sætum.
Veitingahúsnæði er nú helm-
ingi stærra en áður og rúmar nú á
sjötta hundrað manns. Ef að lík-
um lætur er veitingaplássið nú
orðið það stærsta í Skagafirði.
Salernisaðstaða er stækkuð um
rúman helming og verða nú 36
vatnssalerni á mótssvæðinu.
Félagar í hestamannafélögun-
um Léttfeta og Stíganda hafa lagt
til mikla sjálfboðavinnu við upp-
byggingu keppnissvæðisins og
fjárhagsáætlun að undirbúningi
mótsins hljóðar upp á um níu til
tíu milljónir króna.
Eitt glæsilegasta
mótssvæði landsins
Mótssvæðið á Vindheimamelum
er að margra áliti nú orðið það
glæsilegasta á landinu. Aðstaða
keppenda og áhorfenda er mjög
til fyrirmyndar. Tjaldstæði eru
nánast ótakmörkuð á bökkum
Svartór og verður þeim skipt í
fjölskyldubúðir og almenn tjald-
stæði. Bithagi fyrir ferðahross er
alls um eitt hundrað hektarar af
vel grónu landi í Borgarey, sem
er skammt frá mótssvæðinu, auk
annarra svæða. Næg bílastæði
eru við tjaldstæðin og keppnis-
svæðið og er landsmótsgestum
heimilt að nota þau án sérstaks
endurgjalds.
í sumar verður byggð brú á
Svartá við Saurbæ. Með tilkomu
hennar mum opnast möguleiki á
hringakstri gegnum mótssvæðið
sem mun auðvelda umferð til
muna. Hreppsnefnd Lýtings-
staðahrepps mun fjármagna
byggingu brúarinnar. Með tilliti
til umfangs mótsins mun ekki
veita af góðum samgöngum til og
frá svæðinu og er ný Svartárbrú
þar kærkomin viðbót.
Óhætt er að fullyrða að móts-
svæðið á Vindheimamelum er
mjög vel í stakk búið til að taka á
móti landsmótsgestum í sumar.
Umfangsmesta mót
hingað til
Umfang landsmótsins er gífurlegt
og telja menn að það verði ein
fjölmennasta útisamkoma sem
haldin hefur verið íslandi. Reikn-
að er með tíu til tólf þúsund
mótsgestum, en í góðu veðri gæti
sú tala hæglega hækkað um
nokkur þúsund. Það verða ekki
einungis íslenskir áhugamenn um
hesta sem koma á mótið, því
reiknað er með um þrjú þúsund
erlendum gestum og mun verða
beint millilandaflug til Akureyrar
í sambandi við mótið.
Fjöldi manns mun trúlega
koma ríðandi á mótsstað og að
meðtöldum keppnishrossum,
sem verða um sjö hundruð, er
reiknað með því að hestafjöldi á
svæðinu verða á fjórða þúsund.
Öryggisgæsla á svæðinu verður í
höndum björgunarsveita á
Norðurlandi og föggæslu mun
lögreglan á Norðurlandi vestra
annast. Yfirumsjón með henni
hefur Björn Mikaelsson, yfirlög-
regluþjónn á Sauðárkróki.
Þegar allur þessi fjöldi hrossa
og manna verður samankominn á
einum stað mun örugglega ekkert
veita af þeim 900 til 1000 átta
tíma vöktum sem búið er að deila
niður á rekstrarfélögin þrettán.
Starfsmenn mótsins verða þegar
allt er talið á annað þúsund.
Þjónusta
við landsmótsgesti
Þjónusta við mótsgesti á Vind-
heimamelum verður viðamikil.
Útibú Búnaðarbanka íslands
verður til staðar ef bankavið-
skipti þurfa að eiga sér stað. Þess
má geta að Búnaðarbankinn er
aðalstyrktaraðili landmótsins.
Póstur og sími mun einnig vera
með þjónustu fyrir þá sem þurfa.
Nýlenduvöruverslun á vegum
Kaupfélags Skagfirðinga verður á
mótssvæðinu svo ekki þarf að
leita um langan veg eftir nauð-
synjavörum. Minjagripaverslun
verður einnig starfrækt.
Öll veitingasala verður í hönd-
um mótsins sjálfs og mun öl,
sælgæti og tóbak verða til sölu
vítt og breitt um mótssvæðið.
Heitar máltíðir verða einnig til
sölu fyrir þá sem vilja. Samið var
um kaup á öllum matföngum og
hreinlætisvörum við við Kaupfé-
lag Skagfirðinga. Sanitas hf. á
Akureyri mun sjá landsmótsgest-
um fyrir gosi og ölföngum.
Horft eftir hinni frægu 800 metra braut. Til vinstri sést veitingaskálinn.