Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 1
Undirbúningur Landsmóts hestamanna á Vindheimamelum á lokastigi: íbúðarhús á „Króknum“ leigt á 100 þúsund kr. Undirbúningur fyrir Landsmót hcstanianna á Vindheimamel- um dagana 3.-8. júlí er nú vel á veg kominn að sögn Sveins Guðmundssonar formanns framkvæmdastjórnar. Talið er að honum Ijúki í næstu viku og er það samkvæmt áætlun. Þegar Dagur hafði samband við Svein frammi á Vindheima- melum í gær voru þar að vinna um 100 manns. Af þessum hundrað voru um 60 unglingar frá Sauðárkróksbæ við að gróðursetja 3000 plöntur fyrir hestamannafélögin sem þau fengu að gjöf frá Skógræktarfé- lagi íslands. Einnig var verið að girða hagahólf í Borgareynni og setja upp réttir og mála nýjar og gamlar byggingar á svæðinu. Búið er að úthluta öryggis- gæslu á mótinu og eru það björg- unarsveitirnar í Skagafirði og á Siglufirði sem koma til með að sjá um hana. Þegar Dagur hafði samband við Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjón á Sauðárkróki, sem fer með stjórn löggæslu í sambandi við landsmótið, sagði hann að það yrðu um 30 lögreglu- menn sem kæmu til með að skipta með sér vöktum og yrðu þeir á 6 til 7 lögreglubílum. Síðan yrði vegalögreglan einnig á svæð- inu út af landsmótinu. Mikið hefur verið talað um það að hægt væri að leigja heilu húsin fyrir stórar fúlgur fjár til handa útlendingum sem vantaði hús- næði yfir landsmótsdagana. Eftir því sem Dagur kemst næst eru samt þær fjárhæðir, sem nefndar eru í þessu sambandi, töluvert ýktar eins Gróu er líkt. Eftir- spurn eftir húsnæði var samt mik- il í vor, en nú virðast flestir vera búnir að útvega sér eitthvað og eru þar á meðal þrír eða fjórir Þjóðverjar sem leigja heilt íbúð- arhús á Sauðárkróki í viku fyrir dágóða upphæð og segja óstað- festar fregnir að upphæðin sé um 100.000 íslenskar krónur. SBG Bændur í Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu voru á leið með rekstur í Náttfaravíkur þegar Dags-menn voru þarna á ferð í fyrri viku. Mynd: KL 60 milljónirnar sem vantar til Krossaness hf.: Utgerðaraðilarnir leggja ekki fram krónu Örn Erlingsson, útgeröarmað- ur loðnuskipsins Arnar KE og hiuthafi í Krossanesi, segir að útgerðaraðilarnir fjórir sem Meleyri á Hvammstanga: Haíldór Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri Meleyri hf. á Hvammstanga hefur gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra í stað Bjarka Tryggvasonar, sem sagði starfí sínu lausu um síð- ustu mánaðamót. Stjórn Meleyrar réð um síðustu helgi Halldór Jónsson, ættaðan frá Isafirði, en starfaði síðast hjá Frosta hf. á Súðavík. Halldór kemur til starfa á Hvamms- tanga í byrjun næsta mánaðar. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, stjórnarformanns Meleyr- ar, hefur mikil vinna verið hjá fyrirtækinu að undanförnu. Síð- ustu tvo mánuði hefur verið unn- ið frá kl. 4 á nóttinni til 5 á dag- inn við pillun á rækju. Um 40 manns hafa verið í vinnu hjá Meleyri og þá eru ekki taldar með áhafnir þeirra 6 rækjubáta sem Meleyri tekur við afla frá. Guðmundur sagði að rekstur Meleyrar gengi hvorki vel né illa en hann væri að lagast. -bjb Húsavík: Unglingar í gróðurvemd Á vegum Húsavíkurbæjar er þessa dagana að hefjast sér- stakt atvinnuátaksverkefni fyr- ir skólafólk í bænum, en stofn- að var til þess í því skyni að útvega þeim unglingum atvinnu sem ekki höfðu fengið vinnu. í þessum mánuði hafa 58 verið skráðir á atvinnuleysiskrá á Húsavík. Þetta er nokkru meira en á sama tíma undanfarin ár, að sögn Snæs Karlssonar hjá Verka- lýðsfélagi Húsavíkur. Snær segist gera sér vonir um að grynnki á atvinnuleysisskránni á næstunni. „Vonandi verða sem flestir farnir í vinnu í mánaðarlokin,“ sagði Snær. Að sögn Snæs er ætlunin að unglingarnir geri átak t' gróður- vernd innan bæjarmarkanna. Ætlunin er að reyna að rækta það svæði innan marka bæjarins sem hefur verið að blása á haf út á undanförnum árum. Ekki er vit- að nákvæmlega um umfang verk- efnisins og í ljós verður að koma hversu miklum fjármunum verð- ur varið úr bæjarsjóði í það, en það var ekki inni á fjárhagsáætl- un bæjarins. Snær segir að nokkuð góðar horfur séu með vinnu í bygging- ariðnaði í sumar og vinna í fisk- vinnslunni markist að sjálfsögðu af aflabrögðum. „Það er líflegt við höfnina eins og er,“ sagði Snær. „Kolbeinsey var að koma inn með fullfermi af þorski og Geiri Péturs kom inn með 75 tonn.“ óþh gengu inn í Krossanes þegar verksmiðjan var gerð að hluta- félagi hafi alls ekki ætlað sér að leggja fram neitt hlutafé, a.m.k. ekki í byrjun rekstrar- ins, þótt sá möguleiki hefði verið fyrir hendi siðar meir, eftir efnum og ástæðum. Hann segir augljóst að upp í þær 60 milljónir króna sem vantar til verksmiðjunnar muni ekki koma hlutafé frá meðeigend- um Akureyrarbæjar í Krossa- nesi hf. Á föstudaginn verður hluthafa- fundur í Krossanesi hf. Þar á að fjalla um þann vanda sem við blasir vegna þess að tugi milljóna króna vantar til að hægt verði að koma verksmiðjunni í gagnið, umfram það sem áður var talið. „Ég geri ráð fyrir að þetta hafi komið öllum á óvart,“ segir Örn. „Við erum ekki stærstu hluthaf- arnir, og það var aldrei sérstakur vilji frá okkar hendi að gerast hluthafar. Við vildum sjá þessa verksmiðju byggða upp ef vilji væri fyrir hendi í bænum, og vor- um upphaflega beðnir um að koma í þetta dæmi. Upprunalega var okkur gefið tíu þúsund króna hlutabréf, þegar þessu var breytt í hlutafélag. Það var aldrei hug- myndin hjá okkur að leggja fram neitt hlutafé, enda sér það hver heilvita maður að engum í útgerð dettur í hug að leggja fram núll komma eitthvað eða eitt prósent. Hins vegar gáfum við það loforð að sjá verksmiðjunni fyrir hráefni ef hún yrði byggð, með því að hún greiddi okkur alltaf hæsta hráefnisverð á markaðnum, og það var ekki fyrir hendi að gera slíkt nema allar tölurnar stæðust um kostnaðinn. Síðan var það spurningin hvernig við myndum gerast hluthafar eftir á. Það var alveg á hreinu frá okkar hálfu að aldrei var ætlunin að við legðum fram neitt eigið fé í þetta. Hins vegar lá það þungt á vogar- skálunum að tryggja verksmiðj- unni hráefni. Við vildum koma svona til móts við hana,“ segir Örn. - Hvernig líst þér á stöðuna? „Það hlýtur að vera hrikalegt fyr- ir alla aðila að þetta skuli fara svona framúr áætlun, þegar búið er að leggja línurnar eins og var gert. Þetta kemur öllum á óvart. En það er ekki mitt að taka ákvörðun um nein bæjarmál á Akureyri. Ég vissi, þótt það væri ekki orðið opinbert, að ríkisverk- smiðjurnar ætluðu að kaupa Krossanes eða ganga inn í fyrir- tækið til að leggja það niður. Það eitt og sér kom mér líka til að vilja tryggja Krossanesi hráefni. Við höfum átt afar góð viðskipti við verksmiðjuna og vildum alveg sjá hennar veg sem mestan. En ég vil alls ekki að ríkið yfir- taki allan rekstur á íslandi, og það sjónarmið var hvatning fyrir mig. Það verður ekki aftur snúið með það sem ég lofaði í upphafi, það stendur eins og um var talað, en við tökum ekki á okkur neitt. Þa") var aldrei meiningin, við helðum hugsanlega komið fram með eitthvert hlutafé eftir að verksmiðjan kemst í gang en alls ek! i að leggja fram hlutafé i upp- ha:.. Annað er algjör misskiln- ingur hjá þeim sem það segja, þótt sá misskilningur hafi ein- hvers staðar farið niður á blöð,“ segir Örn Erlingsson. EHB Hafnarnefnd Siglugarðar kemur bæjarsjóði til hjálpar: Aíþakkar laun fyrir störf sín - samþykkt samhljóða á fyrsta fundi í gær Á fyrsta fundi nýrrar hafnar- nefndar Siglufjarðar í gær var samþykkt samhljóða tillaga Sveins Björnssonar (B) þess efnis að hafnarnefndarmenn þiggi ekki laun á komandi kjörtímabili. Með þessari sam- þykkt ætla nefndarmenn að leggja lóð á vogarskálarnar varðandi niðurskurð hjá Siglu- fjarðarkaupstað, en sem kunn- ugt er á bærinn í miklum fjár- hagserfiðleikum. Ljóst er að sparnaðurinn verð- ur nokkur fyrir bæjarsjóð því hafnarnefnd hefur í gegnum árin verið ein starfsamasta nefndin á vegum bæjarins og fundahöld jafnan mikil. Fundarmenn hafa fengið greitt fyrir hvern setinn fund og þar hefur margt smátt gjarnan orðið að nokkuð stóru. Það vekur athygli að það er fulltrúi Framsóknarflokksins í hafnarnefnd sem lagði fram þessa tillögu, en flokkur hans er í minnihluta í bæjarstjórn Siglu- fjarðar. Þetta sýnir að það er ein- hugur í mönnum á Siglufirði að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Samþykkt hafnarnefndar hefur visst fordæmisgildi og viðbúið að aðrar nefndir bæjarins fylgi í kjölfarið. Það á eftir að koma í ljós, cn þessa dagana eru nýjar nefndir að koma saman í fyrsta sinn og skipta með sér verkum. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.