Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 11
fþ róttir Miðvikudagur 20. júní 1990 - DAGUR - 11 Hörpudeildin: „Voríð er komið og sumarið á næsta leiti - sagði kampakátur Guðjón Pórðarson eftir 3:1 sigur KA í Garðabænum „Vorið er komið og sumarið á næsta leiti,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, kampa- kátur eftir að KA hafði sigrað Stjörnuna 3:1 í norðlensku sumarveðri í Garðabænum í gærkvöld. KA-menn unnu sinn annan sigur í röð og virð- ast nú til alls líklegir. Liðið er loksins komið úr fallsætinu og framundan eru sjö heimaleikir og væntanlega drjúgur skammt- ur af stigum haldi liðið áfram á sömu braut. Leikurinn í gærkvöld fór rólega af stað en þó virtust heimamenn öllu ákveðnari í byrjun. Fyrstu 15 mínúturnar voru í þeirra eigu án þess þó að þeir sköpuðu sér færi. KA-menn komust smátt og smátt betur inn í leikinn og á 23. mínútu fékk hinn spræki fram- herji KA, Þórður Guðjónsson boltann úti á kantinum, lék Hörpudefld Úrslit í 6. uinferð: Fram-Víkingur 0:1 ÍBV-ÍA 2:1 Þór-Valur 1:2 KR-FH 3:2 Stjarnan-KA 1:3 Fram 6 4-1-113: 1 13 Valur 6 4-1-111: 5 13 KR 6 4-0-2 10: 8 12 ÍBV 6 4-0-2 8:10 12 Víkingur 6 2-2-2 7: 7 8 Stjarnan 6 2-1-3 7:12 7 FH 6 2-0-4 9: 9 . 6 KA 6 2-0-4 6:10 6 ÍA 6 1-2-3 5:10 5 Þór 6 1-1-4 3: 8 4 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Fram 6 Sigurjón Kristjánsson, Val 5 Antony Karl Gregory, Val 3 Árni Sveinsson, Stjörnunni 3 Goran Micic, Víkingi 3 Hlynur Stcfánsson, IBV 3 Hörður Magnússon, FH 3 Ríkharður Daðason, Fram 3 áfram og sendi langa, og að því er virtist hættulausa sendingu fyr- ir mark Stjörnunnar. Þar var þó mættur Kjartan Einarsson og skallaði hann boltann örugglega í netið af markteig. Eftir markið sóttu KA-menn 5Uu meira án þess þó að valda verulegum usla og staðan í hálf-1 leik var 1:0. Seinni hálfleikur var mjög fjör- ugur. Stjörnumenn sóttu af miklu kappi en lítilli forsjá. Á fyrstu mínútunni komst Valdimar Kristófersson einn inn fyrir KA- vörnina en Haukur bjargaði með úthlaupi. KA-menn snéru vörn í sókn, geystust upp miðjuna og þar átti Jón Grétar gott skot að marki en Bjarni Ben. bjargaði á línu í horn. Á 56. mínútu dæmdi góður dómari leiksins, Guðmundur Haraldsson, vítaspyrnu á Stjörn- una. Magnús Bergs hafði þá fellt Ormarr Orlygsson inni í teig eftir skemmtilega sókn KA-manna og Ormarr skoraði sjálfur af öryggi úr spyrnunni. Eftir markið lögðu Stjörnu- menn ofurkapp á sóknarleikinn og á 75. mínútu gaf Sveinbjörn skemmtilega sendingu á Magnús Bergs í vítateig KA en Haukur bjargaði stórkostlega með út- hlaupi. KA-menn hreinsuðu fram og þar var Árni Hermanns- son og hann þakkaði fyrir sig og skoraði með föstu skoti. Stjarnan átti svo síðasta orðið í leiknum þegar Lárus Guðmunds- son skoraði með þruntuskoti af markteig eftir aukaspyrnu frá Ragnar Gíslasyni. í liði Stjörnunnar, sem saknaði greinilega Árna Sveinssonar er var meiddur, var Sveinbjörn Hákonarson bestur. í jafngóðu liði KA voru Steingrímur Birgis- son og Þórður Guðjónsson bestu menn. HB Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Heimir Erlingsson, Birgir Sigfússon, Bjarni Benediktsson, Sveinbjörn Hákon- arson, Lárus Guðmundsson, Ingólfur Ingólfsson, Ragnar Gíslason. Valdimar Mjólkurbikarinn: Tindastóll lagði Leiftur - Guðbrandur með tvö á afmælisdaginn Tindastóll bar sigur úr býtum í bikarleik sínum við Leiftur á Sauðárkróki í gær. Leikurinn endaði 2:1 og var það Guð- brandur Guðbrandsson afmæl- isbarn dagsins sem gerði bæði mörk Tindastóls. í fyrri hálfleik léku Leifturs- menn undan vindi og áttu meira í leiknum í samræmi við það. Á 22. mín. komust þeir í gegnum vörn Tindastóls, en Þorlákur Árnason átti skot yfir úr dauða- færi. Á 30. mín. átti Þorlákur aft- ur gott færi og skallaði þá yfir mark Tindastóls eftir horn- spyrnu. Tindastólsliðið átti þó sín færi líka í fyrri hálfleik og á 32. mín. átti Ólafur Adolfsson fal- Mjólkurbikarlim 3. umferð HSÞ-b-KS 2:5 Tindastóll-Leiftur 2:1 Selfoss-Afturelding 5:1 Þróttur R-ÍR 0:3 Haukar-ÍBK 0:2 Grótta-UBK 0:3 Sindri-Einherji 1:0 lega bananasendingu inn á Guð- brand Guðbrandsson, ,en hann náði ekki að krækja boltanum með sér. Guðbrandur var síðan aftur á ferðinni á 35. mín. og átti þá skot yfir markið úr ágætis færi. Besta færi fyrri hálfleiks áttu þó Leiftursmenn þegar Þorlákur Árna var kominn einn í gegn á 40. mín., en Stefán Arnarsson varði glæsilega. Seinni hálfleik hóf Tindastóls- liðið af miklum krafti og strax á 48. mínútu gerði Guðbrandur mark eftir að markvörður Leift- urs hafði varið skot frá Jónasi Björnssyni, en misst knöttinn frá sér. Leiftursmenn náðu þó að jafna leikinn á 62. mín. og var þar að verki Örn Torfason. Það sem eftir var leiksins sótti Tinda- stóll meira og áttu þeir m.a. skot í stöng á 24. mín. Sigurmarkið skoraði síðan Guðbrandur á 30. mín. eftir að hafa leikið framhjá markverði Leifturs. Leifturs- menn vildu þó fá markið dæmt af á þeim forsendum að Guðbrand- ur hefði verið rangstæður, en markið var dæmt gilt og dugði Tindastóli til sigurs. SBG Kristófersson, Valgeir Baltiursson (Þór Ómar Jónsson á 46. mín.) og Magnús Bergs. Lið KA: Haukur Bragason, Halldór Halldórsson, Heimir Guðjónsson, Jón Grétar Jónsson, Hafsteinn Jakobsson, Kjartan Einarsson, Steingrímur Birgis- son (Halldór Kristinsson á 88. mín.), Þórður Guðjónsson, Ormarr Örlygsson, Bjarni Jónsson og Gauti Laxdal (Árni Hermannson á 74. mín.). Gul spjöld: Kjartan Einarsson og Orm- arr Örlygsson, KA, og Bjarni Benedikts- son, Stjörnunni. Dómari: Guðmundur Haraldsson og dæmdi hann mjög vel. Línuverðir: Sæmundur Víglundsson og Engilbert Runólfsson. Sævar Árnason var ekki á skotskónum gegn Val í gær og hér skýtur hann yfir úr upplögðu færi. Mynd: kl Botninn datt úr leik Þórs í seinni hálfleiknum - og þeir töpuðu 1:2 fyrir Val Valsmenn unnu Þórsara 2:1 á Akureyrarvelli í gærkvöld. Sigur Valsmanna var sann- gjarn því eftir jafnan og nokk- uð fjörugan fyrri hálfleik datt botninn úr leik Þórsara og Valsmenn náðu tökum á leikn- um. Eftir þennan sigur sitja Valsmenn í efsta sæti deildar- innar ásamt Frömurum en Þórsarar verma botnsætið með fjögur stig. Fyrri hálfleikur var jafn, auk þess sem hann var bæði fjörugur og skemmtilegur. Bæði lið lögðu sig greinilega fram um að spila góða knattspyrnu og það gekk nokkuð vel. Færin voru að vísu ekkert mýmörg en þó nokkur og tvö mörk voru skoruð. Valsmenn náðu forystunni á 26. mínútu þegar Þorgrímur Þráinsson sendi fyrir mark Þórs af hægri vængn- um og Sigurjón Kristjánsson var laus og liðugur og skallaði af öryggi efst í hægra hornið. Ekki liðu nema fjórar mínútur þar til Þórsarar jöfnuðu og það mark var svo sannarlega ekki af verri endanum. Dæmd var auka- spyrna á Valsmenn á þeirra eigin vallarhelmingi og Luca Kostic skoraði beint úr henni með þrumuskoti af 25 metra færi. Bæði lið áttu þokkaleg færi í fyrri hálfleik fyrir utan þessi tvö en það besta kom í hlut Vals- manna þegar Sigurjón Kristjáns- son átti skot í þverslána á Þórs- markinu og yfir. í síðari hálfleik léku Valsnrenn með norðangoluna í bakið og er skemmst frá því að segja að þeir tóku nánast öll völd í sínar hendur. Þeir sóttu linnulítið nán- ast allan hálfleikinn en færin létu á sér standa. Þórsarar áttu þó ekkert svar á 83. mínútu þegar lúmsk bogasending kom inn í teig þeirra og þar var Sigurjón aftur á ferðinni og skallaði boltann áfram og í markið. Eins og fyrr segir var sigur Valsmanna sanngjarn. Þórsarar höfðu í fullu tré við þá í fyrri hálfleik en í þeim síðari virtist baráttuandanum í liðinu eitthvað áfátt og Valsmenn yfirspiluðu þá algerlega. Lárus Orri Sigurðsson barðist gríðarleg vel í Þórsvörn- inni en erfitt er að taka aðra út. Valsmenn léku vel og héldu haus allan tímann. Baráttan í lið- inu var góð og vörnin náði að halda sóknarmönnum Þórs niðri. Sigurjón Kristjánsson var frískur og ógnandi í framlínunni og Ein- ar Páll var traustur í vörninni. KS vann stórsigur á HSÞ-b í 3. umferð Mjólkurbikarkeppn- innar í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Mývatnssveit og endaði með 5:2 sigri gestanna. í hállleik var staðan 2:1 fyrir KS en þeir voru mun sterkari í síðari hálfleik og gerðu þá út um leikinn. Strax á upphafsmínútunum skoraði Jón Orn Þorsteinsson fyrsta mark KS. Fátt markvert gerðist fyrr en eftir miðjan hálf- leikinn þegar Jón nýtti sér varn- armistök heimamanna og bætti öðru marki við. Stuttu fyrir leikhlé minnkaði Ari Hallgríms- Liö Þórs: Friðrik Friðriksson. Sigurður Lárusson, Nói Björnsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þorsteinn Jónsson, Siguróli Kristjánsson, Sævar Árnason (Olafur Þorbergsson á 76. mín.), Luca Kostic, Hlynur Birgisson, Árni Þór Árnason og Bjarni Sveinbjörnsson (Guðmundur Benediktsson á 70. mín.). Liö Vals: Bjarni Sigurðsson, Þorgrímur Þráinsson, Magni Blöndal Pétursson, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Bergþór Magnússon, Halldór Áskelsson (Þórður Bogason á 30. mín.), Steinar Adólfsson (Ámundi Sigmundsson á 46. mín.), Antony Karl Gregory, Sigurjón Kristjánsson og Baldur Btagason. Gul spjöld: Sigurður Lárusson og Lárus Orri Sigurðsson, Þór, og Baldur Braga- son, Val. Dómari: Eyjólfur Ólafsson og hafði hann þokkaleg tök á leiknum en gerði sín mistök. Línuveröir: Bragi V. Bergmann og Ólaf- ur Ragnarsson. son muninn fyrir HSÞ-b þegar hann fékk góða sendingu frá Við- ari Sigurjónssyni en lengra kom- ust heimamennirnir ekki fyrir leikhlé. KS var undan vindi í síðari hálfleik. Þriðja mark þeirra kom þó ekki fyrr en á síðasta stundar- fjórðungnum þegar Henning Henningsson laumaði fæti í bolt- ann eftir skot frá Mark Duffield. Fjórða markið skoraði Mark Duffield fáum mínútum síðar en Viðar Sigurjónsson svaraði fyrir HSÞ-b. Síðasta orðið átti Hlynur Eiríksson á síðustu mínútunum og innsigiaði hann sigur KS. JÓH Mjólkurbikarkeppnin/3. umferð: Stórsigur KS - sigraði HSÞ-b 5:2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.