Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 20. júní 1990 Ármann Sverrisson framkvæmdastjóri Glerárgötu. dís. Flestir kaupenda eru ein- staklingar, en mjög hefur dregið úr kaupum verkalýðsfélaganna á sumarhúsum á allra síðustu árum þrátt fyrir að nokkuð stöðug ásókn sé í að fá þau leigð. Sumarhúsahverfí í Lundskógi Skipulagt hefur verið svæði undir 21 hús í landi Lundar í Lund- skógi sunnan Vaglaskógar í Fnjóskadal sem hefur fengið nafnið „Höfðabyggð", en verið er að leggja veg á svæðið og undirbúa aðrar nauðsynlegar framkvæmdir, en væntanlega verður hægt að reisa fyrstu húsin þar í haust. Skipulag svæðisins er nú til umfjöllunar og afgreiðslu hjá Skipulagi ríkisins og bygg- ingarnefnd héraðsins, en fyrir liggur samþykki hreppsnefndar, jarðanefndar, heilbrigðisnefndar og Náttúruverndarráðs en sam- þykki þessara nefnda er skilyrði þegar um byggingu sumarhúsa er að ræða. Byggingarnefnd þarf svo að samþykkja uppsetningu hvers húss fyrir sig. En hver verður þróunin í þess- um málum í nánustu framtíð? Ármann Sverrisson telur að með viö dyr byggingavöruverslunarinnar i auknum frítíma almennings muni þessi þróun halda áfram enn um sinn, en síðan muni markaðurinn mettast nokkuð en á móti komi nokkur endurnýjun, viðbót og viðhald. Stærsti hluti viðskipta- vina BYNOR í dag er fólk sem m.a. hefur farið með fjölskyld- una á suðlægar sólbaðsstrendur en er kannski að vakna til vitund- ar um að stundum sé leitað langt yfir skammt og við búum í landi sem býður upp á mjög fjölbreytta náttúru þó að ekki sé hægt að flatmaga í sólskini dag hvern. Flest sumarhús sem byggð eru í dag eru einnig svokölluð heils- árshús, þ.e. hægt er að dvelja í þeim á hvaða árstíma sem er, og það nota margir sumarhúsaeig- endur sér, sérstaklega þeir sem um skamman veg þurfa að fara til að komast í faðm náttúrunnar. Dæmi eru um það að fjölskyldan dvelji í sumarhúsinu allt sumarið og sæki í vinnu þaðan sem ekki er tiltökumál t.d. austan úr Fnjóska- dal til Akureyrar. Þó nokkrir aðilar hérlendir framleiða sumarhús og því tals- verð samkeppni á þessum mark- aði eins og reyndar má sjá þegar ekið er um Akureyri og ná- grenni. GG Eitt af sumarhúsum BYNOR í smíðum. Væntanlega getur kaupandinn flutt inn á næstunni í faðmi náttúrunnar. Eimskip: Viðskiptamönnum boðið í grillveislu Framboð lóða undir sumarhús meiri en eftirspumin - „Vinsældir einkasumarhúsa aldrei meiri,“ segir Ármann Sverrisson hjá BYNOR Eru sumarleyfisvenjur íslendinga ad breytast, eða eru íslendingar að vakna til vitundar um að þeir búa í fallegu landi og besta ráðstöfun á sumarleyf- inu er kannski ekki alltaf að liggja marflatur á suð- Iægri sólarströnd? Á undanförnum árum hefur það farið í vöxt að fólk kaupi sér sumarhús og reisi það í hæfilegri fjarlægð frá heimilinu, þannig að akstur þangað taki ekki nema einn til einn og hálfan tíma. Með því móti verður nýting húsanna miklu betri og notkun yfir vetrar- tímann verður raunhæfur mögu- leiki, a.m.k. um helgar, enda eru flest þessara húsa heilsárshús, þ.e. hægt er að búa í þeim alla mánuði ársins. Eitt af þeim fyrirtækjum sem sérhæft hafa sig í því að byggja sumarhús og skipuleggja svæði til hagræðis fyrir væntanlega við- skiptavini er BYNOR, sem rekur byggingavöruverslun í Glerár- götu og verkstæði í Sjafnarhúsinu við Austursíðu, en við vegfar- endum sem koma til bæjarins að norðan blasa sumarhúsabygg- ingar fyrirtækisins. Fyrir tveimur árum keyptu þeir Ármann Sverrisson og Hjörtur Fjeldsted BYNOR (Bygginga- þjónustu Norðurlands) af Davíð Haraldssyni. Rekstur bygginga- vöruverslunarinnar hefur verið með hefðbundnu sniði, en auk þess hefur verið aukning í inn- flutningi á timbri frá Póllandi. Fyrsta árið voru aðeins fram- leiddir 2 bústaðir, en síðan hefur verið stígandi í framleiðslunni, og á síðasta ári má segja að fram- leiðslan hafi verið í fullum gangi, en það ár voru framleidd um 30 sumarhús. Húsin eru íslensk framleiðsla, en hluti veggeininga og gaflar koma frá Tékkóslóvakíu. Húsin eru framleidd í ýmsum stærðum eða allt frá 20 upp í 100 m', og einnig eru kröfur kaupenda um innréttingar mjög mismunandi en algengast er þó að þau sé afhent fokheld og þá ýmist í einingum eða uppsett, en í einstaka tilfell- um verður að reisa húsin á staðn- um þar sem ekki reynist mögu- legt að flytja þau um byggingar- svæðið með öðrum hætti. Verð getur því verið mjög mismunandi eða allt frá 2 milljónum upp í 5 milljónir króna. Um 60% af sumarhúsunum fara á suðvesturhorn landsins, þó aðallega í Borgarfjörð, Þingvelli, Grímsnes og Laugarvatn en hér norðanlands hafa flest sumarhús- in farið í Fnjóskadal og Bárðar- dal. Talsvert framboð er af lóð- um eða svæðum til að reisa sumarhús á, sérstaklega fyrir sunnan, og því auðvelt fyrir þá sem hyggjast kaupa og reisa sumarhús á því svæði að finna blett fyrir sína einkasumarpara- Grillveislugestir Eimskips gæða sér á grillmat með öliu tilheyrandi. Síðdegis sl. föstudag bauð Eimskip til móttöku fyrir viðskiptamenn skipafélags- ins í Oddeyrarskála, vöru- skála félagsins á Akureyri. Þar var gestum boðið upp á grillmat og drykk að eigin vali til að skola kræsingun- um niður. í ávarpi sem Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskips hélt minntist hann þess að réttur ára- tugur væri liðinn síðan Eimskip yfirtók starfsemi umboðsmanns félagsins á Akureyri og hóf rekst- ur eigin vöru- og skipaafgreiðslu og reglubundnar siglingar hófust á ný til Norðurlandshafna. En nú er Eimskip að taka nýtt skref í innanlandsflutningsþjón- ustunni, en ákveðið hefur verið að í byrjun júlí hefji Eimskip vikulegar siglingar frá Reykja- vík, norður, austur og suður um land til Reykjavíkur með skipi, sem nú heiti ísberg, en mun fá nafnið Stuðlafoss. Stuðlafoss mun sigla frá Reykjavík á föstu- dagskvöldum, hafa viðkomu á Norðurlandi á mánudögum, og vera á Austfjarðarhöfnum á þriðjudögum og miðvikudögum og mun þannig tengja saman þessa landshluta og jafnframt tengja Austfirði við millilanda- siglingakerfi Eimskips. Rekstur Mánafoss, sem hér hefur verið í siglingum, verður óbreyttur. í lokin sagði Hörður: „Rekstur félagsins á fyrstu fimm mánuðum þessa árs er í jafnvægi og í aðal- atriðum samkvæmt áætlun, og er því hagnaður af rekstri þess. Það er mikil breyting frá því sem var á liðnu ári, þegar félagið hafði tapað hundrað milljónum á sama tíma.“ Á palli sem komið hafði verið upp í skálanum sérstaklega vegna þessarar móttöku, spilaði hljóm- sveit Ingimars Eydal, og setti sér- stakan og skemmtilegan blæ á þessa grillveislu. Hörður Sigurgestsson forstjóri ávurpar viðskiptavini Eimskips í Oddeyrar- skála.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.