Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. júní 1990 - DAGUR - 3
fréttir
í
Að þjónustumiðstöðinni standa Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Sigurður
Páll Tryggvason.
Reykjahverfi:
Þjónustuimðstöd fwir
ferðamenn opnuð
Þjónustumiðstöð fyrir ferða-
menn hefur verið opnuð í fé-
lagsheimilinu Heiðarbæ í
Reykjahverfí.
Það er ungt athafnafólk úr
sveitinni, Þórdís Linda Guð-
mundsdóttir og Sigurður Páll
Tryggvason sem hafa tekið Heið-
arbæ á leigu og hyggjast standa
fyrir fjölbreyttri þjónustu þar í
sumar. Sundlaug, heitir pottar,
tjaldstæði, svefnpokapláss og
aðstaða fyrir námskeiðahald og
fundahöld, hestaleiga í nágrenn-
inu svo og ágætis aðstaða fyrir
fatlaða er það helsta sem þarna
verður boðið upp á. Að sögn
þeirra Þórdísar og Sigurðar verð-
ur einnig hægt að fá léttar veit-
ingar á staðnum. Sérstakt
„sveitakaffi“ verður á boðstólum
á sunnudögum og möguleiki fyrir
hópa sem gista að fá morgun-
verð.
Pað vekur athygli að þau Þór-
dís og Sigurður eru ung að árum,
hún 17 ára og hann 19. Þau voru
spurð hvort ekki væri erfitt fyrir
ungt fólk að leggja út í þetta stórt
fyrirtæki fyrir eitt sumar. Þau
sögðust hafa hugleitt það lengi að
fara út í þetta og hafi langað til
að prófa eitthvað nýtt. Auðvitað
hefði þetta verið erfitt, en með
góðri aðstoð hefði þetta allt
gengið, þau væru bjartsýn á
framhaldið, Heiðarbær væri vel
staðsettur gagnvart helstu ferða-
mannastöðunum á svæðinu, stutt
í Asbyrgi og stutt í Mývatnssveit
svo eitthvað væri nefnt. óhú
Hótelstjórar Edduhótelanna sautján komu saman til vorfundar á dögunum
og þar var þessi mynd tekin.
Sautján Edduhótel
að opna þessa dagana
í sumar verða starfrækt
sautján Edduhótel víðs vegar
um landið, sem verða opnuð
hvert af öðru næstu daga.
Hótelin verða rekin með svip-
uðu sniði og áður, bjóða gistingu
í uppbúnum herbergjum eða
svefnpokaplássi og veitingaþjón-
ustu allan daginn.
Nú í sumar verður í fyrsta sinn
starfrækt Edduhótel að Reykja-
nesi við ísafjarðardjúp. Mun það
auðvelda fólki að ferðast um
Vestfirði í sumar. Býðst ferða-
fólki nú gisting á þrem stöðum á
Vestfjörðum á sérstökum vildar-
kjörum.
Sem fyrr bjóða Edduhótelin
sértilboð á gistingu í júní og
ágúst. Býðst þá gisting með veru-
legum afslætti ef keyptar eru fjór-
ar gistinætur eða fleiri samstund-
is.
Einnig leggja Edduhótelin
sérstaka áherslu á hagstæð kjör
fyrir fjölskyldur með börn.
(Fréttatilkynning ffá Hótel Eddu).
Toyota-umboðið á íslandi:
Styrkir gróður-
setningu í Mývatnssveit
Toyota-umboðið á Islandi og
forráðamenn verksmiðjunnnar
í Japan hafa ákveðið að í
tilefni 25 ára afmælis umboðs-
ins hér á landi leggi það sitt af
mörkum til landgræðslu og
skógræktar með gróðursetn-
ingu á a.m.k. einni trjáplöntu
fyrir hvern Toyota eiganda í
landinu, alls um fjórtán þús-
und plöntum.
í fréttatilkynningu um þetta
mál kemur fram að að þessu hafi
verið unnið í samvinnu við Land-
græðslu ríkisins og Skógræktar-
félag íslands.
Plantað verður birki, lerki,
furu og greni á fimm stöðum á
landinu, Gunnarsholti, Varma-
landi í Borgarfirði, Þingeyri,
Mývatnssveit og Reyðarfirði.
Eyja^örður:
Netavertíðin lélegri nú en í fvrra
- stærri bátarnir á rækju
Aflabrögð hafa verið nokkuð
góð að undanförnu hjá bátum
við utanveröan Eyjafjörð. Bát-
ar eru almennt hættir á neta-
vertíðinni, og flestir þeirra
komnir á rækju.
Á Grenivík hefur afli minni
báta verið mjög góður, og eiga
þeir flestir eftir nægan kvóta enda
var sjósókn erfið framan af vegna
tíðarfarsins. Sjöfn er nú á rækju-
veiðum, en Frosti hefur landað í
gáma. Frystihúsið hefur haft
nægjanlegt hráefni frá því í
febrúar, bæði fengið fisk af mark-
aðinum á Dalvík og keypt fisk frá
Bakkafirði sem ekið hefur verið
til Grenivíkur. Megnið af hráefn-
inu hefur farið í frystingu, lítið
eitt hengt upp af hausum en sölt-
un varla umtalsverð.
Hríseyjarbátar eru flestir farn-
ir á rækjuveiðar og landa þeir
aflanum m.a. á Siglufirði. Afla-
brögð á netum voru nokkuð góð
eftir páska en stærstu bátarnir
sóttu nokkuð suður fyrir land.
Togarinn Súlnafell hefur verið á
rækjuveiðum, en er nú kominn á
fiskitroll. Nokkur samdráttur
hefur orðið á hráefnismagni til
frystihússins á fyrstu mánuðum
þessa árs miðað við sama tíma í
fyrra, og munar þar mestu að
grálúðuvertíðin skilar sér ekki í
svipuðum mæli og í fyrra.
Flestir bátar á Árskógssandi og
Hauganesi eru nú komnir á
rækjuveiðar eftir fremur rýra neta-
vertíð, en stærstu bátarnir sóttu
Landsmót fyrir stafni hjá skátum:
Það jafiiast ekkert
á við skátamót,
95
.66
- segir fararstjóri skáta á Dalvík
„I rauninni er ekki hægt að
lýsa skátamóti. Eina leiðin til
að gera sér grein fyrir hvað
þarna fer fram er að fara. Það
jafnast ekkert á við þessi
mót,“ segir Hannes Garðars-
son, annar tveggja fararstjóra
hóps skáta frá Dalvík sem
stefna á Landsmót skáta við
Úlfljótsvatn fyrstu vikuna í
júlí.
Dalvíkingar eru mjög virkir í
skátastarfi ef marka má fjölda
þátttakenda þaðan á mótið. Þátt-
takendurnir eru um 45 talsins á
aldrinum 10-15 ára en til saman-
burðar má nefna að þátttakendur
frá Akureyri eru um 110-130
talsins.
Mikill undirbúningur hefur
verið hjá þátttakendum fyrir
mótið. Sem dæmi má nefna að
um síðustu helgi efndu skátar á
Akureyri til áheitahlaups milli
Dalvíkur og Akureyrar til fjár-
öflunar fyrir þátttöku í landsmót-
inu og á Dalvík hafa foreldrar
lagt börnunum lið við búninga-
gerð en Kiwanisklúbburinn á
Dalvík lagði fram fjárstyrk til
búningagerðarinnar. „Það hefur
því verið mjög gaman að undir-
búa þetta mót því stuðningurinn
er fyrir hendi. Fólk veit að þetta
er gott málefni,“ sagði Hannes.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landssambandi hjálparsveita
skáta eru komnar þátttökutil-
kynningar frá 5 stöðum á
Norðurlandi. Frá Akureyri koma
110-130, frá Dalvík um 45, frá
Raufarhöfn 2, frá Þórshöfn 7 og
28 þátttakendur verða frá Sauð-
árkróki. Þátttakendur á mótinu
verða um 1400 talsins, að með-
töldum um 300 erlendum gestum
frá fjölmörgum löndum. Ákveð-
ið hefur verið að næsta landsmót
skáta verði haldið í Kjarnaskógi
við Akureyri sumarið 1993 en
síðast var haldið landsmót þar
sumarið 1982. JÓH
aflann að verulegu leyti út af Suð-
austurlandi. Flestir bátanna
munu landa rækjuaflanum til
vinnslu á Árskógssandi, en einnig
t.d. í Ólafsfirði.
Á Dalvík er lokið netavertíð
sem var lakari en mörg undanfar-
in ár. Flestir bátanna drógu upp
um síðustu mánaðamót, og eru
farnir á rækjuveiðar, en aflinn á
rækjubátunum hefur verið þokka-
legur, en þeir hafa verið á svæð-
inu milli Flateyjar og Grímseyj-
ar. A.m.k. einn bátanna landar
aflanum til vinnslu á Blönduósi,
en aðrir á Dalvík. Mikil vinna er
nú hjá rækjuvinnslu Söltunarfé-
lagsins, og er þar unnið á þrí-
skiptum vöktum allan sólarhring-
inn. Starfsmönnum hefur fjölg-
að, voru 28 um páskaleytið en eru
84 nú.
Togararnir hafa aflað mjög vel
að undanförnu, Dalborgin fór
nýlega á fiskitroll og hefur aflað
mjög vel en aflinn verður seldur í
Hull 20. júní eða fyrr ef leyfi fæst
til þess. Björgvin landað 168
tonnum fyrir sjómannadaginn,
en Björgúlfur hefur verið í slipp
en fer væntanlega á veiðar um
næstu helgi.
Afli smærri bátanna sem voru
á netum var frekar rýr nú í vor,
en nokkrir voru á línu og var afli
þeirri skaplegri. Ólafur bekkur
landaði 120 tonnum sl. fimmtu-
dag til vinnslu í Hraðfrystihúsi
Ólafsfjarðar, en annars hefur afli
hans verið frekar dræmur og
munar þar mestu um að grálúðu-
veiðin brást að mestu í maímán-
uði. Afli sá sem borist hefur til
vinnslu hjá H.Ó. hefur nægt til
að halda úti nokkuð stöðugri
vinnu viö frystinguna. GG
Aflabrögð á Norðurlandi:
Grálúðan komin í vöm
Heildarafli landsmanna í
maímánuði var um tvö þúsund
tonnum minni en í sama mán-
uöi í fyrra. Þó veiddist meira af
flestum físktegundum, t.d.
5000 tonnum meira af þorski,
en skýringin á samdrættinum
er sú aö grálúðuaflinn var
16.300 tonnum minni nú mið-
að við maí 1989 og hafa Norð-
lendingar orðið áþreifanlega
varir við það.
Heildaraflinn á Norðurlandi í
maí var 15.958 tonn á móti
17.562 tonnum í sama mánuði á
síðasta ári. Grálúðuaflinn var
5.072 tonn á móti 8.431 tonni
sem er verulegur samdráttur í
þessum mikla grálúðumánuði.
Aukning var í öllum öðrum fisk-
tegundum.
í bráðabirgðatölum Fiskifélags
íslands er einnig yfirlit um
heildarafla á árinu. Heildaraflinn
á Norðurlandi janúar-maí er
202.446 tonn á móti 140.303
tonnum á sama tímabili í fyrra.
Þessi mikla aukning er fyrst og
fremst skýrð með mun meiri
loðnuafla á þessu ári. Lítil aukn-
ing er í öðrum tegundum og
verulegur samdráttur í grálúðu
og þorski.
Rækjuveiðar hafa tekið kipp á
Norðurlandi. Fimm fyrstu mán-
uði ársins höfðu 4.423 tonn af
rækju komið að landi á móti
2.710 tonnum á sama tíma í fyrra
og hörpudiskur, sem aðeins var
10 tonn 1989, er nú kominn í 524
tonn. SS
Háskólakórinn með tónleika
annað kvöld í Akureyrarkirkju
einnig tónleikar í Ýdölum á föstudagskvöld
Háskólakórinn lýkur sínu átj-
ánda starfsári með tvennum
tónleikum á Norðurlandi ann-
að kvöld og á föstudagskvöld.
Kórinn verður með tónleika í
Akureyrarkirkju annað kvöld,
fímmtudagskvöld, kl. 20.30 og
að Ýdölum í Aðaldal á föstu-
dagskvöld kl. 20.30.
Segja má að óvenjulega norð-
lenskur bragur sé á kórnum í ár,
því tæpur þriðjungur kórfélaga er
af norðaustanverðu landinu. Á
efnisskránni eru íslensk þjóðlög
og þjóðleg kvæði áberandi. Þar
má nefna útsetningar Hjálmars
Helga Ragnarssonar og Árna
Harðarsonar, en þeir eru báðir
fyrrverandi stjórnendur Háskóla-
kórsins. Einnig má nefna sígild
íslensk lög á borð við Land míns
föður, Hver á sér fegra föður-
land, Heyr himna smiður og Úr
útsæ rísa íslandsfjöll. Ekki er þó
eingöngu íslensk tónlist á efnis-
skránni því kórinn mun einnig
flytja tónlist finnska tónskáldsins
Einojuhani Rautavaara við texta
spánska tónskáldsins Federico
Garcia Lorca.
Stjórnandi Háskólakórsins er
Guðmundur Óli Gunnarsson, en
hann er af hinni frægu þingeysku
Mýrarætt úr Bárðardal. Guð-
mundur Óli hefur hvarvetna hlot-
ið mikið lof fyrir vel unnin störf.
Háskólakórinn hélt á nýliðnum
vetri til Vestfjarða og söng þar á
tónleikum í Bolungarvík, Súða-
vík og ísafirði. Auk tónleikanna
fyrir vestan hélt kórinn í mars
hefðbundna tónleika sína í Lang-
holtskirkju í Reykjavík og í
Hafnarborg í Hafnarfirði.