Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. júní 1990 - DAGUR - 7 Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka: 200 þúsund króna verðlaun fyrir bestu bamabókina Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú í sjötta sinn til samkeppni um handrit að bókum fyrir börn og ung- linga. íslensku barnabóka- verðlaunin 1991 nema 200 þús- und krónum, en auk þess fær sigurvegarinn í samkeppni sjóðsins greidd höfundarlaun fyrir verkið samkvæmt samn- ingi Rithöfundasambands Islands og Félags íslenskra bókaútgefanda. Frestur til að skila handritum í verðlauna- samkeppnina er til 30. nóvember 1990, en verðlauna- bókin inun koma út vorið 1991 á vegum Vöku-Helgafells í tengslum við afhendingu verð- launanna. Þess má geta að ákveðinn hundraðshluti af útsöluverði hverrar bókar rennur til sjóðsins. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður árið 1985. Meginmarkmið sjóðsins er að stuðla að auknu framboði á vönduðu íslensku lesefni fyrir æsku landsins. í þessu skyni efnir sjóðurinn árlega til sagnakeppni og hyggst þannig örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og ung- linga. Höfundur besta handrits- ins að mati dómnefndar hlýtur svo Islensku barnabókaverðlaun- in hverju sinni. Að verðlaunasjóði íslenskra barnabóka standa bókaforlagið Vaka-Helgafell, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar rit- höfundar, Barnabókaráðið (Is- landsdeild IBBY-samtakanna) og Barnavinafélagið Sumargjöf. Formaður stjórnar Verðlauna- sjóðs íslenskra barnabóka er Ólafur Ragnarsson bókaútgef- andi. Pess má geta að í öll skiptin sem íslensku barnabókaverð- launin hafa verið veitt hafa verð- launabækurnar jafnframt verið fyrstu bækur höfundanna. Árið 1986 hlaut Guðmundur Ólafsson verðlaunin fyrir bók sína Emil og Skundi, Kristín Steinsdóttir árið 1987 fyrir bókina Franskbrauð með sultu, Kristín Loftsdóttir árið 1988 fyrir bókina Fugl í búri, Heiður Baldursdóttir hlaut verð- launin fyrir bók sína Álagadalur- inn árið 1989 og nú í vor hlaut Karl Helgason verðlaunin fyrir bókina í pokahorninu. Væntanlegum þátttakendum í samkeppninni unt íslensku barnabókaverðlaunin 1991 skal bent S að ekki eru sett nein tak- mörk varðandi lengd sagnanna og einungis við það miðað að efn- ið hæfi börnum og unglingum. Sögurnar skulu merktar dul- nefni en rétt nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Óskað er eftir að handrit séu send í ábyrgðarpósti og utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka, Vaka-Helgafell, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Með rétt höfundarnöfn innsendra handrita verður farið með sem trúnaðarmál. Ljósmyndasamkeppni í tilefni af 25 ára afmæli Pedromynda á Akureyri efnir fyrirtækið til Ijósmyndasamkeppni í samvinnu við Dagblaðið Dag. Takið þátt í Ijósmyndasamkeppninni! Reglur keppninnar eru einfaldar: ik- Öllum er heimil þátttaka. Myndefni er þátttakendum í sjálfsvald sett. kk Æskileg stærö mynda er 10x15 cm. tsk Keppnin stendur yfir til 15. september nk. ' Tekið er á móti myndum í verslunum Pedromynda í Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 á Akureyri. . & Veitt veröa tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir „lifandi myndefni“ (menn og dýr) og hins vegar fyrir landslag eða form. Dagur áskilur sér rétt til að birta þær myndir sem til álita koma, sér að kostnaðarlausu. iz Úrslit verða tilkynnt um miðjan október. Verðlaunin fyrir bestu mynd í hvorum flokki er myndavél af gerðinni CHINON GENESIS, með aukahlutum, að verðmæti 30 þúsund krónur. Hafnarstræti 98, sími 23520 Hofsbót 4, sími 23324 Strandgötu 31, sími 24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.