Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 20. júní 1990
frétfir
Ný björgunarþyrla:
Samstarfsnefhdin vUl að keypt verði
ný þyrla sambærileg við TF-SÍF
Á síðastliðnum vetri stóðu
nemendur Stýrimannaskólans í
Reykjavík fyrir söfnunarátaki
tii kaupa á nýrri björgunar-
þyrlu, og var öllum áhöfnum,
útgerðaraðilum og smábáta-
eigendum um land allt sent
bréf þar sem farið var fram á
fjárframlag vegna kaupanna.
Með bréfinu var sendur gíró-
seðill og hafa framlög verið að
berast allt til þessa, en við skóla-
slit Stýrimannaskólans í vor var
afhent ein milljón króna, en fyrr
um veturinn höfðu 500 þúsund
krónur verið afhentar í sama
skyni. Kvenfélög víðs vegar um
landið hafa einnig verið að leggja
þessu máli lið með fjárframlög-
um svo og ýmis önnur félaga-
samtök, en upphæð söfnunarfjár
nálgast nú fimm milljónir króna.
Skipaður var starfshópur eða
samstarfsnefnd allra þeirra aðila
sem vinna að björgunarmálum
svo og útgerðarmanna, eða alls
um 17 aðila, sem gera á tillögu
til stjórnvalda um hvernig hyggi-
legast er að standa að þessu máli.
Formaður þessarar samstarfs-
nefndar er Haraldur Henrýsson
hæstaréttardómari og segir hann
að fyrst í stað verði lagt til að
keypt verði önnur þyrla sömu
gerðar og TF-SÍF, en þá þyrlu
sáu Akureyringar hér sl. laugar-
dag við sýningu á björgunarstörf-
um. Ástæða þess er fyrst og
fremst sú að með tveimur þyrlum
aukast líkur á því að alltaf verði
þyrla til taks í neyðartilfellum, en
nýlega þurfti að leita á náðir
varnarliðsins þar sem engin þyrla
var tiltæk.
Pað er svo markmið til lengri
tíma að kaupa björgunarþyrlu
sem getur flutt a.m.k. 20 manns,
en ljóst er að hún kostar jafnvel
hundruð milljóna króna, svo
söfnun sú sem nú er í gangi og
kölluð hefur verið „Þjóðarátak
vegna kaupa á björgunarþyrlu"
getur aðeins orðið sem þrýstingur
á stjórnvöld um að þetta sjálf-
sagða öryggismál sjómanna kom-
ist í höfn.
Á síðasta vetri var samþykkt á
Alþingi þingsályktunartillaga um
könnun á stofnun alþjóðlegrar
björgunarsveitar á Norður-Atl-
antshafi þar sem segir að Alþingi
feli ríkisstjórninni að kanna
möguleika á stofnun alþjóðlegrar
björgunarsveitar með aðsetri á
íslandi sem sinnir björgunarmál-
um á Norður-Atlantshafi. Leitað
verði samstarfs við þær þjóðir
sem mestra hagsmuna hafa að
gæta á þessu sviði. Niðurstöður
könnunarinnar verði lagðar fyrir
fyrir sameinað Alþingi á næsta
löggjafarþingi. Komist þessi
þingsályktunartillaga til fram-
kvæmda er ljóst að hér verður
staðsett björgunarþyrla sem upp-
fyllir þær kröfur sem til slíkra
björgunartækja eru gerðar
a.m.k. hvað stærð varðar.
Þeir sem vilja leggja þessu máli
lið geta snúið sér til sjómannafé-
laganna eða lagt inn á reikning
söfnunarátaksins hjá Sparisjóði
vélstjóra. GG
Áheitasöfnun Neista:
Burðurinn gekk vel
Áheitasöfnun Ungmennafélags-
ins Neista á Hofsósi þann 17. júní
tókst með ágætum. Félagið fékk
um 150.000 krónur í áheitum og
síðan þegar á áfangastað var
komið aflienti hreppsnefndin
Haraldi Jóhannessyni ávísun upp
á 100.000 krónur um leið og hann
steig fram úr. Það má því segja
með sanni að þetta nýstárlega
uppátæki þeirra Neistamanna
hafi heppnast vel og að sögn
Gísla Einarssonar, formanns
félagsins, eru strax farnar að
koma upp hugmyndir um fleiri
frumlegar áheitaferðir.
Ekki voru þeir lengi að fara
þessa 22 kílómetra því að þeir
lögðu af stað með Harald í rúm-
inu um 8.15 og voru komnir á
Hofsós klukkan 13.00. Þá skelltu
sumir úr burðarliðinu sér beint í
kraftakeppni sem var liður í
skemmtidagskrá dagsins enda er
ekki annað að sjá en þetta séju,
hin mestu heljarmenni sem Dag-
ur náði mynd af þegar leiðin var
meira en hálfnuð. Haraldur
skemmti sér víst vel og burðar-
mönnunum einnig þess á milli
sem hann var ekki að taka á móti
áheitum í farsímanum. Heyrst
hefur að gárungar staðarins kalli
hann núna Harald Rúmenigge.
SBG
Frá vinstri: Stefán Haraldsson, Kristján Ásgeirsson, Þórður Haraldsson, Valgcrður Gunnarsdóttir, Sveinbjörn
Lund, Lilja Skarphéðinsdóttir, Þorvaldur Vestmann Magnússon, Bjarni Aðalgeirsson og Jón Ásberg Salómonsson.
Húsavík:
Ný bæjarstjóm á fyrsta fundi
Nýkjörin bæjarstjórn á Húsavík
kom satnan til síns fyrsta fundar
í sl. viku. Aðalmál fundarins
voru formleg kosning bæjar-
stjóra og kosningar í nefndir og
ráð. Bæjarstjóri var kosinn Ein-
ar Njálsson, en hann mun ekki
taka til starfa fyrr en í september
nk. og mun Bjarni Þór Einars-
son, fráfarandi bæjarstjóri
gegna störfum til þess tíma.
Forseti bæjarstjórnar var kjör-
inn Þorvaldur Vestmann, en
hann var efsti maður D-lista í
bæjarstjórnarkosningunum, og
bæjarráð skipa Bjarni Aðal-
„Að liggja á grenjum, er vega-
bréf á flæking,“ sagði Tryggvi
Stefánsson, bóndi að Hallgils-
stöðum í Fnjóskadal, þar sem
hann stóð í túnfætinum ásamt
hundinum Skugga.
„Hér um slóðir verður lítið um
mink í sumar, veturinn sá um
það. Bæði var að harðindi vetrar-
ins drápu hann og eins hitt að
hann sótti heim að bæjum í vetur
og var drepinn. Ég hef tekið eftir
geirsson, Kristján Ásgeirsson og
Þorvaldur Vestmann. Kosningar
í helstu nefndir og ráð urðu eftir-
farandi:
Atvinnumálanefnd: Bjarni Að-
algeirsson, Þórður Haraldsson,
Frímann Sveinsson-, Aðalsteinn
Baldursson og Haraldur Haralds-
son.
Bygginganefnd: Aðalstcinn
Skarphéðinsson, Benedikt Krist-
jánsson, Jón Gestsson, Jóhannes
Jóhannesson og Björn Olgeirsson.
Veitunefnd: Sveinbjörn Lund,
Þórður Haraldsson, Haukur Áka-
son, Einar Jónasson og Gunnar B.
því í vor, að við Þingmannalæk,
þar sem alltaf er fugl og fiskur, er
ekkert um mink.
Við erum ekki farnir að leggj-
ast út á greni enn, en í fyrra
veiddust 30 dýr á Flateyjardals-
heiöi. Ég fer um næstu mánaða-
mót inn á heiðina. Hann Skuggi
minn, sem er með mér hérna, fer
ekki í refinn, en minkurinn er
hans líf og yndi,“ sagði Tryggvi
bóndi og refaskytta. ój
Salómonsson.
Húsnæðisnefnd: Jón Olgeirsson,
Þórður Haraldsson, og Pálmi Jak-
obsson.
Almannavarnanefnd: Svein-
björn Lund og Vilhjálmur Pálsson.
Áfengisvarnancfnd: Sigrún
Hauksdóttir, Tryggvi Jóhannsson,
Hafliði Jónsson, Sverrir Einarsson,
Kristín Sigurðardóttir og Gunnar
Valdimarsson.
Heilsugæslunefnd: Kristrún Sig-
tryggsdóttir, Margrét Hannesdóttir
og Inga K. Gunnarsdóttir.
Jafnréttisnefnd: Sólveig Jóns-
dóttir, Guðlaug Ringsted og Sig-
ríður Guðjónsdóttir.
Æskulýðs- og íþróttanefnd: Lilja
Skarphéðinsdóttir, Arnar Guð-
laugsson, Sigurður Þrastarson, Pét-
ur Helgi Pétursson og Árni Grétar
Árnason.
Héraðsnefnd Suður-Þingeyinga:
Einar Njálsson, Bjarni Aðalgeirs-
son og Hörður Arnórsson.
Umhverbsráð: Tryggvi
Finnsson, Ása Kr. Jónsdóttir, Sig-
urjón Benediktsson, Árni Sigur-
bjarnarson og Dóra Fjóla Guð-
mundsdóttir.
Umferðarnefnd: Sigurgeir Aðal-
geirsson, Þórhallur Aðalsteinsson,
og Guðmundur Salómonsson.
Hafnarstjórn: Bjarni Aðalgeirs-
son, Olgeir Sigurgeirsson, Guð-
mundur A. Hólmgeirsson, Hörður
Arnórsson og Þorgrímur Sigur-
jónsson. óhú
Tryggvi á Hallgilsstöðum:
„Að Uggja á grenjum
er vegabréf á flæking“
Þetta kostulega uppátæki gaf Ungmennafélaginu Neista alls 250 þúsund
krónur í aðra hönd. Mynd: SBG
Hótel Áning á Sauðárkróki:
Koníaksstofa opnuð
Koníaksstofa var opnuð sl. laug-
ardagskvöld á Hótel Áningu sem
er sumarhótel í heimavistarhús-
næði Fjölbrautaskólans á Sauðár-
króki. Um leið var því fagnað að
síðasta álma heimavistarinnar er
fullkláruð og hægt að taka hana í
notkun fyrir hótelið. Við þetta
tækifæri söng Jóhann Már Jó-
hannsson nokkur lög við undir-
leik David Knowles og hljómaði
það vel í hinni nýju koníaksstofu.
17. júní var síðan bæjarbúum
boðið að skoða húsakynni hjá
Hótel Áningu og fá sér kaffi og
vöfflur á eftir. Um þrjú hundruð
manns komu og var fólk almennt
frekar undrandi yfir því hve stórt
og vistlegt þetta húsnæði er orð-
ið. SBG