Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 5
 Miðvikudagur 20. júní 1990 - DAGUR - 5 Akureyri: Bíógestur kvartar yfir þjónustu Borgarbíós „Ég hef lengi ætlað að láta í mér heyra varðandi þjónustu Borgarbíós á Akureyri sem mér finnst í mörgu mjög ábóta- vant. Fyrir það fyrsta vil ég nefna að auglýsingamál bíósins virðast í ólestri. Myndir eru mjög illa aug- lýstar og vil ég þar nefna að bíóið hefur ekki fastan auglýsingadálk í Degi, eina dagblaðinu hér fyrir norðan. Mér finnst satt að segja ekki ofverkið hjá þeim Borgar- bíós-mönnum að hafa fasta aug- lýsingu í blaðinu. Þjónusta við bíóáhugamenn myndi að minnsta kosti batna þó nokkuð við það. Borgarbíó hefur auglýst í auglýs- Fótboltaáhugamaður hringdi. „Ég vil leyfa mér að vekja athygli á slæmum vinnubrögðum vallaryfirvalda á Akureyrarvelli. Það er með afbrigðum hvimleitt að varamenn utanbæjarliða skuli alltaf vera reknir út af vellinum í leikhléi þegar þeir ætla að hita upp. Það er engu líkara en vallar- starfsmenn haldi að völlurinn sé heilagur og enginn óboðinn megi þar stíga niður fæti. Ég fór á leik KA og Víkings í síðustu viku var og þar var varamönnum gestanna vísað út af vellinum þegar þeir ætluðu að hita upp í hléinu. Svona framferði er hreinasta ókurteisi og viðgengst ingasneplum á Akureyri, en ég hef þá trú að þær auglýsingar missi verulega marks. Varðandi þá þjónstu að hafa símsvara sem gefur upplýsingar um myndir bíósins er jjað að segja að oft á tíðum eru upptökur mjög óskýrar og því erfitt að skilja skilaboðin. Þannig vill til að ég bý fyrir utan Akureyri og því á ég í erfið- leikum með að nálgast miða á sýningar. Ég lenti í því einu sinni í vetur þegar ég ætlaði mér á sýn- ingu í Borgarbíói kl. 21 að búið var að færa myndina fram um korter. Þessi breyting hafði ekki verið fyrirfram auglýst og kom hvergi annars staðar. Nú hljóta íþróttafélögin að leigja völlinn í hvert skipti og af því leiðir að það er ekki vallarstarfsmanna að vísa gestunum af vellinum. Það eru að verða tuttugu ár síðan ég fór að fara á völlinn og þessir ágætu vallarstarfsmenn hafa alltaf verið við sama hey- garðshornið. Mér finnst í góðu lagi að fara að taka þá ærlega í gegn. I leiðinni vil ég benda því fólki hér á Akureyri sem fer á völlinn að það er allt í lagi að hvetja sitt lið. Á þriðjudagskvöldið fór loks að ganga upp hjá KA-mönnum þegar heyrðist í áhorfendum.“ bæði mér og öðrum í opna skjöldu. Fyrst ég er byrjaður að gagn- rýna þjónustu Borgarbíós er vert að benda forráðamönnum þess á að mjög oft kemur fyrir að vantar salernispappír á salerni og hand- þurrkur eru oft á þrotum. Þá má ég til með að bæta því við að allt- of oft er drepandi kuldi í bíósaln- um meðan á sýningum stendur og fólk beinlínis skelfur á beinun- um. Niðurstaða þessarar hugleið- ingar er sú að þjónusta Borgar- bíós er slæleg og það virðist ljóst að aðstandendur þess vantar mjög aðhald og samkeppni. Ég leyfi mér að fullyrða að ef ég ætti kost á að fara í annað bíó myndi ég örugglega gera það. Svona í lokin. Ég hef nefnt hér nokkur atriði sem betur mættu fara. í raun er hér um að ræða smáatriði sem auðvelt er að bæta úr. Ég vil því hvetja forráðamenn Borgarbtós að taka sig saman í andlitinu og bæta sitt ráð hið fyrsta.“ Reiður fótboltaáhugamaður á Akureyri: Vallarstarfsmeim hugsi sinn gang Akureyri: Mormónar í trúboðsferð „Góðan daginn. Hafið þið séð þessa tvo ungu menn í jakkaföt- um labbandi á götum Akureyrar? Ef svo er, hafið þið þá íhugað hvers vegna þeir eru hér og hvað þeir eru að gera? Við erum tveir trúboðar á veg- um Kirkju Jesú Krists hinna síð- ari daga heilögu (Mormónar). Þið hafið tekið eftir því að andlit- in breytast, en fatatískan hefur ekki breyst neitt. Við erum átta hér á íslandi núna og aðeins tveir okkar eru hér á Akureyri. Hinir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ég heiti Byron (Bærón) Smith frá Central, Árizona í Bandaríkj- unum (til hægri á myndinni). Ég hef verið á Islandi í eitt ár, að mestu leyti í Reykjavík og ná- grenni hennar. Ég kom til Akur- eyrar strax eftir síðustu áramót. Ég er mjög ánægður með dvöl mína á Islandi þótt á þessum vetri hafi ég séð meiri snjó en ég hef séð alla mína ævi. í Arizona er heitt loftslag svo ég lærði mik- ið á einum vetri um kuldann, sér- staklega íslenska kuldann. Ég er ánægður með tækifærin sem ég hef haft að hitta og tala við marga Islendinga. Ég hlakka til þess að vera hér á landinu ann- að sumar og mitt fyrsta sumar hér á Norðurlandi. Ég elska sólskinið og öll þau tækifæri sem það mun gefa mér af því mér finnst svo gaman að íþróttum. Áður en ég kom til landsins tók ég þátt í amerískum fótbolta, körfubolta, hornabolta og ýmsum öðrum íþróttum. Mér finnst gaman að horfa á og taka þátt í alls konar íþróttum. Síðan ég kom hingað, hef ég fengið mjög mikinn áhuga á handbolta, sem er nánast óþekkt íþrótt í Bandaríkjunum og er rétt að byrja þar. Ég hef Jeffrey B. Marks og Byron Smith: Trúboðar á vegum „Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu". þennan áhuga á íþróttum frá pabba mínum og sama er að segja um þrjá eldri bræður mína. Mér finnst líka ofsalega gaman að tónlist. Ég hef spilað á tromp- et í níu ár og sungið í fimm ár. Ég sakna þess mikið. Ég er yngstur af tíu systkinum og þau eiga þrjátíu og fimm börn samtals. Ég er mjög ánægður með að koma frá svona stórri og samheldinni fjölskyldu. Það er mjög erfitt að vera í burtu í smá tíma (tvö ár) en þau styðja mig með bréfum og tveimur símtöl- um á ári. Ég heiti Jeffrey B. (Brynjar) Marks (til vinstri á myndinni). Ég byrjaði að starfa í Reykjavík fyrir sex mánuðum og er nýkom- inn til Akureyrar. Mér hefur allt- af þótt gaman að vera úti við og finnst ísland draumi líkast. Ég er líka skáti í Bandaríkjunum og þannig hef ég fundið hamingju með því að hjálpa öðrum í þjón- ustu. Vonandi get ég fengið tæki- færi til að tjalda á þessu fallega landi. Mér finnst gaman að starfa á meðal íslenskra fólksins og ég hef notið allrar þeirrar vináttu sem mér hefur verið sýnd hér. Ég kem frá smárri og sam- tengdri fjölskyldu í Salt Lake City, Utah í Bandaríkjunum. Ég held að foreldrar mínir og yngri bróðir hafi orðið mjög hissa þeg- ar þau heyrðu að ég fékk köllun til að fara til íslands sem trúboði. Ég er ennþá hissa. Ég er ofan á hnettinum ef svo má segja. Ég hef líka spilað golf í tóll' ár. Ég hélt að trúboð á íslandi væri kraftaverkatækifæri til að spila uppáhalds íþrótt mína með snjó- bolta! Ég var mjög spenntur að frétta að golfvöllur væri hér á Akureyri og að hann er nyrsti völlurinn á jörðinni. Ég vona að ég geti fundið tíma til þess að skemmta mér á þennan hátt í sumar. Ég er mjög ánægður og þakklátur fyrir tækifærið til að þjóna ykkur sem hér búið og fyrir þann stuðning sem fjölskylda mín veitir mér frá degi til dags. Ég hlakka til dvalar minnar hér á Akureyri og sérstaklega til þess tækifæris að fá að hitta sem flest ykkar. Okkur langar til að hitta ykkur og segja ykkur frá ástæðum þess að við komum til íslands sem trúboðar. Kirkjan okkar er krist- in kirkja. Trúboðið hófst nítján hundruð og fimm. Kirkjan vex daglega hér á landi sem annars staðar í heiminum. Við starfrækj- um deildir eða greinar í Reykja- vík, Keflavík og hér á Akureyri. Hér á Akureyri eru samkomur í Laxagötu 5 kl. 11 á sunnudögum. Allir eru velkomnir. Ef þið hafið spurningar eða áhuga á að vita meira erum við reiðubúnir að veita ykkur upplýsingar. Við eig- um heima í Löngumýri 14 (niðri) og síminn er 27143. Gjörið svo vel að hringja í okkur hvenær sem er.“ Jeffrey B. Marks og Byron Smith. Kattaeigendur: Haldíð köttimum iirni á nóttmmi Inga hringdi: „Ég vil eindregið beina þeim til- mælum til kattaeigenda að þeir haldi köttunum inni á nóttunni á þessum árstíma. Það verpti þröstur í garðinum hjá mér og það voru komnir fjórir ungar sem allir fylgdust spenntir með. Við reyndum að gæta þeirra og geng- um svo langt að það lá við að við hefðum vaktaskipti til að reka kettina í burtu. Þetta dugði ekki til og allir ungarnir eru farnir. Það er veruleg sorg hér og í hús- unum í kring. Ég er reglulega sár yfir því að fólk skuli ekki geta gætt gæludýra sinna, þetta eru rándýr á nóttunni. Það er meiri umferð á daginn og þá voga kett- irnir sér síður að gera þetta." Opið bréf til bæjarstjórnar Akureyrar: Af hverju var vimmtími unglinga styttur um helming? „Við viljum fá skýringu á því af hverju vinnutími 15 ára unglinga var styttur um 3Vi klukkustund á dag. Við mætt- um full af krafti, viðbúin því að vinna í 7 klukkustundir á dag (eins og gert var ráð fyrir þegar við réðum okkur hjá Akureyrarbæ) en þegar hefja átti störf var okkur sagt að vinnutími okkar hefði verið styttur um 3Vi klukkustund á dag. Okkur var ekki gefin nein skýring á þessu tiltæki og ekki vorum við látin vita fyrr en við mættum fyrsta vinnudaginn! Mánaðarlaun okkar voru minnk- uð um helming, við áttum að fá um 30.000 krónur í mánaðarlaun en fáum núna 15.000 krónur, um 200 krónur í tímakaup (skatta- frádráttur er ekki í þessum tölum). Þessi fyrsti „vinnudagur" var þriðjudagurinn 5. júní og ekki eru miklir möguleikar á að 15 ára unglingar fái vinnu þegar komið er fram í júní. Hvaða full- orðin manneskja myndi láta bjóða sér svona framkomu!?! Við erum að vísu bara „15 ára krakkar“, en manneskjur líka! Við höfum gert okkar áætlanir um framtíðina en því miður þurf- um við ábyggilega að breyta þeim mikið eftir þetta.“ Takk fyrir! Ásdís Eydal, Rut Viktorsdóttir. Ungarí klóm katta Karlmaður koni á ritstjórn Dags og kvaðst mjög sár yfir örlögum þrastafjölskyldu sem hafði búið um sig í garði hans. Ungarnir lentu í klóm katta og vildi maður- inn skora á fólk að gæta þessara gæludýra sinna betur og helst að halda köttunum inni á þeim tíma þegar þrestirnir eru að koma ungum á legg. rfW'f KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 HÚSBRÉF Kaupum og seljum húsbréf og veitum hverskonar ráðgjöf varðandi viðskipti með húsbréf. Sölugengi verðbréfa þann 20. júní. Einingabréf 1 4.926,- Einingabréf 2 2.688,- Einingabréf 3 3.246,- Skammtímabréf 1 ,668

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.