Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 20. júní 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: F'RlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Sjávarútveguriim
o g þjóðarbúið
Sjávarútvegur er þýðingarmesta undirstaða lífs-
afkomu íslendinga. Afkoma og skipulag þessar-
ar mikilvægu atvinnugreinar er því eitt helsta
hagsmunamál þjóðarinnar til langrar framtíðar.
Sveiflur í afkomu sjávarútvegs hafa bein áhrif á
afkomu þjóðarinnar allrar. Þegar illa árar í sjáv-
arútvegi ríkir kreppa í efnahags- og atvinnulífinu
í heild. Þegar á hinn bóginn gengur vel í sjáv-
arútvegi ríkir góðæri um land allt. Þetta helgast
einfaldlega af því að útgerð og fiskvinnsla leggja
til langstærstan hluta útflutningstekna þjóðar-
innar. Engin atvinnugrein kemst í hálfkvisti við
sjávarútveginn hvað mikilvægi snertir.
Ætla mætti að sérhver íslendingur gerði sér
grein fyrir þessum staðreyndum, svo augljósar
sem þær eru. Svo er þó ekki. Allt of margir virð-
ast hreinlega hafa gleymt því að sjávarútvegur
er undirstaða flestra annarra atvinnugreina hér
á landi. Þeim er hollt að minnast þess að við get-
um ekki lifað af því að þjónusta hvert annað.
Undirstaðan verður að vera fyrir hendi.
Sem fyrr segir ráðast þjóðartekjur okkar að
verulegu leyti af afkomu sjávarútvegsins. Þess
vegna er alls ekki óeðlilegt þótt miklum tíma sé
eytt í ræða hvernig bæta megi hana og auka þar
með þjóðartekjurnar. Heilbrigð skynsemi segir
okkur að með því að að bæta nýtingu sjávar-
fangs, lækka tilkostnað atvinnugreinarinnar og
framleiða sem verðmætastar afurðir, megi auka
þjóðartekjurnar verulega og bæta þar með
almenn lífskjör í landinu. Frumskilyrðið er þó
auðvitað að sjávarútvegurinn búi við sem heil-
brigðust og eðlilegust rekstrarskilyrði svo hann
geti sem best þjónað mikilvægu hlutverki sínu.
A það hefur talsvert skort á undanförnum árum.
Núverandi ríkisstjórn gerði sér grein fyrir því
hvar skórinn kreppti í atvinnulífinu. Hennar
fyrsta verk, eftir að hún kom til valda, var að
hefja markvisst starf í því skyni að treysta hag
sjávarútvegsins. í þeim efnum hefur henni orðið
vel ágengt. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa ann-
ars vegar falist í því að bæta almenn rekstrarskil-
yrði greinarinnar og hins vegar í því að leysa
vanda verst settu útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækjanna með skuldbreytingum, endurfjár-
mögnun og hagræðingu af ýmsu tagi. Jafnframt
hefur ríkisstjórnin, með Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í broddi fylkingar, unnið
markvisst að endurskoðun fiskveiðistefnunnar.
Afrakstur þeirrar endurskoðunar eru ný lög um
stjórn fiskveiða, sem samþykkt voru á Alþingi á
síðustu starfsdögum þess fyrir þinglausnir í vor.
Það er vissulega vandasamt að marka fiskveiði-
stefnu sem hefur hagsmuni heildarinnar að leið-
arljósi en tekur jafnframt tillit til ólíkra hags-
muna og byggðarlaga. Engu að síður má fullyrða
að vel hafi til tekist, þótt aldrei verði allir á eitt
sáttir. BB.
álver eða vetnisver
Nýtt
Því hefur verið haldið fram
undanfarið að lífskjör okkar
íslendinga í framtíðinni velti ekki
á matvælaframleiðslunni, land-
búnaði eða fiskveiðum, svo sem
verið hefur hingað til, heldur á
sölu orkunnar, sem við eigum
yfrið nóg af, en höfum einungis
nýtt að litlum hlúta. Það kann að
vera rétt að orkunýtingin muni
ráða mestu um lífskjörin í fram-
tíðinni, en það er hins vegar fá-
sinna að halda að matvælafram-
leiðslan verði lítilvæg hér á
norðurhjara. Aukin mengun í
heiminum veldur því að holl mat-
vara verður dýrmæt framtíðar-
framleiðsla.
Orkusalan
Þegar rætt er um orkusölu til
gjaldeyrisöflunar hafa menn
horft til þess að hugsanlega megi
selja raforkuna til útlanda eftir
sæstreng. Menn hafa bundið von-
ir við nýja og betri tækni til orku-
flutninga, svo sem ofurleiðara
eða leysigeisla, en líklega er langt
í að slík tækni verði okkur að
gagni. Hins vegar virðist ekki
fráleitt að koma megi rafmagni
eftir sæstreng til Skotlands um
Færeyjar, en þetta er um 900 km
leið. Gallinn er reyndar sá að
Breta skortir ekki orku sem
stendur, og sæstrengurinn yrði
okkur dýr.
Álverið
Mikið hefur verið deilt á þá
óráðsíu að selja fisk óunninn úr
landinu í stað þess að láta lands-
menn njóta vinnu og landið þess
virðisauka sem kæmi af full-
vinnslu. Segja má að á sama hátt
sé óviturlegt að láta orku fall-
vatnanna streyma óunna eftir
strengjum til útlanda. Menn hafa
því leitað orkufreks iðnaðar sem
gæfi hagnað af orkusölu og skap-
aði atvinnu í Iandinu. Því miður
hafa menn ekki komið auga á
neitt nema álbræðslu, sem reynd-
ar er þegar einn aðalþáttur þess
orkufreka iðnaðar sem fyrir er í
landinu. Ekki veit ég hvers vegna
menn hafa einungis staðnæmst
við álbræðslu, en hef getið mér
þess til að hún hljóti að vera ein-
asti eða hagkvæmasti kosturinn
sem býðst í dag. Ég læt mér
einnig detta í hug að menn vilji
fara auðveldustu leiðina, þá sem
þeir hafa reynslu af og þurfi að
leggja minnsta vinnu í. Það kom
reyndar fram hjá fulltrúa Mark-
aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis-
ins og Landsvirkjunar, sem var
hér á fundi fyrir nokkru, að þeir
hafa verið svo uppteknir af að
koma hér upp álveri að þeir hafa
nánast ekki haft nokkurn tíma til
að kanna aðrar leiðir í orkufrek-
um iðnaði. Álbræðsla hefur að
mínu mati þrjá megingalla sem
gera hana óhentugan kost í
atvinnulífi okkar íslendinga.
Hún byggir á innfluttu hráefni,
mengar umhverfið og hana verð-
ur að byggja í það stórum eining-
um að hún kemst hvergi fyrir
nema á tveimur þéttbýlustu stöð-
um landsins, þ.e. í grennd við
Reykjavík og Akureyri. Önnur
landsvæði virðast þar úr leik og
hljóta að dragast meira afturúr.
Auk þess hef ég ekki séð óyggj-
andi sannanir fyrir því að þjóðin
muni hagnast á þessu fyrirtæki.
Yetnisverið
Fyrir nokkrum dögum kynnti
prófessor Bragi Árnason annan
orkufrekan iðnað á fundi á Akur-
eyri. Um er að ræða iðnað sem
nýtir orku til að vinna vetni úr
vatni. Til þess þarf mikla orku.
Vetnið er orkuríkt og síðan má
flytja það út og vinna þar orkuna
úr því með bruna. Við bruna
myndar það einungis hreint vatn.
Að sönnu er vetnið eldfimt og
nokkuð varasamt í flutningum,
en verði slys munu þau í flestum
tilvikum valda minna tjóni en slys
af völdum bensíns eða olíu.
Bruninn er staðbundinn og
„mengunarvaldurinn" er vatn.
Annaðhvort má brenna vetnið til
orkuframleiðslu, hita eða
raforku, eða nota það beint sem
eldsneyti til dæmis á bifreiðar.
Útblástur bifreiðanna yrði vatn.
Þjóðverjar, sem eru í orku-
kreppu, eru að setja í gang- til-
raunaverkefni með vetnisfram-
leiðslu, og hyggjast kaupa vetni
frá Kanada og borga talsvert
meira fyrir orkuna en við munum
fá í væntanlegri álbræðslu. Mér
sýnist að hér sé kominn orkufrek-
ur iðnaður sem við ættum að líta
til vegna þess að á honum eru
ekki þeir þrír annmarkar sem
nefndir voru á álbræðslunni.
Hráefnið er innlent, framleiðslan
eða aukaafurðir menga ekki
umhverfið og þessar verksmiðjur
má byggja af ýmsum stærðum og
því víða um landið. Sé orkuverðið
hærra en við álbræðsluna ætti
þjóðarbúið að hagnast meira en á
álversbyggingu. Eg get þó séð tvo
galla á vetnisveri samanborið við
álver, vetnisframleiðslan er lík-
lega ekki eins mannfrek og undir-
búningsvinna er ekki hafin hjá
íslenskum stjórnvöldum.
Bjarni E. Guðleifsson.
Höfundur er ráðunautur á tilraunastöðinni á
Möðruvöllum.
Veguriiin
í dagblaðinu Degi 24. maí síðast-
Iiðinn, er pistill sem virðist vera
viðtal við Sigríði Bjarkadóttur.
Þar lýsir hún ástandi vegarins að
Vistheimilinu Sólborg það er
engu orði ofaukið í þessum pistli,
en margra orða vant.
Ég ætla nú að reyna að bæta
svolítið úr því, þar sem ég er orð-
inn þreyttur á að heyra sífellt tal-
að um veginn en aldrei um alvör-
una í málinu.
Það alvarlega í málinu er, að
Vistheimilið Sólborg með eitt-
hundrað og tuttugu starfsmenn
og fjörutíu vistmenn er ekki í
sambandi við holræsakerfi Akur-
eyrar, heldur er þarna rotþró.
Það hagar þannig til þarna að rot-
þróin stendur hærra en vegurinn
að Sólborg og vill það henda að
frá þrónni renni yfir veginn. Þeg-
ar það gerist, liggur þetta úr-
rennsli á veginum þar sem yfir-
borð hans er með þeim hætti að
þar myndast auðveldlega pollar.
Um þennan veg í þessu ástandi
þurfa vistmenn og starfsmenn að
fara í sínum daglegu gönguferð-
um að og frá heimilinu. Það gefur
augaleið að þarna er ekki hafður
hollur háttur á. Það þarf vart að
útskýra hvað gerist þegar þessir
mörgu fætur bera þetta inn á gólf
heimilisins. Það eru til vistmenn
sem eyða hluta úr degi á gólfi við
leik og störf vegna þess að það
hentar þeim vegna þeirra fötlun-
ar sem þeir búa við.
Það má segja að þegar fyrr-
greint ástand skapast þá er
athafnasvæði þessara vistmanna í
beinu sambandi við rotþró heim-
ilisins. Ég vil taka fram vegna
þess sem ég skrifa hér að hrein-
læti er í mjög góðu lagi á heimil-
inu og miklu fé og fyrirhöfn eytt í
að viðhalda því.
Þó verður að telja að Vist-
heimilið Sólborg búi við
umhverfisagnúa sem ekki verður
lengur unað við.
Ég veit að tæknimenn bæjarins
hafa ítrekað reynt að fá fé til að
bæta úr þessu, en jafnvel fengið
neitun. Það er svolítið óþægilegt
fyrir mig, þegar fyrrgreint ástand
varir að vita af bakteríuslóðanum
í eldhús mötuneytisins. Ég er
samkvæmt lögum ábyrgur fyrir
hollustuháttum í eldhúsi mötu-
neytisins og þarf að svara þar um
fyrir sakadómi ef út af bregður.
Hinir pólitísku fulltrúar sem
með valdi sínu koma í veg fyrir
úrbætur í þessu máli bera aftur á
móti enga ábyrgð. Með tilvísun
til framanritaðs vil ég leyfa mér
að kalla til leiks í þessu máli heil-
brigðisfulltrúann Valdimar Bryn-
jólfsson. Ég vil leyfa mér að
skora á heilbrigðisfulltrúann að
setja á þennan hóp pólitískra
fulltrúa, þumalskrúfur í krafti
síns embættis, svo úrbætur fáist í
þessu alvarlega máli.
Það er eins og ég sagði í upp-
hafi, þetta er meira en vegar-
spotti.
Það sem ég hef ritað hér á við
það umfang sem verið hefur á
starfsemi Sólborgar, en nú liggur
fyrir að taka í notkun nýbyggða
sundlaug hér á staðnum og hvað
þá gerist veit enginn.
Brynjólfur Brynjólfsson,
matráðsmaður
Vistheimilinu Sólborg.