Dagur - 20.06.1990, Blaðsíða 12
Kodak
Express
Gæóaframköllun
Tryggðu f ilmunni þinni
Jbesta GPedí6myndir'
. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, simi 23324.
Akureyri, miðvikudagur 20. júní 1990
Fjöldi erlendra kylfmga á Arctic-open:
Ritstjóri Golf Dlustrated
Weekly gengur í það
heilaga í Minjasafiiskirkjuimi
Á föstudagskvöldið hefst hið
árlega Arctic-golfmót Golf-
klúbbs Akureyrar á Jaðarsvelli
sem er nyrsti 18 holu golfvöllur
í heimi, en þetta mót hefur
verið haldið um Jónsmessuna
síðan 1986. Að þessu sinni er
búist við allt að þrjátíu erlend-
um kylfingum auk erlendra
blaðamanna.
Mótið verður sett á fimmtu-
dagskvöldið kl. 20.00, en keppni
hefst svo á föstudagskvöldið kl.
20.00, og verða því allir kepp-
endur væntanlega byrjaðir að
spila um miðnættið, en þeir síð-
ustu lokið keppni um þrjúleytið.
Á laugardeginum hefst keppnin
eftir hádegið og unt kvöldið verð-
ur svo verðlaunaafhending og
kvöldverður.
Keppendum verður gefinn
kostur á að fara í sjóstangaveiði á
föstudeginum eða fara í skoðun-
arferðir í samráði við Ferðaskrif-
stofu Akureyrar, en á fimmtu-
dagskvöldið fer fram teighögga-
keppni í Grímsey, þ.e. keppni í
því að slá lengsta upphafshöggið
norður yfir heimskautsbauginn.
Bifreið af gerðinni Opel-
Vectra GL 4ra dyra með 1600 vél
að verðmæti kr. 1.245 þúsund
gefin af Jötni hf. og Þórshamri
hf., hlotnast þeim kylfingi sem
tekst að fara holu í höggi, en auk
þess verða veglegir bikarar veittir
sigurvegurum mótsins.
Erlend blöð hafa sýnt þessu
móti nokkurn áhuga eins og t.d.
Wall Street Journal og Golf Illu-
strated Weekly, en ritstjóri þess,
Mr. Elsey, mun ganga í heilagt
hjónaband í Minjasafnskirkjunni
á Akureyri á laugardagsmorgun-
inn kl. 11.00, en Jón Baldvinsson
sendiráðsprestur í London gefur
brúðhjónin saman.
Nú þegar eru farnar að berast
fyrirspurnir um Arctic-mótið
1991, en um 100 manns frá Kan-
ada hafa þegar boðað komu sína.
Auk þess má m.a. búast við
keppendum frá Japan og Ástral-
íu, en Australian Associated
Press heldur uppboð árlega
tengdu golfmóti, en einn vinning-
urinn er ferð á Arctic-open. GG
Aðild Kísiliðjunnar að Serkjum á Blönduósi:
Ákvörðun verður tekin í ágústmánuði
„Af sérstökum ástæðum kom-
ust aöalstjórnarmenn Man-
ville ekki á stjórnarfundinn en
þeir óskuðu eftir að við
afgreiddum þetta mál ekki að
þeim fjarstöddum. Erindið
Þungatak-
markanirá
Lágheiði
Vegurinn um Lágheiði hefur
verið opnaður, en á honum eru
þungatakmarkanir ennþá
vegna aurbleytu.
Nokkuð er uin liðið frá því að
Lágheiði var rudd, en þar var
óvenju snjóþungt í vor. Á föstu-
daginn var umferð hleypt á heið-
ina, en á veginum er tveggja
tonna öxulþungi. Samkvæmt
upplýsingum vegagerðarinnar er
leiðin sæmilega greiðfær fólksbíl-
um og Iéttum jeppum. Þyngri
umferð verður ekki hleypt á
heiðina fyrr en vegurinn þornar
betur. EHB
verður því tekið fyrir á næsta
stjórnarfundi sem þeir koma á
hingað til lands, væntanlega í
ágúst,“ segir Björn Jósef Arn-
viðarson, stjórnarformaður
Kísiliðjunnar í Mývatnssveit,
aðspurður um afgreiðslu á
erindi um aðild fyrirtækisins
að pappírspokaverksmiðjunni
Serkjum hf. á Blönduósi.
Þetta mál snýst um að Kísiliðj-
an leggi fram hlutafé í rekstur
Serkja og kaupi jafnframt poka
af fyrirtækinu. Staða Serkja er
mjög slæm en með tilkomu við-
skipta við Kísiliðjuna yrði rekstr-
inum borgið þar sem framleiðsl-
an myndi tvöfaldast frá því sem
nú er.
Kísiliðjan hefur um langan
tfma keypt poka fyrir framleiðsl-
una af fyrirtæki í Finnlandi.
Björn Jósef segist ekki sjá neitt
því til fyrirstöðu að viðskipti við
Serki geti hafist strax, samþykki
stjórnin erindið.
„En það sem okkur skiptir
mestu máli er að fá gæðavöru
enda kísilgúrinn þannig vara að
■ekki er hollt að hann leki úr pok-
unum. Af þeim gögnum sem við
höfum fengið frá Serkjum bendir
allt til þess að þar verði hægt að
framleiða poka sem uppfylla
okkar skilyrði en þetta ásamt
fleiri atriðum þarf að skoða
betur. Spurningin er líka um
samkeppni í verði en ég legg
áherslu á að þetta mál er allt á
byrjunarstigi," segir Björn Jósef.
JÓH
Saurbæjarhreppur:
Sigurgeir kjörinn oddviti
Nýkjörnar hreppsnefndir Öng-
ulsstaðahrepps og Saurbæjar-
hrepps í Eyjafirði komu saman
til funda í lok síðustu viku. Þar
völdu hreppsnefndirnar odd-
vita jafnframt því sem kosnir
voru fulltrúar í nefnd sem
vinna mun að sameiningu
sveitarfélaganna þriggja fram-
an Akureyrar.
Birgir Þórðarson var endur-
kjörinn oddviti Öngulsstaða-
hrepps en Sigurgeir Hreinsson
verður oddviti Saurbæjarhrepps
og tekur hann við oddvitastarfinu
af Auði Eiríksdóttur.
Fulltrúar Öngulsstaðahrepps í
sameiningarnefndinni eru Birgir
Þórðarson og Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson en fulltrúar Saurbæj-
arhrepps eru Sigurgeir Hreinsson
og Svanberg Einarsson. JÓH
„Sjórinn gefur afl“
„Ég byrjaði að vinna í fiski ungur og þurfti að standa á hæðarmun.
Nú er ég orðinn 82ja ára og er enn að,“ sagði Jóhann Stefánsson, sjó-
maður, þar sem hann sat á bryggjusporðinum og var að verka grá-
sleppunet. „í fyrra veiddi ég í 18 tunnur af grásleppuhrognum og í
vor er aflinn orðinn 11 tunnur, svo þetta er heldur minna. Stjórnun
grásleppuveiðanna er slæm og sölumálin hafa ekki gengið sem
skyldi. Réttara væri að gefa mönnum leyfi til að veiða visst magn,
en miða ekki við fjölda neta í sjó á hvern bát. Ég man tímana
tvenna, en þó er alltaf jafn gott og heilsusamt að vinna við og á sjó,
hann gefur afl,“ sagði Jóhann Stefánsson frá Grenivík. ój
Akureyri:
Mikið atvinnu-
leysi hjá
verslunarfólld
Ríilega fimmtíu manns eru á
atvinnuleysisskrá hjá Félagi
verslunar- og skrifstofufólks á
Akureyri. Þetta er heldur
skárra ástand en í vor, en Jóna
Steinbergsdóttir, formaður fé-
lagsins, man þó ekki eftir svo
miklu atvinnuleysi meðal fé-
lagsmanna.
„Þetta er allt of mikið. Ég hef
alltaf verið að vona að það myndi
rætast úr þessu og ég geri reyndar
ráð fyrir að eitthvað af þessu
fólki komist í afleysingar í
suntar," sagði Jóna.
Hún sagði að svo virtist sem
færri félagar í Félagi verslunar-
og skrifstofufólks kæmust í sunt-
arafleysingar miðað við undan-
farin ár og þótt dálítið hafi fækk-
að á lista atvinnulausra þá sagði
hún að nýtt fólk hefði einnig
komið inn, sérstaklega skólafólk.
SS
VopnaQörður:
Byggður leikskóli
og þriðji áfangi
dvalarheimilis
fyrir aldraða
„Framkvæmdir eru komnar í
gang hér. Hér er verið að
leggja gangstéttir og við erum
að fara að byrja á mikilli við-
gerð á grunnskólanum,“ sagði
Sveinn Guðmundsson, sveitar-
stjóri á Vopnafirði.
Leikskólabygging er einnig á
dagskrá á Vopnafirði í sumar svo
og þriðji áfangi dvalarheimilis
aldraðra, sem Vopnafjarðar-
hreppur stendur straum af í sam-
vinnu við Skeggjastaðahrepp og
ríkið. í þessum þriðja áfanga,
sem er á tveim hæðum, verða
íbúðir fyrir aldraða á efri hæð og
stækkun á sjúkradeild á neðri
hæð. „Óneitanlega er þessi bygg-
ing dýr, en við fáum lán úr Hús-
næðisstofnun og Framkvæmda-
sjóði aldraðra,“ sagði Sveinn.
óþh
gongur tvprtur ígjpgnum, er eitt
satt paradís.
Á Grimsey fer sólin ikki niður-
um havsbrúnna um summarið. Á
Kiwanismenn í Grímsey í „heimspressunni“ í Færeyjum:
„Polarsirkulin gongur tvortur ígjognum“
búmerki Kiwanis á oynni hava
teir avmyndað sólina sum tekin
um ljósu tíðina, har hon ikki fer
niður hesa ársins tíð.
14 félagar úr Kiwanisklúbbn-
um Grími í Grímsey voru í
heimsókn í Færeyjum frá 10.
til 12. júní sl. í boði færeyskra
Kiwanismanna. í færeyska
blaðinu „Dimmalætting“ 12.
júní sl. er heimsókn þeirra
gerð nokkur skil.
í „Dimmalætting“ segir að
ferðin hafi verið farin í skiptum
fyrir ferð sem konur þeirra
Grímseyinganna fóru til Reykja-
víkur í vetur. En lítum nánar á
hvað blaðið segir m.a. um heim-
sóknina:
„Hóvuðsvinnan á oynni er
útróður og nakað av landbúnaði.
Fuglaríkidpmi á hesi norðastu
oyggj íslands, har polarsirkulin
Eitt af tí, sum liggur Kiwanis-
felagsskapinum fremst í huga í
lötuni, er svimjihylur, serliga ætl-
aður b0rnunum. Hvussu untráð-
andi tað er að duga at svimja,
vita grimseyingar alt um, tí teir
eru svo tætt knýttir at havinum
sum nakar man vera.“
Heimsókn Grímseyinganna
ætla Færeyingarnir að endur-
gjalda líklega á næsta ári, en þá
verður forseti færeyska Kiwanis-
klúbbsins íslenskur, Eiríkur
Thorvaldsson mjólkurbússtjóri í
Þórshöfn, en hann hefur verið
búsettur þar í 12 ár. GG
Jóhann Stefánsson frá Grenivík: