Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 22. júní 1990 117. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdasgurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Tjaldsvæðið á Akureyri: Útíendingar ennsemkomiðer Afnot ferðamanna af tjald- stæðunum við Þórunnarstræti virðast vera svipuð það sem af er sumri og var á sama tíma í fyrra. Að sögn ívars Sigmundssonar umsjónarmanns tjaldsvæðanna eru það aðallega útlendingar sem gist hafa í tjöldum enn sem kom- ið er, enda fari íslendingar ekki almennt ekki að nota tjaldsvæðið fyrr en kominn er júlí á dagatal- inu, og eins ráði veðrátta miklu meiru um það hvar þeir tjaldi heldur en hjá erlendum tjaldbú- um. Engar framkvæmdir eða breyt- ingar eru fyrirhugaðar á tjald- svæðinu, enda eru uppi hug- myndir að færa tjaldsvæðið, og hefur þá svæðið vestan Verk- menntaskólans á Eyrarlandsholti einna helst komið til álita. Þessa dagana gista þýskir nátt- úruskoðendur í svefnpokum á Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli og hafa aðgang að eldhúsinu, en mjög lítið er um það að gist sé á Skíðahótelinu. Möguleiki er á því að panta svefnpokapláss fyrir stærri hópa þar ef það er gert með einhverjum fyrirvara. GG Norrænn heimilisiðnaður í Amtsbókasafninu í gær var opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri norræn heimilisiðnaðarsýning. Það er Heimilisiðnaðar- félag íslands sem stendur fyrir sýningunni og naut aðstoðar Menningarmálanefndar Akureyrar. Sýning- in er farandsýning og verður sett upp á öllum Norðurlöndunum í tengslum við Norrænt heimilisiðnað- arþing sem haldið er á þriggja ára fresti. Sýningin í Amtsbókasafninu er opin á opnunartíma safnsins og stendur fram í byrjun júlí. Á myndinni að ofan má sjá ístenska básinn á sýningunni og á innfelldu myndinni er Hildur Sigurðardóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags íslands. -bjb/Myndir: KL Tveir mánuðir eftir af framleiðsluári mjólkurbænda: Misjöfii kvótastaða hjá eyfirskum bændum „Staðan hjá mjólkurbændum er mjög misjöfn en líklegast fer að líöa að því að þeir fyrstu fylli upp í framleiðsluréttinn,“ segir Guðmundur Steindórs- son hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar aðspurður um stöðu frámleiðslumála hjá mjólkurbændum á svæðinu nú þegar röskir tveir mánuðir eru eftir af verðlagsárinu. Guðmundur segir að um síð- ustu mánaðamót hafi framleiðsl- an verið lítilsháttar meiri en hún var á sama tíma á síðasta verð- lagsári. Því geti nokkru fleiri bændur orðið aðþrengdir með fullvirðisrétt þegar á líður sumar- ið en á móti kemur að bændum er nú heimilt að framleiða upp í allt að 15% af fullvirðisrétti næsta árs. Þetta reglugerðarákvæði var Mikil þorskhrota fyrir austan land: Kolbeinsey fékk 100 tonn á tveimur dögum Togarar frá höfnum á Norður- landi hafa undanfarið fengið dágóðan þoskafla á miðum fyr- ir austan land. Þorskurinn er stór og fallegur, mun betri en fengist hefur um alllangt skeið. Togararnir hafa flestir fengið mikinn afla á skömmum tíma, en í gær var farið að draga úr þessari aflahrotu fyrir austan og komin bræla á miðunum. Svalbakur landaði 123 t hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á þriðjudaginn, af því voru 93 t þorskur, góður og stór. Hrím- bakur landaði daginn eftir 105 t, þar af 93 t af þorski. Bæði skipin voru fyrir austan land. Ekki var vitað í gær hvort Kaldbakur eða Harðbakur yrði fyrri til að landa hjá Ú.A. eftir helgina. Björgvin EA landaði 157 t á Dalvík á miðvikudag, uppistaða aflans var góður þorskur af Aust- fjarðamiðum. Björgúlfur er væntanlegur á mánudaginn, en hann missti af mestu aflahrot- unm. er Hjá Þormóði ramma hf. mikið að gera í frystingunni, eins og á Dalvík. Á laugardaginn á að byrja vinnu kl. 4 um nóttina og vinna fram að hádegi. Birtingur NK landaði 110 t á mánudaginn, Sigluvík landaði á miðvikudag 140 t, í gær komu Þórshamar ÞH með 25 t og Húnaröst HU 601 til Siglufjarðar. Stálvíkin landar á mánudag. Kolbeinsey ÞH landaði 150 t hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á þriðjudaginn, uppistaða aflans var stór þorskur. Áf þessum 1501 fengust 100 t á tveimur sólar- hringum fyrir austan land. Kol- beinsey hélt aftur til veiða á mið- vikudagskvöld. Togarinn er væntanlegur aftur til Húsavíkur á fimmtudag eða föstudag í næstu viku, en þangað til verður unninn afli úr bátum. Hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar er það að frétta að Ólafur Bekkur ÓF kom með 110 t af grálúðu og ufsa, sem fékkst djúpt út af Vestfjörðum. Eftir þessa löndun fer í hönd mánaðar uppi- hald í veiðum togarans, sem er á sóknarmarki. Lítið hefur borist af þorski til frystihússins, en þó er einn bátur, Snorri ÓF, á línu- veiðum, en hann hefur veitt ágætlega og landað tveimur og hálfu til þremur tonnum daglega. Um 9. júlí verður Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar lokað vegna sumar- leyfa í fjórar vikur. EHB sett á í vetur en áður var aðeins heimilt að framleiða upp í 5% af fullvirðisrétti næsta árs. „Já, ég held að menn notfæri sér þennan möguleika þegar þeir verða komnir með framleiðslu sem ekkert fæst fyrir nema á þennan hátt. Að vísu gæti svo farið að eitthvað verði greitt fyrir umframframleiðsluna en hvort það verður gert kemur ekki í ljós fyrr en verðlagsárið verður gert upp,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að einnig sé fyrirsjáanlegt að nokkrir fram- leiðendur nái ekki að fylla upp í kvóta sinn og þá geti þeir, nú sem áður, fært allt að 5% af fullvirðis- rétti sínum fram til næsta árs og framleitt upp í hann þá. JÓH Erfitt með hráefni hjá Dögun á Sauðárkróki: Við fórum okkur hægt með lækkandi heimsmarkaðsverði segir Ómar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ekki gengur vel að fá báta til að leggja upp hjá Rækjuvinnsl- unni Dögun á Sauðárkróki, en fyrirtækið missti í vor tvo báta úr viðskiptum, þá Erling og Rauðsey, nær fyrirvaralaust. Að sögn Ómars Þórs Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra, hefur tekist að halda uppi vinnslu fímm daga vikunnar með rækju frá Hilmi öðrum og Særúnu á Blönduósi. Núna eru það Hilmir annar og Jökull sem leggja upp hjá Dögun, en von er á Haferninum fljótlega og vonandi verður þá nóg hráefni. Það lítið hráefni hefur verið lagt upp hjá Dögun undanfarnar vikur að í síðustu viku var fengin rækja frá Særúnu á Blönduósi til vinnslu. í þessari viku komu síð- an sex tonn frá Særúnu til að hægt væri að halda uppi vinnu. „Þetta er mikill munur frá því í fyrra þegar unnið var allt að því dag og nótt. Með lækkandi verði á rækju á heimsmarkaði förum við okkur hægt í samningum við útgerðaraðila í sambandi við löndun á rækju hjá Dögun,“ sagði Ómar í gær. SBG Bflainnflutningur: Biðröð eftir nýjum bílum Lítið er til af mest seldu bif- reiðategundunum í landinu um þessar mundir. Bifreiða- innflytjendur gerðu almennt ekki ráð fyrir þeirri miklu eftirspurn eftir nýjum bílum sem hefur verið á árinu, og töldu flestir að um samdrátt yrði að ræða á markaðinum. Annað hefur komið á daginn. Fram hefur komið að mikið seldir bílar, t.d. Mitsubishi og Toyota, eru alveg á þrotum hjá umboðunum. Hjá Heklu hf. eru Lancer, Colt, L300 og Pajero uppseldir, og aðeins til nokkrir Galant-bílar. Ekki er von á nýrri sendingu fyrr en í haust, að sögn sölumanns í Reykjavík, og rnargt fólk á biðlistum. Hjá Toyota umboðinu, P. Samúels- son & Co. hf., fengust þær upp- lýsingar að bílasendingar næstu tveggja mánaða væru þegar seldar eða fyrirfrain pantaðar, en þó gætu þeir afgreitt einn og einn bíl þegar kaupendur hætta við. En ástandiö er þannig að t.d. Land Cruiser er allt að því ófáanlegur. Hjá Ingvari Helgasyni hf. er ástandið þannig að allir bílar sem fyrirtækið fær á næstunni eru þegar seldir. Ekki einn ein- asti nýr Subaru eða Nissan er t.d. til sölu á Akureyri, þeir síð- ustu fóru fyrir viku og langir biðlistar eru eftir bæði fólksbíl- um og jcppum. Svo virðist sem eins konar kaupæði hafi allt að því gripið um sig, og umboðið hefur ekki haft undan. Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri, segir að í janúar, þegar innflytjendur voru að panta, hafi þeir staðið frammi fyrir óvissu í efnahags- máium, samningar hafi verið lausir og margir jafnvel óttast vinnustöðvanir. Því hafi verið farið varlega í að panta, en eng- inn hafi gert ráð fyrir þeirri miklu sölu og eftirspurn sem varð. „Við getum afgreitt Niss- an í næsta rnánuði, en Subaru Legacy ekki fyrr en í ágúst. Nissan Patrol er líka uppseldur. Fernra dyra Pathfinder selst mikið í Bandarikjunum og það hefur áhrif á íslandi, því hér fylgjast menn svo Vel með bíla- markaðinunt vestra,“ segir Júlí- us Vífill. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.