Dagur - 22.06.1990, Síða 7

Dagur - 22.06.1990, Síða 7
Föstudagur 22. júní 1990 - DAGUR - 7 5 í brennidepli Ég rek mig alls staðar á, ég þekki ekki lengur neitt í þessu vatni. Að orsökin geti verið nokkur önnur en breytt byggðaþróun og atvinnuþróun er útilokað. Ég er sannfærður um, að ef þessu held- ur áfram, þá er lífríki Mývatns búið að vera. Efnaiðnaður, þorpsmyndun og ferðamannastraumur er valdur þessa alls. Ég vil taka fram að Kísiliðjan, þessi bölvaldur lífríkisins, má aldrei fá ný svæði til að dæla upp úr. Kísiliðjan má aldrei fá rétt- indi til vinnslu fyrir sunnan Teigasund. Helgi Jóhannesson, náttúru- fræðingur, sem rannsakað hefur setlagaflutninga í Mývatni hefur komist að þeirri niðurstöðu, að öll lífríkisleðjan hefur skriðið af stórum svæðum ofan í skurðina, sem myndast hafa við dælinguna og eftir stendur eyðimörk, sandur og aska. Óvíst er hversu langur tími líður þar til þessi svæði verða einhvers virði fyrir lífríkið. Örugglega nokkur ár- hundruð þar til svæðin verða nýtileg fugli. Við skulum athuga eitt. Það fólk, sem vinnur við Kísiliðjuna og hefur afkomu sína af henni, rengir allt það sem við gömlu reyndu mennirnir segjum og raunar einnig það sem líffræðing- arnir segja. Líffræðingarnir hafa aldrei fengið að starfa eðlilega, heldur eru þeir bakbitnir og rægðir, því þeir hafa ekki getað neitað því, að þeir hafa komist að uggvænlegum hlutum,“ sagði Starri í Garði. ój Sigurður Rúnar Ragnarsson: „Ég er sannfærður um að lífríkið mun rísa aftur.“ Þorgrímur Starri Björgvinsson: „Ef þessu heldur áfram þá er lífríki Mývatns búið að vera.“ kölluð veiðileysisár fyrr á öldum, myndu kallast blómaár nú.“ Eg þekki ekki lengur neitt í þessu vatni „Sama er með fuglinn. Á árum áður var margfalt magn af fugli á Mývatni, en nú hefur hátterni hans breyst á síðari árum. Varp- stöðvarnar hafa flust frá Mý- vatni norður að Sandvatni og varpið hér suður um er svo til ekkert. Ég hef fylgst með þessu. Hér sést ekki einu sinni kría. Hér er ekkert varp og enginn fugl, sem tekur að nefna. Tíminn læknar öll sár „Fuglatalningar eru nýafstaðnar og nú er fuglinn sestur upp í varpið. Á þessum tíma er hann ekki áberandi á vatninu, en fyrst á vorin er hann mjög áberandi, þegar bæði kynin eru í fæðuleit. Hinsvegar þykir mér ekkert óeðlilegt að fuglinn sé ekki mjög þéttur, þrátt fyrir mikið æti, því viðkoman hefur verið svo léleg síðustu árin. Tíminn læknar þessi sár sem önnur. Við sáum í vor að fuglinn kom á vatnið um mánaðamótin apríl- maí. A nokkrum dögum fylltust eyðurnar af fugli. Þá var einna stærsta eyðan eða vökin á Ytri- Flóa á því svæði sem dælt hefur verið úr og fuglinn var mest úti á því svæði, sem lengst er síðan að dælt var úr. Þar var hann að kafa og afla sér fæðu, enda er þetta svæði ekki djúpt samkvæmt mælingum, því meðaldýpt er 267 cm á öllu því svæði sem unnið hefur verið á síðastliðin tuttugu ár. Þetta kippir stoðunum undan því að í kjölfar dælingar fylgi djúpt vatn og gróðurlaus botn. í fyrsta lagi er þetta ekki djúpt vatn og í öðru lagi verðum við varir við að gróður er að nema land í stórum stíl á þeim svæðum sem eru elst. Landnám er í gangi á dældu svæðunum. Vatnaplönt- ur í Mývatni sá sér með fræjum, ekki með rótarskoti. Veiði í vetur var þokkaleg undir ís miðað við undanfarna vetur, ekki sambærileg við það sem er best. Mikill snjór var á ísnum í allan vetur og við þær aðstæður hefur ætíð gengið illa að veiða í net. Nú þegar vorstoppinu lauk, þá fór að veiðast aftur og ekki hefur verið betri veiði í vatninu en á þeim svæðum sem dælingin hefur farið fram á. Þessi barátta um lífríki Mývatns er bardagi um almenn- ingsálitið. Ég ætla að leiða hana hjá mér, en ég er sannfærður um að lífríkið mun rísa aftur úr þeirri lægð sem það er í. Ég vona að menn geti þá litið á málið í heild og horft víðar en að beina kröftunum að finna einn söku- dólg. Það þarf víðsýni til að stunda rannsóknir á flókinni líf- keðju og ég trúi og treysti að þeir sem hafa valist til þessara rann- sókna sem hér fara fram hafi þá víðsýni og færni sem til þarf,“ sagði Sigurður Rúnar. ój A VERi Höldur - sölude ^^aíurinn Tryggv Comby Camp tjaldvagnar Sólhúsgögn Sjáið þau uppsett í salnum. ____________________y Coleman fellihýsi, vönduð með innbyggðri miðstöð. Góðir greiðsluskilmálar, bestu kaupin í dag kr. 390 þús. jijSi? S ÍÍÍIÍÍÍ j|iif HOTEL KEA Laugardagskvöldið 23. júní STYRMING ásamt Herði G. Ólafssyni sjá um sveifluna fram eftir nóttu Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200. SULNABERG í sumar er opið frá kl. 08.00 til kl. 22.00. ★ HÖFÐABERG veitingasalur II. hæð. NÝ SÉRRÉTTASEÐILL mm ii Hótel KEA fyrir ve/ heppnaöa veislu J

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.