Dagur


Dagur - 22.06.1990, Qupperneq 9

Dagur - 22.06.1990, Qupperneq 9
Föstudagur 22. júní 1990 - DAGUR - 9 Minning: X Stefán Kr. Snælaugsson Fæddur 27. júní 1916 - Dáinn 19. maí 1990 Góður vinur minn, Stefán Snæ- laugsson, er farinn í sína hinstu för. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri þann 19. maí sl. , þrotinn að kröftum eftir lang- varandi veikindi. Með Stefáni er genginn einn sá besti drengur sem ég hef kynnst. Pað er stundum sagt að allir séu góðir þegar þeir hafa kvatt þenn- an heim, en um Stefán Snælaugs- son verður aldrei annað sagt, en að hann hafi verið góður maður allt sitt líf. Hann var sérstakt prúðmenni, hæglátur, hógvær og stilltur. Alltaf svo einlægur og glaðlegur, andlit hans geislaði ævinlega af alúð og hjartahlýju og hann bar með sér innri ró og góðvild. Mótlæti og erfiðum veikindum sínum tók hann með æðruleysi og stillingu og hann heyrðist ekki kvarta, þótt augsýni- lega væri hann þjáður, það var alltaf einhver annar sem hafði meiri þörf fyrir meðaumkun og aðhlynningu en hann. Stefán starfaði að málum Góð- templarareglunnar og var æðsti- templar í stúkunni Akurliljan á Akureyri. Einkunnarorð regl- unnar „í trú, von og kærleika", gátu allt eins verið hans eigin. Ég starfaði í mörg ár með Stefáni í Reglu Musterisriddara og þar kynntist ég honum vel. Hann var okkur yngri bræðrunum fyrir- mynd hvað varðar trúmennsku, heiðarleika og mannkærleika. Það er gott dæmi um áhrif sterks persónuleika hans, að sonur hans og tveir tengdasynir gengu í Regluna og störfuðu þar við hlið hans í þeim góða anda sem hon- um var svo eðlislægur. Stefán var kvæntur Ólafíu Halldórsdóttur, mikilli ágætis- konu, sem alla tíð stóð við hlið hans eins og klettur og bar með honum byrðarnar fram til hinstu stundar. Hún er ekki fyrirferð- armikil kona hún Ólafía, en prúðmennska hennar og mann- gildi vekur athygli hvar sem er. Hún ól manni sínum 7 börn, sem öll eru komin vel til manns og þau bera þess glögglega merki, að vera alin upp í ástríki og kær- leika og bera þau foreldrum sín- um gott vitni. Þau hjónin gengu hljóðlátum skrefum eftir ævistíg- um sínum og bárust ekki á, en þau vöktu athygli hvar sem þau voru, einmitt fyrir þær sakir. Stefán stundaði sjóinn mestan hluta starfsævi sinnar, en síðustu árin var hann húsvörður í Hús- mæðraskólanum á Akureyri, eða þar til aldur og heilsuleysi stöðv- uðu hann. Það var stór hópur ættingja og vina þeirra hjóna, sem kvaddi Stefán Snælaugsson í Akureyrarkirkju mánudaginn 28. maí sl. og mátti af því sjá, að það voru fleiri en ég sem þótti vænt um þennan góða dreng og mátu hann að verðleikum. Megi minning hans lifa og vera okkur hinum áminning um, að það er hið innra gildi sem gefur hamingjuna. Árni Valur. tMinning: Sigurrós Finnbogadóttir Kópaskeri Fædd 22. október 1918 - Dáin 15. júní 1990 okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sömuleiðis sendum við hjónin okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Bogi Pétursson, Ástjörn. Þegar ég með mínum fátæku orð- um sest niður til að minnast Rósu sem við á Ástjörn kölluðum ávallt Rósu ráðskonu þá kemur fyrst í huga minn að það var í Lækjargötu 3 sem ég fyrst kynnt- ist Rósu og Halldóri þar sem for- eldrar mínir keyptu efri hæð hússins en Halldór og Rósa neðri hæðina. Það er ekki vandalaust að búa svona í stóru timburhúsi. En í dag hugsa ég um það að ég á aðeins góðar minningar um þá sambúð. Það var einmitt á þessum árum sem Rósa vann mikið á sjúkra- húsinu og minntist ég þess að hún vakti mikið og var eftirsótt til að vaka yfir þeim sem þjáðir voru og ég veit að þar hafa kærleikshend- ur hennar hlúð vel að þeim sem háðu sína síðustu baráttu. í mín- um huga var Rósa sérstök gæða- kona. Það má því segja að það hafi verið éitt hið mesta happ sem henti okkur Ástirninga þeg- ar hún kom til okkar sem ráðs- kona. Þau 11 ár sem við fengum að njóta þess að hafa hana hér að Ástjörn verða ógleymanleg. Sá kærleikur sem við öll fengum að reyna og njóta mun ávallt verma hug okkar og hjarta og sú mynd sem við geymum er dýrmætari en gull og gersemar. Rósa var sérlega lagin að hjálpa þeim drengjum sem áttu við ýmis vandamál að stríða og margir drengjanna hugsa með miklu þakklæti til hennar fyrir allt bæði smátt og stórt. Við hjónin höfum margs að minnast og alltaf var jafn nota- legt að koma til Rósu og Dóra, þessar stundir eru nú dýrmæt minning. Síðari árin hafa verið erfið fyr- ir Rósu, hún bar allt með hreysti og þolinmæði uns yfir lauk. Rósa er horfin sjónum okkar en minningin um góða konu sem gaf okkur svo mikið er geymd og gleymist ekki þó árin líði. Við Ástirningar minnumst hennar með þökk og virðingu og sendum öllum sem sárt sakna, Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Arnarsíðu 12b, Akureyri, þingl. eig- andi Sveinn Æ. Stefánsson, mið- vikud. 27. júní 1990 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Jósef Arnviðarson hdl., Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnés hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Borgarhlíð 6a, Akureyri, þingl. eig- andi Jakob Jóhannesson, miðvikud. 27. júní 1990 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Veðdeild Landsbanka íslands, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og innheimtu- maður ríkissjóðs. Fögrusíðu 13b, Akureyri, þingl. eig- andi Stjórn verkamannabústaða, miðvikud. 27. júní 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Glerárgötu 14, neðri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Tryggvi R. Guðjóns- son o.fI., miðvikud. 27. júní 1990 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Guðmundur Kristjáns- son hdl., innheimtumaður ríkis- sjóðs, Hróbjartur Jónatansson hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Hafnarstræti 29, efri hæð, Akureyri, talinn eigandi Vilhjálmur Halldórs- son, miðvikud. 27. júní 1990 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Birgir Árnason hdl. Hrísalundi 16d, Akureyri, talinn eig- andi Guðni Jónsson, miðvikud. 27. júní 1990 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóður Akureyrar. Kaupangi v/Mýrarveg, o-hl., Akur- eyri, talinn eigandi Tryggvi Rúnar Guðjónsson, miðvikud. 27. júní 1990 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Björn Jósef Arnviðarson hdl., Gjaldskil sf., Guðmundur Kristjánsson hdl., Gunnar Sólnes hrl., Ólafur Birgir Árnason hdl., Hróbjartur Jónatans- son hdl., Benedikt Ólafsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Klettagerði 4, Akureyri, þingl. eig- andi Erlingur Þorsteinsson, mið- vikud. 27. júní 1990 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Gunnar Sól- nes hrl. og Björn Jósef Arnviðarson hdl. Mið-Samtúni, Glæsibæjarhr., þingl. eigandi Ingi Guðlaugsson, mið- vikud. 27. júní 1990 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Ólafur Birgir Árnason hdl. og Stofnlána- deild landbúnaðarins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Karlsbraut 17, Dalvík, þingl. eigandi Sverrir Sigurðsson, fimmtud. 28. júní 1990 kl. 14.00 Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Gunnar Sólnes hrl. Sæbóli, Dalvík, þingl. eigandi Hauk- ur Tryggvason, fimmtud. 28. júní 1990 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Eggert B. Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Furuvöllum 13 600 Akureyri Sími 96-24655. Kennsluráðgjafi Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra vill ráða sérkennara í kennslufræðilega ráðgjöf. Um er að ræða tvær hálfar stöður önnur á Fræðslu- skrifstofunni á Akureyri en hin á Húsavík. Varðandi starfið á Húsavík er æskilegt að viðkom- andi kenndi jafnframt hálft starf við grunnskóla Húsavíkur. Upplýsingar gefur fræðslustjóri í síma 96-24655. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, Furuvöllum 13, 600 Akureyri fyrir 15. júlí 1990. Frá fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra. Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 13. júlí. Kennarastaða við Starfsdeild Löngumýri 15. Kennarastöður við Bröttuhlíðarskóla. Umsóknir um eftirtaidar áður auglýstar stöður framlengist til 1. júlí. GRUNNSKÓLAR AKUREYRAR: Almennar kennarastöð- ur, sérkennsla, vélritun, smíðar, myndmennt, tónmennt. HÚSABAKKASKÓLI: Almenn kennarastaöa. GRUNNSKÓLI SVALBARÐSSTRANDARHR.: Almenn kennsla, handmennt, heimilisfræði. HAFRALÆKJARSKÓLI: Almenn kennarastaða, líffræði, handmennt. GRUNNSKÓLINN ÞÓRSHÖFN: Almenn kennsla, raun- greinar, tölvur. GRUNNSKÓLI SVALBARÐSHREPPS: Staða skólastjóra, almenn kennsla GRUNNSKÓLINN RAUFARHÖFN: Almenn kennsla, íþróttir, tónmennt. BARNASKÓLI ÓLAFSFJARÐAR: Almenn kennsla, tónmennt, hannyrðir, myndmennt. GRENIVÍKURSKÓLI: Almenn kennsla, enska, handmennt, íþróttir. BARNASKÓLI HÚSAVIKUR: Almenn kennsla. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Skrifstofustarf Fyrirtæki á Akureyri óskar eftir að ráða vanan starfskraft í heilsdagsstarf við almenn skrifstofustörf s.s. bókhaldsvinnu á tölvu, launaútreikninga, síma- vörslu, innheimtur og fleira. Vinnutími frá 8-16 eða 9-17 eftir samkomulagi. Þeir sem hafa áhuga leggi inn upplýsingar á af- greiðslu Dags merktar „Skrifstofustarf" sem fyrst. Grunnskólinn á Þórshöfn íþróttakennarar - Grunnskólakennarar íþróttakennara og einn grunnskólakennara vantar að Grunnskólanum á Þórshöfn. Góðir kostir í boði um íbúðarhúsnæði og búslóða- flutninga. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra, sími 96-81153. Skólanefnd. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist oddvita Vopnafjarðarhrepps Lónabraut 41, sími 97-31108. Oddviti Vopnafjarðarhrepps.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.