Dagur - 04.07.1990, Síða 3

Dagur - 04.07.1990, Síða 3
Miðvikudagur 4. júlí 1990 - DAGUR - 3 fréttir Norðurland: Æðarvarp víðast hvar gengið vel - reiknað með góðri sölu á æðardún Æðarvarp á Norðurlandi hefur víðast hvar gengið nokkuð vel. Dúntekja er hafin hjá mörg- um æðarbændum, en menn misjafnlega langt komnir. Kuldahretið undanfarna daga kom á slæmum tíma fyrir æðarungana sem eru að stíga sín fyrstu skref, eða leiða út, eins og kallað er. Æðarbændur Aílaskipið Akureyrin EA: - Margrét EA kemur til hafnar í dag Afiaskipið Akureyrin EA 10, kom til hafnar á Akur- eyri í gær með um 150 tonn af frosnum flökum að lok- inni 16 daga veiðiferð. Afli upp úr sjó er mn 330 tonn. Utn hehningur aflans var þorskur en einnig grálúða, koli, ufsi og karfi. Aflaverð- mæti skipsins, svokallað SIF-verðmæti er rúmar 35 milljónir króna. Að sögn Hákons Guð- mundssonar sem var skipstjóri i túrnum, gekk hann vel enda viöraði vel á mannskapinn. Vciðiferðin hófst fyrir austan og sfðan var haldið vestur fyrir land. „Það var farið að sjást í íshrafl vestur á Halamiðum, á Barðinu svokallaða. Og ef veðráttan helst eittlnað svip- uð áfram, má eins búast við því að það verði einhver klakabarningur á skipunum á næstunni," sagði Hákon. Aflabrögð hafa verið nokk- uö misjöfn að undanförnu að sögn Hákons og það virðist vanta einhver skilyrði í sjóinn til þess að fiskurinn spekist og þjappi sér betur saman. Loks má geta þess að annað aflaskip Samherja hf., Mar- grét EA, kemur til hafnar á Akureyri í dag með ágætis aflit. -KK reikna með ágætri sölu á æðardún í ár, a.m.k. hefur nokkur eftirspurn á erlendum mörkuðum gefið tilcfni til bjartsýni. Síðustu tvö ár hafa verið metár í sölu æðardúns frá því fyrir stríð. Árið 1988 voru seld rúmlega 3 tonn og í fyrra voru 3266 kíló af hreinsuðum æðardún flutt út, aðallega til Japans og Þýska- lands. Unnið er að því að fá fleiri markaði. Fyrir kílóið fengust um 35-36 þúsund krónur, þannig að heildarverðmæti dúnsins hefur verið 114-117 milljónir króna. Búist er við að verðið verði ekki lægra í ár fyrir kílóið af hreinsuð- um æðardún. Eitt af því sem truflað getur æðarvarp er ágangur vargfugls og loðdýra. Æðarbændur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafa barist sameiginlega gegn lausagangi loðdýra frá loðdýrabúum. Minna hefur farið fyrir þeirri baráttu að undanförnu, m.a. vegna stöðu loðdýraræktarinnar, en eftirlit með lausagangi kallar á fjármagn. Vargfuglinn, aðallega svart- bakur, lét minna á sér kræla í vor en áður, þar sem heilbrigðiseftir- lit hefur svæft töluvert af fuglin- um vegna hættu á salmonellasýk- ingu. Einnig hefur hrafninn verið svæfður, því ha.nn getur verið býsna kræfur í kringum æðar- varp. : '4%'?'' 'f',' 'mSá. , ■. ' ■ Séð heim að Gauksmýri. Málefni fatlaðra á Norðurl.vestra: Búrekstur á sambýK fyrir fatlaða á jörðinm Gauksmýri í V.-Hún Á Gauksmýri í Kirkju- hvammshreppi í V.-Hún. mun snemma í vetur verða haflnn rekstur á sambýli fyrir 5-7 íbúa. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra stendur fyrir þessu og hefur verið að auglýsa eftir forstöðu- manni og ráðsmanni síðustu vikur. Búrekstur verður í tengslum við sambýlið. Jörðin Gauksmýri er í Línakra- dal sem liggur milli Miðfjarðar og Víðidals. Hún er um 1800 hekt- arar að stærð og þar af 80-90 hektarar af ræktuðu landi. Húsa- kostur er góður, nýtt íbúðarhús upp á 400 fm og gamalt um 140 fm. Utihús eru góð og má þar nefna stórt fjós sem dæmi. Félög Þroskahjálpar í umdæm- inu festu kaup á þessari jörð í fyrra og var hún keypt fyrir pen- inga úr Framkvæmdasjóði fatl- aðra. Áætlað er að fimm manns starfi á sambýlinu, en ekki er búið að ákveða hvaða tegund búskapar verður stunduð. Sveinn Allan Morthens, fram- kvæmdastjóri Svæðisstjórnar, segir meininguna að býlið verði komið í fullan rekstur strax á næsta ári. Að sögn Allans er nú einnig búið að ganga frá samningi um. sambýli fyrir fjölfatlaða á Sauð- árkróki. Húsið, sem er um 300 fermetrar, verður byggt í Fells- túni á næstu tveimur árum og vcrða íbúarnir 5-7. Verkið verð- ur væntanlega boðið út í janúar á næsta ári. SBG Póst- og símamálastofnun: Ljósleiðari lagður frá Akureyri til Egilsstaða Lagningu Ijósleiðara verður haldið áfram í sumar á vegum Pósts og síma, en fyrirhugað er að leggja Ijósleiðara frá Akureyri til Egilsstaða sam- kvæmt fjárfestingaráætlun. Ljósleiðaralögnin fer um póst- og símstöðvar eftir því sem tök eru á, og í framhaldi af því er áætlað að tengja símstöðvarnar inn á ljósleiðarann á næsta ári. Lögnin fer um símstöðvarnar á Breiðumýri, Staðarhóli og Húsa- vík um Viðarfjall til Þórshafnar, Tvœr á torgi til Vopnafjarðar og þaðan til Egilsstaða. Þetta verk er unnið af Tækni- deild Pósts og síma í Reykjavík. Jarðsímastrengur liggur um Ólafsfjarðarmúla nærri núver- andi vegarstæði sem talið er óvið- unandi að búa við næsta vetur þegar umferð verður tekin af núverandi vegarstæði og færð inn í jarðgöngin. Ársæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri segist óska mjög ein- dregið eftir því að ljósleiðari verði lagður í sumar frá Dalvík til Ólafsfjarðar um göngin, og eru allar líkur á að þeirri framkvæmd verði hrundið í framkvæmd mjög bráðlega. Ljósleiðaralagningu til Dalvík- ur lauk í fyrra. GG Kaupfélag Skagfirðinga: Kyraiingannynd um Krókinn - sýnd í Varmahlíð Á næstunni munu ferðalangar, sem leið eiga um Kaupfélag Skagfirðinga í Varmahlíð, geta séð í stuttri mynd í sjónvarpi veitingarsalar allt það lielsta sem Sauðárkrókur hefur upp á að bjóða. Ætlunin var í fyrstu að setja upp lítið upplýsingahorn í versl- uninni, þar sem ekki væri einung- is kynning á Króknum heldur einnig frá helstu stöðum Skaga- fjarðar. Ekki varð þó af slíku þetta árið vegna dræmra undir- tekta, en að sögn Ómars Braga Stefánssonar, vöruhússtjóra KS, ákvað þó kaupfélagið að gera eitthvað og lét gera fyrir sig mynd um þá staði bæjarins sem ferða- menn geta notið. Má þar nefna sundlaugina, golfvöllinn og tjald- Miðnætursólarferð Sæfara Grímseyjarferjan Sæfari fer í miðnætursólarfcrð n.k. laugar- dag ef veður leyflr. Farið verð- ur frá Akureyrarhöfn kl. 22 og komið til baka kl. 03 um nótt- ina. Á leiðinni verður boðið upp á kampavín og harmonikuleikari sendir ljúfa tóna um Eyjafjörð- inn. Ferjan mun einnig fara í 3ja klst. siglingu um Eyjafjörðinn á sunnudögum í sumar ef næg þátt- taka fæst. Grímseyjarferjan hefur verið í slipp undanfarið, þar sem byggt var yfir farþegarými ferjunnar og getur hún nú tekið 90 farþega. Áætlunarferðir eru farnar á mánudögum og föstudögum frá Dalvíkurhöfn til Grímseyjar og á fimmtudögum frá Akureyrarhöfn til Hríseyjar. Rútuferðir frá Akureyri eru í tengslum við ferj- una. Það er ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri sem sér um all- ar bókanir og sölu farmiða, í sím- um 96-27922 og 96-27923. stæðið. Hótel Áning er líka með í gerð myndarinnar og þjónusta þess kynnt. Ómar sagðist vonast til þess að myndin yrði komin til sýningar, nteð texta á íslensku, ensku, dönsku og þýsku, fyrir Landsmót hestamanna í næstu viku. Mun hún þá ganga stanslaust í sjón- varpi sem staðsett er í Varma- hlíðarútibúinu. Jafnvel á einnig að útbúa lítinn bækling um Sauð- árkrók sem hægt verður að grípa hjá sjónvarpinu. í nógu er að snúast fyrir skipu- lagsmenn innan KS í sambandi við landsmótiö, því á móts- svæðinu verður rekin nýlendu- vöruverslun á vegum þess í stóru tjaldi þar sem Búnaðarbankinn fær m.a. líka inni. í þessari versl- un verða á boðstólum allar nauðsynjavörur svo tjaldbúar þurfi ekki að líða skort þó að þeir komist ekki út af svæðinu. Þess má geta að allan mat, sem verður á boðstólum á landsmótinu, kaupa hestamannafélögin af KS. SBG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.