Dagur - 04.07.1990, Side 5
Miðvikudagur 4. júlí 1990 - DAGUR - 5
Opið bréf til Ólafs H. Oddssonar héraðslæknis Norðurlandsumdæmis eystra frá Sigurði Gunnarssyni, lækni:
Um málefni Heilsugæslustöðvar á Þórshöfn
Ágæti kollegi!
Tilefni þessa bréfs er að segja þér
frá máli, sem mér finnst að þeir
sem tengjast Heilsugæslustöð á
Þórshöfn ættu að vita um. í reynd
ættu þorpsbúar rétt á að vita
þetta einnig.
Fyrir u.þ.b. tveimur árum réð
sjúkraliði sig til starfa á heilsu-
gæsluna. Þrátt fyrir að hún væri
sjúkraliði að mennt, starfaði hún
áður við Hagstofu íslands, þar
var hún tveimur launaflokkum
ofar launum sjúkraliða og bjó í
leiguíbúð á mjög hagstæðum
kjörum.
Henni var boðið að halda
óbreyttum launum og 18.000 kr. í
staðaruppbót og húsnæði (5.000
kr. án hita). Hún var ráðin til
hálfs árs í senn, þar til um síðustu
áramót að hún fékk sendan ráðn-
ingarsamning án tímamarka.
Hún ritaði undir hann. Við það
lækkaði hún um tvo launaflokka
(frá 68.000 kr. niður í 60.000
kr.).
Þann 22. maí 1990 fæðir hún
stúlkubarn. Hún býðst til að taka
hálft barnsburðarleyfi í vetur
(vinna hálfa vinnu), fella niður
staðaruppbót 18.000 kr. og fá í
stað bílastyrk 8.000 kr. og
greiddan kostnað af rafmagni og
hita u.þ.b. 6.000 kr. eða samtals
um 14.000. Þetta hefði sparað
sveitarfélaginu 4.000 kr., en nýst
henni betur.
Sveitarfélagið bauð henni á
móti að hún héldi áfram störfum
án staðaruppbótar og vildi helst
fá að hækka húsaleigu (og það á
verðstöðvunartímum!). Við
þetta bætist að launaskrifstofa
ríkisins tjáir henni að ráðningar-
tími hennar sé útrunninn 1. júlí
1990.
Ég tel þetta vera uppsögn á
barnshafandi konu, sem er ólög-
legt athæfi og í þessu tilfelli sið-
ferðilega einnig gerspillt, þar sem
hún fór frá vel borgaðri stöðu,
sem hún gat haldið eins lengi og
hún kærði sig um og tók við
ábyrgðarfullu starfi í héraði sem
oft var læknislaust, hjúkrunar-
fræðings- og ljósmóðurlaust.
Það sem mér sárnar hvað mest
í þessu máli er, að ég taldi hana á
að starfa áfram á Þórshöfn, þrátt
fyrir barnsburðinn. Ég gerði það
vegna þess að ég taldi það vera
ungum fötluðum manni til mikils
gagns, ennfremur þeim sem ættu
um sárt að binda vegna veikinda
ástvina sinna. Hann gæti notið
umönnunar hennar þangað til
hann flyttist suður í SEM-húsið
og hinir fengju styrk á erfiðum
tímum. Ég átti ekki von á þcssu
frá sveitarstjóra. Hafi hin sjálf-
Sigurður Gimnarssou.
kjörna sveitarstjórn neytt hann til
að taka þessa ákvörðun, þá tel ég
hæfiieikum hans betur borgið, að
hann leitaði sér starfa í öðru
sveitarfélagi. Fyrir stuttu var
’.iðtal við fyrrgreindan sveitar-
stjóra í útvarpinu, þar sem hann
taldi það siðferðilega skyldu
lækna að vinna úti í héraði. Þjóð-
in hefði kostað menntun þeirra
(sem er ekki allskostar rétt, þar
sem niestur hluti eiginlegrar
starfsmenntunar fer fram erlend-
is).
Ég vona að starfsfélagar mínir
hugsi sig tvisvar um áður en þeir
fara í slík héruð, ef laun fyrir
unnin störf verða jafn vegleg og í
fyrrgreindu tilfelli.
Akureyri, 3. júlí 1990.
Höfundur er fyrrverandi heilsugæslu-
læknir á Pórshöfn árin 1987 og 1988.
Nýir möguleikar í orkufrekum iönaði
á íslandi
- Fyrirlestur Braga Árnasonar, prófessors, Raunvísindastofnun Háskólans, haldinn á Akureyri 6. júní sl.
ísland kjörið orkusöluland
Þegar ég skrifaði þetta bréf bjóst
ég satt að segja ekki við mjög
jákvæðum undirtektum. Því
enda þótt það kæmi hvergi fram í
skýrslu Þjðverjanna, þá átti ég
hálft í hvoru von á að þeir væru
búnir að semja við Kanadamenn
þannig að ekki yrði aftur snúið.
Svarið sem ég fékk var hins vegar
talsvert á annan veg.
í fyrsta lagi virðist það hafa
komið Þjóðverjum mjög á óvart
að á íslandi sé fyrir hendi mikið
af óvirkjuðu vatnsafli. Þá segist
prófessor Kreysa í öllum atriðum
sammála því, að ef ráðist verði í
verkefnið hljóti ísland að vera
kjörið orkusöluland. Enda hafi
hann þegar komið upplýsingum
mínum á framfæri við Efnahags-
bandalagið og þýska iðnaðar-
ráðuneytið og kveðst myndu
leggja það til við stjórn verkefnis-
ins að kostnaðaráætlanir verði
endurskoðaðar með það fyrir
augum að hugsanlegt sé að semja
við íslensk stjórnvöld um orku-
kaup og jafnvel vetnisframleiðslu
á íslandi. Jákvæðara gat nú svar-
ið varla verið.
Hins vegar bendir hann jafn-
framt á og ég vil leggja á það
sérstaka áherslu hér, að enn sé
óvíst hvort ráðist verði í verkefn-
ið. Endanleg ákvörðun um það
verði ekki tekin fyrr en í byrjun
næsta árs. Og hugsanlega gæti sá
möguleiki að fá raforku keypta á
íslandi orðið til þess að ráðist
yrði í verkefnið, jafnvel þótt af
því yrði ekki, ef sækja þyrfti ork-
una alla leið til Kanada.
Þannig standa þessi mál í dag
og því ef til vill rétt að hætta
þessu spjalli nú. Mig langar þó að
ljúka því með því að drepa á
nokkur atriði til umhugsunar.
Mér sýnist ekki vafi leika á því
að þessar athuganir Þjóðverja
séu mjög áhugaverðar fyrir okk-
ur íslendinga og að við eigum að
fylgjast vel með því, sem er að
gerast hjá þeim. Þar kemur eink-
um til eftirfarandi.
Samsvarar 9-10
Áburðarverksmiöjum
Þótt hér sé aðeins um það að
ræða að byggja verksmiðju, sem
þykir smá í augum Efnahags-
bandalagsins þá er hér verið að
tala um nokkuð stórt fyrirtæki á
mælikvarða okkar íslendinga,
eða verksmiðju, sem má jafna
við 9-10 Áburðarverksmiðjur og
notar álíka mikla raforku og
álverið í Straumsvík.
Og vel á minnst, ef svo færi að
slík verksmiðja yrði byggð hér og
Áburðarverksmiðjan yrði hrakin
frá Reykjavík, þá mætti slá þess-
um fyrirtækjum saman þar sem
framleiðslutæknin er að hluta til
sú sama. Áburðarverksmiðjan
yrði þá eins konar aukabúgrein,
auk þess sem framleiðslu-
kostnaður áburðarins gæti lækk-
að vegna hagkvæmni stærðarinn-
ar.
Þá má benda á að verksmiðju
eins og þessari þyrfti ekki að
tryggja varaafl ef rafmagn færi af
um tíma vegna bilunar. En slíkt
er nauðsynlegt þegar um er að
ræða álver. Ef rafmagn fer af þá
stöðvast verksmiðjan einfaldlega
og fer síðan í gang þegar rafmagn
kemur á aftur, án þess að nokkur
skaði sé skeður.
Nánast engin
umhverfísmengun
Þá er hér um að ræða stóriðju,
sem veldur nánast engri umhverf-
ismengun ef undan er skilið rask
á landslagi vegna bygginga.
Verksmiðjan gæti þess vegna ver-
ið staðsett næstum hvar sem er á
landinu, ef unnt er að koma að
henni stórum tankskipum. Ég hef
stundum orðað þetta svo, að hér
sé um að ræða mjúka stóriðju
eins og þá sem kvennalistakonur
dreymir um.
Og að lokum þetta. Þjóðverjar
tala hér um tilraun, þar sem verið
er að prófa einn möguleika á því
að sjá Efnahagsbandalaginu fyrir
nægilegri orku í framtíðinni.
Kannske verður niðurstaðan af
þessari tilraun sú að aðrir mögu-
leikar séu álitlegri og ekki verði
haldið lengra á jjessari braut. En
jafnvel þótt svo verði þá er hér
um að ræða allálitlegt fyrirtæki á
okkar mælikvarða, því það segir
sig sjálft að þýsk stórfyrirtæki
færu varla að leggja stórfé í tæki
og verksmiðjur sem ekki yrðu
notaðar í eðlilegan afskrifartíma.
Ég get nefnt hér töluna 50 millj-
arða íslenskra króna til að nefna
eitthvað, en líklega er sú tala allt
of lág. Þá kemur einnig fram í
skýrslu Þjóðverjanna að þeir
telja að Efnahagsbandalagið
muni f framtíðinni hafa not fyrir
allt það vetni, sem hér er gert ráð
fyrir að framleiða, ef ekki sem
*
Seinni hluti
eldsneyti þá sem verðmætt hrá-
efni í iðnaði. í því sambandi má
geta þesss að nútíma rafeindaiðn-
aður hefur í vaxandi mæli þörf
fyrir mjög hreint vetni.
Einstaklega áhugaverður
möguleiki
Leiði á hinn bóginn tilraunin til
þess, að Efnahagsbandalagið sjái
sér hag í því í framtíðinni að
flytja inn orku í stórum stíl með
þessum hætti, þá sýnist mér að
hér gæti verið í augsýn mjög álit-
legur kostur fyrir íslendinga til að
nýta orkulindir sínar, þó ekki sé
meira sagt.
Hér gæti þá vel risið upp stór-
felldur orkufrekur iðnaður, þar
sem við hefðum möguleika á að
nota þá orku, sem við ekki þurf-
um til eigin þarfa, til að framleiða
eldsneyti til útflutnings. Því við
yrðum þá án efa vel samkeppnis-
færir við aðra vegna lítillar fjar-
lægðar við markaði og vegna
tollabandalaga við Efnahags-
bandalagið.
Það skyldi þó aldrei verða að
þeir tímar komi að tankskip eigi
eftir að sigla tóm til landsins og
fara héðan aftur fullhlaðin af
eldsneyti, öfugt við það sem nú
er.
Ég hefi kosið að ræða hér að-
eins um einn nýjan möguleika á
orkufrekum iðnaði á Islandi.
Ástæðan er sú að mér finnst þessi
möguleiki einstaklega áhuga-
verður. Þarna er um að ræða
stóriðju, sem ekki mun spilla
umhverfi okkar og gæti orðið
raunveruleiki á allra næstu árum,
ef nú fer sem horfir og við höld-
um rétt á spöðunum. En mögu-
leikarnir eru vissulega fleiri og ég
get ekki stillt mig um það í lokin
að nefna eitt annað dæmi.
Við dr. Ágúst Valfells efna-
verkfræðingur höfum að undan-
förnu verið að athuga það, í sam-
vinnu við íslenska járnblendifé-
lagið á Grundartanga, hvort ekki
megi framleiða á íslandi magnes-
íummálm á annan hátt en gert er
með hefðbundnum aðferðum og
notfæra okkur þannig sérstöðu
okkar, sem auk vatnsorkunnar er
ódýr jarðhiti. Magnesíum er
mjög verðmætur málmur, um
tvöfalt dýrari en ál.
Þótt þessi möguleiki eigi án efa
lengra í land en vetnisfram-
leiðsla, þar sem þá yrðu áður að
koma til umtalsverðar rannsókn-
ir, þá er hann vissulega áhuga-
venSur. Með þessari aðferð yrði
magnesíum unnið úr sjó með
hjálp raforku. en auk þess inundi
þurfa mikla jarðgufu. En jarð-
gufa kostar líklega aðeins um
tíunda hluta þess, sem slík gufa
kostar ef hún er framleidd með
olíu. Þarna eigum við ef til vill
góða framtíðarmöguleika á að
byggja upp stóriðju, sem byggð-
ist á ódýrum jarðhita."
Bragi Árnason.
Með lcyfi Braga Árnasonar
prófessors óskuðu Samtök
jafnréttis og félagshyggju eftir
að Dagur birti þennan fyrir-
lestur þar sem þau telja að
hann eigi brýnt erindi til
almennings. Ritstjóri
Nú er góð eftirspurn eftir hlutabréfum.
Hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum seljast
með skömmum fyrirvara.
Skeljungur h.f., Olíufélagið h.f.,
Eimskipafélag íslands h.f.,
Flugleiðir h.f., Skagstrendingur h.f.
og Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
Sölugengi verðbréfa þann 4. júlí.
Einingabréf 1 4.958,-
Einingabréf 2 2.704,-
Einingabréf 3 3.264,-
Skammtímabréf 1 ,678
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700