Dagur - 04.07.1990, Side 7
Miðvikudagur 4. júlí 1990 - DAGUR -7
virkjun endanlega komin í gagn-
ið haustið 1992. Fram að þeim
tíma verður áfram fríður flokkur
vaskra manna og kvenna við
vinnu, en núna starfa um 400
manns á virkjunarsvæðinu.
Framkvæmdir við Blönduvirkjun
verða í hámarki í sumar. Peir
þættir byggingarvinnunnar sem
nú er unnið við og lýkur ekki fyrr
en á næsta ári eru stíflumannvirk-
in ásamt veituvirkjun, þ.e. Gils-
árstífla, þar sem Fossvirki er
verktaki og Blöndustífla og
Kolkustífla þar sem verktakar
eru Hagvirki og Hagtala hf. f>á
eru nú í byggingu stjórnhús
Blönduvirkjunar sem Stígandi
hf. á Blönduósi skilar í haust og
starfsmannahús sem SH-verktak-
ar reisa og lokið verður við á
næsta ári. Vertaki við frágang í
stöðvarhúsinu er Fossvirki sf. og
lýkur því verki á næsta ári.
Stofnkostnaður
um 13 milljarðar
Helstu verktakar við vél- og raf-
búnað Blönduvirkjunar eru
Sumitomo Corp. í Japan, sem
leggur til hverfla og rafala ásamt
stjórnbúnaði. Fjölmargir aðrir
verktakar leggja hönd á plóginn,
aflspennar koma frá Noregi, efni
í háspennuvirki frá Frakklandi,
lokubúnaður frá Júgóslavíu og
Vélsmiðju Orms og Víglundar,
lyfta milli stöðvarhúss og stjórn-
húss frá Héðni hf., loftræstibún-
aður fyrir stöðvarhús frá Blikk og
Stál og fleira mætti nefna.
Áætlaður stofnkostnaður
Blönduvirkjunar er um 13 millj-
arðar króna á verðlagi um sl. ára-
mót og að meðtöldum vöxtum á
byggingartíma. Kostnaður við
framkvæmdirnar hefur verið
fjármagnaður með eigin fé
Landsvirkjunar að nokkru leyti
en mestmegnis með lánsfé frá
bönkum í London, Tokyo og
Helsinki, auk þess sem Lands-
virkjun hefur tekið vörukaupalárt
frá seljendum vél- og rafbúnaðar.
Akureyri eignaðist hlut í
Landsvirkjun 1983
L.andsvirkjun hélt höfðinglega
upp á 25 ára afmæiið sl. sunnu-
dag. Um 200 manns var boðið,
þ.á m. fulltrúum hluthafa,
alþingismönnum, sveitastjórn-
armönnum, ráðherrum og að
ógleymdum forseta íslands, frú
Vigdísi Finnbogadóttur, sem
lagði hornstein að virkjuninni.
Sunnangestir komu með Fokker-
flugvélum sem lentu á Alexand-
ersflugvelli og þaðan ekið í rút-
um að gangamunna Blönduvirkj-
unar.
Athöfnin hófst í stöðvarhúss-
helli með ávarpi dr. Jóhannesar
Nordals, stjórnarformanns
Landsvirkjunar. Jóhannes rakti
sögu Landsvirkjunar og sagði
m.a.: „Sá aldarfjórðungur sem
nú er að baki í starfi Lands-
virkjunar hefur verið viðburða-
ríkur í orkumálum íslendinga.
Þrjár stjórvirkjanir hafa verið
byggðar á Pjórsársvæðinu og raf-
orkuframleiðsla landsmanna hef-
ur í heild u.þ.b. sjöfaldast á
þessu tímabili. Árið 1983 bættist
Akureyrarbær í hóp eignaraðila
Landsvirkjunar, en um líkt leyti
var lokið samtengingu alls raf-
orkukerfis landsins. Síðan hefur
Landsvirkjun þjónað landinu
öllu og tryggt næga og öruggari
orku á sama heildsöluverði í öll-
um landshlutum."
„Hér verður skilað meiru
en tekið er“
Jóhannes sagði að íslendingar
byggju við hagstæðara raforku-
verð en víðast hvar erlendis.
„Áætlanir benda til þess að raun-
verð raforku, sem Landsvirkjun
selur almenningsveitum, muni
enn geta haldið áfram að lækka
jafnt og þétt næstu tvo áratugi,"
sagði hann ennfremur.
Þegar Jóhannes hafði lokið
ávarpi sínu bauð hann frú Vigdísi
að leggja hornstein að Blöndu-
virkjun. Það tókst með ágætum
og því næst flutti Vigdís ávarp.
Henni varð tíðrætt um þann auð
sem íslendingar hefðu þar sem
ósnortin náttúra og vatnsorka
væri. „Á þessum degi gleðst ég í
fullvissunni um að hér við
Blönduvirkjun hefur verið staðið
að verki einmitt með þeim hætti
sem skyldugt er. Hér hafa mál
verið rædd af einurð og festu,
jafnvel um margra áratuga skeið.
Hér hefur verið leitað leiða til að
Frá athöfninni í stöðvarhússhellinum, 230 m undir yfirborði jarðar. Það er
dr. Jóhannes Nordal sem er í ræðustóli.
Áður en hádegisverður var snæddur á Húnavöllum gátu gestir fengið að
væta kverkar sínar með eðalsdrykkjum í húnvetnskri veðurblíðu.
Gestir hlýða á ræðu Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, í
stöðvarhússhellinum.
Landsvirkjun fékk að gjöf frá japanska fyrirtækinu Sumitoino forláta vasa í
tilefni 25 ára afmælisins. Dr. Jóhannes Nordal og Halldór Jónatansson virða
fyrir sér vasann.
Þórshöfn -
Raufarhöfn
- nærsveitir
Guömundur og Valgerður
veröa til viðtals sem hérsegir:
Félagsheimilinu Þórshöfn,
fimmtudaginn 5. júní kl. 20.30
og Félagsheimilinu Raufar-
höfn, föstudaginn 6. júlí kl.
20.30.
Komið og ræðið
við þingmennina
Framsóknarflokkurinn.
bæta móðurjörð, það sem frá
henni er þegið, og skila aftur
meiru en tekið er. Þess vegna er
ég sannfærð um að hér hafa verið
stigin framfara- og gæfuspor,"
sagði Vigdís m.a.
Góðar virkjunaraðstæður
við Blöndu
Þegar athöfninni í stöðvarhúss-
hellinum var lokið var gestum
boðið í skoðunarferð um virkjun-
arsvæðið við Blöndu. Þaðan var
þeim ekið til Húnavalla, þar sem
glæstar veitingar biðu á borðum í
íþróttasal skólans. Þegar borð-
haldi lauk flutti Jón Sigurðsson,
iðnaðarráðherra, stutta ræðu þar
sem hann m.a. óskaði Lands-
virkjun til hamingju með daginn
og alls hins besta í framtíðinni.
Jón var ánægður með hvernig til
hefur tekist með framkvæmdir
við Blönduvirkjun. „Aðstæður til
virkjunar eru góðar við Blöndu
og munu landkostir eflast frekar
en hitt. Frumskilyrði okkar er að
ganga vel um náttúruna og það
höfurn við gert,“ sagði Jón. I
ræðu Jóns kom fram að árið 1994
er gert ráð fyrir að farið verið að
nota rafmagn úr Blönduvirkjun
vegna Atlantalsamningsins og
nýja álversins.
Með ávarpi Jóns lauk glæsi-
legri afmælisdagskrá Landsvirkj-
unar og héldu gestir hver til síns
heima, ánægðir með hvernig til
tókst í þessari rjómablíðu. -bjb
ALHLIÐA BÓKHALD
★ Fjárhagsbókhald
★ Viðskiptamannabókhald
★ Launabókhald
KANNANIR
★ Skoðanakannanir
★ Viðhorfskannanir
★ Markaðskannanir
UPPGIÖR
★ Ársuppgjör
★ Milliuppgjör
★ Skattframtöl
★ Virðisaukaskattur
ÁÆTLANIR
★ Rekstraráætlun
★ Fjárhagsáætlun
★ Greiðsluáætlun
ANNAÐ
★ Ráðgjöf
★ Stofnun fyrirtækja
★ Félagaskrár
★ Innheimta
Tryggvabraul 1
KJARNI HF.
Bókhalds- og viðskiptaþjónusta
• Akureyri • Sírni 96-27297 • Pósthólf 88.
Leigumiðlun Félagsstofnunar
stúdenta á Akureyri
Félagsstofnun óskar eftir herbergjum og íbúðum
af öllum stærðum og gerðum á skrá. Leiguhús-
næðið þarf að vera laust í ágúst.
Félagsstofnun kemur á sambandi milli leigusala og
leigutaka.
Félagsstofnun útvegar ábyrgðartryggingu ef óskað er
eftir.
Húseigendur sem geta hugsað sér að leigja stúdentum
við Háskólann á Akureyri hafi samband við skrifstofu
Háskólans í síma 27855 á skrifstofutíma. Nánari upp-
lýsingar veitir Edda Kristjánsdóttir.
BÖKHALD
VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA