Dagur - 21.08.1990, Side 13

Dagur - 21.08.1990, Side 13
Þriðjudagur 21. ágúst 1990 - DAGUR - 13 þvottinn, þvoði hún hann þá fyrir mig og gekk frá honum að öllu leyti. Þannig var Kristín, kærleiks- rík, hjálpsöm og greiðvikin. Foreldrum mínum reyndist hún ætíð sem góð dóttir og vinur í raun, þau síðustu ár sem þau lifðu í Garði. Kristín gekk ekki heil til skóg- ar hin síðari ár en sjúkleika sinn bar hún alltaf með sama hetju- skap, hún kvartaði aldrei. Alltaf bar hún þetta hlýja bros á andlit- inu, sem yljaði öðrum sem vissu og skildu hvað hún hlaut að líða af þeim sjúkdómi sem þjáði hana svo að hún studdist við tvær hækjur. En þú lést aldrei bugast, Kristín mín, þú stóðst af þér alla storma lífsins eins og hetja. Þú ert nú komin yfir landamærin miklu og við söknum þín. En við látum orð Guðs hugga okkur. I. Þessalonikubréf 4: 13-14-18. „Ekki viljum við bræður láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og þeir, sem ekki hafa von. Því að ef við trú- um því, að Jesús sé dáinn og upp- risinn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða fram ásamt hon- um þá sem sofnaðir eru. - Hugg- ið því hver annan með þessum orðum.“ Við kveöjum þig Kristín mín og þökkum þér fyrir allt. Isól Karlsdóttir. Pústþjónusta Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða. Pakkningar, klemmur, upphengjur. Fast verð fyrir pústkerfaskipti. Höfum fullkomna beygjuvél. Ryðvarnarstöðin sf. Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri. tMinning: Guðbjörg Benidikta Kristinsdóttir Fædd 24. september 1938 - Dáin 12. ágúst 1990 Mig setti hljóða þegar ég frétti lát Guggu vinnkonu niinnar. Hún hafði hringt í mig daginn áður og var þá stödd á Sauðárkróki, en þar lést hún réttum sólarhring síðar. Ég kynntist Guggu fyrir tveim árum þegar þau hjónin gengu í Félag húsbílaeigenda. Þau urðu strax virkir félagar og fóru í allar ferðir eftir það. Kynni okkar Guggu voru ekki löng, en það voru góð kynni. Alltaf var hún hress og kát og boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd. Ég minnist sérstak- lega síðustu ferðarinnar sem við fórum saman. Það var ferð til Egilsstaða um verslunarmanna- helgina. Við vorum samferða austur og daginn eftir var farið í Mjóafjörðinn. Þegar komið var aftur til Egilsstaða hafði Gugga orð á því að nú væri hún farin að sjóast og hefði ekkert verið smeyk að fara þctta þó að vegur- inn væri bæði brattur og krókótt- ur. Það var aldrei lognmolla þar sem Gugga var. Hún sá alltaf björtu hliðarnar á iífinu. Við Bragi kveðjum vinkonu og frænku með þakklæti og sendum aldraðri móður, Gylfa og börn- um samúðarkveójur. Bebba og Bragi. Þjóðhagsstofnun: Úttekt á afkomu fyrir- tækja árin 1988 og 1989 Þjóðhagsstofnun hefur nú lokið við úrvinnslu úr ársreikningum 709 fyrirtækja úr flestum atvinnu- greinum fyrir árið 1989. Til samanburðar eru birtar niður- stöður sömu fyrirtækja fyrir árið 1988. Helstu niðurstöður eru þær að hagnaður af reglulegri starf- semi fyrirtækjanna í heild, sem hlutfall af tekjum, hefur aukist um 1,1% frá árinu 1988 eða frá því að vera enginn 1988 í 1,1% 1989. Eiginfjárhlutfall fyrirtækj- anna í heild er óbreytt milli ára eða 13%. Án banka- og trygg- ingastarfsemi er eiginfjárhlutfall í árslok 1989 24% og hefur lækkað úr 25% í árslok 1988. Ferðamálaráð: Ræður forstöðu- mann New York- skrifstofú Ferðamálaráð íslands hefur ráðið Einar Gustavsson í starf for- stöðumanns skrifstofu ráðsins í New York. Einar mun hefja störf 1. september nk. Einar Gustavs- son var um margra ára skeið sölustjóri Loftleiða og síðar Flug- leiða í Bandaríkjunum. Undan- farin 2 ár hefur hann verið for- stöðumaður sölusviðs Flugleiða. Skrifstofa Ferðamálaráðs í New York er starfrækt í náinni samvinnu við ferðamálaráð hinna Norðurlandanna. Samfara þessari breytingu verður einnig sú breyting að auk ferðamálaráðs munu fyrirtæki og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu leggja fram fjármagn til markaðs- starfseminnar í Bandaríkjunum. Flugleiðir, Reykjavíkurborg og SVG hafa þegar ákveðið að taka þátt í þessu átaki á næstu árum. Afkoma hefur breyst nokkuð mismunandi. Afkoma fyrirtækja í almennum iðnaði, byggingar- iðnaði og samgöngum hefur versnað. Afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi, verslun, banka- og tryggingastarfsemi og þjónustu og veitingastarfsemi hefur hins vegar batnað. Hafa verður í huga að hér eru atvinnugreinar mikið dregnar saman. Þjóðhagsstofnun mun síðar á árinu gefa úr árs- reikningaskýrslu þar sem nánar verður fjallað um afkomubreyt- ingu milli áranna 1988 og 1989. Þar verða bæði fleiri fyrirtæki í úrtaki og nánari sundurliðun eftir — atvinnugreinum. í mars á þessu ári gaf Þjóðhagsstofnun út skýrslu um ársreikninga fyrir- tækja 1987 og 1988 þar sem fjall- að var um afkomubreytingu 1180 fyrirtækja. DAGUR Akurcyri S96-21M Norölenskt dagblað A Dagblaöið Dagur og Fiðlarinn/Bláhvammur efna til Tvímenningskeppni í bridge í Alþýðuhúsinu laugardaginn 25. ágúst. Áætlað er að keppni hefjist kl. 9.00. Spilaður verður barómeter, 2 spil á milli para. Þátttökugjald kr. 3.000,- á par. Léttar veitingar verða á boðstólum allan daginn og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sæti. Hámarksþátttaka er 32 pör og því vissara að tryggja sér spilarétt sem fyrst, en mótið er öllum opið. Þátttaka tilkynnist til: Jakobs í síma 24171 á kvöldin, Frímanns í síma 21830 á kvöldin, 24222 á daginn eða Gunnars í síma 21503 á kvöldin, 26337 á daginn. Viijum ráða laghentan mann eða mann vanan hjólbarðaviðgerðum. Uppl gefur verkstjóri í síma 26776. Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Staðarskáli óskar að ráða starfskrafta. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefa Bára eða Magnús í síma 95- 11150, Staðarskáli. Atvinna á Húsavík Starfsmann vantar að íþróttahúsinu á Flúsavík frá 1. sept. nk. til áramóta. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 23. þessa mánaðar og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstof- una á Húsavík á eyðublöðum sem þar fást. Bæjarstjórinn á Húsavík. STEFÁN JÓHANNESSON, andaðist þriðjudaginn 14. ágúst að Hjúkrunarheimilinu Hlíð. Jarðaförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Börnin. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LEIFUR ÁSGEIRSSON, prófessor, lést á Borgarspítalanum 18. ágúst. Hrefna Kolbeinsdóttir, Kristín Leifsdóttir, Hrefna Indriöadóttir, Einar Indriðason, Ásgeir Leifsson, Helga Ólafsdóttir, Leifur H. Ásgeirsson, Ylfa S. Ásgeirsdóttir. Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför, GESTS KRISTJÁNSSONAR, bónda frá Múla. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Húsa- víkur. Guð blessi ykkur. Heiðveig Sörensdóttir og vandamenn. Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem með samhryggð og vinarhug studdu okkur á einn eða annan hátt við andlát og útför, KRISTÍNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Skarðshlíð 4d, Akureyri. Öllu starfsfólki Lyfjadeildar FSA sendum við alúðarþakkir fyrir einlæg störf og hjartahlýju. Guð blessi ykkur öll. Nývarð Jónsson, Hreinn Bernharðsson, Guðrún Þorvaldsdóttir, Kári Ólfjörð, Sigrún Ingólfsdóttir, Guðfinna Nývarðsdóttir, Óli Þór Ástvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.