Dagur - 01.09.1990, Side 5
Laugardagur 1. september 1990 - DAGUR - 5
Grímsejjarævintýri
- heljarátök við heimskautsbaug
Kraftlyftingafélag Akureyrar stóð fyrir því merkilega
framtaki í samráði við Kraftlyftingasamband íslands að
halda bekkpressumót í Grímsey, laugardaginn 25. ágúst sl.
- Þetta er fyrsta og eina íþróttamótið sem fram hefur farið
í eynni frá því byggð hófst þar fyrir þúsund árum.
10 litlir negrastrákar
Hugmyndin að þessu ævintýri
kviknaði aðeins 2-3 vikum áður
en það varð að veruleika. Van-
trúarsvipur færðist yfir furðu lost-
in andlit manna fyrst þegar þetta
var rætt við þá. Engu að síður var
vel tekið í þetta og fjöldi manns
lofaði sér í förina. Margir hættu
þó við á síðustu stundu sökum
skorts á fórnfýsi og djarfleika auk
ímyndaðrar hræðslu við ferða-
kostnað, sem var aðeins um
2.500 kr. á mann. Munaði þar
mest um góðan samning við
Flugfélag Norðurlands og auglýs-
ingastyrk frá Jöfri hf. vegna
heimsmets Njáls Torfa „Vest-
fjarðaskelfis" er hann dró 4
Skóda bíla með einum fingri.
Þegar upp var staðið var ljóst
að hópurinn yrði 10 manns. Frá
Akureyri komu: Rúnar Friðriks-
son, Kári Elíson, Helgi Jónsson,
Jóhann Guðmannsson, Kristján
Falsson, Jóhann Sigurðsson og
Inga Harðardóttir heitmey
Rúnars. Frá Reykjavík komu
þeir Baldvin Skúlason, Ármann
Birgisson og Njáll Torfason.
óþreyjufullir ungliðar, þeir Helgi
„magri“ og Jóarnir tveir höfðu
haldið af stað með ferjunni frá
Dalvík daginn áður sökum mis-
skilnings. Þegar eyjarskeggjar
sáu þessa þrjá á föstudeginum
ráku þeir upp stór augu því þeim
fannst strákarnir ekkert sérstak-
lega hrikalegir útlits og veltu því
fyrir sér hvort hinir ókomnu væru
svipaðir í sjón...
Hressilegur hreppstjóri
Þegar við lentum í Grímsey eftir
hálftíma flug tók á móti okkur
yfirsakarvald Grímseyjarhrepps,
Bjarni Magnússon hreppstjóri
Árekstur í óbyggðum
Undirritaður sem staddur var í
Davíðs-borg slóst í för ineð
Reykvíkingunum á föstudegin-
um, en lagt var af stað norður kl.
tvö e.h. á Toyota tryllitæki í eigu
Ármanns. Ökuferðin gerðist nú
heldur tíðindalítil uns við kom-
um í V.-Húnavatnssýslu. Þar er
nýleg og nægjusöm brú yfir Víði-
dalsá. Þar mættum við á brúnni
meinleysislegum smábíl. - Gall-
inn var bara sá að brúin var ekki
gerð fyrir herðabreiða menn...
og skyndilega varð árekstur óum-
flýjanlegur... - CRASH! - Það
meiddist enginn en skemmdir
urður nokkrar m.a. fór bretti af
bíl andstæðinganna í small og
„skelfirinn" reif það alveg af með
tveim fingrum og fleygði því út í
á.
Til Akureyrar komum við seint
um kvöldið og gistum þar.
Ekki nógu hrikalegir
Kl. 9 morguninn eftir flugum við
í frábæru veðri áleiðis til Gríms-
eyjar, eyju norðursins... Reynd-
ar vorum við aðeins sjö, því þrír
sem við fljótlega nefndum ein-
faldlega bara „hreppa" sökurn
alþýðlegrar og hressilegrar fram-
komu hans. Hann var mættur á
flugvöllinn á 12,5% bílaflota
eyjarinnar eða einum gjörvileg-
um vörubíl, en bílar í Grímsey
eru víst 8 fyrir utan nokkrar
dráttarvélar. Við hentum
farangrinum upp á pallinn og
hristumst á þessu farartæki til fél-
agsheimilisins þar sem lífæð
þessa 120 manna samfélags
liggur. „Hreppi" sagði okkur t.d.
eina sögu af einunt vörubíl eyjar-
skeggja fyrr á öldinni. Sá bíll var
oft erfiður í gang en eitt Gríms-
eyjartröllið þess tíma dró þá
vörubílinn upp brekku og ýtti
honum svo í gang niður brekk-
una aftur...
Erum engar eldhúsmellur
í félagsheimilinu Múla var okkur
tekið með kostum og kynjum.
F.v.: Helgi Jónsson, Jóhann Sigurðsson, Ármann Birgisson, Njáll Torfason,
Rúnar Friðriksson, Baldvin Skúlason og Jóhann Guðmann. Kristján
Falsson, yfirdómari, situr og snýr hægri síðunni að myndavélinni.
Ármann Birgisson (saklaus áhorfandi), Baldvin Skúlason (með sleggjuna)
og Njáll „Vestfjarðaskclfir“ Torfason (fórnarlambið).
í Grímsey liggja vegir til allra átta. Frá vinstri: Kristján, Kári, Njáll, Ármann, Baldvin og Rúnar. Ljósmyndir: inga Björk
Rúnar Friðriksson sýnir hvað í honum býr.
Tvær dávænar dömur (reyndar úr
landi) svokallaðar „Dalvíkur-
draumar" sáu alfarið um allan
viðurgcrning okkar í „Féló". Þær
byrjuðu á því að elda handa lið-
inu klassa-máltíð sem var eins-
konar vörumerki þeirra meðan á
dvöl okkar stóð. - Kári villtist um
þetta leyti inn í eldhús og sagði
við þær: „Þið eruð bara hörku
eldhúsmellur!" - Og svarið kom
um hæl: „Við erum engar eldhús-
mellur, við erum pottapíkur!"
Eftir mat fengu sumir sér létt-
an göngutúr unt næsta nágrenni
þar sem m.a. höfnin var skoðuð.
Það kom okkur á óvart hversu
miklar framkvæmdir voru í
eynni, t.d. við flugvöllinn og það
var verið að stækka og breyta
höfninni. Eitt sinn nötraði Féló
svo hrikalega að við héldunt að
Kristján yfirdómari-„Daddi diet"
sem vegur 122 kg hefði dottið úr
rúmi, en þá var það aðeins
eyjarskjálfti af sprengingarvöld-
um í höfninni...
Lyft yfír íslandsmetum
Kl. 15 á laugardeginum setti
Bjarni hreppstjóri mótið í Múla
með léttum ræðustúf. Náðist
strax góð stemmning meðal
áhorfenda sem voru um 60 talsins
og verður að teljast góð aðsókn
norður á heimskautsslóð, þar
sem lítið rúm gefst fyrir tóm-
stundir og íþróttaiðkan. Gegnum
aldirnar hafa þó innfæddir gripið
í glímu og já, ísknattleik þar sem
öflugasti eyjarskegginn notaði
girðingarstaur sem kylfu á meðan
aðrir notuðu venjuleg prik.
Lyft var uppi á senu í þessu
skemmtilega félagsheimili og
náðist góður árangur í keppn-
inni. Jóhann Sigurðsson eða
„double joe“ 14 ára snáði setti
íslandsmet drengja í bekknum
62,5 kg í 110 kg flokki. „Engi-
sprettan" fielgi Jónsson „magri"
bætti elsta íslandsmetið, 17 ára
gamalt met Kára í 56 kg flokki 85
kg í 85,5 kg. Kári datt ekki af
baki við þetta en lyfti 175,5 kg
eða hálfu kílói yfir eigin íslands-
meti í 75 kg flokki. Rúnar „fjósa-
frömuður" jafnaði Akureyrarmet
unglinga í 82,5 kg flokki og Jói
Guðmanns og „Ármennið" Ár-
mann Birgiss. settu persónulegt
met. Baldvin „bekkur" lokaði
síðan mótinu með glæsilegri 200
kg lyftu........
Úrslitin í Grímseyjar-
bekkpressu 1990
Stigkeppni fulloróinna: Iþ. bekkur stig
1. Kári Elíson. AK. 74.95 175.5 116.61
2. Baldvin Skúlason. Rvk. 1(19.80 200.00 107.34
3. ÁrmannBirgiss., Rvk. 88.70 157.5 93,00
4. Njáll Torfason, Rvk. 87,00 125.0 74.72
Stigakeppni unglinga:
1. RúnarFriðriksson. AK. 78.90 120.0 76,72
2. Helgi Jónsson, AK. 55,40 85,5 75.69
3. Jóhann Guðmannss., AK. 71,30 95.0 65.76
4. Jóhann Sigurðsson, AK. 108,70 62,5 33.63
Mótinu var síðan slitið með há-
tíðlegri athöfn þar sem innfædd
fegurðardís afhenti verðlauna-
gripi.
Fjárlög íslands fengu út-
reið
Að móti loknu voru sýndar forn-
ar aflraunir með endurbættu
sniði „Vestfjarðaskelfisins" Njáls
Torfa. „Skelfirinn" hitaði upp á
því að rífa símaskrá í tætlur á
örskömmum tíma, síðan þreif
hann upp voldugan doðrant:
Fjárlög Islands 1990 og reif þau
snarlega í sundur og henti
útgjöldunum en hélt tekjunum
eftir - umhugsunarverð aðferð
fyrir fjármálaráðherra... Að lok-
um vopnvæddist Baldvin stærstu
sleggjunni sem fyrir fannst á
staðnum og braut nteð heljar-
höggi tvær gangstéttarhellur sem
lagðar höfðu verið á brjóst Njáls.
Þegar „skelfirinn" skreiddist
ómeiddur á lappir öskruðu
Grímseyingar af hrifningu.
í Grímseyjarfrumskógi
Um kvöldið lék fyrir dansi hin
öfluga hljómsveit Three Amigos
frá Dalvík en áður en haldið var
á ballið mætti Bjarni „hreppi“ í
Féló og dró liðið í gönguíerð þar
sern hann sýndi ókkur fyrsta
alvöruátakið í trjárækt eyjarinn-
ar frá aldaöðli. „Hreppi" og frú
hans hafá nýlega gróðursett yfir
150 trjáplöntur vestanvert á
eynni og þarna um kvöldið var
þessu átr.ki gefið nafnið: Grírns-
eyjarfrumskógur.
Á hádegi á sunnudag var ætl-
unin að fljúga heim á leið en þá
brugðu veðurguðirnir á leik og
allt varö ófært. Á mánudeginum
komumst við þó á braut og gekk
heimleiðin áfallalaust fyrir sig.
Þar með var lokið þessari óvenju-
legu íþróttaför sem gleymist seint
þeint sem þátt tóku og enn einn
merkiskaflinn hefur verið
skrifaður í Grímseyjarsögu
íslandsbyggðar. Kári Elíson.