Dagur - 01.09.1990, Page 20

Dagur - 01.09.1990, Page 20
Hlutafjárútboð í Útgerðarfélag Akureyringa: Akureyrarbær nýtir helming forkaupsréttar Bæjarráð Akureyrar samþykkti í fyrradag að notfæra sér for- kaupsrétt á helmingi þess hlutafjár sem bærinn hefur rétt á í hlutafjárútboði sem nú fer í hönd. Þetta útboð er 50 milljónir að nafnverði og þar sem bærinn á um 70% í fyrir- tækinu hefur hann forkaups- rétt að um 35 milljónum. Pær 50 milljónir króna í liluta- fé sem nú eru boðnar út er fyrri helmingur hlutafjáraukningar sem samþykkt var á aðalfundi í Útgerðarfélagi Akureyringa í apríl sl. Hluthafar í fyrirtækinu þurftu að svara fyrir daginn í dag hvort þeir ætluðu að nýta sér forkaupsrétt samkvæmt hluta- fjáreign sinni í fyrirtækinu. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, segir að sam- kvæmt þessari ákvörðun bæjar- ráðs muni Akureyrarbær kaupa hlutabréf fyrir um 17 milljónir króna að nafnvirði. Hlutabréfin í Útgerðarfélaginu eru á genginu 2,4 þannig að fyrir þessi bréf borgar bærinn um 40 milljónir króna. Samkvæmt þessari ákvörð- un mun því eignarhlutur bæjarins í fyrirtækinu minnka. Akureyrarbær hefur með þess- ari ákvörðun gefið Akureyring- um og öðrum kost á að fjárfesta í Útgerðarfélagi Akureyringa og væntanlega verður ljóst innan tíðar hversu mikið af sínum for- kaupsrétti aðrir eigendur í fyrir- tækinu nýta sér. Sigurður segist vænta þess að seinna útboð á hlutafé í ÚA verði í beinu framhaldi af þessu útboði. Aðspurður um hvenær vænta megi hlutabréfa í ÚA á almennan markað segir hann að reiknað hafi verið með því um miðjan september. JÓH Heimir Ingimarsson, formaður Búseta á Akureyri, tók í gær fyrstu skóflustunguna að byggingu tíu Búseta-íbúða í Giljahverfi á Akureyri. Gengið hefur verið frá samningum við verktakafyrirtækið SS-Byggi um byggingu íbúðanna. Gert er ráð fyrir að hefjast strax handa við framkvæmdir. Mvnd: Goiii Hefur álveri verið valinn staður á Keilisnesi? „Ætla þessum möimmn ekki að draga málsaðila á asnaeyrunmn“ - segir Halldór Jónsson og vísar til nýafstaðins fundar forstjóra Atlantal-fyrirtækjanna með verkalýðsforingjum Kartöíluupptaka hefst senn: Uppskeran stefiiir í meðallag - spáir Bergvin Jóhanns- son, bóndi á Áshóli „Kartöfluupptakan cr ekki byrjuð en undirbúningur er kominn á fullan skrið. Upp- skeran virðist ætla að vera í meðallagi góð en veðurfarið næstu daga mun ráða miklu um hana,“ sagði Bcrgvin Jóhannsson, kartöflubóndi á Áshóli í Grýtubakka- hreppi. Bergvin segir að kartöflu- bændur í Höfðahverfi hafi ekki hafið kartöfluupptöku en víðast hvar hefjist menn handa á næstu dögum. Sprett- an hjá bændum er misjafnlega langt á veg komin þar seirt nokkrir bændur þurftu að bíða langt fram á vor eftir því að garðar yrðu nægilega þurrir til vinnslu. f’annig segir Bergvin að margir bændur hafi þurft að bíða frarn í júní eftir því að geta sett niður og þeir geti að sama skapi ekki tekið snemma upp. Bergvin segist ekki hafa trú á að framundan sé stríð á kartöflumarkaðinum. „Menn fóru eitthvað geyst af stað en síðan hafa fréttir borist af því úr Þykkvabænunt og víðar að kartöflusprettan er ekki sú sem af var látið. Ég held því að kaupmennirnir hafi ein- göngu æst þetta kartöflustríð upp að ástæðulausu. Á kartöfl- um er til skráð verð eins og á mjólk og kindakjöti og fari menn niður fyrir þetta verð er um lögbrot að ræða. Ég held því að það sé engin forsenda fyrir því að halda uppi ein- hverju kartöfluverðstríði í landinu," sagði Bergvin. JÓH „Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir koma um að staðsetning álvers hafi verið ákveðin á Keilisnesi. Ég veit ekki betur en að forstjórar Atlantal-fyrir- tækjanna séu rétt búnir að funda með forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar og ég ætla þessum mönnum ekki að draga málsaðila á asnaeyr- unum,“ segir Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri og for- maður Héraðsnefndar Eyja- fjarðar. í fréttum útvarps- og sjón- varpsstöðva í fyrrakvöld var sagt að öruggar heimildir væru fyrir því að þegar væri búið að velja álveri stað og þá á Keilisnesi. Ástæðurnar voru sagðar hag- kvæmnissjónarmið auk þess sem hinir erlendu aðilar vildu ekki byggja álver í Eyjafirði eða ann- ars staðar þar sem andstaða heimamanna væri mikil. Halldór Jónsson segist ekkert hafa heyrt eða séð sem bendi til þess að þessi ákvörðun liggi fyrir. „Ég hvorki vil né get trúað því. Á meðan við fáum ekki yfirlýsingar frá þessum aðilum um að ákvörð- un liggi fyrir eða meiri líkur séu á að álver verði á einum stað frekar en öðrum, þá vinn ég að þessu máli,“ segir Halldór. Aðspurður um það hvort hann telji að andstaða heimamanna geti haft úrslitaáhrif á ákvörðun segir Halldór að hinir erlendu aðilar hafi vissulega lýst því yfir að þeir vilji vera þar sem þeir mæta ekki andstöðu. „Ég held hins vegar að það sé alveg sama hvar þeir koma, það verður alltaf einhver andstaða meðal ein- hverra. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að þessi andstaða hér sé mikil, en það versta er að hún byggist að miklu leyti á upplýs- ingaskorti," segir Halldór. Sigurður P. Signtundsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sat síðastliðinn mið- vikudag fund sem forstjórar Atlantal-fyrirtækjanna héldu með forráðamönnunt verkalýðs- hreyfingarinnar. Sigurður segir að þar hafi forstjórarnir talað um þau atriði sem þyrfti að athuga betur varðandi alla þrjá staðina. Einn þessara þátta er samskipti Skrifað verður undir kaup- samning ríkissjóðs og Ingi- mundar hf. nk. þriðjudag á „Ég gæti trúað því að atvinnu- ástandið hérna yrði ekki verra í vetur, en verið hefur og trú- lega eitthvað skárra. Eftir að Fiskiðja Sauðárkróks tók Hraðfrystihúsið á leigu hefur verið nægur afli til að vinna og verður væntanlega áfram,“ segir Agnes Gamalíasdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Ársæls. Á Hofsósi er það fiskvinnslan sem aðalatvinnan er við og fyrir skömmu tók Fiskiðja Sauðár- króks eignir Hraðfrystihússins hf. á leigu. Með samningnum er reiknað með því að ekki komi minni afli til vinnslu á Hofsósi við verkalýðsfélög en einnig voru ræddir þættir eins og stofnkostn- aður, rekstrarkostnaður og um- hverfisáhrif. Sigurður segir for- stjórana einnig hafa ítrekað að þeir vildu vera í friði við heima- menn. „Hins vegar sögðu þeir okkur að þetta væri ekki afger- andi þáttur," segir Sigurður. I áðurnefndum fréttum var því haldið fram að ef ríkisstjórnin hyggðist hafa einhver áhrif á þá niðurstöðu Atlantal-manna að setja álver á Keilisnesi þá myndi Siglufirði vegna kaupa á Sigló hf. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, mun sjálfur heldur en verið hefur. Að sögn Agnesar er töluvert um það að fólk úr sveitunum í kring sæki vinnu á staðinn og m.a. sagði hún að í sumar hefðu unnið á Hofsósi konur úr sveit- inni sem ekki hefðu sótt vinnu þangað lengi. „Við áttum von á jólunum í september áður en þessi leigu- samningur var gerður vegna þess að kvótinn okkar var það lítill. Nú ætti þetta minnsta kosti að endast fram í október og vonandi lengur svo að atvinnuleysið verð- ur augljóslega minna hér á Hofs- ósi í vetur heldur en síðasta vetur,“ sagði Agnes Gamalías- dóttir. SBG það fresta ákvarðanatöku í mál- inu um langan tíma. „Ég hef bara aldrei heyrt á þetta minnst,“ segir Sigurður. En er verið að draga menn á asnaeyrunum? „Ég get ekki ímyndað mér að sjálfir forstjór- arnir færu að eyða tíma í slíkan skollaleik. Ég er eins og ég segi nýbúinn að ræða við þessa menn í trúnaði og þar kom ekkert fram sem benti til þess að þessi ákvörðun lægi fyrir,“ segir Sigurður P. Sigmundsson. ET undirrita samninginn fyrir hönd ríkisins, og fyrir hönd Ingimundar hf. mun Ármann Ármannsson, framkvæmda- stjóri, dýfa penna í blek. Ármann sagði í samtali við blaðið að verksmiðja Sigló verði afhent nýjum eigendum í dag, laugardag, og á mánudag verður byrjað að pilla rækju. Rækjubát- ar Ingimundar munu landa afla sínum á Siglufirði á mánudag og þriðjudag. Starfsfólki Sigló hf. voru tilkynntar þessar ráðagerðir í gær, en Ari Guðmundsson, sem mun taka við rekstrinum á Siglu- firði, er mættur norður til Siglu- fjarðar. Drög að kaupsamningnum liggja fyrir og sagðist Ármann vera þokkalega ánægður með kaupin. Ríkið mun kaupa eignir Ingimundar hf. í Reykjavík þannig að nokkurs konar maka- skipti verða á eignum samnings- aðila. -bjb Kaup Ingimundar hf. á Sigló: Ólafiir skrifar undir á Siglufirði Hofsós: „Minna atvinnuleysi“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.